Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ La Traviata, var frum- j' % jf augliugum var boðfð á lakaæflngaua ag í sam- peim ifkaði verkii. Morgunblaðið/Ásdís La travlata er talin vin- tíma. Hún ei sú úpera sem bvað aftast er sett upp og er hvað ■J mu J"‘ er aðgengileg. La Traviata pykir veiasú épeia sem úest er tiípess fallin .1 úpenna var nokkrum La Traviata til að fei- vitnast um hvernig list- fúlkið. Sum beina vnn ápenvnn. annnr i , einn í íslands en litlu stúlk- nraar flánr eru allai í Vestnrbasiaiskúla. U N G A FÓLKIÐ & SYSTURNAR Jenný og Fanney og Hrafnhildur og Arngunnur. Það er alltaf falleg tónlist í óperuni Operuunnendurnir Hrafnhildur, Arngunnur, Jenný og Fanney segj- ast vera fastir óskrifend- ur að lokaæfingum. A* LOKAÆFINGUNNI var mik- ið af börnum sem virtust skemmta sér hið besta. Þar á meðal voru fjórar stúlkur sem segjast vera fastir áskrifendur að lokaæfmgum óperunnar og kröfð- ust þess að fá að tjá sig um La Traviata. Það komu vissulega vöfl- ur á mig, þar sem tvær þeirra, Jenný og Fanney, eru dætur mínar og mér fannst óþarfi að flíka því að ég væri alltaf að draga þær með mér í vinnuna - og það á kvöldin, þegar þær eiga að sofa. Og hinar tvær, Hrafnhildur og Arngunnur, eru dætur eins selló- leikarans í hljómsveitinni. Þær eldri, vinkonurnar Jenný og Hrafnhildur, sögðust hafa séð flestar uppfærslur íslensku óp- erunnar frá tveggja ára aldri og væru því eins færar um að tjá sig og hver annar; töldu upp Aídu, Ævintýri Hoffmanns, Otello, Carmina Burana, I Pagliacci, Töfraflautuna, Rigoletto, Evgeníj Ónégín, auk óperettunnar Sardas- furstynjunnar, og nú La Traviata. Þær yngri kinkuðu kolli, einbeittar á svip, til að leggja áherslu á sam- stöðuna, þótt listi þeirra væri þetta tveimur til þremur árum styttri. Þegar þær stöllurnar höfðu gert það ljóst að þeim væri það síður en svo á móti skapi að vera dregn- ar með mæðrum sínum í vinnuna þegar Íslenska óperan er annars vegar, var ekki um annað að ræða en að gefa sig og spyrja hvað þeim þætti um La Traviata. „Hún er skemmtileg og tónlistin í henni er mjög falleg.“ Hvað finnst ykkur fallegast í tónlistinni? „Strengjakaflinn í upphafí 1. og 3. þáttar (það skal tekið fram að eldri dömumar hafa lært á fíðlu í lengri eða skemmri tíma og veita þeim hljóðfærum því .sérstaka at- hygli), arian þar sem Violetta syng- ur um Alfredo í 1. þætti og fyrri hluti annars þáttar, þegar Violetta og pabbi Alfredos ræða saman. Lokaþátturinn er líka mjög fallegur en hann er bara svo sorglegur," eru þær Jenný og Hrafnhildur sam- mála um. Þær Amgunnur og Fann- ey eru ekki sammála þessu. „Það sem er skemmtilegast er líka fal- legast og það eru hátíðimar, þar sem allur kórinn syngur og dans- ar. Ballettdansaramir í seinni hluta 3. þáttar eru það sem er skemmti- legast í sýningunni. Þá er tónlistin svo glaðleg.“ Það er greinilegt að þær sem eru á 10. ári eru komnar á þann aldur sem heillast af miklu drama og sárum örlögum á meðan þær sem eru þetta í kringum sjö ára aldurinn vilja enn hafa gáska og fjör. Þó eru þær allar sammála um að útlitið, búningarnir, skart- gripirnir, hárgreiðslan og förðun- in, sé svo glæsilegt að hægt væri að horfa endalaust á sýninguna." „En þú varst að spyija hvað væri fallegast í tónlistinni," segir Hrafnhildur. Já? „Það er söngurinn hjá Diddú.“ „Ja-há,“ samþykkja hinar, „hún er frábær.“ Og þá kemur smá kafli úr sagn- fræðinni: „Vitið þið það stelpur, að þegar ég var lítil, þá var ís- lenska óperan ekki til.“ „Oj - ógeðslega leiðinlegt," hrópa þær undrandi og hneykslað- ar í senn. Finnst ykkur svona sjálfsagt að böm geti farið á óperusýningu? „Já.“ Og ekki orð um það meir. Hvað er það í ópemnni sem ykkur finnst svona spennandi? „Fyrst og fremst tónlistin. Það er nefnilega alltaf falleg tónlist í óperum,“ segja þær, líta hver á aðra og kinka kolli til samþykkis. „Þar heyrir maður líka söng sem er öðravísi en alls staðar annars staðar; fallegar raddir sem geta sungið hátt og lágt og veikt og sterkt, allt eftir því hvernig per- sónunum líður. Svo finnst okkur gaman í leikhúsi og þetta er Ieik- hús; sungið leikhús," segja þær og flissa að þessari hugmynd, sem þær era vissar um að þær hafí fengið fyrstar af öllum. „Það er heldur engin hávaðatónlist í óper- um,“ segja þær eldri en þær yngri eru ekki frá því að það mætti stundum vera dálítið meiri hávaði og meira sprell. Þó eru þær allar sammála um að tónlistin í La Tra- viata sé sérlega falleg. Hún er umsvifalaust komin í flokk uppá- haldsverka þeirra allra. Hin era Töfraflautan, Ævintýri Hoff- manns og óperettan Sardasfurst- ynjan. En nú er textinn á ítölsku. Er ekkert erfitt að skilja hvað um er að vera? „Nei, nei,“ segir Hrafnhildur, „það skilst í tónlistinni." Teljið þið að allir geti skilið óperuna? „Kannski ekki í fyrsta sinn. En ef allir hefðu tækifæri til að fara á sýningar, myndu þeir læra að skilja hana.“ Um hvað finnst ykkur þessi ópera vera? „Ast,“ svara þær strax og bæta við eftir smá umhugsun; „og sorg Violettu og Alfredos yfir því að fá ekki að vera saman." En era krakkar á ykkar aldri ekki of ungir til að skilja svona stórar ástir og örlög? „Nei, það er auðvelt að skilja ást. Hún er inni í öllum ... Og þó, kannski eiga sumir strákar erfitt með að skilja þetta. Þeir eru stundum hræddir við það sem er fallegt."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.