Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 10
10 B LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 HM I HANDKNATTLEIK MORGUNBLAÐIÐ Rúmenar hafa fagnad fjórum HM-gullum RÚMENAR eru þeir sem hafa oftast fagnað heimsmeistaratitli eða fjórum sinnum. Það voru þeir, undir stjóm þjálfarans snjalla Nicolae Ned- eff, sem komu með byltingu 1961 — léku mjög vel skipulagðan leik, sem byggðist upp á hlutverka- skiptingu á milli leikmanna og skemmtilegum leik- fléttum; leikaðferð sem færði þeim heimsmeistara- titilinn 1961,1964,1970 og 1974. Sigmundur — — O. Steinarsson riijar upp gang mála í HM. Fyrsta heimsmeistarakeppnin innanhúss fór fram í Berlín 1938, þar sem aðeins fjórar þjóðir sendu lið til keppni — Þýskaland, Austurríki, Svíþjóð og Danmörk. Leikið var 2X10 mín. og fór keppn- in fram um helgi, á laugar- og sunnudegi 5. og 6. febrúar í Deutsc- hlandhalle, sem tók 10.000 áhorf- endur. Það voru Þjóðverjar sem fögnuðu sigri — unnu alla sína leiki, Austurríki varð í öðru sæti, 5:4, Svíþjóð 7:2 og Danmörk 11:3. Mað- urinn á bak við sigur Þjóðveija var Otto Kaundynia, sem tveimur árum seinna lét lífið í innrás Þjóðverja í Frakkland í seinni heimsstyijöld- inni. 1954 íslendingar ætluðu að vera með í HM 1950 í Svíþjóð, en hætta varð við keppnina, sem átti að vera sú fyrsta frá seinni heimsstyrjöldinni, vegna ónógrar þátttöku. Svíar héldu keppnina síðan 1954, en þá voru Islendingar ekki með. Ellefu þjóðir tilkynntu þátttöku, fimm voru slegnar út í forkeppni — fimm komust áfram og léku ásamt gest- gjöfum í tveimur riðlum. Leikið var í Malmö, Lundi, Kristianstad, Örebro, Jönköping, Váxjö og Gautaborg, þar sem 5.000 áhorf- endur í Másshallen sáu úrslitaleik- inn á milli Svíþjóðar og V-Þýska- lands, sem Svíar unnu, 17:14. Gunnar Brusberg, markvörður Svía, og Rolf Almqvist (fimm mörk) áttu stórleik með Svíum. Tékkar, sem sýndu að handknattleikur væri á uppleið í A-Evrópu, lögðu Sviss- lendinga í keppninni um bronsið, 24:11. 1958 íslendingar tóku þátt í HM í A-Þýskalandi 1958 og komu beint í fyrsta leikinn gegn Tékkum, eftir erfiða ferð frá íslandi og tafir í Kaupmannahöfn. Leikurinn tapað- ist, 17:27, síðan kom sigurleikur gegn Rúmeníu, 13:11, ogtapleikur gegn Ungveijalandi, 16:19, sem varð tii þess að ísland var úr leik. Þjóðveijar tefldu fram samein- uðu liði — leikmönnum og þjálfurum frá austri og vestri, en náðu ekki að komast í úrslit, unnu t.d. Luxem- borg, 46:4! Þjóðveijar unnu Dani, 16:13, í leiknum um bronsið í Wem- er Seelen-höllinni, sem var þéttsetin — 6.500 áhorfendur. Svíar, sem léku sinn kunna taktíska göngu- handknattleik, svæfðu Tékka og unnu 22:12 í úrslitaleiknum. í 25 ára sögu Istaks hefur það verið meginmarkmid fyrirtækisins að skila hverju verki til verkkaupa á réttum tíma. Viðbygging Laugardalshallarinnar er nýjasta dæmið og sýnir glöggt hverju fagleg þekking og reynsla fær áorkað þegar ná þarf settu marki. Áfram Island! ÍSTAK 1961 íslendingar komu skemmtilega á óvart í HM í V-Þýskalandi, þar sem Gunnlaugur Hjálmarsson var valinn í heimsliðið eftir keppnina. íslenska liðið gerði jafntefli, 15:15, við Tékka í sögulegum leik í Stuttgart og voru yfir, 13:9, í leik um fimmta sætið gegn Dönum í Essen, þar sem 7.000 áhorfendur sáu slæman lo- kakafla íslendinga og Danir náðu að tryggja sér sigur, 13:14. Heims- meistarar Svía komust ekki í úrslit, þar sem þeir töpuðu gegn Tékkum — eftir