Morgunblaðið - 15.12.1994, Side 62
62 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ZBICNIEW ZAMACHOWSKI
;r« JllUE DELPY
Fjögur brúökaup
og jaröarför T
lörgunj
Allra síðustu sýningar
Aðalhlutverk: Harrison Ford
Sýnd kl. 11.15.
Allra síðustu sýningar
Sýnd kl. 5 og 7.
Skemmtileg ævintýramynd fyrir börn á öllum aldri.
Vonda galdranornin leggur álög á Valemon konung sem
verður að dúsa fanginn í líkama hvítabjörns. Fallega
prinsessan er sú eina sem getur leyst hann úr álögunum.
Sýnd kl. 5 og 7.
látulega ógeðsleg hroll-
ia og á skjön viþ huggu-
fega skólann I danskri
fcíkmyndagerð" Egill
wson MorgunpÉjSturinn.
SÍÐASTi
SÝNINGARDAGUR
Allra síðustu sýningar
Bönnuð innan 14 ára
Sýnd kl. 9 og 11.15
Bönnuð innan 16 ára
Sýnd kl. 9 og 11.
Allra siðustu sýningar
Sýnd kl. 5.
SÍÐASTI SÝNINGARDAGUR
Sýnd kl. 11.10.
HASKOLABIO
SÍMI 22140
Háskólabíó
STÆRSTA BÍÓIÐ.
ALLIR SALIR ERU
FYRSTA FLOKKS.
FRUMSÝNING Á JÓLAMYNDINNI:
BEBIU ÓGIUUIU PRÍR LITIR: HVÍTUR
Skemmtanir
MDJASSTRÍÓ Ómars Einarsson leikur
fimmtudagskvöld í Djúpinu. Boðið verður
upp á djass í Djúpinu í kjallara veitinga-
staðarins Hornsins, Hafnarstræti 15.
Tríóið Ieikur fjölbreytta tónlist. Gestaleik-
ari kvöldsins verður trompetleikarinn
Veigar Margeirsson. Tríóið skipa:
Ómar Einarsson, gítar, Einar Sigurðs-
son, bassi, og Jóhann Hjörleifsson,
trommur. Þeir félagar hefja leikinn kl.
22. Aðgangur er ókeypis.
MTVEIR VINIR Hljómsveitin Urmull
kynnir efni af nýútkominni plötu sinni
Ull á viðavangi á fimmtudagskvöld. Á
föstudagksvöld leikur svo bítlahljóm-
sveitin Sixties í samvinnu við Bítlavina-
félag Reykjavíkur í tilefni af nýútkominni
plötu The Beatles. Á laugardagskvöld er
svo hið árlega jólaball Bifhjólasamtaka
lýðveldisins þar sem óvæntar uppákomur
verða.
MFEITI DVERGURINN Á fóstudags-
og laugardagskvöld leikur trúbadorinn
Haraldur Reynis. Einnig er minnt á
enska boltann.
MSJALLINN AKUREYRI Hljómsveitin
Spoon leikur laugardagskvöldið 17. des-
ember. Mun hljómsveitin, sem skipuð er
þeim Emnilíönu Torrini, Höskuldi Lár-
ussyni, Inga S. Skúlasyni, Hirti Gunn-
laugssyni og Akureyringnum Friðriki
Júlíussyni, leika lög af nýútkominni
geislaplötu hljómsveitarinnar. Einnig mun
hljómsveitin árita nýja geisladiskinn í
plötubúð KEA fyrr um daginn.
MSNIGLABANDIÐ leikur á Garða-
kránni, Fossinum í Garðabæ föstudags-
og laugardagskvöld.
MSSSÓL heldur yfir heiðar föstudaginn
16. desember og mun þar leika á miðnæt-
urtónleikum á skemmtistaðnum 1929
Akureyri. Um nónbil á laugardaginn
verður með viðhöfn haldið upp á upphaf
SSSólar-viku á Hard Rock Café í
BUBBI Morthens leikur fimmtudagskvöld í Þjóðleikhúskjallaranum,
föstudagskvöld á Akranesi og á laugardagskvöldinu á 10 ára af-
mæli veitingahússins Gjáin, Selfossi.
1995 árgerðin af TREKusa
Og GA-RY FISHER
fjallahjólum er komin!
