Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR1995 B 13 MROKKSVEITIN góð- kunna 2001 hélt upp á árs- afmæli sitt með nýjum mannskap og súru slátri fyr- ir skemmstu. Sveitin er langtífrá lögst í kör, því 2001 heldur tónleika í Tveim vinum á fimmtudag, með Kolrössu krókríðandi sér til halds og trausts. Spilverkið snýr aftur ALLLANGT er liðið síðan Spilverk þjóðanna þraut örendi. Það er því saga til næsta bæjar að Spilverkið kemur saman aftur, þó aðeins sé það fyrir eina tónleika, í Menntaskólan- um við Hamrahlíð næstkomandi miðvikudag. Næstkomandi miðviku- á leit við gamla nemendur dag, 15. febrúar, verða meðal annarra að þeir kæmu miklir tónleika í hátíðarsal og léku á tónleikunum og Menntaskólans við Hamra- er þar fyrst frægt að telja hlíð til styrktar fötluðum Spilverk þjóðanna. Aðrir sem nemendum skólans. Að sögn troða upp eru Páll Óskar aðstandenda fóru þeir þess Hjálmtýsson og Milljóna- Endurrelst Spilverk þjóðanna. mæringamir, Diddú, sem Tónleikarnir, sem verða syngur vitanlega einnig með einu tónleikar Spilverksins, Spilverkinu, Unun og kór hefjast kl. 20.30. Menntaskólans. DÆGURTÓNLIST Jass- og þursakeimur MÖNNUM er gjarnt að skipa tónlistarmönnum á bása; þessi spilar popp, þessi jass og þessi rokk, og láta sem þeir geti ekki annað. Skapandi tónlistarmenn eiga þó hægt með að vinna með nánast hvetjum sem er eins og sannast í samstarfi þeirra Egils Olafssonar og Bjöms Thoroddsens sem leiða sameiginlega sveit sína á Háskóla- tónleikum í Norræna húsinu næstkomandi miðvikudag. Þeir Bjöm og Egill tóku upp fast samstarf þeg- ar Bjöm gekk í Tamlasveit Egils og hefur lekið með henni á ýmsum skemmti- mmmmmmmamm stöðum undan- fama mánuði. Það gat svo ekki farið öðmvísi en svo að þeir félag- ar vildu flytja eigin tónlist, enda báðir afkastamiklir lagasmiðir. Tamlasveitin er vettvangur léttrar tónlistar og átakaminni, og því koma þeir félagar fram undir nýju nafni á Háskólatónleikum á eftir Áma Motthíasson miðvikudag og leika þá nýja tónlist úr eigin smiðju auk endurútsettra Þursaflokk- slaga, en þeim til aðstoðar eru Gunnar _ Hrafnsson bassaleikari og Ásgeir Ósk- arsson trommuleikari. Bjöm segir þeir félagar hafi prafukeyrt dagskrána á Kringlukránni fyrir skemmstu, en fundið það strax að þetta væri full þungt fyrir Kringlukrána, menn þurfí að leggja við hlustir til að ná að skijja hvað þeir væra að fara. „Það era ekki textar nema við hluta laganna, en Egill noti röddina frekar sem hljóð- færi, sem sé nokkuð frá- brugðið þvi sem hann hefur gert áður. Við þau laganna Hvab er á seybi? Morgunblaðið/Jón Svavarsson iass* og þursakeimur Egill Ólafsson, Asgeir Óskarsson, Bjöm Thoroddsen og Gunn- ar Hrafnsson á Kringlukránni. sem hafa texta era svo ljóð eftir Þórarinn El(jjám og Nínu Björk til að mynda, sem kallar á athygli áheyr- enda. Það er óneitanlega nokkur jasskeimur af þessu," segir Bjöm, en helmingur sveitarmanna, hann og Gunnar, eru jassar- ar, „og pínulítill þursakeim- ur, en fyrst og fremst eru menn sammála um að þetta sé verulega öðruvísi." Bjöm segir að tónleika- dagskráin á miðvikudag sé hálftími, 'en þeir eigi mun meira af efni á ýmsum vinnslustigum. Þeir hyggj- ast og vinna meira á þennan hátt, samhliða Tamlasveit- inni, en Tamlasveitin brá reyndar fyrir sig lögum úr smiðju þeirra félaga á Gauknum sl. sunnudag, „og það virkaði vel, það var eng- inn grýttur", segir Bjöm og hlær við. Eðlilega vaknar spuming um hvort tónlistin verði gef- in út á næstunni, en Bjöm segir að það sé allt of snemmt að ræða slíkt og að sú 8puming hafí ekki komið upp í samstarfinu. Fullur vilji er þó fyrir frekara tón- leikahaldi og þannig eru fyr- irhugaðir aðrir tónleikar á laugardag í Menntaskólan- um við Hamrahlið, en ef af kennaraverkfalli verður verður ekkert úr tónleika- haldi þar. UKOLLINGARNIR eru á faraldsfæti um þessar mundir, leika reyndar í Mexíkóborg á