Morgunblaðið - 15.12.1994, Síða 50

Morgunblaðið - 15.12.1994, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, " INGIBJARTUR ARNÓRSSON húsasmiðameistari, Droplaugarstöðum, áður Bogahlið 22, lést að morgni 13. desember. Jóhannes Ingibjartsson, Sigurbjörg Jónsdóttir, Sigurður Ingibjartsson, Signý Hauksdóttir, Svandís Ingibjartsdóttir, Rafn Eyfell Gestsson. t SIGURLAUG HELGADÓTTIR, Bólstaðarhlíð 60, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 21. desemberkl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Auður Helgadóttir Winnan, Gray Winnan, Elín Frigg Helgadótir, Lárus Helgason, Rosemarieflor Canillo, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, JÓHÖNNU GÍSLADÓTTUR, Hraunbæ 108, Reykjavfk, sem lést 9. desember, verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. desem- ber kl. 10.30. Gerður Lúðvíksdóttir, Iðunn Lúðvíksdóttir. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞORVARÐARDÓTTIR, áður Hrefnugötu 2, lést 4. desember sl. á Hrafnistu, Hafnarfirði. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sólveig Einarsdóttir, Lindsay O’Brien, Jóhanna Axelsdóttir, Edda Þorsteinsdóttir, Halldór Guðmundsson, Einar Baldvin Þorsteinsson, Gfsli Rafn Ólafsson, Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir, Þorvarður Tjörvi Ólafsson og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN JÓNSDÓTTIR, Hraunbæ 103, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju á morgun, föstudaginn 16. desember, kl. 13.30. Gísli Þór Sigurðsson, Sigurður Gíslason, Sigurbjörg Gfsladóttir, Jón Gfslason, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN S. TRAUSTADÓTTIR, Suðurvangi 19a, Hafnarfirði, verður jarðsettfrá Víðistaðakirkju föstu- daginn 16. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast henn- ar, er bent á Landspítalann. Jón Trausti Harðarson, Fjóla Kristjánsdóttir Jóhanna Harðardóttir, Birgir Þór Jósafatsson, Dagbjartur Harðarson, Anna Bergsdóttir, Guðlaugur Harðarson, Hafdfs Bogadóttir, Erlingur Harðarson, Elsa Sigurfinnsdóttir, Björk Harðardóttir, Renos Demetriou og barnabörn. KETILL BERG BJÖRNSSON + Ketill Berg Björnsson var fæddur á Hólmavík í Strandasýslu 22. ágúst 1920. Hann lést 7. desember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Níelsdóttir og Björn' Björnsson. Eftirlif- andi systkini hans eru Guðrún, Þórður og Guðlaugur, en látnir eru Vilhjálm- ur og Kristinn. Árið 1941 gekk Ketill að eiga eftir- lifandi konu sína Ólöfu Ragn- heiði Guðjónsdóttur, f. 16.12. 1919. Fyrsta barn sitt, telpu, misstu þau nýfædda, önnur TENGDAFAÐIR minn, Ketill B. Bjömsson, er látinn. Með honum er genginn góður og grandvar mað- ur, sem verður lengi saknað. Full- yrða má að Ketill hafi lifað auðugu og farsælu lífi. Góðu hjónabandi og ástsælu íjölskyldulífi. Kynni okkar hófust á gamlárs- kvöld 1970. Við Bima höfðum kynnst þá um haustið og fannst henni orðið tímabært að sýna mannsefnið. Þegar í Langagerði var komið, voru þar fyrir vinir og vandamenn þeirra Langagerðis- hjóna að fagna nýja árinu sem var að ganga í garð. I anddyrinu mætti okkur dökkhærður og snaggaraleg- ur maður sem lagfærði gleraugun á nefinu og horfði gagnrýnisaugum á þennan fylgdarmann dóttur sinn- ar. Mörgum árum síðar, þegar þetta gamlárskvöld barst í tal, hló Ketill, sennilega á minn kostnað, og var auðheyrt að hann minntist þessa gamlárskvölds jafnvel og ég. Ketill var orðvar maður og skar sig úr með látlausri framkomu og prúðmennsku. Hann var handlaginn og góður smiður. Lengst af vann hann í Vélsmiðjunni Héðni, m.a. við uppsetningu á síldarverksmiðjum vítt og breitt um landið. Síðustu starfsárin vann hann í Garða-Héðni. Þó að Ketill hætti störfum vegna aldurs, var starfsþrekið ekki búið. Endalaust var hægt að bylta þúfu í sumarbústaðalandinu eða negla spýtu einhvers staðar í glæsilega sumarbústaðinn í Kjósinni sem þau Langagerðishjón byggðu frá grunni. Síðustu árin kom hann sér upp aðstöðu til að smíða ýmsa hluti úr járni í bílskúmum í Melbæ. Þakk- látur er ég fyrir öll innlitin í kaffí. Kom þá fym að minna varð úr verki en ella. börn eru Kolfinna, maki Þorsteinn Ólafsson; Guðbjörg Birna, maki Bene- dikt Svavarsson; Hjördís; Kristín, maki Ólafur Laufd- al Jónsson; Guðjón Björn, maki Ragn- heiður Elfa Arnar- dóttir. Barnabörn Ketils og Ólafar urðu 13, þar af eru tvö látin og barna- barnabörnin eru átta. Ketill nam járnsmiði í Vél- smiðjunni Héðni þar sem hann starfaði mest alla ævi sína. Útför hans fer fram frá Bú- staðakirkju í dag. Nú síðsumars tók sig upp alvar- legt mein sem Ketill hafði átt við að stríða. Þegar rökkva tók að hausti átti það sama við um Ketil, og nú þegar dagur er hvað stystur kveður Ketill. En lífíð heldur