Morgunblaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dagbók frá Sarajevó BÓKMENNTIR Dagbók DAGBÓK ZLÖTU eftir Zlötu Filipovic. Helgi Már Barðason þýddi. Vaka-Helgafell, 1994 - 224 síður. 1.980 kr. HÖRMUNGAR stríðsins í ríkjum fyrrverandi Júgósiavíu og þá eink- um Bosníu eru öllum kunnar. Þrátt fyrir að fréttir af stríðsátökum þar séu nánast daglegt brauð er erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig ástandið raunverulega er. Dagbók Zlötu dregur lesandann hinsvegar milliliðalaust inn í hringiðu atburð- anna í Sarajevó og opnar honum sýn inn í það hvernig það er að lifa í skugga stríðsins. Zlata hefur að rita dagbók sína í september 1991, þá tæplega ellefu ára gömul. Enn er allt með kyrrum kjörum og Zlata er að byija í skól- anum eftir gott sumarfrí. Zlata er ósköp venjuleg stelpa. Hún á marg- ar góðar vinkonur og áhugamálin eru margvísleg. Hún er að læra á píanó, elskar að fara á skíði, finnst gaman að horfa á MTV og dreymir um að komast í aðdáendaklúbb Madonnu. í stuttu máli sagt er veru- leiki hennar í litlu frábrugðinn veru- leika jafnaldra hennar hér á ís- landi, en fljótt fer að draga til tíð- inda. Faðir hennar er kallaður í varalið lögreglunnar og slæmar fréttir berast frá Dubrovnik. Á vor- mánuðum 1992 er stríðið komið til Sarajevó. Sunnudaginn 5. apríl skrifar Zlata í dagbókina sína sem hún kallar Mimmý: Kæra Mimmý. Égg er að reynaað einbeita mér að Gunnar sýn- ir í Safna- húsinu Húsavík - Gunnar J. Straumland opnar málverkasýningu í Safnahús- inu á Húsavík í dag, fimmtudaginn 15. desember, kl. 17. Sýnir hann á þriðja tug olíumál- verka og eru öll verkin á sýning- unni til sölu. Gunnar nam við Mynd- listarskólann á Akureyri, Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og hefur nýlokið framhaldsnámi við AKI-Instituut voor hoger beeldend kunstonderwijs í Enschede, Hol- landi. Þetta er þriðja einkagýning Gunnars sem hefur og tekið þátt í fjölda samsýninga í Hollandi, Eng- landi og á Islandi. Sýningunni lýkur 22. desember. lærdómnum en ég get það bara ekki. Eitthvað er á seyði í bæn- um ... Maður finnur bara að eitt- hvað er í aðsigi, eitthvað mjög slæmt... Mimmý, ég er hrædd við STRÍÐ! (51) Ótti ræður ríkjum í Sarajevó og ekki að ástæðulausu því stanslausar skotárásir dynja á borginni og fjöldi manns lætur lífið eða örkumlast. Margir flýja og brátt er svo komið að alir bestu vinir Zlötu hafa yfir- gefið borgina. Þegar móðir hennar ákveður að þær mæðgur skuli einn- ig yfirgefa hina stríðshijáðu borg er það of seint því öllum leiðum frá borginni hefur verið lokað. Dagbókarskrif Zlötu koma því vel til skila hvernig örvænting henn- ar eykst eftir því sem tíminn líður án þess að hilli undir frið í borg- inni. Vetur í stríðshijáðri borg er öllum erfíður og Zlata spyr aftur og aftur hvenær þessu stríði ljúki og hvort ekki hafi verið færðar nógar fórnir. Hún reynir að skilja hvers vegna þetta stríð braust út og af hveiju það er svona erfitt að koma á friði. Mig langar svo til að reyna að skilja hvað stjórnmál eru því að mér sýnist þau eigi sök á stríðinu og ástandinu sem nú ríkir hérna. Stríðið hefurýtt burtu dags- birtunni og fært okkur hrylling í staðinn (123). Hún áttar sig á því að stríðið er vegna átaka milli Kró- ata, Serba og múslima en skilur ekki þessi átök. Að hennar mati er enginn munur á þessum hópum. Sjálf er Zlata múslimi en meðal ættingja hennar og vina eru einnig Króatar og Serbar. Ég vissi aldrei hverjir voru Serbar, hverjir Króatar og hverjir múslimar, enda