Morgunblaðið - 15.12.1994, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 15.12.1994, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESFMBER 1994 35 ma í Reykjavík Rúmenía fimm áram eftir fall einræðisstjómarinnar shópi mar rétt að ABR væri klofið í tvær fylk- ingar heldur væru mjög margar hug- myndir á lofti. Þá sagðist hún líta á hugmynd Guðrúnar Helgadóttur sem brandara, það væri hvorki Guðrúnar né kjörnefndar að ákveða framboðs- listann. „Það ráðstafar enginn sætum með þessum hætti, hvorki hún né aðrir,“ sagði hún. Fullyrt er að Svavar Gestsson styðji framkomnar hugmyndir um uppstillingu og hafi beitt sér sérstak- lega fyrir því að fá Ögmund Jónasson á listann. Þetta hefur hins vegar leitt til þess að hann hefur fengið ýmsa af nánum stuðningsmönnum sínum sem myndað hafa kjarnann í ABR upp á móti sér. Viðmælandi úr hópi stuðningsmanna Svavars sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hópur fólks sem staðið hefði þétt með Svavari í innanflokksdeilum á undanförnum árum hefði snúist gegn honum í þessu máli. Þessi harði kjarni, sem stundum væri kenndur við flokkseigendafélag- ið, liti svo á að ef Svavar slægi ekki af og féllist á forval gætu orðið skil á milli hans og þessa fólks. Meðal þeirra sem sagðir eru tilheyra þessum hópi eru Stefanía Traustadóttir, Álf- heiður Ingadóttur, Garðar Mýrdal, Guðmundur Þ. Jónsson og Áuður Sveinsdóttir. Meðal stuðningsmanna Svavars sem hafa hins vegar fylgt honum að málum og unnið að sam- komulagi um uppstillingu eru Ástráð- ur Haraldsson og Árni Þór Sigurðs- son formaður kjörnefndarinnar. Svavar vildi ekki tjá sig um málið í gær en sagðist ætla að greina frá afstöðu sinni á fundinum í kvöld. Ögmundur hefur ekki endanlega samþykkt að taka sæti á listanum og mun skv. traustum heimildum mínum ekki ætla að taka endanlega ákvörðun fyrr en um áramótin þar sem hann vilji sjá hvernig að fram- boðinu verður staðið. Þá hefur hann ekki í hyggju að ganga í Alþýðu- bandalagið heldur hefur sett það sem grundvallarskilyrði af sinni hálfu að hann tæki aðeins sæti á listanum sem óháður frambjóðandi, og að boðið verði fram kosningabandalag undir merkjunum Alþýðubandalagið og óháðir. Þegar fyrir lá í gær að Ögmundur ætlaði ekki að gefa út yfirlýsingu um framboð fyrr en um eða eftir áramót varð ljóst að ekki yrði unnt að taka afstöðu til þeirra fjögurra einstaklinga sem rætt hafði verið um að skipuðu fjögur efstu sæti listans á fundinum í kvöld. Skv. heimildum mínum hefur kjörnefndin í smíðum tillögu fyrir fundinn í kvöld um að fallið verði frá prófkjöri en jafnframt verði skýrt frá því að kjörnefnd ætli að vinna áfram út frá þeirri hugmynd að Svavar skipi 1. sæti framboðslist- ans, Bryndís 2. sæti, Ögmundur 3. sæti og Guðrún Helgadóttir verði í 4. sæti. Flestir viðmælendur mínir voru á þeirri skoðun að mestar líkur væru á því að meirihluti kjördæmisráðs myndi styðja tillögu kjörnefndar og eru litlar líkur sagðar á einhverskonar mála- miðlun. Talið er víst að allir fulltrúar Birtingar og Framsýnar eða 20 alls samþykki að hætta við prófkjör og er reiknað með að um helmingur fé- laga í ABR sé sama sinnis. Hins veg- ________ ar er talið að Sósíalistafé- 'ihluti lafrið sé eindregið fylgjandi ... prófkjöri en óvíst er hvern- ... 'a ig fulltrúar æskulýðsfylk- rOOUn ingarinnar skiptast. Staðan er sögð mjög viðkvæm. „Ef það samkomulag sem náðst hefur á bak við tjöldin heldur ekki, þá telja menn sig fullkomlega óbundna af öllu. Ef farið verður í prófkjör verður kosið um öll sæti, fyrsta sætið líka, það er alveg ljóst,“ sagði einn viðmælenda minna. -J— ># f # Morgunblaðið/Ásgeir Sverrisson CASII Republicn, „Lýðveldishúsið“ nefnist þessi risastóra bygging sem Nicolae Ceausescu lét reisa í nýjum „kjarna“ í miðborg Búkarest. Gamlar merkar byggingar og kirkjur voru jafnaðar við jörðu til að rýma fyrir risa-byggingum sem hýsa áttu