Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIDJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Prentsmiðja Morgunblaðsins Föstudagur 2. júní 1995 Blað D Lán til endurbóta Sækja þarf um húsbréfalán til endurbóta og viðhalds á húsnæði, áður en fram- kvæmdir eru hafnar, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaduritin. Of margir flaska á þessu. / 2 ► • UUU-L'j' Smíði í þættinum Smidjan fjallar Bjarni Ólafsson um smíði timburhúsa og horfir þar m. a. til Noregs, en timbur til húsagerðar hefur verið flutt til íslands frá Noregi frá því á landnámsöld. / 24 ► Bygging Byggingaþjónust- AN í Garðastræti hef- ur komið upp gagna- banka yflr íslenzk byggingar- f'yrirtæki og nú hefur hann verið tengdur internetinu svonefinda og þar með sams konar gagnabönkum í öðrum löndum. Undirbúningur hef- ur staðið í nokkur ár og hef- ur þessi nýja lína fengið nafnið Byggingarlínan. — Víða um lönd hefur verið unnið að því að koma upp öflugum gagnabönkum á byggingasviðinu á undan- fömum árum og nú er í sí- fellt meira mæii verið að tengja þessa gagnabanka saman, segir Gestur Ólafsson arkitekt, firamkvæmdasfjðri Byggingarþjónustunnar. Hann telur brýna nauðsyn á því nú að safna saman á einn stað þeirri þekkingu, sem til er á mörgum sviðum í íslenzkri byggingarstarfsemi í því skyni að markaðssefja hana erlendis. Þetta er eitt meginverkefni Byggingarlín- unnar, en henni er þó ekki einungis ætlað að starfa á alþjóðlegum grundvelli, held- ur einnig hér innanlands. Að mati Gests eru tækifær- in erlendis ótal mörg, ekki bara í nálægum löndum held- ur alls staðar í heiminum, en það þurlí að bera sig eftir þeim. /12 ► Hærra húsbréfa þak þarf fyrir stærri Á FYRSTU þremur mánuðum þessa árs seldust aðeins 19 einbýlishús og raðhús á höfuðborgarsvæðinu á móti 52 húsum á sama tímabili í fyrra sam- kvæmt þeim kaupsamingum, sem borizt hafa Fasteignamati ríkisins. Erfitt er að skýra þennan mikla samdrátt. Töluverð tregða hefur verið í sölu stórra eigna í langan tíma og hún yfirleitt verið skýrð á þann veg, að hámarks lánafyrirgreiðsla í húsbréfakerfinu sé alltof lítil, en hún er nú rúml. 5,3 millj. kr. vegna not- aðs húsnæðis en tæpi. 6,4 millj. kr. vegna nýbygginga. Þar breytir engu, hvort um kaup á lítilli íbúð eða á stóru húsi er að ræða. Það segir sig sjálft, að þessi fjár- hæð dugir skammt, þegar um kaup á stórri og verðmikilli eign er að ræða. Þetta húsbréfaþak hefur hins vegar verið við lýði í mörg ár, svo að sam- drátturinn í sölu einbýlishúsa og raö- eignir húsa nú verður ekki útskýrður með því einu saman. Fermetraverð í einbýlishúsum og raðhúsum virðist líka hafa lækkað frá því í fyrra. Þar verður þó að hafa í huga, að fermetraverðið hefur yfir- leitt tekið einhverjum breytingum frá einum tíma til annars á undan- fórnum árum og þær má vel skýra með því, að þessar eignir eru mjög mismunandi að stærð, en fermetra- verðið er yfirleitt hærra í þeim minni en þeim stærri. Þar við bætist, að húseignir eru mjög mismunandi að allri gerð og mjög mismikið í þær borið, en verð- ið fer að sjálfsögðu mikið eftir því. Þær raddir gerast nú æ háværari, sem vilja hækka húsbréfaþakið eða afnema það með öllu, þannig að þeir, sem vilja og geta keypt myndarleg- ar eignir, geti nýtt greiðslumat sitt í húsbréfakerfinu til fulls. Sala einbýlis- og raðhúsa á höfuð- borgarsvæðinu 1991-95 1991 1992 1 993 1994 ’95 SJÓÐUR 2 FYRSTI 8c EINI TEKJUSJÓÐURINN Á ÍSLANDI SEM GREIÐIR MÁNAÐARLEGA VEXTI Sjóður 2 er fyrsti tekjusjóðurinn á íslandi sem greiðir vexti umfram verðbólgu mánaðarlega og hentar því þeim sem vilja auka mánaðarlegar tekjur sínar. Mánaðarlegar vaxtagreiðslur. Skattfrjálsar vaxtatekjur. Uttekt heimil hvenær sem er, án nokkurs kostnaðar. Lágmarks inneign í sjóðnum er 500.000 kr. Fylgir ávöxtun íslenskra markaðsskuldabréfa og rjárfestir einungis í traustum skuldabréfum. Ökeypis varsla bréfanna. Mánaðarleg yfirlit um vexti og eign. Hægt að fá vexti lagða inn á reikning í hvaða banka sem er. Ráðgjafar VÍB veita frekari upplýsingar um Sjóð 2 í afgreiðslunni í Ármúla 13a eða í síma 560-8900. Jafnframt er hægt að kaupa Sjóð 2 í útibúum íslandsbanka um allt land. Verið velkomin í VÍB. FORYSTA1 FJARMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Simi 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.