skipti það engu máli. Nú haf stjórnmálin ruglað fólk í ríminu (123). Dagbók Zlötu er áhrifamikil lesn- ing og minnir óþyrmilega á að það eru oftast þeir sem minnst mega sín sem þjást hvað mest í stríði. Zlata er mjög kjarnyrt í skrifum og hefur oft þroskaða sýn á atburð- ina þrátt fyrir að hún þrái ekkert frekar en að fá að vera lítil stelpa í friði en stríðið hefur rænt hana bemskunni og það á hún erfitt með að sætta sig við. Síðasta dagbókar- færsla Zlötu er gerð fyrir rúmu ári og því miður er ljóst að enn er langt í frá að friður ríki í Bosníu. í ágúst 1993 skrifar hún þessi orð í dagbók- ina sína: Sumir líkja mér við Önnu Frank. Það skelfir mig, Mimmý. Ég vil ekki að örlög mín verði þau sömu og hennar (192). Ekkert er getið um afdrif Zlötu á þessu ári sem liðið er og er það miður en vonandi getur hún enn fundið hugg- un í dagbókarskrifum sínum. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Vinaminni TONLIST Illjómdiskar KIRKJUKÓR AKRANESS Vinaminni. Kirkjukór Akraness. Stjórnandi Haukur Guðiaugsson. Undirleikur: Katalin Lörincz (orgel) og Anna Snæbjömsdóttir (píanó). Einsöngvarar: Guðrún Ellertsdótt- ir, Ragnhildur Theódórsdóttir, Ragna Kristmundsdóttir, Helga Aðalsteinsdóttir, Dröfn Gunnars- dóttir, Unnur H. Arnardóttir, Krist- ján Elís Jónasson. Kirkjukór Akraness, Safnaðar- heimilinu Vinaminni, Skólabraut 13, 300 Akranes. MÉR þykja kirkjukórar orðnir meira en lítið góðir (a.m.k. surnir), vítt og breitt um landið. Kirkjukór Akraness hefur reyndar verið það lengi (stofnaður 1942), enda komið fram í útvarpi og sjónvarpi og gefíð út hljómplötu (Heyrirðu ei) árið 1981 undir stjórn Hauks Guðlaugssonar. Hann stjómar einig söngnum á þess- um hljómdiski og upptöku, sem gerð var fyrir ári af starfsmönnum Ríkis- útvarpsins (sem bregðast ekki frekar en fyrri daginn). Aðalsmerki kórsins er fallegur flutningur og innilegur, en því er heldur ekki að neita að kórsöngur (yfírleitt) getur virkað dálítið ein- hæft efni á heilum hljómdiski nema hann sé sérstakur og efnið sérstakt LISTIR Árnesingakórinn Nýjar bækur Undarlegt ferða- lag Jóns Oskars ÚT ER KOMIN ný bók eftir Jón Óskar. Hún kailast Undar- legt ferðalag og má líta á hana sem eins- konar lokahnút á þeim skáldlegu ævi- minningum sem Jón Óskar gaf út m.a. um Hernámsáraskáld og Kynslóð kalda stríðs- ins, eins og segir í kynningu útgefanda. Ennfremur segir: „Hann kemst sjálfur að þeirri niðurstöðu, að það sé þráin eftir friði sem hafí borið sig Jón Óskar áfram í lífínu. En ekki horfír vel í þeim efnum. Meðan hann er að skrifa þessa bók um frið- arhugsjónir sínar, dynja yfír fréttir af Persaflóa- stríði, Sómalíustríðinu, Bosníustríðinu og hruni Berlínarmúrsins og ryðj- ast inn á stofugólf okkar með sjónvarpinu. Hvar- vetna fara fram mann- dráp og þjóðarmorð. Inn á milli fréttanna ræðir Jón um ofbeldi heimsins og hvemig ætti að sam- eina alla krafta gegn öll- um stríðshryllingi. Þetta er fögur bók, ákall um frið á jörðu.“ Útgefandi er Fjölvi. Undarlegt ferðalag er 220 bls. Verð kr. 2.680 krónur. Upphaf Evrópus- amvinnu Islands NÝLEGA er komin út bók þar sem upphaf Evrópusamvinnu íslands er rakið. Aðalhöfundur bókarinnar er Einar Benediktsson sendiherra. Upphaf Evrópusamvinnu ís- lands fjallar um haftatímann frá 1945-60. Fyrsti hlutinn byggist að verulegu leyti á reynslu Einars Benediktssonar sendiherra sem starfaði sem fulltrúi hjá OEEC í París árin 1956-60. „Einar rekur framvindu samvinnunnar sem leiddi til afnáms þeirra viðskipta- girðinga er