Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fast- eigna- sölur Agnar Gústafsson 19 Ás 8 Ásbyrgi 23 Berg 32 Borgareign 18 Borgir 26 Eignaborg 23 Eignahöllin 26 Eignamiðlunin 12 Eignasalan 25 Fasteignamark. 17 Fasteignamiðstöðin 21 Fasteignamiðlun 28 Fasteignaþjónustan 26 Fjárfesting 15 Fold 3 Framtíðin 4 Garður 20 Gimli 10- -11 Hátún 20 Hóll 30-31 Hraunhamar 6 Húsakaup 9 Húsið 27 Húsvangur 5 Kjörbýli 16 Kjöreign 7 Laufás 15 Lyngvík 22 Óðal 19 SEF hf. 11 Séreign 4 Skeifan 16 Stakfell 13 Valhús 13 Þingholt 14 VELJIÐ FASTEIGN £ Félag Fasteignasala íbúóamarkaóuriiin i byrjun árs: Mðdö fiam- boóogúr inililii aó velja ÞAÐ ER eins og það sé daga- munur í fasteignasölunni nú, sagði Magnús Axelsson, fasteigna- sali í Laufási, þegar hann var spurður álits á markaðnum nú í byrjun árs. — Markaðurinn tók annars mjög þokkalega við sér eftir áramótin. Hjá okkur hér byrj- uðu fyrirspumir strax 3. janúar og það er greinilega talsverður áhugi úti á markaðnum. Samt finnst mér helgaropnunin í fast- eignasölunni ekki skila miklu. Ég hef líka orðið var við viss þyngsli í húsbréfakarfinu vegna þeirra breytinga, sem urðu þar um ára- mótin. Magnús auglýsir nú myndarlegtj nýlegt íbúðarhús við Ártúnsholt. I því eru tvær íbúðir. Önnur er um 230 ferm með innbyggðum bíl- skúr, en hin er um 120 ferm með sérinngangi. Mjög gott útsýni er vestur yfir borgina úr báðum íbúð- unum. Stærri íbúðin er með fimm svefnherbergjum, tveimur stofum, holi, eldhúsi, baði, þvottahúsi og geymslum. í minni íbúðinni eru tvö svefnherbergi, en gætu verið þrjú, tvær stórar stofur, bað, eldhús, þvottahús og geymsla. — Þetta er eign fyrir fjársterk- an kaupanda, sem vill aðeins það bezta, enda er hér um óvenju vand- að og glæsilegt hús að ræða á bezta stað í Ártúnsholti, sagði Magnús. — Húsið er mjög nýlegt, en það var klárað fyrir þremur árum. Á það eru settar 34 millj. kr., en á því hvíla um 7 millj. kr., þar af sex millj. kr. í húsbréfum. Eignaskipti koma líka til greina. Markaðurinn nýtur meira frjálsræðis Magnús vék síðan að fasteigna- markaðnum í heild og sagði: — Það hefur smám saman komizt á mun stöðugra efnahagsumhverfi í þjóðfélaginu en var. Þegar breyt- ingar verða í efnahagslífínu, þá er eins og þær komi síðast fram í fasteignamarkaðnum. Þær birtast fyrst í daglegum nauðsynjum, síð- an í heimilistækjum og bílum og síðast í fasteignum. Nú er þjóðin búin að búa við Húsbréfaviðskipti Hjá okkur nýtur þú ávallt hagstæðs verðs og góðrar ráðgjafar í húsbréfaviðskiptum. Vettvangur húsbréfaviðskipta. L Landsbanki íslands BankJ ailra landsmanna 0 LANPSBREF HF. Löggilt veröbrófafyrirtæki. Aöilí aö Veröbréfaþingi íslands. stöðugleika í fimm ár, en það er eins og fólk sé samt fyrst að átta sig á þessum stöðugleika nú. Þrátt fyrir það að húsbréfakerfið sé ekki gallalaust, þá hefur það dregið úr hindrunum í fasteignaviðskiptum. Markaðurinn nú nýtur meira fijáls- ræðis en áður. Þetta kann að hljóma ótrúlega, en er samt satt. Þegar fijálsræði ríkir á mark- aðnum og lóðaframboð er gott eins og nú er, þá eykst líka íbúðasmíð- in í hlutfalli við sölu. Við það verð- ur fasteignaframboðið nóg. Þetta gerir það að verkum, að