Morgunblaðið - 15.12.1994, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 51
oft hefur verið grát.ið úr hlátri yfir
jafnvel fáránlegustu hlutum þar. í
þessum minningum stendur afi og
fylgist með og alveg sérstakt bros,
stolt bros, yfir andliti hans.
Inni í Langó átti afi sitt sérstaka
sæti. Enginn sat þar ef hann var
heima, ekki af því að hann vildi það
ekki því hann vildi endilega bjóða
manni sætið sitt, heldur frekar
vegna þess að það var svo notalegt
að sitja þarna á móti honum, hann
að leggja kapal og rabba við mann.
Ég á það til að vera öfgakennd í
skoðunum, og ég heyri það fyrir
mér þegar ég var búin að láta
gamminn geysa og hann var
kannski ekki alveg sammála þess-
um ofsa, þá glotti hann út í annað
og sagði: „Jæja, ekka mín,“ og þá
vissi ég að nú ætti ég að fara að
stoppa. Aldrei setti hann þó ofan í
mann fyrir þetta og ég hafði það
jafnvel á tilfinningunni að hann
væri bara ánægður með þetta. Hon-
um þótti það bara gott að við létum
ekkert vaða yfir okkur.
Best kynntist ég afa og ömmu
þó þegar ég bjó hjá þeim um tíma.
Þá vorum við Óli í skóla hér í
Reykjavík og pabbi og mamma
austur á Reyðarfirði. Ég hafði leigt
mér herbergi, en var þó flestum
stundum hjá ömmu, afa og Dísu.
Afa og ömmu þótti þetta ómögulegt
fyrirkomulag og þá breyttu þau
bílskúrnum sínum í litla notalega
íbúð fyrir okkur Óla. Þetta virtist
ekkert mál, var bara gert, en auð-
vitað veit ég um allar vinnustund-
irnar sem þau lögðu í að gera þetta
sem allra notalegast fyrir okkur.
Og það tókst svo sannarlega.
Þegar við bjuggum þarna vorum
við unglingar, með ýmis uppátæki
sem þeim aldri fylgir og ég veit að
þau hafa oft orðið fyrir ýmiss kon-
ar ónæði en aldrei var sett ofan í
við okkur, en aftur á móti var okk-
ur alltaf hrósað fyrir allt sem hægt
var að hrósa fyrir. Amma er líka
gædd þeim eiginleikum að skilja
unga fólkið sérlega vel og það er
nú ekki öllum gefið. Vinir okkar
töluðu líka allir um það hvað þau
væru einstaklega notaleg og sér-
stök.
Elsku amma mín, ég vona að guð
gefi þér styrk til að halda áfram
að vera eins og þú ert. Ég veit að
þinn missir er svo mikill og fram-
undan er erfiður tími, en ég veit
líka að minningarnar um hann afa
geta gefið okkur hlýju og birtu í
erfiðleikunum og þeim dimma árs-
tíma sem framundan er.
Elsku afi minn, guð geymi þig.
Takk fyrir allt og allt.
Katla.
Ég var strákhnokki og hljóp upp
í faðm þér þegar þú komst heim
úr smiðjunni að kvöldi dags. Hend-
urnar stórar og sterklegar og skyrt-
an þín angaði af olíu og logsuðu-
reyk. Ég benti á litlu svörtu bruna-
blettina á gleraugunum þínum og
þú sagðir að þetta væru freknur
alveg eins og framan í mér.
Við ókum upp í Kjós þar sem
amma fann sitt draumaland. Á leið-
inni þóttist þú ætíð gleyma að
slökkva á stefnuljósinu. Ég minnti
þig á það, fullur af spenningi og
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
saJir og mjög
góð þjónusta.
Upplýsingar
Í. ^ Í Ó .Ám* Ant
FLUGLEIDIR
MINNINGAR
þú sannfærðir mig um að án mín
gætir þú ekki ekið. Amma kom
auga á holt, þar sem tvær vatnslitl-
ar ár mætast og þú stöðvaðir bílinn
og sagðir að hér skyldum við reisa
henni höll.