forréttindastéttina, forystu kommúnistaflokks Rúmeníu. Rúmenar halda því fram að „Lýðveldishúsið“ sé stærsta bygging í heimi hér en líklega er Pentagon, bygging varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, stærri. Nú hefur verið ákveðið að nýta þessa risastóru byggingu undir opinbera stjórnsýslu og þing en áður voru uppi hugmyndir um að koma þar upp ráðstefnusölum og hóteli eða s->Dii til minningar um ógnarsljórnina. L YKTIN er það fyrsta sem ferðamaðurinn veitir eftir- tekt - þessi einkennilega blanda tóbaksreyks, kolaf- nyks og hlandstækju. Þetta er hin raunsanna lykt alræðis hinna alls- lausu - fnykur sem er óðum að hverfa annars staðar í Austur-Evr- ópu. I Rúmeníu er þessi lykt enn jafn allsráðandi og hún var fyrir fimm árum þegar landsmenn fögnuðu því að einræðisherranum Nicolae Ceau- sescu og eiginkonu hans, Elenu, hafði verið steypt af stóli. Rúmenía árið 1994 minnir að flestu leyti á þetta myrkvaða land árið 1989 nema hvað nú er bjartsýnisbylgjan, sem reis við fall einræðisstjórnarinnar, hnigin. Það er að sönnu dapurleg lífs- reynsla að ferðast með lestinni frá Timisoara, vöggu byltingarinnar, til höfuðborgarinnar Búkarest. Hund- ruð manna biðu þolinmóðir í röð eft- ir að fá að kaupa miða með nætur- lestinni til höfuðborgarinnar. Það virtist að jafnaði taka tíu mínútur að afgreiða hvern mar.n. Brautar- stöðin var skítug, nánast óupplýst og rakafnykurinn allsráðandi. Nokkrar sjoppur voru opnar og þar mátti fá keypt kex, brauð og viður- styggilega hamborgara. Fólkið var skelfilega illa til haft - konurnar klæddust gömlum, ljótum kápum og höfðu slæðu á höfði. Menn- irnir klæddust gjarnan alltof litlum leðurjökkum og báru risastórar loð- húfur. Þetta fólk var verr klætt en íbúar þeirrar frægu borgar Sarajevo. Margir líktust helst tötralega klædd- um umrenningum. Lestin var troðfull. Hún rann af brautarstöðinni með tilheyrandi iskri og skruðningum og stansaði síðan. Þetta var aðeins fyrsta óútskýrða bilunin, þær áttu eftir að verða miklu fleiri. Á fyrri helmingi leiðarinnar ríkti hitabeltisloftslag inni í járn- brautarklefanum og það var sama hvað reynt var, ógerlegt var með öllu að minnka hitann. Sökum stækj- unnar sem barst frá salern- ________ inu við hliðina var fljótlega horfið frá því ao hafa gluggann opinn til að hleypa lofti inn í vagninn. Síðan hvarf hitinn skyndi- lega og við tók nístandi ——— kuldi þannig að ómögulegt var með öllu að festa svefn. Á eftir tímanum Meðfram brautarteinunum mátti hvarvetna sjá járnbrautir, smíðaðar í Rúmeníu sjálfri í samræmi við brjál- semislegar áætlanir Ceausescus um að gera Rúmena öldungis óháða öðr- um ríkjum á sviði iðnframleiðslu. Þær stóðu hreyfingarlausar, ryðhaugar á ónýtum teinum. Ferðin var alls um 480 kílómetra löng og hún tók heilar ellefu klukkustundir enda eru rúm- Fnykur deyjandi drauma A jóladag 1989 var Nicolae Ceausescu, ein- ræðisherra í Rúmeníu, tekinn af lífi ásamt eiginkonu sinni. Mikil bylgja bjartsýni reis er ógnarstjóm kommúnista hafði verið steypt. Fimm ámm síðar er ástandið óbreytt eins og Patrick Bishop, blaðamaður The Daily Tele- graph, komst að er hann tók sér fyrir hendur lestarferð frá Timisoara til Búkarest. Sömu dótabíl- arnir skrölta enn um göt- urnar enskar járnbrautarlestir hálfri öld á eftir tímanum. Á það jafnt við í eigin- legri og yfirfærðri merkingu. Götukrakkarnir eru það fyrsta sem ferðamaðurinn tekur eftir við kom- una á aðalbrautarstöðina í Búkarest. Þetta er í raun sérstakur þjóðflokkur og þarna halda börnin til, hringa sig saman og sofa líkt og snákar á hita- pípunum. Þegar upp er komið taka -------- eldri- betlarar við, gamlir menn á tréfótum og aldr- aðar konur sem vart geta hreyft sig sökum örbirgð- ar. Undrunin yfir því að fá 200 krónur í lófann er sönn. rúmensk-smíðuðu dótabíl- göturnar og Sömu arnir skrölta áður. Aftan úr þeim streymir sama mengunarskýið. Verslanir