Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell Inga Lísa Middelton lærði ljósmyndun en sneri sér síðan að kvik- myndagerð og fékk verðlaun fyrir verk sín. I samtali við Krístínu Marju Baldursdóttur segir hún frá nýrri stuttmynd sinni sem fyallar á gamansaman hátt um drauma, en það fyrirbæri kannaði hún vel á námsárum sínum. DRAUMAR hafa lengi verið hug- leiknir Ingu Lísu Middelton kvik- myndagerðarmanni. 1 stuttmynd sinni, í draumi sérhvers manns, sem frumsýnd var síðasta föstudag, ger- ir hún grín að hrokagikknum sem hafnar draumum og þýðingu þeirra. Tengsl mannsins við náttúruna og sjálfan sig hefur áður verið við- fangsefni Ingu Lísu og í verðlauna- mynd sinni, Ævintýri á okkar tím- um, fjallaði hún um umgengni okk- ar við náttúruna. íslenski arfurinn, trúin á náttúruna, huldufólk og drauma fylgdi henni út í hinn þétt- býla heim og ekki er ólíklegt að hann hafi komið henni á það flug sem flest skapandi fólk dreymir um. Stuttmyndin í draumi sér- hvers manns fjallar um völd og áhrif skúringakonu sem ræður drauma starfsfólks hjá stofnun einni,“ segir Inga Lísa. „Starfsfólkið hópast inn á kaffistofuna til að fá drauma sína ráðna, og eflaust kannast margir við slíkt úr sínu daglega lífi. Einn fulltrúinn, ungur hroka- gikkur, trúir ekki á þessa vitleysu en svo kemur að því að hann dreymir. Myndin er byggð á samnefndri smásögu Þórarins Eldjáms og mér skilst að hann hafí fengið hug- myndina hjá vini sínum sem vann í einu ráðuneytinu hér í bæ. Þar mun víst hafa verið slík skúringa- kona sem kunni að ráða drauma, eins og reyndar margir hér á landi.“ Táknrænt tungumál Inga Lísa ákvað að gera stutta, leikna mynd til að greiða fyrir annarri lengri kvikmynd sem hún er með í bígerð. „Mig vantaði skemmtilega sögu sem hefði „fant- asíu“, drauma eða sýnir, sem hægt j væri að útfæra. Mér datt þá í hug sögur Þórarins Eldjáms, sem oft j em afar myndrænar og skemmti- : legar. Ég hef síðan stílfært sögu * hans. Það var úrvalshópur sem vann með mér að þessari mynd og sam- starfið var því mjög hvetjandi fyr- ir mig. Leikararnir vora frábærir og það var til dæmis sorgarstund fyrir mig þegar Dúddi fulltrúi gekk út í síðasta sinn. Sigríður Sigur- jónsdóttir, sem gerði leikmyndina, stóð sig líka afar vel, en hún gegndi því erfiða hlutverki að gera metn- aðarfulla leikmynd fyrir lítið fjár- magn. Ég er einnig mjög ánægð með tónlistina og hljóðmyndina." - Hvað er það sem þú vilt sýna í þessari mynd? „Ég vil sýna hvemig draumar hafa áhrif á líf okkar. Mastersrit- gerð mín fjallaði um drauma sem hið táknræna tungumál undirmeð- vitundarinnar. Það era ákveðin tákn sem alla dreymir. Líf okkar flestra hér á jörðinni er svipað, við fæðumst, vöxum upp, eignumst maka, sjáum fyrir okkur, hugsum um börnin og af þessu öllu höfum við áhyggjur sem koma fram í draumum okkar. Allir geta tengt sig við drauma. Draumatákn eru svipuð um allan heim og hafa ver- ið frá örófi alda. Eitt sinn kom maður til hins fræga sálfræðings Jungs og sagði honum frá tákni sem hann dreymdi sífellt. Jung fann þetta tákn síðar í ævafomri austrænni bók þar sem það var nefnt mandala og táknaði ákveðna þróun sálarlífsins." - Trúir þú á drauma? „Ég á bágt með að trúa að mann dreymi fyrir einhverium ákveðnum atburðum, en ég held að undirmeðvitundin sendi manni ákveðin skilaboð. Þegar ég vann að ritgerðinni skrifaði ég drauma- dagbók og tók þá eftir táknum sem endurtóku sig í draumum mínum eins og um ákveðin skilaboð væri að ræða. Ég hafnaði þeim í fyrstu, en skildi síðar hvað þau þýddu.