Morgunblaðið - 06.01.1995, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 06.01.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 B 23 PERLAN Smiðjan Perlan er merkilegt hús og fallegt á að horfa, segir Bjarni Olafsson. Hún dregur líka að sér athygli fólks. ÞEGAR HORFT er til Reykjavíkur úr fjarlægð ber Perluna hærra en byggðina við sjóndeildarhring þar sem hún stendur á Öskjuhlíðinni. Perlan er merkilegt hús og fallegt á að horfa, enda dregur það að sér athygli fólks. Gestum Perlunnar fjölgar stöðugt, bæði innlendum og erlendum. Það er líka mjög „fínt“ að geta sagt frá því að maður hafí borðað á efstu hæð í Perlunni, þar sem gólfið snýst í heilan hring á 105 mínútum, eða einni klst. og fjörutíu og fimm mínútum. Á næstu hæð fyrir neðan er ódýrt að borða og fegurðin blasir við augum allan hringinn, bæði innanhúss og í gegn- um gluggana. Fyrir utan fjórðu hæðina eru líka breiðar svalir hring- inn í kring um hvolfþakið. Þar rekur maður sig á einn hönn- unargalla. Þegar setið er við borð á fjórðu hæð skyggir útihandrið svalanna töluvert mikið á útsýnið. Efri brún handriðsins er þá í augn- hæð þeirra sem sitja við borð inni. Þetta hefði mátt varast með því að hafa gólfið inni svo sem einu þrepi ofar. Svo haganlega er glerið gert að þeir sem ganga úti á svölunum sjá ekki gestina sem sitja við borð fyr- ir innan gluggana. Forsalur Gengið er inn í Perluna í gegnum súlnagöng og þegar gesturinn nálg- ast dyrnar fara snúningshurðir að hreyfast svo að hann gengur milli þessara snúningshurða. Ef gest ber að sem á erfitt um gang, er hnapp- ur við dyrnar sem veldur því að hurðirnar snúast hægar ef ýtt er á hnappinn. Fyrir innan dyrnar blasir við augum stór salur. í salnum miðjum er góður stigi sem ganga má til þess að komast upp á efri hæðir hússins. Einnig eru tvær lyftur gegnt stiganum, fyrir þá sem eiga erfitt með að ganga stigann. í hálf- hring umhverfis stigann er gólf fyrstu hæðar opið. Þar sér niður á kjallaragólfíð og eitt af undrum þessa húss sem er gosbrunnur. Gosbrunnurinn sendir kröftuga vatnssúlu lóðrétt upp í 15 metra hæð frá kjallaragólfinu. Það er hið mesta augnayndi að horfa á þessi gos, sem minna á gos hinna heitu hvera landsins. I kjallaranum eru fatageymslur, salerni og snyrtiað- staða auk funda- og sýningaað- stöðu. Forráðamenn Perlunnar nefna salinn á fyrstu hæðinni Vetrargarð- inn. Gólfflötur Vetrargarðsins er 1.000 fermetrar og lofthæðin þar 10 metrar. Sýningar og tónleikar Á fyrstu hæðinni, (í Vetrargarð- inum) er oft komið fyrir sýningum á ljósmyndum, málverkum, hús- gögnum og fleiru. Hafa margar sýningarnar staðið frá föstudegi til sunnudags. Veggir þess salar eru eðlilega bogadregnir