Morgunblaðið - 15.12.1994, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
i
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 41
AÐSENDAR GREIIMAR
Forsætisráðherra á villigötum
í VIÐTALI í Morgunblaðinu
sunnudaginn 11. desember setur
forsætisráðherra, Davíð Oddsson,
fram nokkrar alvarlegar ásakanir
varðandi kennarasamtökin og störf
forystumanna jjeirra. Þessar ásak-
anir eru með þeim hætti að ekki
er hægt að láta hjá líða að gera
athugasemdir við þær. Forsætisráð-
herra nefndi þjóðarsáttina og þann
stöðugleika sem náðist með henni.
En út á hvað gengur þjóðarsáttin
og stöðugleikinn? Jú, þjóðarsáttin
er um það að þeir lægst launuðu,
opinberir starfsmenn og taxtafólk
á almenna vinnumarkaðnum, standi
í stað en þeir sem hærri hafa laun-
in mjaka sér áfram eða hagræða
sköttunum sínum. Stöðugleikinn er
sá að ef þeir sem lægst launin hafa
fájneira en 1.200-1.500 krónur í
launahækkun þá hrynur allt. Þetta
er ekki stöðugleiki heldur lýðskrum.
Kennarasamtökin hafa nú í
nokkra mánuði undirbúið kröfugerð
fyrir kjaraviðræður við ríkið, kynnt
hana félagsmönnum og borið undir
þá. Kröfugerðin var síðan lögð fram
í nóvember svo takast mætti að
ljúka samningum fyrir áramót. Svör
samninganefndar ríkisins voru
mjög á einn veg, það stæði ekki til
að semja við okkur fyrr en búið
væri að semja við aðra, m.ö.o.
sarhningsréttur okkar ekki virtur
frekar en undanfarin ár. Við þurf-
um ekki 30-40 fundi til að skilja
svör samninganefndarinnar. Hins
vegar er verkfallshótun það eina
sem ríkið skilur þegar í hlut eiga
þeir sem lægstu launin hafa.
Hvað varðar tímasetningu hugs-
anlegra verkfallsaðgerða þá er eðli-
legt að miða þær við þann tíma sem
þing starfar, þó ekki væri nema
vegna hættunnar sem stafar af
bráðabirgðalögum sem stjórnvöld á
hinum ýmsu tímum hafa notað af
fullkomnu ábyrgðarleysi.
Forsætisráðherra verður tíðrætt
um 25% kröfu kénnara. Þessi pró-
sentutala segir ekkert um græðgi,
ábyrgðarleysi eða kröfuhörku kenn-
ara. Hún segir aftur á móti allt sem
segja þarf um hversu lág launin eru.
En hveijar eru kröfur kennara.
Þær eru m.a. þær að byijandi hækki
í útborguðum launum úr 61.000
tæp 70.000 og að kennari eftir 15
ára starf hækki í útborguðum laun-
um úr um 68.000 í tæp 80.000.
Ef forsætisráðherra telur þessar
tölur of háar þá er rétt að hann
geri það opinbert hvað honum finnst
eðlilegt að kennari, eftir 3-4 ára
náskólanám, hafi í laun. Ef hann
treystir sér ekki til að lýsa því yfir
þá er lítið mark takandi á honum
í umræðunni um kjarasamninga.
Ósvífnin verður hvað mest þegar
hann reynir að gera for-
ystu kennarasamtak-
anna tortryggilega á
þeim forsendum að hún
sé að nota samtökin í
flokkspólitískum til-
gangi. Þessar fullyrð-
ingar lýsa honum best
sjálfum, þetta er greini-
lega vinnulag sem hann
þekkir. Ég vil hins veg-
ar fullyrða að það sem
vakir fyrir forystu
kennarasamtakanna er
að gera félagsmönnum
kleift að sjá fyrir sér
án þess að lifa á yfir-
vinnu, aukavinnu eða
Hannes
Þorsteinsson
eiga fyrirvinnu.
Síðastliðin fjögur ár
hefur menntamálaráð-
herra, Ólafur G. Einars-
son, oft talað um nauð-
syn þess að _ lagfæra
kjör kennara. Á þessum
tíma hefur hann ekkert
gert til að hjálpa okkur
og nú eru kennarar
orðnir þreyttir á að
bíða.
í haust hef ég farið
í yfir 20 skóla í Reykja-
vík til að funda með
kennurum um hugsan-
legan flutning grunn-
skólans til sveitarfélag-
Verkfallshótun er það
eina sem ríkið skilur,
segir Hannes Þor-
steinsson, þegar í hlut
eiga þeir sem lægstu
launin hafa.
anna og stöðuna í kjaramálum. Það
sem ég hef sagt við kennara er að
kröfur okkar séu svo hógværar að
ekki eigi að þurfa að fylgja þeim
eftir með aðgerðum. Ég hef líka
sagt þeim að ef tónninn hjá ríkinu
verði líkur þeim sem forsætisráð-
herra hefur nú gefið þá eigum við
ekki nema eitt vopn og það er verk-
fallsvopnið.
Forsætisráðherra fann að því að ‘
kennarasamtökin ættu stóran verk-
fallssjóð. Það er rétt, kennarar í
Kennarasambandi Islands eiga
rúmar 400.000.000 í verkfallssjóð
sem við höfum safnað í nær ára-
tug. Þar höfum við sýnt fyrirhyggju
sem stjórnmálamenn geta lært af.
Kennarar í Kennarasambandi ís-
lands hafa aldrei beitt verkfalls-
vopninu þau átta ár sem þeir hafa
haft sjálfstæðan samningsrétt. Við
vonum að við verðum ekki neydd
til þess nú.
Höfundur er formaður
Kennarafélags Reykjavikur og á
sæti í samninganefnd
Kennarasambands Islands.
m.
Falleg og vönduð vínglös á fæti
6 glös í pakka á kr. 990,-.
....
Mikið úrval lampa og skerma
Pottar með Teflon-húð. Verð frá
kr. 650,-. Einnig kaffikönnur og
ýmis notadrjúg eldhúsáhöld.
Glæsilegt úrval af húsgögnum, leirvöru, glösum,
kertastjökum, myndarömmum, skálum og fleira
til heimilisnota.
Púðar í f jölmörgum litum. Verð
frá kr. 1.450,-. Tilbúnar gardínur,
rúmföt, rúmteppi, sloppar, náttföt,
handklæði og rnottur í úrvali.
L—J yfi......)
MUNA1.AN
Habitat-húsið • Laugavegi 13 • Sími (91) 625870
i