Morgunblaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 45
burtu. Við heyrðum hann reyndi að
segja henni að við værum frændur
hans. Við urðum að láta okkur nægja
að veifa honum.
í nóvember sem leið hitti ég
Kenný. Hann var með viðskiptahug-
mynd í kollinum sem hann vildi segja
mér. Hann vildi að við skjalfestum
hana með samkomulagi um að hvor-
ugur bæri skarðan hlut frá borði, ef
hún kæmist til framkvæmda. Að
skilnaði gaf hann mér fyndnustu
sólgleraugu sem ég hef augum litið.
Skömmu seinna keypti ég löggiltan
skjalapappír og rölti heim til Kennýs
og gaf honum þá aftur gleraugum.
Hugmyndin reyndist vera mjög góð
en erfið í framkvæmd. Kenný reynd-
ist vita nákvæmlega um hvað hann
talaði og var með flesta þætti fram-
kvæmdarinnar á hreinu. Þetta sann-
færði mig um að þrátt fyrir mikinn
mótbyr í lífinu, væri Kenný óbugaður
í viðleitni sinni til að skapa sér betra
líf.
Kenný var gæddur afburða kímni-
gáfu. Eg naut þess að vera með
honum og skellihlæja að töktum þeim
sem hann hafði á hraðbergi við að
lýsa ímynduðum persónum eða að-
stæðum. Og síðast, viku áður en
hann dó, hringdi ég í hann til þess
að heyra í honum hljóðið. Samtalið
dróst á langinn og brátt var svo
komið að ég var að vérða of seinn á
stefnumót. Ég sagðist þurfa að drífa
mig, en þá fór hann í stríðni sinni
að góla lag sem hann þóttist hafa
verið að semja. Það var vel við hæfi
að við værum báðir 'skellihlæjandi
er við kvöddumst, hinsta sinni.
Með þessum orðum kveð ég kæran
vin og frænda. Sigrúnu, Alísu, Svövu
og öðrum skyldmennum votta ég
samúð mína.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson.
KENNETH CHARLES MEISSNER
+ Kenneth Char-
les Meissner var
fæddur á Long Is-
land New York
hinn 15. nóvember
1967. Hann lést á
heimili sinu í
Reykjavík hinn 30.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Sigrún Ling-
bergsdóttir og Ken-
neth Charles
Meissner. Systkini
hans eru Linda AI-
ísa Meissner, f. 8.
febrúar 1973, og
Svava Sólveig Svavarsdóttir, f.
23. maí 1980. Útför Kenneths
verður gerð frá kapellu Landa-
kotskirkju í dag.
upp á nýjum leik,
rugby, eða ruðningi
eins og hann er kallað-
ur. Hann kenndi okkur
reglurnar og spilaði svo
með. Leikurinn breidd-
ist út um hverfið og
brátt var Rútstúnið
undirlagt. En það var
sama hversu hart við
lögðum að okkur, alltaf
smó Kenný á leiftur-
hraða í gegnum varn-
irnar með skringilega
boltann í fanginu.
Keppikefli okkar
krakkanna var ekki að
vinna, heldur að vera
með besta leikmanninum í liði.
Hefðu örlögin ætlað Kenný annað
hlutskipti, er ég ekki í nokkrum vafa
um að hann hefði orðið myndlistar-
maður. Myndir hans báru vott mikils
innsæis og ríks ímyndunarafls. Einni
mynd man ég eftir, en hún var af
mannsheilanum, eins og hann ímynd-
aði sér hann, með taugum og æðum
lafandi niður. Hann útskýrði heilmik-
ið fyrir mér í tengslum við myndina
sem ég man ekki lengur hvað var.
Einhveiju sinni, er ég og bróðir
minn ásamt foreldrum okkar (ætli
við höfum ekki verið þrettán, fjórtán
ára) vorum á landbúnaðarsýningu á
Selfossi, heyrðum við nöfn okkar
kölluð. Okkur til gleði 'sáum við að
það var Kenný. Hann var í fylgd
konu þeirri er hann dvaldist í sveit
hjá. Þegar konan varð þess vör að
við þekktum hann, dró hún hann í
ÝMSAR vangaveltur leita á hugann
þegar maður horfíst í augu við þá
staðreynd að ungur maður í blóma
lífsins lætur lífið.
