Morgunblaðið - 15.12.1994, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Leitin að
siálfum sér
BÆKUR
A I m e n n i n g s s á I a r -
í ræöi
HEIMKOMA
eftir John Bradshaw. Þýðandi: Sig-
urður Bárðarson. útgefandi: Bóka-
útgáfan Andakt. Prentun: Félags-
prentsmiðjan. 290 bls.
UNDIRTITILL þessarar bókar er:
„Endurheimtu og stattu með barninu
sem býr í þér“. Og í bókinni fjallar
höfundurinn um hið afskipta og van-
rækta bam, sem hann segir búa
innra með hveijum og einum ein-
stakiingi; að öll höfum
við þurft að líða fyrir
vanhæfni foreldra okk-
ar, þegar við þurftum
mest á þeim að halda.
Stundum vegna þess að
þeir voru of uppteknir
af eigin vandamáium
og stundum út af ein-
hveiju öðra. Síðan er
farið í hvert stig barn-
æskunnar fyrir sig;
kornabarnssjálfið,
smábarnssjálfið, for-
skólabarnið, grann-
skólabarnið og allt end-
urheimt, eftir að
Bradshaw hefur gert
grein fyrir afleiðingun-
um af því að persónleiki
einstaklingsins þroskast ekki frá
þessum stigum. Hann gerir grein
fyrir ótta, reiði og sársauka þeim
sem býr innra með þeirri mann-
eskju, sem hefur verið skilin eftir
með þessar tilfinningar á einhveiju
stigi málsins og hvernig það hefur
áhrif á hegðunarmynstur okkar og
venjur þegar við eigum að heita
fullorðin.
I bókinni eru mörg góð heilræði
og Bradshaw hnykkir á lýsingum
sínum með góðum spakmælum frá
horfnum rithöfundum og sálfræð-
ingum. Mjög nákvæmar leiðbeining-
ar era í bókinni um það hvernig
hægt er að finna út á hvaða stað í
barnæskunni maður hefur staðnað
og síðan eru æfingar og spurninga-
listar og hugleiðsluaðferðir kenndar
John Bradshaw
til að ná í skottið á barninu, til að
gera það raunverulega fullorðið.
í annarri bók sem Bradshaw skrif-
aði og heitir „Healing the Shame
that binds you,“ fjallar hann um til-
finninguna „skömm“, sem festir ræt-
ur í börnum sem búa hjá foreldrum
sem ekki eru vanda sínum vaxnir.
Sú bók finnst mér vera ákaflega góð
og áhrifarík, en verð hins vegar að
segja að Heimkoma er langt frá því
að vera á sama gæðastaðli. Brads-
haw er of skorðaður við „skömmin",
og mér fínnst þessi bók vera hálf-
gerð útþynning á þeirri fyrri. A köfl-
um er hún dálítið fræðileg og á köfl-
um er hún full af tilfinningasemi.
Það vantar heila brú á milli.
Þýðingin er ekki góð.
Fyrir utan það að þýð-
andinn er mjög áttavillt-
ur á n-reglum í íslenskri
málfræði, sem stingur í
augun hvað eftir annað,
hefur hann ekki hugað
að því að íslensk skipan
sé á setningum, heldur
hefur textanum verið
einhvem veginn böðlað
á íslenska tungu, sbr.:
„En við deyjum á þeim
degi þegar líf okkar
hættir að vera uppljóm-
að,“ í stað þess að segja,
til dæmis: „En við deyj-
um þann dag sem líf
okkar hættir að vera
uppljómað," (bls. 265).
Annað dæmi er: „Það er til tvenns
konar fólk... Hægt er að segja til
um það með fyrri gerðina, með því
að horfa á það, á hvaða stigi það
festist í endanlegri mynd ...“ (bls.
256). Þessi setning myndi flæða inn
í vitund lesandans óhindrað ef þarna
stæði einfaldlega: „Til er tvenns kon-
ar fólk . .. Með því að horfa á fyrri
gerðina er hægt að sjá á'hvaða stigi
það hefur fest.“ Þetta eru aðeins tvö
dæmi af heilum aragrúa af skorti á
hugsun og tilfinningu fyrir íslenskri
tungu í þýðingunni.
Því miður er frágangur bókarinnar
líka fremur slakur. Prófarkalestri er
ábótavant og uppsetning og frágang-
ur bókarinnar flausturslega unnin.
Súsanna Svavarsdóttir
— rými
Maður
MYNPLIST
Sólon íslandus
VATNSLITIR
JÓN AXEL BJÖRNSSON
Opið frá 11-18 daglega. Til 27. des-
ember. Aðgangur ókeypis.
EINSTAKLINGURINN í ímynd-
uðu pg afmörkuðu rými, og jafn-
framt tilvistarkreppa hans, telst
ríkur þáttur í myndlist samtímans.
Mannveran virðist fast skorðuð,
eða svífa í tómarúmi blendinnar
sjálfsvitundar, þar sem trúin á
manneskjuna er glötuð, guð dáinn
og himnafestingin yfir, undir og til
allra hliða. Þyngdarlögmálið hefur
eins og gufað upp, haldfestan óá-
þreifanleg ósýnileg, en samt til
staðar eins og eilífðin.
Einsemd mannsins hefur lengi
verið myndlistarmönnum hugleikið
myndefni, en hins vegar er það til-
tölulega nýtt að staðsetja hana í
markað rými, eins og fram kemur
í verkum Giacomettis og seinna
Francis Bacons, þótt slíkt hafi gerst
löngu áður en í öðru samhengi.
Nýja málverkið tók þetta svo upp
í breyttri mynd og þá var rýmið
meira hugmyndafræðilegs eðíis, og
maðurinn eða ásýnd hans eins og
sveif í og á myndfletinum, en skorð-
aður niður með ýmsu móti t.d.
