Morgunblaðið - 15.12.1994, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 15.12.1994, Qupperneq 68
Afl þegar þörf krefur! RISC System / 6000 cO> NÝHERJ * x>. í (VI HEWLETT PACKARD --------UMBOÐIÐ HP Á ÍSLANDI HF Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá mögaleika tíl vcruleika MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK <<> Refsingar við skattsvikum verði stórhertar Morgunblaðið/Sverrir Glöð æska á Austurvelli Skilyrði Ögmundar Jónassonar Kosninga- bandalag með óháðum í HÖND fer hátíð barnanna og nú er aðeins eins stafs tala notuð þegar taldir eru dagarnir til jóla og „börnin fara að hlakka til“ eins og segir í textanum að jóla- laginu. Þessir krakkar göntuðust við ljósmyndarann á Austurvelli, er hann átti þar leið um. FJÁRMÁLA- og dómsmálaráð- herra hafa kynnt í ríkisstjórn frum- vörp um stórhertar refsingar við meiriháttar skattsvikum og bók- haldsbrotum. Lagt er til að lág- marksrefsing í formi sekta og varðhalds eða fangelsis verði hækkaðar verulega. Bæði frumvörpin eru samin vegna ábendinga í tveimur skatt- svikaskýrslum nefndar sem starf- aði á vegum fjármálaráðuneytisins. Markmið þeirra er að herða refs- ingar og auka varnaðaráhrif refs- iákvæðanna. Gert að hegningarlagabrotum í frumvarpi Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra um breytingar á almennum hegningarlögum er gert ráð fyrir að alvarleg brot á skattalögum og bókhaldslögum verði gerð að hegningarlagabrot- um. Gert er ráð fyrir að bókhalds- brot geti varðað allt að sex ára varðhaldi eða fangelsi og hækkað- ar lágmarksrefsingar fyrir skatt- svik, samkvæmt upplýsingum Ara Edwalds aðstoðarmanns dóms- málaráðherra. Sektir vegna skattsvika hafa þótt vægar. í frumvarpsdrögum Friðriks Sophussonar fjármálaráð- herra um breytingar á refsiákvæð- um nokkurra skattalaga er, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins, lagt til að sektir verði stórhert- ar. Skylt verði að dæma þá sem verða uppvísir að grófum skatt- svikum í verulegar fjársektir til viðbótar þeirri upphæð sem skotið hefur verið undan. Sektirnar taki mið af skattsvikafjárhæðinni. A ASI telur ríkisstjórn mismuna lífeyrisþegum við afnám tvísköttunar ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, hefur ekki gefið endanlegt samþykki sitt fyrir því að taka sæti á framboðslista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík, en rætt hefur verið um að hann skipi 3. sæti listans. Ögmundur mun sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins ekki ætla að taka endanlega ákvörðun fyrr en um eða eftir áramót þar sem hann vilji sjá hvernig staðið verður að framboð- inu. Hætt við prófkjör? Ögmundur hefur ekki í hyggju að ganga í Alþýðubandalagið en samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur hann sett það sem grund- vallarskilyrði af sinni hálfu að ef af þessu yrði tæki hann aðeins sæti á framboðslistanum sem óháður frambjóðandi og að boðið yrði fram kosningabandalag undir merkjunum Alþýðubandalagið og óháðir. Ólga er innan Alþýðubanda- lagsins vegna framboðsmálanna í Reykjavík og í kvöld verður hald- inn fundur í kjördæmisráði Al- þýðubandalagsfélaganna í Reykja- vík. Þar mun kjörnefnd að öllum líkindum leggja fram tillögu um að hætt verði við prófkjör. ■ Brestir/34 ÞVÖRUSLEIKIR DAGAR TIL JÓLA Skiptir opinbera starfs- menn miklu en aðra síður AÐ MATI ASÍ hefur ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að afnema tvískött- un lífeyris um áramót óveruleg áhrif á lífeyrisgreiðslur til þorra lífeyris- þega sem þiggja lífeyri frá almennum lífeyrissjóðum. Breytingin skipti hins vegar miklu máli fyrir þá sem fá lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna, ekki síst ráðherra og alþingismenn. Morgunblaðið/Sverrir Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ, sagðist