innávið, þar eða það eru sex gríðarstórir vatnstankar sem mynda salinn. í bilum á milli tankanna eru háir gluggar, sem njóta sín best þegar maður gengur upp eða niður stig- ana og nýtur þá mismunandi útsýn- is út um þessa stóru glugga. í þessum sal hefur verið komið fyrir trjám og stórvöxnum grænum plöntum. Trén dafna illa vegna of lítillar vökvunar, að mér sýnist. AÐKOMA að Perlunni í desemberveðri. HINIR háu gluggar Vetrar- garðsins auka fegurð og fjöl- breytni. ÞEGAR setið er inni skyggir útihandrið svalanna á útsýni. Burðar- virkið glæðir húsið lífi. SULNAGÖNGIN framan við innganginn vekja eftirvænt- ingu gesta. Vökvun þeirra gerist með vélvirkum og sjálfvirkum úðunardælum frá loftinu. Ég sé ekki betur en að trén fái alltof litla vökvun, einkum í moldina og á ræturnar. Margir gestir Perlunnar munu taka undir þetta með mér. Ljósmyndasýning var í þessum sal í haust. Voru sýndar þar stækk- aðar andlitsmyndir af íslensku fólki frá fyrri árum og allt fram til okk- ar daga. Andlitsmyndir þessar voru af fólki á mismunandi aldri, börn, unglingar, ungt fólk, á miðjum aldri og öldungar. Áhugaverð sýning og einmitt fyrir það að sjá mátti að þetta voru íslendingar og eiginlega voru öll andlitin alvörugefm og fátt um bros. Tónleikar eru oft haldnir í þess- um sal, einkum um helgar. Ég vil í því sambandi sérstaklega geta um kóramót sem efnt hefur verið til þarna. Kirkjukórum hefur t.d. verið gefinn kostur á að syngja í Vetrar- garði Perlunnar. Ég tel það lofsvert framlag af hálfu stjórnenda húss- ins. Þetta hefur tekist vel og mælst vel fyrir. Þá vil ég geta barnakóra sem boðið hefur verið að syngja í Perl- unni og mætti svo lengi telja. Fjórða hæð Gólf fjórðu hæðarinnar og útsýn- issvalirnar þar uppi hvíla ofan á vatnstönkunum sex sem Perluþakið er byggt yfir. Veitingastaðurinn á fjórðu hæð Perlunnar er óvenjulega aðlaðandi. Birta og útsýni er alveg einstakt þar uppi. Þegar þungbúið er úti getur verið mikið augnayndi að virða fyrir sér skýjamyndir á himninum. Veðrið útifyrir getur verið þannig að mann fysi ekki að fara út á svalirnar, en þá gefa snjó- og klakamyndir breytileg listaverk á hinum hallandi rúðum hvolfþaks- ins. Veitingar sem boðnar eru á Qórðu hæð eru fjölbreytilegar og þó í neðri kanti hvað verð snertir, miðað við sambærilega veitinga- staði. Hönnun Ég hefi leitast við að lýsa hér nokkrum atriðum sem hafa höfðað til mín sem gests í Perlunni. Eins og fram hefur komið í þessum línum er Perlan veitingastaður, hljóm- leika- og sýningastaður sem byggð- ur er ofan á stóra vatnstanka, sex að tölu. Ég var ekki mjög hrifínn af þess- ari byggingu fyrst er ég kom þar inn, skömmu eftir að húsið var opn- að fyrir gestum. Því