ýmsum hlutlægum eða sértækum
formum og samspili lita og/eða
blæbrigða. Menn hafa nefnt þetta
nýinnsæi villta málverkið, Ar Cifra
(Italía), og Pattern Painting (Amer-
íka), allt hugtök er eiga uppruna
sinn í tölum, táknum og mynstri,
en skara um leið frumstæða list,
miðaldalist og sitthvað í nútíman-
um. Uppgangur liststefnunnar
hófst fyrir alvöru 1977 og hugtak-
ið var skilgreint með sýningu í
París 1979, „Les Nouveaux Fau-
ves“, en um og eftir 1985 urðu
nokkur hvörf og stefnan ekki leng-
ur á oddinum. Hins vegar eru ýms-
ir frumkvöðlar hennar á fullu enn
í dag og njóta mikillar virðingar.
Málarinn Jón Axel Björnsson
hefur lengi fengist við sama stefið,
þar sem frumlagið er andlit, skorð-
að niður af mörkuðum formum, en
andlagið víðáttumikið rými, sem
minnir á himinhvelfinguna og ei-
lífðina. Hlutirnir, eða einingarnar
í rýminu virðast svo frekar hald-
festa fyrir uppbyggingu mynd-
heildarinnar en hinn óræða ein-
stakling í tóminu, en er þó vottur
skipulags á stjórnlausri vegferð
mannsins.
Yfirleitt hefur Jón Axel tekist.á
við stóra dúka í anda nýja mál-
verksins, en einnig unnið í smærri
einingum. Nú bregður svo við, að
hann er farinn að yfirfæra hug-
myndaheim sinn í vatnslit á pappír
og stærðirnar eru í hóflegasta lagi
og skiptast t.d. á þessari sýningu
í 25x34 og 37x49 cm, en samtals
eru tveir tugir mynda á sýningunni.
Þrátt fyrir þetta einhæfa og
markaða stef, hefur listamanninum
tekist að yfirfæra vissan ferskleika
frá einni mynd til annarrar, og fjöl-
breytnin með ólíkindum, sumar eru
öðrum myndrænni, sem hins vegar
skírskota meira til hugmyndarinnar
og heimspekinnar að baki. Þannig
höfðar hver einstakt verk til skoð-
andans á sérstakan hátt, eins og
ný málsgrein í skáldverkí tekur
stöðugt við af annarri, en þetta er
nú einmitt galdurinn bak við alla
lifun og geijun á myndfleti, og
skiptir þá fjöldi myndefna harla
litlu máli. Það má nokkurn veginn
ganga að því vísu, að þessar mynd-
ir höfði frekar til skoðandans en
margir hinna fyrri dúka, og þá
helst fyrir hina sérstöku nánd sem
þær búa yfir. Þær eru fínlegri og
auðskildari stóru flekunum, sem á
stundum voru hráir og ögrandi,
órólegri fyrir augað og erfíðari fyr-
ir taugakerfíð.
Jafnframt er einhvern veginn
meiri sálfræði í myndunum og
áleitnari hugleiðingar um einstak-
Iinginn og vitundarlífíð, og þannig
séð velta menn lengur vöngunum
yfir þeim og þankamir verða dýpri.
Að vissu marki má fmna í þess-
um vinnubrögðum þörf til breyt-
inga og uppstokkunar, þó fjarri sé
að myndefnið sé þurrausið. .En það
eru eitthvað svo fínar taugar sem
hríslast um myndflötinn og miklar
sálrænar sviptingar, sem skara
nánasta vitundarlíf listamannsins
og samsamast myndheimi
hans...
Bragi Ásgeirsson
Stjórnendur fýrirtækja athugið!
Lœsing símtœkja, númer í minni faxtœkja og val til útlanda
1. janúar 1995 verður 00 fyrir val til útianda tekið í
notkun. Samhliða verður áfram hægt að nota 90 fyrir
val til útlanda til 1. apríl 1995.
geta nú auglýst ný sjö stafa símánúmer í stað þess að auglýsa
eldri númer ásamt svæðisnúmeri (91).
Vinsamlegast athugið að sjö stafa númer utan höfuðborgar-
svæðis hafa ekki verið tekin í notkun. Það verður gert
3. júní 1995 og breytast þá einnig númer fyrir farsíma,
boðtæki og Símatorg. Æ
Fyrirtæki og aðrir notendur með eigin búnað til að læsa
fyrir dýrari símtöl, þurfa að láta gera nauðsynlegar
breytingar vegna nýju númeranna. Fyrirtæki með læs
ingu á vali til útlanda þurfa að láta gera breytingar
vegna 00. Bent er á þjónustuaðila símakerfa og innan
hússtöðva til að láta framkvæma þessar breytingar.
Þegar hringt er frá útlöndum á að velja sjö stafa
númerið strax á eftir landsnúmerinu 354.
Á símstöðvum er hægt að fá bækling með upplýs-
ingum um númerabreytingarnar.
Sjö stafa símanúmerin voru tekin í notkun á höfuð-
borgarsvæðinu 1. desember síðastliðinn. Hinsvegar verð-
ur hægt að nota gömlu númerin samhliða þeim nýju
fram til 3. júní 1995. Símnotendur eru hvattir til að nota
nýju númerin. Einnig er sérstaklega bent á að breyta
númerum í minni faxtækja áður en eidri númerum
verður vísað til símsvara. Fyrirtæki á höfuðborgarsvæði
mundu!
...stafa
símanúmer
PÓSTUROG SÍMI
I
(
<
*
i
i
j
i
í
■1
:
í
4
:
u
i
i
i
i
i
i
(
(
(
i
i
<
I