Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ DiinAj jr^i YSII\IC^AR ■m ÆF^Kk. wmÉP /v v_/ v_y L. / v-/í/ n v_// V /X Tónlist fyrir alla - íslenskir skólatónleikar Verkefnið „Tónlist fyrir alla" hefur þann meg- in tilgang að kynna skólafólki og öðrum vand- aða tónlist af margvíslegu tagi. Verkefnastjórn auglýsir hér með eftir tónlist- aratriðum til flutnings í skólum og á almenn- um tónleikum. Miðað er við að flytjendur séu að jafnaði ekki fleiri en 1-5 og flutningur í skólum taki um 40 mínútur, en almennir tón- leikar séu af hefðbundinni lengd. Tillögum ber að skila til íslenskrar tónverka- miðstöðvar, Síðumúla 34, 108 Reykjavík, fyr- ir 20. mars, merktar „Tónlist fyrir alla“. Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri í síma 588-3153 og formaður verkefnastjórnar í síma 563-3826. Meðeigandi óskast Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir með- eiganda sem hefur þekkingu og reynslu sem gæti nýst fyrirtækinu. Arnarhús hf. er umboðsmaður Electrolux Goods Protection A/S sem er samsteypa Electrolux verksmiðja sem hafa þróað og framleiða byltingarkennd stálgrindarhús m.a. með sérstakri PVC klæðningu. Þessi hús eru af ýmsum gerðum og stærðum, og eru sér- staklega samkeppnisfær þegar um lítið ein- angruð mannvirki er að ræða. Húsin hafa hlotið viðurkenningu Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins og Brunamálastofnunar. Réttum aðila er boðin 20% eignaraðild á góðum kjörum sem gæti greiðst að hluta með vinnuframlagi, en ekki er gert ráð fyrir að viðkomandi sé í starfi hjá fyrirtækinu. Áhugasamir aðilar eru beðnir að hafa sam- band við Jens Ingólfsson í síma 625030. Arnarhús hf., Electrolux Goods Protection A/S. Sýslumaðurinn íKópavogi Nýtt símanúmer Frá og með mánudeginum 13. febrúar: Símanúmer embættisins: 560 3000 Lögregla - skrifstofa 560 3050 Neyðarnúmer lögreglu 560 3030 Fax 560 3090 Myndlistarmenn - rithöfundar Menningarmálanefnd Hveragerðisbæjar auglýsir eftir umsóknum um dvöl í húsinu Varmahlíð í Hveragerði, en með íbúðarhúsinu fylgir einnig ca 45 fm vinnustofa. Gert er ráð fyrir að úthlutað verði þrisvar sinnum tveggja mánaða dvalartímabilum fyr- ir myndlistarmenn og tveimur jafn löngum tímabilum fyrir rithöfunda. Til greina kemur einnig úthlutun í einn mán- uð. íbúðarhúsið er búið öllum húsgögnum og tækjum og Hveragerðisbær mun greiða kostnað vegna rafmagns og hita. Gestalista- menn fá endurgjaldslaus afnot af húsinu. Óskað er eftir því að í skriflegum umsóknum sem senda á til Menningarmálanefndar Hveragerðisbæjar, Hverahlíð 24, 810 Hvera- gerði, komi fram æskilegt dvalartímabil og að hverju listamaðurinn hyggst vinna meðan á dvölinni stendur. Allar frekari upplýsingar svo og umsóknar- eyðublöð fást á skrifstofum Sambands ís- lenskra myndlistarmanna, Þórsgötu 24, 101 Reykjavík, milli kl. 10.00 og 12.00 í síma 11346 og Rithöfundasambands íslands, Hafnarstræti 9, 101 Reykjavík, milli kl. 10.00 og 12.00 í síma 13190. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Menningarmálanefnd Hveragerðisbæjar. Bókaútgefendur Árlegur bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda í Reykjavík verður haldinn í Framtíðarhúsinu, Faxafeni 10, frá og með 15. febrúar til 8. mars. Tekið er á móti bók- um til hádegis þriðjudaginn 14. febrúar. Nánari upplýsingar í síma 888075 og á staðnum. Hugmyndasamkeppni um skipulag Menntaskóla- reitsins Auglýst er hugmyndasamkeppni um skipulag Menntaskólareitsins í Reykjavík. Samkeppn- isgögn verða afhent frá og með þriðjudegin- um 14. febrúar á skrifstofu Arkitektafélags íslands, Freyjugötu 43, fyrir hádegi. Dómnefnd. A Lóðaúthlutun Veiðarfærageymslur - aðstaða fyrir smábátaeigendur Hafnarstjórn Kópavogsbæjar auglýsir lóðir undir veiðarfærageymslur og aðstöðu fyrir smábátaeigendur á athafnasvæði Kópavogs- hafnar lausar til úthlutunar. Um er að ræða 6 lóðir við Bakkabraut fyrir byggingar, sem yrðu að hluta til steinsteyptar, 10 x 10 m2 að frunnfleti, vegghæð um 5,5 m, með mögu- leika á millilofti. Lóðirnar eru byggingarhæfar., Skipulagsuppdrættir, skipulags- og bygging- arskilmálar, svo og umsóknareyðublöð, liggja frammi hjá Tæknideild Kópavogskaupstaðar, Fannborg 2, 3. hæð, milli kl. 9.00 og 15.00 alla virka daga. Nánari upplýsingar veitir Birgir H. Sigurðs- son, skipulagsstjóri, í síma 41570. Hafnarstjórinn í Kópavogi. KENNARA; HÁSKÓU ISLANDS Almennt kennaranám til B.ED.