Morgunblaðið - 15.12.1994, Side 68

Morgunblaðið - 15.12.1994, Side 68
Afl þegar þörf krefur! RISC System / 6000 cO> NÝHERJ * x>. í (VI HEWLETT PACKARD --------UMBOÐIÐ HP Á ÍSLANDI HF Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá mögaleika tíl vcruleika MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK <<> Refsingar við skattsvikum verði stórhertar Morgunblaðið/Sverrir Glöð æska á Austurvelli Skilyrði Ögmundar Jónassonar Kosninga- bandalag með óháðum í HÖND fer hátíð barnanna og nú er aðeins eins stafs tala notuð þegar taldir eru dagarnir til jóla og „börnin fara að hlakka til“ eins og segir í textanum að jóla- laginu. Þessir krakkar göntuðust við ljósmyndarann á Austurvelli, er hann átti þar leið um. FJÁRMÁLA- og dómsmálaráð- herra hafa kynnt í ríkisstjórn frum- vörp um stórhertar refsingar við meiriháttar skattsvikum og bók- haldsbrotum. Lagt er til að lág- marksrefsing í formi sekta og varðhalds eða fangelsis verði hækkaðar verulega. Bæði frumvörpin eru samin vegna ábendinga í tveimur skatt- svikaskýrslum nefndar sem starf- aði á vegum fjármálaráðuneytisins. Markmið þeirra er að herða refs- ingar og auka varnaðaráhrif refs- iákvæðanna. Gert að hegningarlagabrotum í frumvarpi Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra um breytingar á almennum hegningarlögum er gert ráð fyrir að alvarleg brot á skattalögum og bókhaldslögum verði gerð að hegningarlagabrot- um. Gert er ráð fyrir að bókhalds- brot geti varðað allt að sex ára varðhaldi eða fangelsi og hækkað- ar lágmarksrefsingar fyrir skatt- svik, samkvæmt upplýsingum Ara Edwalds aðstoðarmanns dóms- málaráðherra. Sektir vegna skattsvika hafa þótt vægar. í frumvarpsdrögum Friðriks Sophussonar fjármálaráð- herra um breytingar á refsiákvæð- um nokkurra skattalaga er, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins, lagt til að sektir verði stórhert- ar. Skylt verði að dæma þá sem verða uppvísir að grófum skatt- svikum í verulegar fjársektir til viðbótar þeirri upphæð sem skotið hefur verið undan. Sektirnar taki mið af skattsvikafjárhæðinni. A ASI telur ríkisstjórn mismuna lífeyrisþegum við afnám tvísköttunar ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, hefur ekki gefið endanlegt samþykki sitt fyrir því að taka sæti á framboðslista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík, en rætt hefur verið um að hann skipi 3. sæti listans. Ögmundur mun sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins ekki ætla að taka endanlega ákvörðun fyrr en um eða eftir áramót þar sem hann vilji sjá hvernig staðið verður að framboð- inu. Hætt við prófkjör? Ögmundur hefur ekki í hyggju að ganga í Alþýðubandalagið en samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur hann sett það sem grund- vallarskilyrði af sinni hálfu að ef af þessu yrði tæki hann aðeins sæti á framboðslistanum sem óháður frambjóðandi og að boðið yrði fram kosningabandalag undir merkjunum Alþýðubandalagið og óháðir. Ólga er innan Alþýðubanda- lagsins vegna framboðsmálanna í Reykjavík og í kvöld verður hald- inn fundur í kjördæmisráði Al- þýðubandalagsfélaganna í Reykja- vík. Þar mun kjörnefnd að öllum líkindum leggja fram tillögu um að hætt verði við prófkjör. ■ Brestir/34 ÞVÖRUSLEIKIR DAGAR TIL JÓLA Skiptir opinbera starfs- menn miklu en aðra síður AÐ MATI ASÍ hefur ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að afnema tvískött- un lífeyris um áramót óveruleg áhrif á lífeyrisgreiðslur til þorra lífeyris- þega sem þiggja lífeyri frá almennum lífeyrissjóðum. Breytingin skipti hins vegar miklu máli fyrir þá sem fá lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna, ekki síst ráðherra og alþingismenn. Morgunblaðið/Sverrir Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ, sagðist fagna