eru að sönnu skárri en fyrir fimm árum. Enn er þó ekki að finna McDonald’s- skyndibitastað eða Benetton-búð í Búkarest en annars staðar í Mið- og Austur-Evrópu hafa þessi nöfn verið táknræn fyrir umskiptin í átt til vest- ræns markaðshagkerfis. íbúarnir, sem almennt og yfirieitt eru bæði þolinmóðir og kurteisir, þreytast seint á að útskýra fyrir ferðamanninum að í þessu liggi rót vandans. Rúmenar njóta að sönnu pólitísks frelsis. í efnahagslegu til- liti ríkir hins vegar sama stöðnunin og miðstýringin og á tímum Ceau- sescus og hinnar hötuðu eiginkona hans. Og hver er ástæðan fyrir þessu? Kommúnistarnir, segja inn- fæddir, eru enn við völd. Nánast strax í upphafi „byltingarinnar" í desember 1989 varð ljóst ________ að um raunverulega bylt- ingu var ekki að ræða. Almenningur reis að sönnu upp og bylgjan barst frá Timisoara til Cluj og þaðan til Sibiu og Búkarest. En ——— hópur andstæðinga Ceausescus inn- an rúmenska kommúnistaflokksins „rændi“ byltingunni þegar á upp- hafsstigum hennar. Þessir menn höfðu lagt á ráðin um valdarán öðru hvoru í heilan áratug en þá skorti jafnan hugrekki til að láta til skarar skríða gegn Ceausescu. Fyrir sam- særismönnunum fór Ion Iliescu, sem nú hefur verið kjörinn forseti Rúm- eníu tvívegis, en hann var þá fyrrum leiðtogi ungliðahreyfingar konnnún- istaflokksins. Hann hafði fallið í ónáð hjá Ceausescu og stjórnaði ríkisreknu útgáfufyrirtæki þegar tækifærið til valdaráns gafst. Valdafíkn og einkavæðing Þegar haft er í huga að annars staðar í ríkjum þeim sem lutu einræð- isstjórn kommúnista, ríkir nú einhug- ur um að koma á markaðshagkerfi, hlýtur að koma á óvart hversu tregir rúmensku samsærismennirnir eru til þess. Einkavæðing á sviði iðnfram- leiðslu er í raun ekki hafin og mjög hefur vafist fyrir stjórnvöldum að færa jarðir aftur í hendur smábænda. Við nánari umhugsun þarf þessi þróun í raun ekki að koma svo á óvart. Með því að halda landbúnaðin- um og úreltum fýrirtækjum í þunga- iðnaði gangandi gefst ráðamönnum tækifæri til að treysta völd sín. Með þessu móti er unnt að fá keypt at- kvæði verkamanna sem hræðast óvissu hins framandi heims fjár- magnsins. Og leiðtogarnir geta einn- ig keypt hollustu og þagmælsku þeirra sem báru ábyrgð á að gamla stjórnkerfíð héldist gangandi. Illþýð- ið sem tryggði völd ógnarstjórnarinn- ar hefur einnig reynst hafa furðulega aðlögunarhæfni. Fcrrréttindastéttin smáa, sem orðið hefur moldrík á þeim litlu breytingum sem þó hafa átt sér stað á efnahagssviðinu, sam- anstendur m.a. af fyrrum liðsmönn- um öryggislögreglunnar, Securitate. Herforinginn sem bar ábyrgð á morð- unum í Timisoara í upphafi byltingar- innar er nú einn auðugasti kaupsýslu- maður Rúmeníu. Talsmenn stjórnarandstöðunnar segja að engin von sé til þess að lífs- kjörin batni í Rúmeníu fyrr en fram fari raunveruleg einkavæðing í land- inu. Á meðan núverandi ríkisstjórn er við völd og ríkir í skjóli bandalags kommúnista, einangrunarsinna ög gyðingahatara, er lítil von um að þau umskipti verði. Klofningur í röðum stjórnarandstöðunnar verður síðan til að treysta enn frekar stöðu stjórn- arinnar. Skortinn á samstöðu má --------- hins vegar rekja til þess hve ógnarstjórn kommún- ista var vægðarlaus í þá rúmu fjóra áratugi sem hún var við völd. Ólíkt því sem gerðist í Tékkóslóvak- íu og Ungverjalandi rann aldrei upp slökunarskeið í Rúmeníu. Borgarastéttin nýfædda í Rúmeníu mænir vonaraugum til vesturs og fer með galdraþuluna um frelsunannátt erlendrar fjárfestingar. Þeir fjármun- ir sem veitt er til Balkanskaga streyma framhjá Rúmeníu og fara ofan í hítina sem nefnist aðstoð Sam- einuðu þjóðanna við Bosníu. Eftir sitja hinir óheppnu Rúmenar, áfram halda þjáningar þessarar þjóðar og biðin eftir því að úr rætist á eftir að reynast löng. Kommúnist- arnir, segja innfæddir, eru enn við völd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.