þriðjudag. Margur hyggst sjá þá þegar þeir leggja leið sína til Evrópu, enda íjölmörg tækifæri til, því alls heldur sveitin a.m.k. 20 tónleika í Evrópu í sumar. Fyrstu tón- leikamir verða í Stokkhólmi 3. júní og síðan sem hér seg- ir: 6. í Helsinki, 9. í Ósló, 11. í Kaupmannahöfn, 13. í Nijm- egen, 18. í Landsgraaf, 20. í Köln, 22. í Hannover, 24. í Werchter í Belgíu, 30. í París, 9. júlí í Sheffield, 11. í Lund- únum, 24. í Lissabon, 27. í Montpellier, 29. í Basel, 1. ágúst í Zeltweg í Austurríki, 3. í Munchen, 5. í Prag, 17. í Berlín og 19. í Hockenheim. Eins og sjá má era nokkrar eyður á dagskránni og nokkuð öruggt að tónleikum verði bætt við fram á síðustu stundu. Til að mynda verða öragglega fleiri tónleikar í Lundúnum, en þar leikur sveitin á Wembley leikvang- inum og verður að teljast lé- legt ef Rolling Stones fyllir ekki Wembley þrívegis hið minnsta. UROBERT Plant og Jimmy Page eru nú á ferð um heim- inn að flytja meðal annars gömul Zeppelinlög og nýrri. Fyrir skemmstu vora þeir á ferð um Ástralíu og keyptu sér hvor sitt parið af íþrótta- skóm. Til að tryggja að þeir fengju ekki blöðrur á tærnar af nýju skónum létu þeir tvo starfsmenn kynningardeild- arinnar ganga skóna til og mýkja á eigin fótum í nokkra daga. URAPPARARNIR fólleitu Beastie Boys eru í þá mund að leggja í Evrópuför og hugðust gera hér stuttan stans og hald tónleika. Nú er þó ljóst að af því verður ekki, að minnsta kosti ekki í bili. Af Beastie Boys er ann- ars það að frétta að þeir koma við sögu á smáskífu Bjarkar Guðmundsdóttur, sem koma á út með vorinu. Vaxandi stjarna Vaxandi Dionne Farris. ÞAÐ Getur greitt leiðina á toppinn að syngja fyrir aðra, að minnsta kosti var það reynsla Dionne Farris. Hún söng aðalrödd í Tenn- essee, lagi Arrested Development, sem sló rækilega í gegn, og komst fyrir vikið á samning. Dionne Farris sendi fyrir skemmstu frá sér breiðskífuna Wild Seed - Wild Flower, sem hefur nokkuð heyrst í útvarpi hér á landi, og fengið hefur prýðis dóma víða. Þó enginn hafí efast um sönghæfí- leika hennar, var á fárra vitorði að hún er líka lið- f tækur lagasmiður og upptökustjóri. Þannig stýrði hún upptökum á breiðskífunni að miklu leyti sjálf og samdi öll lögin utan tvö, eins eða með aðstoð annarra - vaxandi stjarna. Tón- listin er öllu íjölbreyttari en mjúkt rapp Arr- ested Develop- ment, enda nefnir hún allmarga tónlist- armenn sem áhrifa- valda og í þeirri upp- talningu er hvergi rappara að finna. Hugmyndir og hljóð í FRAMVARÐARSVEIT danstónlistar- innar bresku er grúi manna, sem margir eru á allra vörum í dag og síðan gleymd- ir að morgni. Meðal þeirra sem virðast ætla að lifa lengur er Mat Ducasse, sem er væntanlegur hingað til lands í vik- unni, en hann leiðir danssveitina Skylab, sem er einn helsti boðberi „tripphopps- ins“. Skylab flokkurinn, sem skipaður er Mat Ducase, Howie B, Toshi og Kudo, hefur starfað í tæpt ár, en þeir félagar hafa allir verið iðnir við tónlist öllu lengur, hver í sínu horni. Mat lagði grunninn að samstarfinu þegar hann setti á stofn hljóðver sem hann kallaði Skylab, og hóf að safna inn á band alls- kyns hugmyndum og hljóðum þar til safnið var orðið gríðarstórt, hundruð klukkustunda af tónlist og hljóðum, allt frá 90 sekúndna bútum upp í lög sem voru hálfur annar tími. Howie B, sem meðal annars vann með Nellee Hooper að Soul II Soul og er nú að hljóðblanda með Björk, lagði lag sitt við þá Toshi og Kudo. Mat hreifst af því sem hann heyrði eftir þá félaga og fékk þá til liðs við sig sem skilaði sér í breiðskífunni Skylabl. Af Skylab mönnum er Mat Ducasse væntanlegur hingað til lands á vegum Uxans í tilefni af útkomu fyrsta Extra- blaðsins á árinu, en hann þeytir skífum í Tunglinu næstkomandi fimmtudag og föstudag, 16. og 17., og laugardaginn 18. verður hann í Villta tryllta Villa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.