Morgunblaðið - 15.12.1994, Side 49

Morgunblaðið - 15.12.1994, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 49 öll jól í áranna rás. Nú eruð þið sam- einuð að nýju. Ég tendra kertaljós fyrir ykkur þessi jól. Amma, ég bið að heilsa afa. Guðný Harðardóttir. Elsku amma Dúný. Takk fyrir allan þann kærleik, umhyggju og ástúð sem þú hefur veitt okkur um ævina. Takk fyrir minningamar, takk fyrir ánægju- stundirnar. Takk fyrir að hafa ver- ið til. Takk fyrir að vera langamma okkar. Guð veri með þér. Sævar, Erla og Maja. Kveðja frá Thorvaldsens- félaginu í dag kveðja félagskonur í Thor- valdsensfélaginu heiðursfélaga sinn og kæran vin og kæra vinkonu Guðnýju G. Albertsson. Hinn 19. nóvember 1875 var næðingssamur haustdagur í Reykja- vík. Þrátt fyrir það var bjart í hugum Reykvíkinga og íslendinga allra, því þann dag átti að afhjúpa koparlík- neski Alberts Thorvaldsens, sem borgarstjórn Kaupmannahafnar hafði gefið íslendingum á þúsund ára afmæli íslandsbyggðar árið áður, þjóðhátíðarárið 1874. 24 ungar konur í Reykjavík höfðu tekið sig saman um að skreyta og prýða Aust- urvöll með blómsveigum og ljósker- um í tilefni dagsins. Þessar 24 kon- ur héldu samstarfínu áfram og stofnuðu fyrstu kvenfélag í Reykja- vík, Thorvaldsensfélagið. Stefnumál félagsins var að vinna að líknar- og framfaramálum í þágu borgarbúa. Guðný gekk í félagið árið 1959 og heiðursfélagi þess varð hún 1977. Þjóðhátíðaránð 1875 markaði tímamót í sögu íslands. Með tilkomu nýrrar stjórnarskrár fékk þjóðin trú og skilning á menningu sinni, öðlað- ist sterka þrá til sjálfstæðis og sjálfs- bjargar. Þessi framfaraspor gerðu Guðnýju, sem fædd var um aldamót- in austur á Borgarfirði eystra, 4. í röð tíu systkina fátækra foreldra, kleift að bijótast til náms. Guðný útskrifaðist hjúkrunarkona frá Nor- egi árið 1926. Það sama ár giftist hún eiginmanni sínum, Guðmundi framkvæmdastjóra og útgerðar- manni. Starfa sinna vegna varð Guðmundur að hafa búsetu erlendis um lengri eða skemmri tíma. Ekki hefur það alltaf verið auðvelt fyrir Guðnýju að taka sig upp með barna- hópinn og fylgja manni sínum eftir. Búandi oft á tíðum við misjafnar aðstæður. En Guðný var þeirrar gerðar að hana fékk ekkert bugað. Alla sína ævi var hún sístarfandi full af lífsorku og athafnaþrá. Guðný var greind kona, víðlesin, hafði mörg tungumál á valdi sínu og snillingur við alla handavinnu. Guðný var mikil fjölskyldukona og móðir. Hún bar ekki einungis hag sinna eigin barna fyrir brjósti. Öll börn áttu að njóta ástúðar og að þeim skyld hlúð. Sérstaka umhyggju bar hún fyrir aðbúnaði sjúkra barna. Það var því eitt af hennar hjartans málum að stuðningur Thorvaldsens- félagsins við Barnadeild Landakots- spítala væri sem mestur. Störf Guðnýjar fyrir Thorvald- sensfélagið voru mikil og margvís- leg. Hún var meðal annars áratugum saman gjaldkeri Barnauppeldissjóðs félagsins. Á vegum sjóðsins eru ár- lega gefin út jólamerki. Við útgáfu jólamerkjanna naut þekking og list- fengi Guðnýjar sín vel. í nóvember og desembermánuði ár hvert var heimili Guðnýjar oftast undirlagt af jólamerkjum og bréfum frá söfnur- um og viðskiptavinum víðs vegar að úr heiminum. Af skrifum bréfritara mátti sjá að margir voru orðnir góð- ir vinir, sem leituðu til Guðnýjar vegna hennar miklu þekkingar bæði á jólamerkjum og frímerkjum. Guðný vann einnig mikið starf í verslun félagsins, Thorvaldsensbas- arnum. Gaman var að fylgjast með þessari glæsilegu konu þegar hún var að afgreiða útlendinga og fræða þá um land og þjóð á þeirra eigin tungu. Persónulega eigum við Thor- valdsensfélagskonur Ijúfar fallegar minningar um Guðnýju bæði í leik og starfi. Guðný var óvenju falleg og skemmtileg kona með sterka persónulega útgeislun. Þegar Guðný var mætt með sitt kankvísa bros hurfu allar áhyggjur, allt varð svo leikandi létt og auðvelt í návist Guðnýjar. Með lífi sínu hefur Guðný G. Al- bertsson verið merkisberi þeirra væntinga sem bjuggu í bijóstum íslendinga þjóðhátíðarárið 1874. Og með starfi sínu í Thorvaldsensfélag- inu hefur hún stutt og eflt hugsjón- ir þeira ungu kvenna sem á köldum nóvemberdegi árið 1875 ákváðu að með sameiginlegu átaki mætti fegra og bæta mannlíf á íslandi. Félagskonur í Thorvaldsensfélag- inu þakka Guðnýju fyrir störf henn- ar í þágu félagsins