einangruðu öll ríki Evrópu eftir heimsstyijöldina síð- ari. I skrifum Einars má glöggt sjá, að upphaf Evrópusamstarfsins á áðurnefndu tímabili er mun tengdara síðari tímum en margur myndi ætla,“ segir í kynningu út- gefanda. í öðrum hluta bókarinnar, Skjölin í Flórens, rekur Ketill Siguijónsson lögfræðingur mikilvægi OEEC við lausn fiskveiðideilna Breta og Is- lendinga. í þriðja og síðasta hluta bókar- innar fjallar Sturla Pálsson hag- fræðingur um eðli viðskiptahafta og afleiðingar þeirra. Alþjóðamálastofnun Háskóla ís- lands gefur bókina út. Verð 2.850 krónur. Árnesingakórinn og kór Kvennaskólans Jólatón- leikar í Seljakirkju ÁRNESINGAKÓRINN í Reykja- vík og kór Kvennaskólans í Reykjavík halda jólatónleika í Seljakirkju í dag, fimmtudaginn 15. desember, kl. 20.30. Einsöngvarar á tónleikunum verða: Jóhanna Linnett, Ingveld- ur Ólafsdóttir og Sigurður Bragason. Undirleik annast Jó- hannes Andreasen. Stjórnandi er Sigurður Bragason. Miðaverð 800 krónur. ----» ♦ <—-- Ljósmynda- sýning í Ráðhúsinu NÚ stendur yfir í Tjarnarsal Ráð- húss Reykjavíkur ljósmyndasýnigin Forseti íslands - Tákn frelsis og þjóðareiningar. Það er Ljósmynda- safn Reykjavíkur sem hefur haft veg og vanda að undirbúningi og uppsetningu sýningarinnar. Sýningin fjallar um forsetaemb- ættið, hlutverk forseta og þá menn sem embættinu hafa gegnt í 50 ár. Birtar eru svipmyndir úr opinberum heimsóknum forseta íslands erlend- is og opinberum heimsóknum er- lendra þjóðhöfðingja til íslands ásamt svipmyndum frá þeim mörgu embættisverkum og skyldum sem forsetaembættið stendur fyrir. Sýningin stendur til 22. desem- ber. ----» ♦ ♦--- Wnaminní Kirkjukór Akrariess Slpifihiiuli Hnukur Liin)lMig>\o!) — og samstætt. Hér er um að ræða sitt lítið af hverju (eins og oftast er), andleg og veraldleg lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Söng- skráin mun áreiðanlega höfða til margra — sem og flutningurinn sjálfur. Ég hefði getað hugsað mér meiri ferskleika og snerpu (jafnvel léttleika og fögnuð) í sumum lag- anna — jafnvel þótt „við skundum með reikulum skrefum" ... (Bach) og auðmýktin sé fyrir hendi. Kórinn virðist allstór, sem getur eftir atvik- um verið kostur og galli og þó kannski meiri galli í „prógrammi" sem þessu. Engu að síður er þetta fallegur og að fíestu leyti vandaður flutning- ur (hjá einsöngvurum líka), þar sem sönggleði ríkir og virðing fyrir verk- efninu. Enda þótt hljóðritun sé góð má e.t.v. deila um sjálfan hljómburðinn, sem að vísu er hljómfallegur en e.t.v. óþarflega „mikill“. Meiri sund- urgreining og tærleiki hefði ekki skaðað að mínu mati. Kannski buðu aðstæður ekki upp á annað — þær eru a.m.k. „kirkjulegar“. Flutningur og hljóðritun er m.ö.o. ekki' „gerilsneydd“ og munu margir vera ánægðir með það. Og kannski er það kostur í þessu tilviki og allt með ráðnum hug ... Oddur Björnsson. Aðventu- og jólasöngvar í Hafnarfjarð- arkirkju AÐVENTU- og jólasöngvar verða í Hafnarfjarðarkirkju á föstudags- kvöld kl. 22. Fram koma Gunnar Gunnarsson flautuleikari, Barnakór kirkjunnar undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur og Kór Hafnar- fjarðarkirkju undir stjórn Helga Bragasonar. Yfirskrift tónleikanna er „Frá ljósanna hásal" og er tilgangur þeirra að opna huga og hjarta fyrir komu jólahátíðarinnar, segir í kynn- ingu. Aðgangseyrir er 300 krónur fyrir fullorðinn og aldrei meira en 500 krónur fyrir hveija íjölskyldu. Tón- leikarnir taka um eina klukkustund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.