Morgunblaðið - 15.12.1994, Side 52

Morgunblaðið - 15.12.1994, Side 52
52 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR KETILL BERG BJÖRNSSON kærleika eiginkonu, barna og tengdabarna, sem vöktu yfir honum dag og nótt. Ekki má gleyma frá- bæru hjúkrunarfólki, sem fjölskyld- an þakkar með hlýju. En þegar kveðjustundin er kom- in, rifjast upp ótal minningar. Minn- ingar frá unglingsárum mínum, þegar ég fyrst, 11 ára gömul, fór á vorin strax og skólinn var búinn, norður á Hólmavík til Löllu og Ket- ils, sem þá voru nýgift. Ég hafði eignast nýjan stóra bróður og vin, sem alltaf var til staðar, þegar ég þurfti á að halda. Ég man, ef það kom fyrir á kvöld- in að ég grét og saknaði hennar mömmu minnar, sem var mér allt, því pabbi var dáinn, þá heyrði ég Ketil segja við Löllu systur: Tökum hana upp í til okkar, svo henni líði vel. Og það varð úr, ég fór uppí til þeirra og þau sögðu mér sögur. Við hlógum og grétum saman, þangað til ég sofnaði umvafín ástúð frá þeim báðum. Svona leið tíminn og hjá þeim kynntist ég því fallegasta hjóna- bandi, sem nokkum getur dreymt um. Þegar ég þroskaðist og skildi meira um lífið, fann ég og allir sem umgengust þau hjónin, hve fallegt og ástríkt líf þeirra var. Rómantík- in réð ríkjum og allt var yndislegt í kringum þau. Vinkonur mínar áttu þá ósk heit- asta, að ef þær giftust, yrði allt eins og hjá Löllu og Katli. Seinna þegar þau fluttu til Reykjavíkur og Ketill fór að læra, bjuggu þau hjá okkur á Lindargöt- unni. Ég átti þijá bræður, sem allir bjuggu heima og voru við nám, svo það var ekki mikið rými fyrir ungu hjónin, sem þá höfðu eignast sitt fyrsta barn. En allt gekk eins og best var hægt að hugsa sér og Ketill var hugljúfi okkar allra. í litla húsinu á Lindargötunni ríkti mikil gleði þegar allir voru saman komn- ir og litla stúlkan þeirra, var auga- steinninn okkar. Árin liðu, þau byggðu sér hús, ég giftist og eignaðist heimili stutt frá stóru systur og mági mínum. Samgangur okkar var mikill og barnahópurinn stór á báðum heimil- unum. Börnin mín tala svo oft um hvað það var gott að koma í Langa- gerðið, sem var þeirra annað heim- ili og okkur alltaf fagnað. Minning- arnar þaðan eru óteljandi og litla fólkinu fannst alltaf vera jól í Langagerði hjá Löllu og Katli, sem gáfu sér tíma til að tala við þau og vera þeim vinir. Sú vinátta hefir haldist alla tíð. Þegar ég fór í bíltúr með barna- börnin mín í heimsókn til þeirra í sumarbústaðinn, leið ekki löng stund þar til þau voru öll komin í fangið á Katli, hann lék við þau og tók þeim eins og besti afi. í hugum okkar var aldrei talað um bara Löllu eða bara Ketil, það var alltaf Lalla og Ketill, svo sam- rýnd voru þau. Elsku Lalla systir og fjölskylda, minningin um mætan vin mun lifa meðal okkar, guð styrki ykkur og varðveiti. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú 'grætur vegna þess sem var gleði þín. (K. Gibran) Elín Guðjónsdóttir. ATVIN N U A UGL YSINGA R „Au pair“ óskast Óska eftir stúlku, ekkí yngri en 18 ára, til að gæta 1 árs gamals drengs og vinna létt heimilisverk á reyklaust heimili í Svíþjóð. Meðmæli óskast. Allar upplýsingar í síma 98-12057. Forritari Óska eftir að ráða forritara sem fyrst, helst vanan gagnagrunnsforritun. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins, merkt: „Forritari - 16101.“ FJÓROUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRI Læknaritari Laus er til umsóknar staða læknaritara á ■ læknaritaramiðstöð FSA. Um er að ræða 100% starf frá 1. janúar 1995 til eins árs. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Þorbjörgu Ingvadóttur, læknafulltrúa, fyrir 22. desember nk. og veitir hún jafnframt nánari upplýsingar í síma 96-30133. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Laus staða Samkeppnisstofnun óskar eftir að ráða starfs- mann til að annast útgáfumál og almanna- tengsl. Reynsla við fjölmiðlun æskileg. Umsóknir sendist Samkeppnisstofnun, Lauga- vegi 118, pósthólf 5120, 125 Reykjavík, fyrir 1. janúar 1995. Samkeppnisstofnun. Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing og sjúkraliða til starfa við hjúkrunar- og dvalar- heimilið að Kumbaravogi, Stokkseyri. Góð vinnuaðstaða. 40 mín. akstur frá höfuðborgarsvæðinu. íbúð á staðnum á vægum kjörum. Frekari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í símum 98-31310 og 98-31003. SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA, REYKJAVÍK Laus staða Forstöðumaður óskast á nýjan vinnu- og dagvistarstað fyrir fatlaða í Reykjavík, sem taka mun til starfa síðla vetrar. Menntun og reynsla í störfum með fatlaða er skilyrði. Væntanlegum forstöðumanni er ætlað að taka þátt í mótun og uppbyggingu á starfseminni og fer ráðning eftir nánara samkomulagi. Staðurinn verður rekinn í samvinnu Málefna einhverfra, Styrktarfélags vangefinna og Svæðisskrifstofu Reykjavíkur. Umsóknarfrestur er til 9. janúar nk. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Svæð- isskrifstofu í síma 621388. Umsóknir berist til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Nóatúni 17, 105 Reykjavík, á eyðu- blöðum sem þar fást. RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS Verkfræðingar - tæknif ræðingar Rafmagnseftirlit ríkisins óskar eftir verkfræð- ingi eða tæknifræðingi, með menntun og reynslu á raforkusviði, til starfa hjá stofnun- inni. Kjör samkvæmt gildandi kjarasamning- um við fjármálaráðuneytið. Umsækjendur skulu hafa góða þekkingu í íslensku, ensku og a.m.k. einu Norðurlanda- málanna. Þeir skulu vera liprir í umgengni og vera vanir tölvuvinnu. Umsóknarfrestur er til nk. áramóta og ber að skila umsóknum til Rafmagnseftirlits ríkis- ins, Síðumúla 13, 108 Reykjavík. Staðari er nú þegar laus. Rafmagnseftirlit ríkisins. HAWÞAUGL YSINGAR Hver vill gefa af sjálfum sér? Einstæð móðir óskar eftir stuðningsfjöl- skyldu fyrir átta ára barn. Barnið er vel af guði gert á allan hátt, en ekki er hjartarúm hjá ættingjum þess. Helstu upplýsingar sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 22. des., merktar: „Umhyggja - 5347“. Matsveinafélag íslands Aðalfundur Aðalfundur Matsveinafélags íslands verður haldinn í Goðheimum, Sigtúni 3, fimmtudag- inn 22. desember 1994 kl. 16.00. Dagskrá: Aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Til leigu Verslunarhúsnæði við Bankastræti í Reykja- vík, 43,2 fm að stærð, er til leigu. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 688640. ouglýsingar St. St. 5994121519 VII I.O.O.F. 11 = 17612158’/2 = J.V. I.O.O.F. 5 = 1761215872 = Jv. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. VEGURINN rr " n Krístið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Almenn samkoma kl. 20.00 í kvöld. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir! Hjálpræóis- herinn Kirkjustræti 2 Ljósvaka í umsjón unga fólksins kl. 20.30. Erlingur Níelsson talar. Happdrætti og veitingar. Allir velkomnir. Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði Félagsvist í kvöld, fimmtudaginn 15. desember. Byrjum að spila kl. 20.30 stundvíslega. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Tunglvaka Ferðafélagsins og Allsnægtaklúbbsins laugardagskvöldið 17. des. Fyrst verður opið hús í Feröa- félagshúsinu, Mörkinni 6 (mið- byggingu), kl. 18.30-19.30 með léttum kaffiveitingum o.fl. Kl. 20 veröur brottför úr bænum. Gengið á vit ævintýranna á dul- magnaðan stað þar sem ýmsar vættir eru á sveimi. Heimkoma fyrir miðnætti. Óvæntar uppá- komur. Mætið hlýlega klædd. Skráið ykkur á skrifstofunni fyrir hádegi föstudaginn 16. desem- ber. Þetta er ef til vill upphafiö af árvissum viðburði; verið þv( með frá byrjun. Verð 1.000 kr. (Innifaliö: Veitingar, fargjald, blys o.fl.). Minnum einnig á Esju um vetr- arsólstöður kl. 10.30 á sunnu- daginn og áramótaferðina í Þórsmörk 30/12-2/1. Eignist árbókina góðu, Ystu strandir norðan Djúps, en hún hefur, sem kunnugt er, verið tilnefnd til íslensku bókmennta- verðlaunanna. Gerist félagar í Ferðafélaginu og fáið bókina innbundna fyrir kr. 3.600, en óinnbundna bók fyrir 3.100 kr. Ferðafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.