og allar samveru- stundir. Börnum hennar og ættingj- um sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Ingibjörg Magnúsdóttir. GUNNAR EIRÍKSSON + Gunnar Eiríks- son var fæddur í Vestmannaeyjum 9. september 1916. Hann lést á dvalar- heimili aldraðra, Hraunbúðum, í Vestmannaeyjum 7. desember 1994. Foreldrar hans voru Eiríkur Og- mundsson verk- stjóri og kona hans Júlía Sigurðardótt- ir. Gunnar var næ- stelstur af sex systkinum, og að auki voru tveir hálfbræður, sem Júlía átti með fyrri manni sínum, Sigfinni Árnasyni, en hann drukknaði er drengirnir voru á barnsaldri. Af þessum átta systkina hópi eru nú fjög- ur á lífi, Sigurtinna, Margrét, Þórarinn og Oskar. Utför Gunnars fer fram frá Landa- kirkju í dag. HANN Gunnar er dáinn. Þessi fregn hefði ekki átt að koma á óvart, aldurinn orðinn nokkuð hár, og heilsan farin að bila. En það er eins og maðurinn með ljáinn komi alltaf á óvart, ekki síst þegar það gerist snögglega og án veru- legs aðdraganda. Svo fór með Gunnar, hann reis upp frá matar- borðinu, en hneig svo niður og var allur. Hljóðlátt og án alls um- stangs, en þannig var líf Gunnars, hann var ekki mikið fyrir að láta hafa fyrir sér. Gunnar var Vestmanneyingur, fæddur þar og uppalinn, á eyjunni fögru þar sem allt snýst um hafið og það sem það gefur af sér. Það var ekki um sérlega margt að velja fyrir efnalitla unga menn á fyrri hluta þessarar aldar, nema að koma sér á brott, upp á fastaland- ið eða snúa sér að sjónum. Og það var það sem Gunnar gerði, sjó- ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 mennska varð hans aðal ævistarf. Hann stundaði sjóinn á fiski- skipum, smáum og stórum, frá Eyjum og frá Reykjavík. Gunnar var frábær sjómaður, skyldurækinn og harð- duglegur, enda eftir- sóttur í skiprúm. í landi átti hann lengst af ör- uggt og gott heimili í litla húsinu, sem for- eldrar hans áttu við Heimagötu, Dverga- steini. En örlög þessa sögufræga húss urðu, eins og svo margra annarra húsa í Eyjum, að grafast undir tugi metra þykku hraunlagi. Eftir hamfarirnar miklu í Eyjum 1973 fluttist Gunnar til Reykjavík- ur. Hann hætti til sjós, og gerðist starfsmaður hjá Hampiðjunni og vann þar meðan heilsa hans leyfði. Síðustu árin dvaldist hann á Dvalarheimili aldraðra, Hraunbúð- um, í Eyjum, og undi þar vel hag sínum. Gunnar var ekki mikið fyrir að láta á sér bera, eða trana sér fram. Honum gast betur að því að sitja rólegur og hlusta, en væri hann spurður álits, var yfirleitt ekki komið að tómum kofunum þar. Ég held að hans bestu stundir hafi verið er hann gat komið.sér vel fyrir í ró og næði með góða bók, en hann hafði mikið yndi af lestri góðra bóka. Og nú er hann horfinn, horfinn yfir í annan, betri og bjartari heim, þar sem honum hefur örugglega verið vel tekið og þar sem hann nú mun ganga inn í hina dýrðleg- ustu jólahátíð. Vertu sæll, kæri mágur. Hafðu þakkir fyrir viðkynninguna. Þú varst sannarlega það sem allir menn gjarnan vilja vera - drengur góður. Óskar Steindórsson. 1 I _ I Krossar TTT á leiiii . I viSarlit og málaðir. Mismunandi mynshjr, vönduð vinna. Siiwi 91-35929 og 35735 OftÐSENDfNG TtL TÚKKAREIKNINGSEtGENDA QG VIÐTAKENDA TÉKKA Um nðErS>tu árairiot fðllði öll Bankakort úr gildi Eins og fram kom í kynningu á Debetkortum fyrr á þessu ári var ákveðið að tékkaábyrgð Bankakorta félli úr gildi um þessi áramót. Jafnframt verður ekki hægt að nota Bankakort í Hraðbönkum frá sama tíma. Debetkortin taka við hlutverki Bankakortanna um áramótin og verða þau framvegis hin nýju tékkaábyrgðarkort og hraðbankakort. Þetta á einnig við um viðskiptavini íslandsbanka, þó hann hafi ekki gefið út Bankakort áður. Nauðsynlegt er að framvísa Debetkorti við greiðslu með tékka til að tékkaábyrgð banka og sparisjóða gildi, en hún er nú allt að f 0.000 kr. Nú þegar hefur stór hluti tékkareikningseigenda, eða um 85 þúsund einstaklingar, fengið Debetkort. Sölu- og þjónustuaðilar hér á landi, sem taka við Debetkortum, eru um 2.500. Mundu að hafa Debetkortið ávallt meðferðis þegar þú greiðir með tékka. debet eikort FJÖGUR KORT í EINU BUNAÐARBANKI ÍSLANDS ÍSLAN DSBAN Kl L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna SPARISJÓÐIRNIR ! Bráðumkoma I blessuðjólin... VELJUM ÍSLENSKT!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.