Morgunblaðið - 15.12.1994, Síða 56

Morgunblaðið - 15.12.1994, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk 'i'es, ma'am..my U)ET MAlR 15 DRIPPINé ON TUEDE5K, ANP THE WATER 5EEM5TO BE RUNNIN6 POWN THE Al5LE.„ N0,MA'AM,IT'5THE KID5 BEHINP ME WHO ARE MAKIN6 THE LITTLE PAPER 5AIL80ATS.. ■ Já, kennari, ég gekk skólann í rigningunni... Já, kennari... það lekur úr hárinu á mér ofan á borðið, og vatnið virðist vera að renna eftir gang- inum... Nei, kennari, það eru krakkarnir fyrir aftan mig sem eru að búa til þessa litlu seglbáta... BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 FRÁ umræddum maraþondansi. Maraþondans í Kolaportinu inni Guömundssyni: þykir allt sem tengist ást og kynlífi nýtt og forvitnilegt og eru því mjöd EM var Morgunblaðmu ^t^ilegir til að meðtaka fræðslu kti athygh mína og vakti um alnæm\ j ngar frá þeim tjma, Þegar Fræðslan er auðvitað mjög nauðl ghngur og sendisyemn bjá gvnle(r á bessum tímum, semvið lif- UMRÆTT bréf. Lombin svara Frá unglingum í Félagsmiðstöðinni Árseli: EFTIR að hafa lesið grein í Morg- unblaðinu eftir Jóhann Guðmundsson 9. desember sl. um alnæmisdans í Kolaportinu aðfaranótt 1. desember getum við ekki látið hjá líða að svara. Þegar svona neikvæð grein birtist um jafn jákvæðan málstað er ekki hægt að sitja aðgerðalaus. I greininni spyr Jóhann: „Hvað finnst uppeldisráðgjöfum, sálfræð- ingum, félagsráðgjöfum, skólastjór- um og kennurum?" Af hveiju spurði hann ekki um skoðanir okkar ung- linganna? Hann líkir okkur við vilja- laus lömb sem eru leidd til slátrun- ar. Við gerðum þetta sjálfviljug og með samþykki foreldra okkar. Þó að við séum móttækileg fyrir ýmsu sem okkur er sagt, erum við einstaklingar með sjálfstæðar hugsanir og skoðan- ir, við vitum muninn á réttu og röngu. Það er greinilegt að Jóhann hefur ekki kynnt sér átakið nógu vel. Átak- ið var allt mjög vel skipulagt. Al- næmisfræðsla hófst fyrir þá sem vildu strax í október og var mikil og fjölbreytt. Þegar okkur var svo boðið að taka þátt í maraþondansin- um komust færri að en vildu. Allir sem tóku þátt vissu alveg út í hvað þeir voru að fara. Við vissum hvem- ig skipulag dansins var, að það yrðu pijónaðir smokkar og að húsinu yrði lokað. Það var gert svo að starfs- menn félagsmiðstöðvanna gætu fylgst með okkur, því að við vorum á þeirra ábyrgð. Kunningi Jóhanns furðaði sig' á því að meðlimir Alnæmissamtakanna dönsuðu ekki sjálfir þessa nótt. Þetta finnst okkur fáranlegur hugsunar- háttur, því þjóðin er vön að styrkja ýmis málefni án þess að krefjast neins af þiggjendum. Ekki er hægt að neita því að ungl- ingar á aldrinum 13-15 ára eru sum- ir farnir að stunda kynlíf og er ekki betra fyrir þá að vita um hætturnar sem tengjast því, heldur en að prófa sig áfram í algjörri blindni? í grein sinni hneykslast Jóhann á því að birst hafi myndir af stækk- uðum kynfærum og nöktu fólki í faðmlögum, þegar sýnt var frá al- næmisdansinum í sjónvarpinu. Okk- ur fannst ekkert athugavert við þess- ar myndir, við höfum séð þær gróf- ari, nánar tiltekið í kynfræðslu í skól- anum. Þetta er ekkert feimnismál. Voru aðstæður fullnægjandi? Að okkar mati var aðstaðan í alla staði mjög góð. Á staðnum var lækn- ir og hjúkrunarfræðingur og öll að- staða bæði varðandi hreinlæti og loftræstingu var til fyrirmyndar. Við erum stoltar af okkur og öllum þeim sem tóku þátt í þessu átaki. Við vilj- um koma á framfæri þakklæti til þeirra starfsmanna sem voru á staðn- um og þá sérstaklega starfsmanna Ársels. Að lokum viljum við enda grein okkar eins og Jóhann á því að vitna í Biblíuna: „Elskið óvini yðar og biðj- ið fyrir þeim sem ofsækja yður.“ Matt. 5,44. Jóhann, við biðjum fyrir þér. ÁRNÝ, BERGLIND, KRISTÍN, MAGNEA, MARGRÉT, SANDRA, SIGURHANNA, SÓLVEIG OG ÞORBJÖRG. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt ( upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.