-prófs ífjarskóla Kennaraháskóla íslands Almennt kennaranám, fjarnám, við Kennara- háskóla íslands hefst í ágúst 1995. Námið er 90 einingar og því lýkur að vori 1999. Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af prófskírteinum og meðmæli frá kennara eða vinnuveitanda. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða önnur próf við lok framhaldsskóla, svo og náms- og starfsreynsla, sem tryggir jafngildan und- irbúning. Námsbrautin verður skipulögð sem fjar- kennsla að hluta og er ætluð kennaraefnum, sem eiga erfitt með að sækja nám í Reykja- vík. Námið er einkum ætlað kennaraefnum er hyggja á kennslu í grunnskólum á lands- byggðinni. Stúdentsefni é vori komanda, sem ekki hafa hlotið prófskírteini, láti fylgja umsókn sinni staðfestingu viðkomandi framhaldsskóla á rétti þeirra til að þreyta lokapróf í vor. Nánari upplýsingar ásamt eyðublöðum fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð, 105 Reykja- vík, sími 563-3800 og á fræðsluskrifstofum í öllum umdæmum. Rektor. Áfengisráðgjöf - námskeið Á námskeiðinu fer fram fræðsla um áfengis- vandamál, kenndar aðferðir til að draga úr áfengisneyslu og takast á við áfengistengd vandamál, s.s. streitu og kvíða. Upplýsingar og skráning í síma 688160 frá kl. 15-17 og síma 675583 frá kl. 19-20. Auður R. Gunnarsdóttir, sálfræðingur, Lækninga- og sálfræðistofunni, Skipholti 50C. KENNARA- HÁSKQLJ ISLAND5 Ökukennaranám Ökukennaranám, 15 einingar, hefst í Kenn- araháskóla íslands í maí nk. Námið er skipulagt í samræmi við samstarfs- samning Umferðarráðs og Kennaraháskólans. Kennt er í lotum sem dreifast á 12 mánuði: Þrjár vikur í júní 1995, tvær vikur í septem- ber 1995 og síðan um helgar og í stuttum lotum veturinn 1995-1996. Skólagjald er áætlað 220.000 krónur og er greiðslum jafnað á námstímann. Inntökuskilyrði eru lokapróf úr framhalds- skóla eða náms- og starfsreynsla, meðal annars á sviði umferðaröryggismála, sem meta má sem hliðstæðan undirbúning. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðu- blöðum sem fást á skrifstofu skólans. Umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinum og meðmæli. Umsóknarfrestur er til 24. febrúar. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð, 105 Reykjavík, sími 5633800. Aðalfundur BÍF Aðalfundur Bandalags íslenskra Farfugla verður haldinn þriðjudaginn 28. febrúar 1995 kl. 20.00 á Farfuglaheimilinu Sundlaugavegi 34,105 Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Auglýsing Það tók ekki nema rúman áratug að stöðva hvalveiðar, nú er hafin herferð gegn „fisk- veiðum í atvinnuskyni“. Á að banna netaveiðar? Á að banna loðnuveiðar? Eiga þeir „grænu“ að ráða ferðinni aftur? Fiskifélag íslands auglýsir fund um málefnið „Er nýtt veiðistríð ívændum?11 Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 15. feb. 1995 kl. 20.00 í þingstofu A, 2. hæð Hótel Sögu. Magnús Guðmundsson kvikmyndagerðar- maður verður frummælandi. Hann mun gera grein fyrir ýmsum starfsaðferðum friðunar- hreyfinga. Sýnd verða atriði úr myndum Magnúsar og frumsýnd atriði sem koma til með að valda umróti ekki síður en fyrri mynd- ir Magnúsar. Fyrirspurnir að loknu erindi. Allir áhugamenn um sjávarútvegsmál og umhverfismál eru hvattir til að mæta. Fiskifélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.