oftar sem ég kem þar fellur mér betur við húsið og þykir hönnun þess hafa tekist vel. Húsið var hannað af Ingimundi Sveinssyni. Tankarnir sex gátu verkað þung-. ir og lokandi. Ekki var mögulegt að koma fyrir útsýni eða birtugjafa í gegnum tankana. Þegar við nálgumst húsið gefur það tilfinningu fyrir fallegri og heil- stæðri byggingu. Súlnagöngin framan við innganginn vekja eftir- væntingu gesta sem eru á leið inn og eins og ég hefi tekið fram hér á undan hefur tekist vel til með hina háu glugga, sem ná frá gólfi fyrstu hæðar og alla leið uppundir svalirnar, eða jafn hátt tönkunum. Á leið upp stigana sjá gestirnir nýjar myndir í gegnum þessa glugga, eftir því hvert glugginn snýr. Uppi á veitingastöðunum er víð- sýnt og birta góð. Sperrur, bitar og sprossar gæða húsið lífi og eru um leið styrkur hússins og hitagjafi, af því að vatn er leitt eftir þessum köntuðu stál- rörum. F a ste ig n a s a la n KJÖRBÝLI NÝBÝLAVEGUR 14 - 200 KÓPAVOGUR blMI 641400 IFAX 43307 Símatími laugard. kl. 11-13. 4ra herb. og stærra 2ja herb. Lækjarfit - Gbæ. - 2ja. Glæsil. nýuppg. 75 fm íb. é götu- hseö meö sérinng. Áhv. 3,7 millj. V. 5,3-6,5 m. Kjarrhólmi - Kóp. - 4ra. Sérl. falleg 90 fm ib. á 2. hæð. Parket. Glæsil. útsýnl. Þvottah. í íb. Ahv. 3,6 m. V. 7,3 m. Álfhólsvegur 4a - sérhæð. Séri. falleg 120 fm íb. á tveimur hæðum ásamt bílsk. Suðurgarður. V. 9,8 m. Digranesvegur - Kóp. - sérh. Sérl. falleg 140 fm íb. á 1. hæð í þríb. ásamt 27 fm bílsk. V. 10,7 m. Vallargerði - sérhæð. Falleg 106 fm efri hæð ásamt bílsk. V. 9,9 m. Reynihvammur - Kóp. 167 fm neðri hæð ásamt 32 fm bílsk. V. 9,9 m. Raðhús - parhús Hlfðarhvammur - Kóp. - einb. - laust. Skemmtil. 130 fm eldra hús á tveimur hæðum ásamt bílsk. Stór suðurgarður m. gróðurh. Miklir mögul. V. 9,8 m. Skólagerði - Kóp. Fannborg - 2ja - laus. Séri. faiieg 49 fm íb. á 3. hæð. Vesturútsýni. Stutt ( alla þjón. Sameign nýstandsett. V. 5,1 m. Hamraborg 22 - 2ja. Mjög falleg 46 fm íb. á 1. hæð. Ákv. sala. V. 4,7 m. Furugrund - 2ja. Glæsil. 58 fm ib. á 3. hæð (efstu) í litlu fjölb. Áhv. 3,5 millj. Bsj. V. 5,7 m. Hamraborg - 2ja. Sérl. faiieg 53 fm íb. á 3. hæð. Parket. V. 5,1 m. Hamraborg 32 - 2ja - laus. 52 fm íb. á 2. hæð. V. 4,9 m. 3ja herb. Englhjalli - Kóp. - 3ja. Glæsil. 79 fm ib. á 5. hæð. Suðvest- ursv. Útsýnl. Parket, flísar. V. 6,3 m. Engihjalli 7 - lítið fjölb. Sérl. falleg 4ra-5 herb. ib. á 2. hæð (efstu). Ákv. sala. V. 7,6 m. Lundarbrekka - 5 herb. Faileg 110 fm íb. á 3. hæð, þar af eitt forstofuherb. Þvottah. á hæð. Inng. af svölum. V. 7,9 m. Kóngsbakki 7 - 4ra. Falieg 90 fm ib. á 3. hæð. Áhv. 4,2 m. V. 6,8 m. Furugrund 68 - 4ra + bílskýli - laus. Sérl. falleg 85 fm íb. á 4. hæð í lyftuh. Áhv. 3,1 m. V. 7,5 m. Brekkuhjalli - Kóp. - sérh. Góð 118 fm íb. í eldra húsi. Stór lóð. V. 6,6 m. Digranesvegur 4ra + bílskúr. Glæsil. 