Hin sívinsælu rr ri7f/7<5/"
þríhjól frá Danmörku
, . Reiðhjólaverslunin _,
ORNINN0*
STOFNAÐ 1925
SKEIFUNNI11 - SÍMI 889890
Úrval af fyrsta flokks hjálmum
fyrir börn og fullorðna.
\ristaL.ite Blikkljós
og Halogen luktir í úrvali.
CATEYE® Tölvuhraðamælar.
Nýtt! Hraðamælir og úr, í einu
og sama tækinu. Þú notar mælinn
sem úr þegar þú ert ekki að hjóla.
... Og svarið við hálkunni:
nagladekk!
MOKIA *
Kringlunni og að beiðni eigenda staðar-
ins munu meðlimir hljómsveitarinnar af-
henda staðnum rokkminjar úr einkasafni
sínu.
MHÓTEL SAGA Á Mímisbar leika
Raggi Bjarna og Stefán Jökulsson á
föstudags- og laugardagskvöld í síðasta
sinn fyrir jól. í Súlnasal verður haldin
Jólaskemmtun í Súlansal. Jólahlaðborð,
skemmtiatriði og dansleikur til kl. 3.
Skrúður býður upp á jólahiaðborð og þar
leika fyrir matargesti þeir Jónas Þórir
og Jónas Dagbjarsson á píanó og fiðlu
á kvöldin. Opið í hádeginu og á kvöldin.
MAMMA LÚ Á föstudags- og laugar-
dagskvöld er Jólaveisla Ömmu Lú. Jóla-
hlaðborð, lifandi tónlist yfir borðhaldi Qg
dansleikur á 2.390 kr. Hljómsveitin Ilun-
ang leikur fyrir dansi.
MCAFÉ ROYALE Á föstudagskvöld
verður haldið kaffihúsakvöld. Á laugar-
dagskvöld skemmta félagarnir Grétar
Örvarsson og Bjarni Ara.
MBUBBI MORTHENS leikur í Þjóð-
leikhúskjallaranum fimmtudagskvöld.
Tónleikamir hefjast kl. 23 og eru þeir i
samvinnu við Listaklúbb Leikhúskjall-
arans. Á föstudagskvöld verða tónleikar
í Ristorante Pavarottí á Akranesi og á
laugardagskvöld leikur Bubbi í Gjánni,
Selfossi. Þess má geta að plata Bubba
Þrír heimar er riú söluhæsta platan á
Islandi.
MHÓTEL ÍSLAND Á föstdagskvöld
verður haldið Jólagleði Bylgjunnar og
þar munu jólasveinar og jólasveinkur taka
á móti gestum með jólaglöggi og osta-
veislu. Meðal þeirra sem koma fram eru
Raddbandið, Björgvin Halldórsson,
Bjarni Arason, Sigga Beinteins, Grétar
Örvarsson og Eyjólfur Kristjánsson.
Þá mun Bylgjubandið undir stjórn Grét-
ars Örvarssonar leika fram til kl. 3. Verð
1500 kr. með mat. Á laugardagskvöld
verður síðan 10. sýningin á Þó líði ár
og öld. Hljómsveitimar Hljómar og Ðe
Lónlí BIú Bojs leika á dansleik eftir sýn-
ingu.
MGJÁIN SELFOSSI Veitingahúsið Gjá-
in heldur upp á 10 ára afmæli sitt um
þessar mundir. Á fimmtudag mun hljóm-
sveitin Skítamórall leika létt efni og á
föstudagskvöld leikur Siggi Björns frá
kl. 23-3. Húsið opnar kl. 21 fyrir eldri
starfsmenn hússins. Bubbi Morthens
leikur á laugardagskvöld. Á sunnudags-
kvöld leikur síðan hljómsveitin Éxpress.
MURMULL heldur tónleika í Tjarnar-
bíói föstudagskvöldið 16. desember ásamt
Dos Pilas. Sveitirnar munu kynna efni
af nýútkomnum geisladiskum sínum. Tón-
leikamir hefiast kl. 21. Urmul skipa:
Guðmundur gítar, Jón Geir trommur,
Símon Jakobsson bassi, Hjalti söngur
og Valli gítar.
MRÚNAR ÞÓR Tónlistarmaðurinn Rún-
ar Þór leikur á Hótel Læk, Siglufirði,
föstudags- og laugardagskvöld.