því að ríkisstjórn- in skuli hafa ákveðið að afnema tví sköttun lífeyristekna. Hann sagði að hægt væri að fara tvær leiðir við að afnema tvísköttun, að heimila frádrátt vegna 4% iðgjalds launþega til lífeyrissjóðanna eða að heimila frádrátt við greiðslu lífeyrisins. Hann sagði að ASÍ hefði kosið að fyrri leiðin hefði verið valin, en ríkis- stjórnin valdi seinni leiðina. Framlag mismunandi Gylfi sagði að hafa þyrfti í huga að framlag launþega til lífeyrissjóðanna væri mismunandi. Lífeyrisþegar í al- mennum lífeyrissjóðum stæðu undir greiðslum úr sjóðunum ásamt 6% framlagi atvinnurekenda. Ríkið stæði að stærstum hluta undir greiðslum úr lífeyrissjóðum opinberra starfs- manna. Þegar tekið væri tillit til vaxtatekna væri hlutur lífeyrisþega í almennum lífeyrissjóðum í greiddum lífeyri 17,4%. Sambærileg tala fyrir greiðslur úr lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins væri 11%, 4,2% fyrir lífeyris- sjóð ráðherra og 6,7% fyrir lífeyris- sjóð alþingismanna. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar felur í sér 15% frádrátt gagnvart lífeyris- greiðslum. Gylfi sagði að þessi út- færsla á afnámi tvísköttunar mundi færa þeim, sem þegar búi að mun betri lífeyriskjörum en þorri aimenn- ings, viðbótar skattaafslátt. Gylfi sagði að ákvörðun ríkis- stjórnarinnar myndi leiða til mun minni útgjalda fyrir ríkissjóð til að byija með en ef hin leiðin hefði ver- ið farin vegna þess að þeir sem fengju greiddan lífeyri í dag hefðu greitt í lífeyrissjóð í tiltölulega skamman tíma. Útgjöldin. myndu hins vegar vaxa ár frá ári. Samkvæmt útreikningum ASÍ fá félagar í almennum lífeyrissjóðum að meðaltali 22 þúsund á ári í frá- drátt með afnámi tvísköttunar lífeyr- is. Opinberir starfsmenn fái hins veg- ar frádrátt á bilinu 82-135 þúsund. ■ Hefur ekki í för með sér/10 Frumvarp um skattalagabreytingar lagt fram á Alþingi 20% leigntekna skattskyld Bryggja í viðgerð UNNIÐ er að viðgerðum á norður- kanti löndunarbryggju sem svo er kölluð meðal hafnarstarfsmanna í Reykjavík en er betur þekkt sem Faxabryggja. Bryggjusmiðir Reykjavíkurhafnar eiga veg og vanda af framkvæmdum við bryggjuna en þaðan er skipað út mjöli og einnig var hún notuð við loðnulöndun á árum áður. Verið er að steypa ofan á dekkið á lönd- unarbryggju, sem annars er úr tré, og er viðgerðin hluti af al- mennu viðhaldi hafnarmannvirkja á höfuðborgarsvæðinu. GREIÐA þarf tekjuskatt af 20% leigutekna eftir áramót, samkvæmt frumvarpi um breytingar á skatta- lögum sem fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. í frumvarpinu eru lagðar til ýms- ar breytingar á lögum um tekju- og eignarskatt í samræmi við yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar um helg- ina, svo sem að framlengja hátekju- skatt, fella niður svonefndan ekkna- skatt eða efra þrep eignarskatts, afnema tvísköttun lífeyrisgreiðslna og að hækka skattleysismörk. í frumvarpinu eru einnig lagðar til fleiri breytingar, svo sem um skattfrelsi húsaleigutekna upp að 300 þúsund krónum, sem gefið var fyrirheit um í vor í tengslum við lögfestingu húsaleigubóta. Sam- kvæmt frumvarpinu er hægt að draga 80% frá húsaleigutekjum í stað annars frádráttar, en þó ekki hærri ljárhæð en 25 þúsund krónur á mánuði eða 300 þúsund á ári. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu er einnig hægt að draga beinan kostnað frá leigutekj- um sé kostnaðurinn hærri en 80% af leigunni. Einnig er hægt að draga greidda húsaleigu frá húsa- leigutekjum, ef leiguþegi þarf sjálf- ur að leigja á öðrum stað á landinu. Ýmis smærri atriði eru í lögun- um. Þannig er ákvæði um að verð- litlir vinningar í happdrættum eða keppnum, t.a.m. getraunum á veg- um fjölmiðla, teljist ekki til skatt- skyldra tekna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.