Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ æbl seswm a n /\ / /a-''/ v'Q/k //^ A n Mk ■ w ■ HHwð Hw W/AUwL / O// \/Cj^/~\/\ BA í rússnesku 26 ára aðili með BA próf í rússnesku, talar og skrifar ensku reipbrennandi, er stúdent frá Verslunarskólanum óskar eftir vinnu. Svör sendist afgreiðslu Mbl., merkt: „Rússneska - 15015“. FÉLAGSMÁLASTOFNUN ||| REYKJAVÍKURBORGAR Sfðumúla 39-108 Reykjavfk - sími 588 8500 - fax 588 6270 Félagsleg heimaþjónusta Við óskum eftir að ráða starfsmenn fyrir fatl- aðan einstakling sem fyrst. Um er að ræða tvö 50% störf. Vinnutími er frá kl. 11 -15 og frá kl. 15-19 alla virka daga. Viðkomandi starfsmenn þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Hlíf Geirsdóttir, deildarstjóri, á skrifstofu félagslegrar heima- þjónustu fyrir 67 ára og yngri, Álfabakka 12, í síma 670570, á skrifstofutíma næstu daga. Sölustjóri Spor hf. óskar að ráða sölustjóra. Fyrirtækið er hljómplötuútgáfa sem selur bæði í heild- sölu og smásölu og er sölustjóra ætlað að móta stefnu þess í sölumálum auk þess að stýra daglegri sölustarfsemi um land allt. Leitað er að starfsmanni með frumkvæði, góða framkomu og mikinn metnað. Menntun og/eða reynsla á þessu sviði er æskileg en ekki skilyrði. Umsóknir með helstu upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf skal skila til Spors hf., Nýbýlavegi 4, Kópavogi, fyrir 17. febrúar 1995. Upplýsingar um starfið eru ekki veittar í síma. Laus störf Nýherji hf., Skaftahlíð 24 Vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins er leitað að starfsfólki til starfa við eftirtalin störf. Sölumaður PC Við leitum að einstaklingi með sölumanns- hæfileika og góða þekkingu á PC tölvum til að annast sölu á netkerfum og PC búnaði til fyrirtækja. OS/2 kerfisfræðingur Leitað er að einstaklingi með góða þekkingu og reynslu í meðferð OS/2 stýrikerfis. Starfið felst í ráðgjöf og þjónustu á OS/2 og skyldum hugbúnaði.' Tæknimaður - Leitað er að rafeindavirkja eða einstaklingi með sambærilega menntun. Starfsreynsla í tölvuviðgerðum er æskileg. Starfið felst m.a. í viðgerðum og viðhaldi á einmenningstölvum og skyldum búnaði. Nýherji hf. er 130 manna innflutnings- og þjónustufyrirtæki með mjög margþætta starfsemi. í boði er vinna hjá öflugu og traustu fyrirtæki með góöa vinnuaðstöðu og framtíðarmöguleika. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást eingöngu á skrifstofu Guðna Jónsson- ar, Háteigsvegi 7, Reykjavík og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 18. febrúar nk. GUÐNIIÓNSS0N RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞJÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 Tæknifræðingur Hólmavíkurhreppur auglýsir eftir tæknifræð- ingi til starfa hjá hreppnum. Starfssvið nær yfir almenn störf bæjartæknifræðings, auk þess sem tæknifræðingurinn mun taka við störfum byggingarfulltrúa. Nánari upplýsingar gefur Stefán Gíslason, sveitarstjóri, í síma 95-13193 (heimasími 95-13112). Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Hólma- víkurhrepps, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík, í síðasta lagi þriðjudaginn 28. febrúar 1995. Sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps. Bakari óskast Laust er til umsóknar starf bakara. