Morgunblaðið - 15.12.1994, Side 44

Morgunblaðið - 15.12.1994, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR „Þetta er bara svona“ Orðið varð hold í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er. í honum var líf, og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því. En öllum, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim er trúa á nafn hans. Og Orðið varð hold, hann bjó * með oss, fullur náðar og sannleika. (Úr fyrsta kafla Jóhannesarguð- spjalls.) Sannleikurinn Biblían hefur í sér fólgin verð- mæti, sem enginn maður má vera án. Hún er fjársjóður, sem þó mun aldrei verða metinn til fjár. Orðið segir okkur sannleikann um okkur sjálf og það sem meira er þá segir Orðið okkur sannleikann um Guð föður, skapara okkar. „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glat- ist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Þessi orð, sem eru að finna í þriðja kafla Jóhannésarguðspjalls, kallaði Marteinn Lúter „Litlu Bibl- Biblían hefur í sér fólgin verðmæti, segir Sigur- björn Þorkelsson, sem enginn maður má án vera. íuna“ því hann taldi þau fela í sér kjarna þess, sem Biblían fjallar um. Jesús sagði: „Ég er vegurinn sannleikurinn og lífið. Enginn kem- ur til föðurins, nema fyrir mig.“ (Jóh. 14:6) Aukið öryggi fyrir öllu íbúðarkaup kalla á vel ígrundaða ákvörðun og mikilvægt er að vanda þartil allra verka. Með tilkomu greiðslumats hafa einstaklingar átt auðveldara með að átta sig á væntanlegri greiðslubyrði. Nú hefur Húsnæðisstofnun endurnýjað reglur sínar um greiðslumat og miða þær að því að gera íbúðarkaup öruggari en áður. Helstu breytingar eru þessar: ■ Miðað er við að greiðslubyrði allra lána fyrstu 3 árin eftir íbúðdrkaup, byggingu eða endurbætur, verði ekki hærri en 18% af heildarlaunum. ■ Meira tillit er tekið til sveiflukenndra launa en áður. Áhersla er lögð á heildarlaun umsækjanda samkvæmt skattskýrslu í stað mánaðarlauna síðustu þrjá mánuði. ■ Lánafyrirgreiðsla, s.s. skammtímalán banka til kaupanda, verður að vera formlega staðfest sem ákvörðun. ■ Sala lausajjármuna, t.d. bíls, og aðstoð skyldmenna verður að hafa farið fram áður en Húsnæðisstofnun samþykkir kaup á veðskuldabréfi. Leitið til viðskiptabanka ykkar eða annarra fjármálastofnana eftir frekari upplýsingum varðandi hinar nýju reglur um greiðslumat. ö HUSNÆÐISSTOFNUN RIKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAÚT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 OPIÐ KL. 8-16 VIRKA DAGA I Nýjar reglur um greiðslumat Andlegnr áttaviti Mér er afar minnisstæður maður nokkur, sem eitt sinn kom að máli við mig, en þennan ágæta mann hafði ég aldrei séð áður. Hann sagði mér eftirfarandi: „Ég fékk Nýja testamentið að gjöf þegar ég var 12 ára gamall. Upp úr því fékk ég trúaráhuga og ákvað að fylgja Kristi. Eg fór að sækja fundi í KFUM, en þangað fannst mér mjög gott að koma. Á unglingsárunum fór ég síðan á sjóinn, þar sem ég var meira eða minna í nokkur ár. Alltaf hafði ég Nýja testamentið með mér til sjós. Það var mér sem einhverskonar andlegur áttaviti. Þó gerðist það smám saman að samfélag mitt við Krist dofnaði. Þannig var í nokkur ár eða þangað til ég fór að ala upp mín eigin börn, en ég á eiginkonu og fimm böm. Þá fór ég aftur að leita til Nýja testa- mentisins, sem ég hafði eignast þama um árið. Styrktist ég nú aftur vemlega í trúnni á Guð og í samfé- laginu við hann, við lestur Orðsins. í dag sæki ég reglulega kirkju og einnig hef ég í seinni tíð sótt Biblíulestra, sem boðið hefur verið upp á fleiri en einni kirkju í Reykja- vík. Maður hefur fengið margar góð- ar gjafír um ævina eins og föt og fleira, sem gengur úr sér. Hrifning- in yfir þessum annars ágætu gjöf- um varir ótrúlega stutt, jafnvel þótt þær hafi verið gefnar í miklum kærleika af ástvinum. En Nýja testamentið, sem ég fékk að gjöf þegar ég var 12 ára gamall skóladrengur er dýrmætasta og varanlegasta gjöf, sem mér hef- ur verið gefin um ævina, enda var- ir orð Guðs að eilífu. Að sjálfsögðu keypti ég mér síðan Biblíu fyrir mörgum ámm og einnig eiga bömin sérstaka barna Biblíu, sem við höfum notað mikið með þeim. Ég fullyrði að enginn hlutur eða manneskja hefur haft meiri og já- kvæðari áhrif á líf mitt en þetta gamla og slitla bláa Nýja testa- menti, sem mér var gefið þegar ég var drengur. Ég get ekki skýrt þetta frekar, þetta er bara svona.