áfram, auðugra af kynnum af mönnum eins og Katli. Ég mun sérstaklega minnast gleðinnar og ánægjunnar sem skein af Katli heima í Hæðargarði nú í vetrarbyijun, þegar hann horfði á myndbandsupptöku af langafabarni sínu, sem býr í Kaupmannahöfn ásamt foreldrum sínum. Ég þakka Katli samfylgdina og votta eiginkonu hans og aðstand- endum öllum samúð mína. Benedikt Svavarsson. í dag kveð ég í hinsta sinn vin minn og tengdaföður, Ketil Berg Björnsson. Hann hefur kvatt þennan heim eftir mjög erfið veikindi. Hugurinn reikar aftur í tímann til þeirra fjölda stunda er við sátum saman og ræddum um lífið og til- veruna og ferðalögin til fjarlægra heimsálfa sem við fórum í saman ásamt eiginkonum okkar og vinum. Þar upplifðum við ævintýri sem eru okkur öllum ógleymanleg og kær. Ketill tengdafaðir mínn reyndist mér vel og mér þótti alltaf ákaflega vænt um hann. í minningunni um góðan sam- ferðavin og tengdaföður bið ég góð- an guð um styrk til handa eigin- konu hans Ólöfu Ragnheiði Guð- jónsdóttur á hennar erfíðu stundum. Elsku Ketill, hafðu kæra þökk fyrir allt. Ólafur Laufdal. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KARÓLÍNA JÚLÍUSDÓTTIR, sem lést 6. desember, verður jarösung- in frá Vtri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 17. desember kl. 14.00. Rafn A. Pétursson, Árni Júliusson, Sólveig Jónsdóttir, Júlfus Rafnsson, Guðrún Gfsladóttir, Pétur Rafnsson, Guðrfður Friðriksdóttir, Kjartan Rafnsson, Sólveig Einarsdóttir, Auður Rafnsdóttir, Júlíus Bjarnason, Dröfn Rafnsdóttir, Sigurður Sævarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móðursystur minnar, FRÍÐU KNUDSEN, Hellusundi 6, Reykjavfk, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. desember kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hólmfrfður Ólafsdóttir. Það er komið að leiðarlokum. Sterkur og eftirminnilegur per- sónuleiki er kvaddur. Ég sé hann fyrir mér, þar sem hann stendur, hljóður og íhugull, með hendur fyrir aftan bak, og frá honum streymir þessi mildi og hlýja sem einkenndi hann og hlaut að heilla alla sem kynntumst honum. Hann Ketill var nefnilega „sjarmör“ í bestu merkingu þess orðs, hóg- vær, hæglátur, en alltaf stutt í spaugið og brosið. Hann var maður sem tekið var eftir og hlustað á, þó ekki hefði hann hátt. Innihald var honum meira virði en umbúðir, því er ég ekki viss um að hann hefði kært sig um að vera hlaðinn lofi og orðskrúði. Ég læt því nægja að þakka elskulegum tengdaföður, traustum vini og góðum afa, sam- fylgdina. Hans er sárt saknað. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifír í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Blessuð sé minning Ketils B. Bjömssonar. Ragnheiður. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin, á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja. en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (Vald. Briem) Mig langar að minnast afa míns með örfáum orðum. Eins og allir vita, sem hann þekktu, var hann alveg einstakur maður. Hann hafði alveg einstak- lega hlýtt viðmót og það var alltaf svo gott að vera þar sem hann var nálægt. Þó að ég hafí alist upp að lengst- um hluta til úti á landi, fjarri ömmu og afa, vom þau einhvern veginn aldrei langt í burtu. Það var alltaf svo gaman og notalegt þegar við hittumst, hvort sem var, að þau kæmu í heimsókn til okkar eða við til þeirra í Langó. Samverustundun- um fjölgaði reyndar þegar ég, ásamt foreldrum og bróður mínum flutti búferlum til Reykjavíkur árið 1987. Núna þakka ég fyrir þær stundir og minningar þessara stunda vara að eilífu. Elsku amma mín, mamma mín, Birna, Dísa, Stína, Bjössi og aðrir aðstandendur. Megi góður guð styrkja okkur öll, sem þótti svo vænt um afa, í sorg okkar og sökn- uði. Ingibjörg. Elsku afi minn er horfinn frá okkur úr þessu lífi. Það er erfítt að hugsa til þess að aldrei framar munum við sjá hann standa við hópinn sinn, stolt- ur, með hendur í vösum. Hann séra Pálmi lýsti því vel þegar hann sagði að hann afi væri maður sem segði meira með einni setningu en marg- ir aðrir með langri tölu og að hann talaði nú aldrei af sér. Við, fólkið hans, vissum hvað hann meinti því hann afi var rólegur maður sem fór aldrei stórum orðum um það sem honum fannst, en það fór þó ekkert á milli mála ef honum mislíkaði eða þegar hann var stoltur og ánægð- ur. Ég á svo margar yndislega góð- ar minningar frá stundunum í Langó hjá ömmu og afa. Þar hefur alltaf verið tekið á móti manni eins og tignargesti og notalegheitin al- veg einstök. Við höfum oft gert grín að því þegar setið hefur verið við eldhús- borðið í Langó, á kvöldin, er eins og svefngalsi færist yfír fólkið og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.