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, eiga gott með að umgangast fólk og vera snyrtilegur í umgengni. Umsóknum skal skila eigi síðar en þriðjudag- inn 21. febrúar til símamóttöku Myllunnar, þar sem hægt er að fá umsóknareyðublöð. MYLLAN Brauðhf., Skeifunni 18. WORLDW/OE EXPRESS VIÐ STÖNDUM VIÐ SKULDBINDINGAR ÞÍNAR DHL HRAÐFLUTNINGAR HF, Faxafen 9- I 08 Reykjavík Sími (91)689822 -Fax (91)689865 Tölvumaður DHL Hraðflutningar er hluti af stærstu hraðflutningakeðju milli landa í heiminum, en þjónustan nær til 221 lands. Að tryggja skjóta og örugga þjónustu er sameiginlegt markmið þeirra 33.000 starfsmanna, sem starfa á þess vegum vfðs vegar í heiminum. Til að ná settu takmarki er notaður öflugur tölvubúnaður til að tryggja góðan árangur. Við leitum að ungum, þjónustulunduðum tölvumanni tii að leysa vandamál í og við- halda kerfum fyrirtækisins, sem: - getur tekið þátt í uppbyggingu tölvudeildar, - er sjálfstæður, öruggur, kraftmikill og skipulagður, - hefur staðfesta þekkingu á IBM S/36 tölvum og umhverfi, - hefureinhverja þekkingu á UNIXstýrikerfi, - er vanur bókhaldskerfum, - er með góða reynslu af PC tölvum, - hefur góða enskukunnáttu, - getur byrjað sem fyrst. DHL býður þér starf við uppbyggingu nýrrar tölvudeildar, undir UNIX stýrikerfi hjá kraft- miklu fyrirtæki, þar sem þú færð möguleika á að starfa með mest vaxandi aðflutninga- keðju heimsins. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Umsóknin skal send til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., Skeifunni 19, 108 Reykjavík, merkt: „Tölvustjóri", fyrir 18. febrúar nk. Hagvaj ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813666 Lþ' Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Fjölhæfur vinnuþjarkur óskar eftir framtíðarvinnu sem fyrst. Er góð- ur offsetprentari, vanur allri almennri bygg- ingavinnu, hefur víðtæka félagsmálareynslu, sæmilega málakunnáttu og býr í Hafnarfirði. Vinsamlegast hafið samband við Þorstein í síma 565-2645. Atvinnurekendur! 37 ára karlmaður óskar eftir góðu framtíðar- starfi. MBA/BS próf í viðskipta- og markaðs- fræði, Samvinnuskólapróf og flugvirkjapróf. Víðtæk reynsla hér og erlendis á sviði birgða- stýringar, birgðavörslu, starfsmannahalds, innkaupastjórnunar, sölu- og markaðsmála. Margt kemur til greina. Vanti þig dugandi, sjálfstæðan og samvisku- saman starfskraft, þá vinsamlega hafðu samband í síma 95-36616. Ritari Stór opinber stofnun óskar eftir að ráða ritara. Starfið felst í skráningu og vinnu við gagnasafn. Starfið er til eins árs. Vinnutími er frá kl. 8.30-16.00. Laun eru samkvæmt taxta opinberra starfs- manna. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Liðsauka, sem er opin frá kl. 9-14. Afleysinga- og rádningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavördustíg 1a — 101 Reykjavík — Sími 621355 Hús Jóns Sigurðssonar íKaupmannahöfn Rekstrarstjóri Óskað er eftir umsóknum um starf rekstrar- stjóra félagsheimilisins í Húsi Jóns Sigurðs- sonar í Kaupmannahöfn. Um er að ræða hlutastarf. Rekstrarstjóri ber ábyrgð á starf- seminni í félagsheimili, samræmir hana og annast umsjón í samráði við stjórn hússins og félög sem hafa afnot hússins. Hann sér um að félagsheimilið sé opið á auglýstum tímum samkvæmt starfsáætlun. Hann ann- ast kynningu á starfsemi í húsinu og gefur leiðbeiningar íslendingum í Danmörku og upplýsingar um ísland til þeirra sem þess óska. Rekstrarstjóri skal sjá til þess að veit- ingaþjónusta sé á boðstólum í húsinu en hann annast ekki sjálfur veitingareksturinn þar. Leitað er að starfskrafti sem: - Hefur áhuga á félags- og menningarstörf- um. - Hefur góða skipulags- og samskiptahæfi- leika. - Talar og skrifar góða íslensku og dönsku. - Þekkir vel aðstæður og staðhætti í Dan- mörku. - Vill starfa á kvöldin og um helgar, þegar starfsemin í félagsheimilinu krefst þess. Starfið er laust frá 1. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Helga Guðmunds- dóttir, settur rekstrarstjóri, Islands Kultur- hus, 0ster Voldgade 12, 1350 Kobenhavn K, sími 00 45 33145630. Umsóknir sendist til formanns hússtjórnar, Ólafs Egilssonar, sendiherra, Sendiráðinu í Kaupmannahöfn, Dantes Plads 3, 1556 Kobenhavn V, Danmörku. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.