• Það eru þung spor sem ættingjar
og vinir stíga þegar þeir fylgja sínum
nánustu til grafar. Ekki síst þegar
menn eru ungir og eiga allt lífið
framundan.
Kenneth átti við vanheilsu að
stríða. Geðræn vandamál og ofskynj-
anir sóttu á hann, en þess á milli
var hann bjartsýnn og vonaði alltaf
að hann ætti eftir að lifa eðlilegu lífi.
Hann átti sér drauma. Hann vildi
vera sjálfstæður og lifa eigin lífi.
Hann fékk íbúð til eigin afnöta og
hreiðraði um sig þar. Þetta var nota-
leg íbúð þar sem hann kom sér vel
fyrir með sitt eigið sjónvarp, hljóm-
listartæki, síma og þægileg húsgögn.
Hann vildi ekki vera öðrum háður
en hafði gott samband við móður
sína og systur og leitaði löngum til
þeirra. Hann var augasteinn ömmu
sinnar, sem býr í Noregi, og þangað
flutti fjölskyldan um nokkurra ára
skeið. En vegna veikinda Kenneths
fluttu þau aftur til íslands.
Fyrstu ár hans bjó hann í Banda-
ríkjunum ásamt foreldrum sínum og
dvaldi síðar langdvölum hjá föður
sínum þar.
En eirðarleysi einkennir oft það
fólk sem ekki getur staðið á eigin
fótum. Hann kom því aftur til Is-
lands og ætlaði sér að festa rætur
hér.
Kenneth eða Kenny eins og við
kölluðum hann var listrænn, hafði
gaman af að teikna og mála og naut
sín best þegar hann gat heilsu sinnar
vegna stundað þá iðju. Einnig var
hann músíkaiskur, samdi lög og
texta og elskaði gítarmúsík og hafði
hug á að læra á gítar til þess að
hann gæti sungið lög við texta sem
hann samdi sjálfur.
Hann var glaðlyndur, geðgóður
og skemmtilegur og húmorinn var
ekki langt undan. Einnig var hann
vel gefinn og vel að sér í því sem
áhuginn beindist að.
Hann hafði alveg sérstakan áhuga
á dýrum og vissi mikið um lifnaðar-
hætti þeirra, þekkti mörg dýr, kynnti
sér hvar þau lifðu, hvernig lífi þeirra
var háttað og'yfírleitt allt sem sneri
að þeim. Hann vissi meira en margur
annar um dýralífið og einkenni dýra.
Hann var góður í viðræðum, einlæg-
ur og hreinskiptinn. Sárar minningar
leita á huga ástvinanna. Tíminn
læknar sárin en minningin lifir um
góðan dreng. Ég votta þeim mína
innilegustu samúð.
Valborg S. Böðvarsdóttir.
Kenný telst ekki til hinna gæfu-
sömu í lífinu. Sem barn lærði hann
sitt lítið í hvoru tungumálinu, ís-
lensku og ensku. Þegar skólaganga
hófst á íslandi var barnið ekki sterkt
í málinu, og átti því erfitt með að
fylgja námsefninu eftir. Þessi klofn-
ingur milli tveggja tungumála varð
til þess að snjóbolti ógæfunnar tók
að hlaða utan á sig. Kenný varð utan-
veltu í námi, utanveltu í félagsskap,
utanveltu í lifinu. Sorglegt er hvern-
ig þessi viðkvæmi, listræni og bráð-
gáfaði vinur minn og frændi missti
fótana.
Einhveiju sinni þegar við krakk-
arnir vorum i leikjum, stakk Kenný
I
FARARBRODDI
í FIMMTÍU ÁR
ÁHVERS MANNS DISK
FRÁ SÍLD OG FISK
Úrvals hráefni frá
okkar eigin svínabúi,
ein fullkomnasta kjötvinnsla
á landinu, strangt gæðaeftirlit
og vönduð vinnubrögð
fagmanna á öllum stigum
framleiðslunnar tryggja þér
fyrsta flokks vöru.
Þegar alls er gætt er hið
besta ávallt ódýrast.