97 fm íb. á efstu hæð í fjórb. ásamt 28 fm bílskúr. Parket. Fráb. út- sýni. Ákv. sala. Álfatún - 4ra + bílsk. Glæsil. 100 fm íb. á 2. hæð ásamt bílskúr. V. 10,7 m. Sérl. skemmtil 143 fm parh. ásamt 43 fm bílsk. Ákv. sala. V. 10,8 m. Arnartangi 41 - Mosbæ. Fallegt 94 fm endaraðh. ásamt 30 fm bílsk. Áhv. 4,8 m. V. aðeins 8.950 þ. Laust. Álfhólsvegur - Kóp. - raðh. Fallegt 120 fm raðh. á 2. hæð ásamt 32 fm bílsk. V. 10,6 m. Laufbrekka - raðh. Efstihjalli — 3ja. Sérlega falleg 80 fm (b. á 1. hæð. Parket. Flísar. V. 6,9 m. Hamraborg 32 - 3ja. Falleg 70 fm íb. á 3. hæð í lyftuh. V. aðeins 5,9 m. Ástún - Kóp. - 3ja. Sérl. falleg 80 fm íþ. á 4. hæð. Áhv. 2,6 m. V. 6,9 m. Ásbraut - Kóp. - 3ja. Sérl. falleg 82 fm ib. á 3. hæð. Áhv. 4,2. V. 6,6 m. Lyngbrekka - sérhæð. Fai- leg 111 fm 4ra herb. sérhæð á jaröhæð i þríb. Eign i góðu standi. V. 7,8 m. Fagrabrekka 31 - einb. Séri. fai- legt 185 fm einb. á tveimur hæðum með innb. bilsk. Fráb. útsýni. Mögul. að taka góða eign uppí. V. 13,3 m. Melgerði - Kóp. - einb. Skemmtil. tvíl. 160 fm hús ásamt 41 fm bílsk. Suðurgarður m. gróðurhúsi. V. 13,5 m. Hvannhólmi - einb. Fallegttvíi. 227 fm hús ásamt 35 fm bílsk. Skipti mögu- leg. Ákv. sala. V, 15,8 m. Borgarholtsbraut - Kóp. Mjög gott 230 fm einb. ásamt 60 fm bílsk. (mögul. á tveimur íb.). Endurn. að utan og innan. V. 16,8 m. I smíðum Vesturás 10 og 16. Giæsil. 137 fm endaraðh. ásamt 28 fm bílsk. Húsin selj. fullb. að utan og máluð, fokh. að innan. V. 9,2 m. Sjávargrund - Alviðra. 153 fm íb. ásamt 21 fm bílsk. V. 10,5 m. Lindarsmári 41-47. Giæsil. 107 fm íb. á neðri hæð og 152 fm íb. á tveimur hæðum í tvíbýlisenda meö sérinng. V. 8,1 m. og 8,9 m. Sérhæðir Glæsil. 192 fm raðh. á tveimur hæðum. Skálagt parket. Fallegar innr. Áhv. 5,7 m. V. 12 m. Eyrarholt 14 - Hfj. i60fm fb. á tveimur hæðum í littu fjölb. Afh. tilb. u. trév. og fullfrág. að utan. Frábært útsýni. Góð greiðslukj. Seljandi ESSO Oliufélagið hf. V. 8,9 m. Nýbýlavegur - Kóp. Faileg 12Ó fm neðri hæð ásamt 33 fm bilsk. 4 svefnherb. Áhv. 3,9 m. V. 9,2 m. Einbýli Hjallabrekka - Kóp. Fallegt 210 fm einb. ásamt 31 fm bilsk. Glæsil. útsýni. Ákv. sala. V. I3,9m. Fagrihjalli 54 - parh. Góð greiðslukj. Lindarsmári - fjölb. 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. tilb. til innr. V. 5,2-7,9 m. Gullsmári - ib. fyrir aldraða. 2ja og 3ja herb. íb. í lyftuhúsi. V. frá 6,1 m. Kristjana Jónsdóttir, sölustjóri. Rafn H. Skúlason, lögfr., lögg. fast.sali. Guðlaug Þorsteinsdóttir, ritarl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.