þrettán.leiki í röð í HM frá 1954 án þess að tapa. Þeir fengu bronsverðlaun með sigri, 17:14, á Þjóðveijum. Rúmenar urðu heimsmeistarar eftir baráttuleik gegn Tékkum, sem varð að tvíframlengja fyrir framan 14.000 áhorfendur í Westfalenhalle í Dortmund. Staðan var 7:7 eftir venjulegan leiktíma og einnig eftir fýrri framlengingu. Eftir aðra fram- lengingu stóðu Rúmenar uppi sem sigurvegarar 9:8. Sigurmarkið skoraði Mircea Costache, sem varð seinna landsliðsþjálfari Portúgals. Bestu leikmenn liðsins voru mark- vörðurinn Redl og skytturnar Ion Moser og Petre Ivansscu, seinna þjálfari Alfreðs Gíslasonar hjá Ess- en og v-þýska landsliðsins. Þess má geta að Tékkar unnu Rúmena, 12:8, í riðlakeppninni. 1964 Rúmenar vörðu heimsmeistara- titil sinn með því að leggja Svía að velli, 16:15, fýrir framan 18.000 áhorfendur í Sportovni Hala í Prag. Lykilmaður Rúmena var Ion Moser, sem var lengi vel besti handknatt- leiksmaður heims, en ungur lærl- ingur í liðinu var Gruia, sem varð besti leikmaður heims í kringum 1970. Tékkar fengnj bronsverðlaun með sigri á V-íjóðveijum, 22:15. Heppnin var ekki með íslandi í riðlakeppninni, því að íslenska liðið varð úr leik á lélegri markatölu en Svíar og Ungveijar. íslenska liðið vann sögufrægan sigur, 12:10, gegn Svíum og mátti síðan tapa fyrir Ungverjum með fimm marka mun til að komast áfram í milliriðil ásamt Svíum með stigin tvö sem unnust gegn þeim. íslensku leik- mennirnir stóðust ekki álagið og töpuðu með níu marka mun, 12:21. Svíar fóru þá áfram með tvö stig og komust íúrslitaleikinn. íslendingar komust ekki til Svi- þjóðar 1967, þar sem þeir báru lægri hlut í forkeppni gegn Dönum og Pólveijum. Danir komu síðan skemmtilega á óvart og komust alla leið í úrslitaleik gegn Tékkum eftir að hafa lagt Sovétmenn, 17:12, í undanúrslitum. Hetja Dana var markvörðurinn Erik Holst, sem fór á kostum. Hann varð að játa sig sigraðan í úrslitaleiknum, sem Tékkar unnu, 14:11, fyrir framan 3.500 áhorfendur í Vesterás. Mark- vörður Tékka, Arnost, varði mjög vel og þá réð Holst ekki við skyttur Tékka, Duda og Bruna og þá Hav- lik og Mares. Rúmenar, sem töpuðu síðan fyrsta leik í HM frá 1961 í undanúr- slitum gegn Tékkum, 19:19, unnu Sovétmenn í leiknum um bronsið, 21:19. 1970 Rúmenar fögnuðu aftur heims- meistaratitli í Frakklandi eftir tví- framlengdan úrslitaleik — nú 13:12 gegn A-Þýskalandi, eftir að staðan hafði verið 10:10 eftir venjulegan leiktíma og 11:11 eftir fyrri fram- lengingu. Markvörðurinn Penu, leikstjórnandinn Gatu og skyttan Gruia léku lykilhlutverk hjá heims- meisturunum. Júgóslavar, sem voru að koma upp, kafsigldu Dani í leik um þriðja sætið, 29:12. Islenska liðið olli vonbrigðum og hafnaði í tólfta sæti, eftir sigur gegn Frökkum, 19:17. Áður höfðu þeir unnið Pólveija í riðlakeppn- inni, 21:18, en tapað fyrir Ungveij- um og Dönum, einnig Sovétríkjun- um og Japan í keppninni um 9.-13. sæti. 1974 Heimsmeistarakeppnin í A- Þýskalandi var sorgarsaga fyrir ís- lenska liðið, sem var geysilega sterkt — eitt af öflugustu liðum íslands. Flensa stakk sér niður í herbúðir íslands, þannig að nær allir leikmenn liðsins fengu háan hita og gátu sumir ekki leikið — voru rúmfastir. Rúmenar, sem léku mjög grófan handknattleik, fögnuðu sínum GUNIMLAUGUR Hjálmars- son og Ingólfur Óskarsson fagna slgrlnum, 12:10, gegn Svíum 1964. TRAUSTUR VERKTAKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.