“ - Dreymir þig oft? „Já, mig dreymir oft, og þegar Eg var þarna í eina önn og leiddist svo hræöilega að ég fór að semja handrit að stutt- mynd í stað þess að semja greinargeröir Bretunum f annst þessi þjóötrú stórmerkileg og óttu fó orð þegar þeir sóu I jósmyndir af götum sem sveigðu fyrir steina ég var í Englandi dreymdi mig stundum að ég flygi hér yfír bæinn og flugvöllinn svona eins og til að kanna aðstæður," segir hún kímin. Leiöinn var upphafiö Hún hefur nú flogið heim eftir átta ára nám og vinnu hjá Bretum og er vissulega búin að kanna allar aðstæður hér heima, því að á síð- asta föstudag var umrædd stutt- mynd framsýnd. Eftir stúdentspróf úr Mennta- skólanum við Sund fór Inga Lísa að vinna á auglýsingastofu og þar vaknaði áhugi hennar á ljósmynd- un. „Ég ætlaði að fara í arkitekt- úr, mig langaði til að starfa að einhvetju sem væri skapandi, en fann að starfið á auglýsingastof- unni átti vel við mig og ákvað því að læra ljósmyndun þótt ég hefði aldrei haldið á myndavél. Eg sótti um skóla í Bretlandi og komst þar inn.“ Leiðin lá síðan í West Surrey College of Art and Design, þar sem hún lauk BA-prófi, og þá komu hreyfimyndimar til sögunnar. „Ég var að vinna að ljósmynda- verkefni þegar tæknimaður sem vann með mér stakk upp á því að ég gerði hreyfimynd. Hann kenndi mér síðan á myndbandsvél. Þessa hreyfimynd keypti svo sjónvarps- stöðin Channel 4.“ Um þetta leyti var Inga Lísa komin inn í ljósmyndadeild Royal College of Art þar sem hún lauk síðar mastergráðu. „Kannski hefði það verið réttara að bíða og fara síðar í kvikmyndadeildina því að áhuginn á ljósmyndun hafði minnkað veralega. En eftir að ég lauk mastersnáminu var ég að vandræðast með hvað ég ætti að gera. Þá hitti ég prófessorinn minn úr teiknimyndadeild þess skóla sem ég lauk BA-prófi frá, og hann bauð mér að koma í doktorsnám til sín í teiknimyndum. Ég lét til leiðast, en þetta var tilraun af þeirra hálfu og því vann ég mikið að j)ví að móta námið. Ég var þama í eina önn og leidd- ist svo hræðilega að ég fór að semja handrit að stuttmynd í stað þess að semja greinargerðir. Ég gerði tæknilega^ prafu og sendi Kvikmyndasjóði íslands, fékk eng- an styrk frá þeim þá, en hins veg- ar frá Norræna kvikmyndasjóðn- um í Svíþjóð. Ég ákvað að salta námið og fullgera myndina. Meðan á gerð hennar stóð fékk ég þó ekki það fjármagn sem ég þurfti og var orðin nokkuð skuldug, en þá dró Kvikmyndasjóður íslands mig í land.“ Myndin „Ævintýri á okkar tím- um“ fékk síðan þrenn verðlaun, í samkeppnunum „Film for livet“, „Nordisk Panorama“, og „Film og Video ’94“. Nýrri tækni var beitt í myndinni, hún var sett saman úr þúsundum ljósmynda sem raðað var á glærar og síðan kvikmyndað- ar. Inga Lísa hefur gert þijár aðrar hreyfimyndir, auk þess sem hún hefur kennt ljósmyndun og unnið mörg verkefni tengd kvikmynda- gerð og ljósmyndun. Sjálístæö sex ára Inga Lísa er fædd í London og er bresk að hálfu. Foreldrar henn- ar skildu og fimm ára gömul flutt- ist hún til Islands með móður sinni, Þorbjörgu Jónsdóttur, og ólst upp hjá henni og ömmu sinni, Ingi- björgu Benediktsdóttur, sem bjó hjá þeim mæðgum um tíma. „Eg man lítið eftir mér í London og ég kynntist ekki pabba aftur fyrr en ég fór að læra þar. • En héma á Islandi vorum við þrjár kynslóðir undir sama þaki og það var sérstaklega gaman.“ - Hvemig er að hafa mömmu og ömmu sem uppalendur? „Ég var ofdekrað af athygli en þar fyrir utan varð ég fljótlega mjög sjálfstæð, fór í strætó sex ára og þar fram eftir götunum. Ég bý ævinlega að þessu sjálf- stæði því mig óar aldrei við því að ráðast í eitthvað ein og óstudd.“ - Byijaðir þú snemma að teikna? „Já, ég teiknaði mikið sem barn og mamma segir að ég hafí alltaf sagt að það mætti ekki trafla mig því ég væri að vinna! Ég var líka með mikla dúkku- lísuframleiðslu og var sífellt að búa til leiki með vinkonum mínum. Maður skipaði í hlutverk og var að flækjast heilmikið um í rúm- fataskúffum. Sem unglingur var ég hins vegar hryllilega feimin og gerði ekkert skapandi fyrr en ég varð átján ára, þá fór ég aðeins að dútla aftur. ~1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.