Við byggingu sumarbústaðarins
var varla sú fjöl söguð eða saumur
negldur án þess að þú spyrðir mig
hvort ekki væri rétt að farið. Þú
tylltir nöglunum í þakið og ég kom
á eftir og rak þá í kaf. Þegar kvöld-
aði settumst við á mæninn og horfð-
um á sólina setjast bak við fjöllin
og á ömmu pæla í kartöflubeði. Þér
vöknaði um augun og ég hváði
áhyggjufullur, en þú brostir bara
og tókst þéttingsfast um öxl mér.
Þegar ég eltist, fækkaði sam-
verustundum okkar. Ég var, eins
og ungu fólki er lagið, upptekinn
af því að sigra heiminn og þú fylgd-
ist með og hvattir mig áfram. Þökk
sé þér, afi minn, að enn trúi ég að
ég muni bera sigur úr býtum.
Nú hefur þú kvatt þennan heim,
en í huga mínum geymi ég ljós, er
lifir um ókomna tíð.
Ketill Berg Magnússon.
Það er erfitt fyrir afastelpu eins
og mig að kveðja með fáum orðum
afa minn sem ég var svo lánsöm
að fá að alast upp hjá, í hlýju skjóli
hans og ömmu. Saman áttum við
fjögur, ég, mamma, afi og amma,
ástríkt heimili í 15 ár og þau gáfu
mér hamingjuríka æsku sem er og
verður mér ómetanleg. Þess vegna
er því svo farið að litlu hlutirnir í
daglegu lífi okkar saman verða svo
stórir og fylla hugann. Lítil stelpa
að skríða upp í hlýja afaholu þegar
afi var farinn í vinnuna á laugar-
dögum. Máltíðirnar í eldhúsinu í
Langó. Afi að dansa við Skottu sína
sem var svo lítil að hún varð að
standa uppi á sófaborði. Og öll jól-
in. Þegar allt í einu var ekki bara
eitt barn í húsinu heldur tvö, sem
voru mjög samhent í samsærinu til
að fá að opna pakka áður en klukk-
an yrði sex.
Nú verða fyrstu jólin í mínu lífi
sem ég eyði ekki með honum. En
í söknuðinum get ég þó glaðst yfir
ógrynni minninga minna og því að
þjáningum hans er nú lokið. Orð
fá ekki tjáð þakklæti mitt fyrir þá
22 ára samveru sem ég fékk að
njóta. Heilræði hans og ást fylgja
niér alls staðar og alltaf. Elskuleg-
um afa mínum sendi ég alla mína
ást og óska honum góðrar ferðar.
Þess óskar Skottan hans afa.
Ragnheiður Katla.
Elskulegur afi okkar er dáinn.
Hann er kominn til guðs, í ljósið
sem við vildum að birti upp líf hans
þí svo erfiðar voru honum síðustu
vikurnar. Það er samt svo skrýtið
að hugsa um það að við sjáum hann
ekki um sinn því hann var höfuð
ættarinnar ásamt ömmu og svo
margt miðast við þau.
Það er okkur huggun að hafa
fengið að kveðja hann og hvísla að
honum orðum sem skipta máli.
Afi hafði óskaplega þægilega
nærveru, rólegur og yfirvegaður en
harðduglegur var hann og óvæginn
við sjálfan sig.
Minnisvert er hvað úr augum
hans skein mikill kærleikur.
Amma og afi voru mjög náin og
það er svo gott að hugsa til þess
að þau hafi fengið öll þessi ár sam-
an og unnast svo heitt. Það var
auðvelt að sjá hversu heitar tilfínn-
ingar þau báru ætíð hvort til annars.