“ Svo mörg vom orð þessa ágæta samtíma manns, sem mér verður oft hugsað til. Við hans orð er fáu að bæta. Jesús sagði Jesús sagði: „Sá sem varðveitir mitt orð, skal aldrei að eilífu deyja.“ (Jóh. 8:51) Get ég annað Ég hef ásett mér að vita ekkert annað öðru fremra manna á meðal í ræðu eða riti, en Jesú Krist og hann krossfestan og upprisinn frels- ara manna og eilífan lífgjafa. Því ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnað- arerindið. Það er kraftur Guðs til hjálpræðis hveijum þeim sem trúir. Því get ég ekki annað en talað það, sem ég hef séð og heyrt. Höfundur er framkvæmdastjórí Gídeonfélagsins á Islandi. Prófkjörið á Norð- urlandi vestra PRÓFKJÖR Sjálf- stæðisflokksins í Norð- urlandskjördæmi vestra er nú lokið. Þetta þrófkjör var sérstætt og sögulegt að því leyti að hér var í fyrsta sinn í kosningum m.a. tekist á um stefnu og áherslur í Evrópumálunum. Tveir miklir hæfileika- menn gáfu kost á sér í fyrsta sætið og þar með í forystu fyrir sjálf- stæðismenn í kjördæm- inu, þetta voru þeir Hjálmar Jónsson og Vilhjálmur Egilsson. Vilhjálmur Egilsson hefur markað sér sérstöðu í íslensk- um stjórnmálum á undanförnum misserum með því að taka þátt í að opna hér umræðuna um afstöðuna til Evrópusambandsins. Hann hefur verið hreinskiptinn og heiðarlegur varðandi afstöðu sína til þessara mála og verið trúr sínum skoðunum og komið þar fram eins og hann er klæddur, eins og hann nefnir það sjálfur. Hitt er svo annað mál hvort menn eru sammála honum eða ekki. Ég held þó að við getum öll verið sammála um að við þurfum að hafa fleiri slíka menn á þingi, þ.e. menn sem við vitum hvar við höfum og vitum hvaða skoðanir og stefnur þeir hafa. í þessu prófkjöri var því ekki að- eins tekist á um menn, heldur var tekist á um stefnu í Evrópumálunum og voru þau mál málanna í prófkjör- inu. Hvar sem við hinir þátttakend- umir í prófkjörinu komum, var ein fyrsta spumingin alltaf sú sama, og það sem mönnum lék einna mest forvitni á að vita, var hver afstaða okkar væri í Evrópumálunum. Það voru þessi mál sem réðu úrslitum um niðurstöður prófkjörsins. Það er ljóst að ef Vilhjálmur Egils- son hefði verið valinn til forystu sjálfstæðismanna í Norðurlandskjör- dæmi vestra, þar sem í fyrsta skipti er í raun tekist á um afstöðuna til Evrópusambandsins í kosningum, þ.e. hvort menn eigi að láta reyna á samningaleiðina eða ekki, og Vil- hjálmur hefði orðið ofaná, þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn ekki getað skorast undan því að taka tillit til þessarar niðurstöðu, og fara yfir þessi mál að nýju. Það varð glæsileg þátttaka í prófkjörinu sjálfu og í prófkjörs- baráttunni unnu menn allir innan þess ramma sem settur var. Ég held að allir geti verið ánægðir með hvernig að undirbúningi og framkvæmd prófkjörs- ins var staðið og enn á ný var sýnt og sannað að Sjálfstæðisflokkur- inn er sterkasta stjórn- málaaflið í landinu þar sem fjöldi fólks vinnur óeigingjarnt starf í þágu flokksins með markmið sjálfstæðistefnunnar að leiðarljósi. Framundan er síðan kosningabar- áttan og undirbúningur kosninganna Sýnt var og sannað, segir Friðrik H. Guð- • mundsson, að Sjálf- stæðisflokkurinn er sterkasta stjórnmála- aflið í landinu. í vor og það liggur Ijóst fyrir að þar mun Hjálmar Jónsson leiða flokkinn í þeirri baráttu. Við höfum einnig fengið skýrar Iínur hver afstaða manna til Evrópumálanna er, og með þetta veganesti eigum við að fara í kosningaundirbúninginn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur meðbyr í kjördæminu og með sameiginlegu átaki egum við að geta unnið okkar stærsta sigur í kosningunum í vor. Ég vil að lokum þakka þeim sem tóku þátt í þessu prófkjöri og studdu mig þar. Einnig öllum þeim fjöl- mörgu sem ég hitti og ræddi við, og að lokum við ég nota þetta tæki- færi til að óska öllum íbúum kjör- dæmisins árs og friðar. Höfundur tók þátt íprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. Friðrik Hansen Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.