nú getur fólk valið úr miklum fjölda íbúða af hvaða stærð sem er, þegar það vill kaupa. Stöðugt efnahagslíf og fjölbreytni í fjárfestingarkostum dregur samt úr offjárfestingum einstaklinga í íbúðum. Þetta er nákvæmlega það sama og gerðist annars staðar. Þegar úrelt höft stjórnvalda á viðskipta- frelsi voru felld niður, varð vöruúr- í HÚSINU eru tvær íbúðir. Önnur er um 230 ferm með innbyggð- um bílskúr, en hin er um 120 ferm með sérinngangi. Mjög gott útsýni er vestur yfir borgina úr báðum íbúðunum. Á húsið eru settar 34 millj. kr., en á því hvíla um 7 millj. kr., þar af sex millj. kr. í húsbréfum. Eignaskipti koma líka til greina. valið nóg í smásöluverzluninni og sama máli gegndi um bílasöluna. Nú þarf ekki lengur að panta bíl með fyrirvara, heldur getur hver sem vill farið inn í sýningarsal og keypt bíl á staðnum. Þetta markaðslögmál er nú að festa rætur á fasteignamarkaðnum og það verður til þess, að verðlag á fasteignum verður miklu stöð- ugra. Nú mótast verðlagning fast- eigna miklu meira en áður af bygg- ingarkostnaði, eðlilegri lækkun vegna aldurs og svo eðlilegri hækk- un vegna endurbóta og góðs við- halds. Það sem mestu ræður um eftirspum og verð, er samt stað- setningin. Hún hefur alltaf skipt máli en aldrei eins miklu máli og nú. Gott viðhald og góð umgengni skipta líka miklu meira máli, en á meðan verðbólgan geisaði. Markaðurinn Ibúðakaup án greiósluerflúleika eftir Grétar J. Guémundsson Landsbréf hf. eru viðskiptavaki húsbréfa skv. sérstökum samningi við Húsnæðisstofnun ríkisins. ÞEGAR greiðsluerfiðleikar íbúðaeigenda aukast, vex þörfin fyrir félagslega aðstoð af ýmsu tagi. Ásókn í félagslega hús- næðiskerfið eykst og það sama á ■■■■■■■I við um aðra fé- lagslega aðstoð sveitarfélaga og annarra. Greiðslu- erfiðleikar auka líkur á upplausn heimila og hjónaskilnuðum. Þetta ástand hefur áhrif á alla, því félagsleg aðstoð opinberra aðila er fjármögnuð með skatttekjum. Rangar forsendur Þegar greiðslumatinu var breytt í húsbréfakerfinu í nóvember síð- astliðnum, var tekið mið af þeirri reynslu sem fengist hafði af starf- rækslu þess þau fímm ár sem kerf- ið hafði verið í gangi. Reynslan sýndi, að algengustu misbrestimir sem upp komu, voru þeir, að sum- ir umsækjendur mátu mögulegar tekjur sínar eða eignir af fullmik- illi bjartsýni, væntanlega í þeim tilgangi að fá sem hæst greiðslu- mat. Nokkuð bar á því, að sumir gerðu það sem gera þurfti til að fá hærra greiðslumat en þeir höfðu getu til. Því miður lá fyrir, að ekki hafði tekist á fimm ára líftíma húsbréfakerfisins að útrýma þeim hugsunarhætti að allt bjargist með tíð og tíma. Stundum var því geng- ið út frá röngum forsendum við mat á greiðslugetu. Réttar forsendur Möguleikar umsækjenda um húsbréfalán á að gefa upp hærri tekjur en þeir raunverulega hafa eru mun minni eftir þær breyting- ar sem gerðar hafa verið á geiðslu- matinu. Það sama á við um mat á eignum og eigin fjármagni um- sækjenda. Nú þurfa að liggja fyrir mun nákvæmari upplýsingar um tekjur og eignir umsækjenda áður en umsókn er afgreidd. Tilgangur- inn er fyrst og fremst að gera Breytingamar á greiðslumatinu eiga að gera það sem öruggast, segir