fagna því að ríkisstjórn- in skuli hafa ákveðið að afnema tví sköttun lífeyristekna. Hann sagði að hægt væri að fara tvær leiðir við að afnema tvísköttun, að heimila frádrátt vegna 4% iðgjalds launþega til lífeyrissjóðanna eða að heimila frádrátt við greiðslu lífeyrisins. Hann sagði að ASÍ hefði kosið að fyrri leiðin hefði verið valin, en ríkis- stjórnin valdi seinni leiðina. Framlag mismunandi Gylfi sagði að hafa þyrfti í huga að framlag launþega til lífeyrissjóðanna væri mismunandi. Lífeyrisþegar í al- mennum lífeyrissjóðum stæðu undir greiðslum úr sjóðunum ásamt 6% framlagi atvinnurekenda. Ríkið stæði að stærstum hluta undir greiðslum úr lífeyrissjóðum opinberra starfs- manna. Þegar tekið væri tillit til vaxtatekna væri hlutur lífeyrisþega í almennum lífeyrissjóðum í greiddum lífeyri 17,4%. Sambærileg tala fyrir greiðslur úr lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins væri 11%, 4,2% fyrir lífeyris- sjóð ráðherra og 6,7% fyrir lífeyris- sjóð alþingismanna. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar felur í sér 15% frádrátt gagnvart lífeyris- greiðslum. Gylfi sagði að þessi út- færsla á afnámi tvísköttunar mundi færa þeim, sem þegar búi að mun betri lífeyriskjörum en þorri aimenn- ings, viðbótar skattaafslátt. Gylfi sagði að ákvörðun ríkis- stjórnarinnar myndi leiða til mun minni útgjalda fyrir ríkissjóð til að byija með en ef hin leiðin hefði ver- ið farin vegna þess að þeir sem fengju greiddan lífeyri í dag hefðu greitt í lífeyrissjóð í tiltölulega skamman tíma. Útgjöldin. myndu hins vegar vaxa ár frá ári. Samkvæmt útreikningum ASÍ fá félagar í almennum lífeyrissjóðum að meðaltali 22 þúsund á ári í frá- drátt með afnámi tvísköttunar lífeyr- is. Opinberir starfsmenn fái hins veg- ar frádrátt á bilinu 82-135 þúsund. ■ Hefur ekki í för með sér/10 Frumvarp um skattalagabreytingar lagt fram á Alþingi 20% leigntekna skattskyld Bryggja í viðgerð UNNIÐ er að viðgerðum á norður- kanti löndunarbryggju sem svo er kölluð meðal hafnarstarfsmanna í Reykjavík en er betur þekkt sem Faxabryggja. Bryggjusmiðir Reykjavíkurhafnar eiga veg og vanda af framkvæmdum við bryggjuna en þaðan er skipað út mjöli og einnig var hún notuð við loðnulöndun á árum áður. Verið er að steypa ofan á dekkið á lönd- unarbryggju, sem annars er úr tré, og er viðgerðin hluti af al- mennu viðhaldi hafnarmannvirkja á höfuðborgarsvæðinu. GREIÐA þarf tekjuskatt af 20% leigutekna eftir áramót, samkvæmt frumvarpi um breytingar á skatta- lögum sem fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. í frumvarpinu eru lagðar til ýms- ar breytingar á lögum um tekju- og eignarskatt í samræmi við yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar um helg- ina, svo sem að framlengja hátekju- skatt, fella niður svonefndan ekkna- skatt eða efra þrep eignarskatts, afnema tvísköttun lífeyrisgreiðslna og að hækka skattleysismörk. í frumvarpinu eru einnig lagðar til fleiri breytingar, svo sem um skattfrelsi húsaleigutekna upp að 300 þúsund krónum, sem gefið var fyrirheit um í vor í tengslum við lögfestingu húsaleigubóta. Sam- kvæmt frumvarpinu er hægt að draga 80% frá húsaleigutekjum í stað annars frádráttar, en þó ekki hærri ljárhæð en 25 þúsund krónur á mánuði eða 300 þúsund á ári. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu er einnig hægt að draga beinan kostnað frá leigutekj- um sé kostnaðurinn hærri en 80% af leigunni. Einnig er hægt að draga greidda húsaleigu frá húsa- leigutekjum, ef leiguþegi þarf sjálf- ur að leigja á öðrum stað á landinu. Ýmis smærri atriði eru í lögun- um. Þannig er ákvæði um að verð- litlir vinningar í happdrættum eða keppnum, t.a.m. getraunum á veg- um fjölmiðla, teljist ekki til skatt- skyldra tekna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.