Afi var mjög glettinn og sló allt-
af á létta strengi í hvert sinn er
við hittum hann. Hann vildi fylgjast
með okkur barnabörnunum og
spurði jafnan um hagi okkar.
Við vildum geta skrifað þær fal-
legustu línur um Ketil afa en oft
er svo erfitt að leysa orðin úr læð-
ingi á sorgarstundu.
í bænum okkar biðjum við algóð-
an guð að senda yndislegustu ömmu
okkar englavakt á hveijum degi svo
hún viti að það er haldið verndar-
hendi yfir henni.
Elsku amma okkar, þú sem ert
svo sterk og góð, guð veiti þér allan
þann styrk sem þú þarft.
Elsku mamma og pabbi, Kolla,
Birna, Dísa, Bjössi og fjölskyldur
ykkar sem og aðrir nánir aðstand-
endur, guð gefi ykkur að finna
ætíð ljósið í myrkrinu.
Elsku afi okkar, hafðu ástarinnar
þökk fyrir allt og allt.
Skoðaðu hug þinn vel þegar þú ert glaður
og þú munt sjá að aðeins það sem valdið
hefur hryggð þinni gerir þig glaðan. Þegar
þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga
• þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna
þess sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran)
Arnar, Ragnheiður Katla og
Jón Kristinn Laufdal
Ólafsbörn.
Fregnin um andlát vinar míns
og mágs, Ketils Bjömssonar, kom
mér ekki á óvart. Hann var búinn
að vera mikið veikur og lá á Land-
spítalanum. Hann var umvafinn
SJÁ NÆSTU SÍÐU
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐNÝ G. ALBERTSSON,
Hringbraut 50,
áður Miðtúni 4,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag,
fimmtudaginn 15. desember, kl. 15.00.
Atli Helgason, SifJohnsen,
Guðrún G.Bannen,
Hörður G. Albertsson, Þórdís Ásgeirsdóttir,
Auður Guðmundsdóttir, Guöjón Lárusson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengamóðir, sambýliskona, amma og lang-
amma,
SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR,
Brekastíg 23,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Landakirkju föstudaginn 16. desember
kl. 14.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Erla Óskarsdóttir, Adolf Ásgrímsson,
Sigurbjörg Óskarsdóttir, Sigurður Óskarsson,
Þórhildur Óskarsdóttir, Jónas Bergsteinsson,
Dagmar Óskarsdóttir,
Hafdís Óskarsdóttir, Sigurjón Kristinsson,
Ólafur Óskarsson, Inga Jóna Jónsdóttir,
Óskar Óskarsson, Bergþóra Jónsdóttir,
Þráinn Óskarsson, Guðný Júlfana Garðarsdóttir,
Páll Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær faðir minn og afi,
GUÐNI JÓNSSON,
fyrrv. yfirverkstjóri,
Kársnesbraut 66,
lést í Landspítalanum þriðjudaginn 13. desember.
Guðrún Guðnadóttir,
Bergljót Steinsdóttir.
t
Ástkær systir okkar og frænka,
ÞÓREY S. ÞÓRARINSDÓTTIR,
Eiríksgötu 9,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 16. desember kl. 15.00.
Ásgeir Þ<
Kristfn Þ
Jóseffna
t
Elskuleg móðir okkar,
MARKÚSÍNA JÓNSDÓTTIR,
Egilsstöðum,
Ölfusi,
verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju,
Ölfusi, laugardaginn 17. desember
kl. 13.30.
Jónína Guðmundsdóttir,
Steindór Guðmundsson,
Guðrún Guðmundsdóttir,
tengdasynir, barnabörn
og barnabarnabörn.
Yörulistinn
er kominn
Komdu við á Snorrabrautinni og fáðu eintak
eða hringdu og við sendum þér hann heim.
Úrvalið er fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr.
Gæði og gott verð í fyrirrúmi.
SKfiKAK FWMHK
Snorrabraut 60 • Sími 56 1 2045