Grétar J. Guð- mundsson, rekstrar- stjóri Húsnæðisstofnun- á ar ríkisins. Þær eiga að forða sem flestum frá því að lenda í greiðslu- erfíðleikum. greiðslumatið sem öruggast til að forða sem flestum frá því að lenda í greiðsluerfiðleikum. Þannig er reynt eftir fremsta megni að miða við réttar forsendur við mat á greiðslugetu. Breyttar aðstæður Þegar uppbyggingin á húsnæðis- markaðnum var sem mest hér á landi á áttunda áratugnum var fjár- festing í íbúðarhúsnæði einn allra besti íjárfestingarkostur sem í boði var. Það gerði það að verkum, að auðvelt gat verið að losna úr vanda- málum, ef þau komu upp. Aðstæð- ur eru allt aðrar í dag. Ef íbúða- kaupendur lenda í greiðsluerfiðleik- um, sérstaklega á fyrstu árum eft- ir kaup, þegar greiðslubyrði flestra er mest, geta erfíðleikarnir hrann- ast hratt upp, svo hratt að þeir verða óleysanlegir áður en varir. Þess vegna er mikilvægt að þiggja þá ráðgjöf sem greiðslumatið í hús- bréfakerfinu býður upp á. íbúðakaup Fyrstu íbúðakaupin eru flestum erfíðust. Sparifé er þá oftast minnst, en íbúðakaup krefjast eigin fjármagns að ákveðnu marki, mis- munandi miklu eftir tekjum, lána- möguleikum o.fl. Sem dæmi má nefna, að greiðslumatið í húsbréfa- kerfinu krefst þess, að fjölskylda sem hefur um 150 þúsund króna heildartekjur á mánuði að jafnaði, verður að eiga um 1,5 millj. kr. eigið fjármagn til að geta fest kaup á u.þ.b. 5 millj. kr. íbúð. Þá er gengið út frá því að það fjármagn sem kaupendumir fá ekki að láni úr húsbréfakerfinu fáist hjá bönk- um til 3ja ára. Ef mánaðartekjum- ar eru um 200 þúsund krónur þarf eigið fjármagnið að vera um 1,2 millj. kr. til að kaupa sams konar íbúð ef miðað er við svipað banka- lán. Af þessum dæmum sést, að ef tekjur eru um eða undir meðal- fjölskyldutekjum í þjóðfélaginu í dag, sem eru líklega í kringum 200 þúsund krónur á mánuði, þá verður ekki um dýr íbúðakaup að ræða fyrir flesta. Greiðsluerfiðleikar Greiðsluerfíðleikar, sem stafa af röngum ákvörðunum í upphafí, eru óþarfír. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á greiðslumatinu í hús- bréfakerfinu munu vonandi stuðla að því að erfíðleikar, sem rekja má til rangra ákvarðana í upphafí, verði úr sögunni er fram líða stund- ir. En það er einnig hægt að lenda í greiðsluerfíðleikum vegna rangra ákvarðana sem teknar eru eftir íbúðakaup, eins og t.d. með því að nota vaxtabætur til annars en af- borgana af lánum, þegar þörf er á því. Það vill stundum gleymast, að væxtabætur eru greiddar út til að vega upp á móti vaxtakostnaði vegna íbúðakaupa. Þá kemur sér illa að þær eru einungis greiddar út einu sinni á ári. Heppilegra væri ef vaxtabætur væru greiddar út oftar. Margt fleira getur auðvit- að komið til og valdið erfíðleikum íbúðakaupenda, enda er samkeppn- in mikil um fjármagn þeirra sem annarra. Atvinnuleysi og minnk- andi tekjur, sem margir hafa orðið fyrir að undanförnu, hefur leitt af sér greiðsluerfiðleika margra íbúðaeigenda. Þessar ástæður fyrir erfíðleikum ættu að vera einu ástæðurnar sem upp koma. Allt of margir lenda hvort sem er í erfíð- leikum vegna þessara ástæðna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.