Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Verzlunin Liverpool er í þessu húsi, sem er nú til sölu hjá fast- eignasólunni Hóii. Verðhugmynd er um 95 millj. kr., en ekkert hvilir á eigninni. Laugavegur 18B til sölu HÚSEIGN Liverpool að Laugavegi 18B er nú til sölu hjá fasteignasöl- unni Hóli. Hér er um að ræða 1.817 ferm. verzlunar- og skrifstofuhús- næði í steinsteyptu húsi, sem er fimm hæðir og kjallari. Húsið var byggt í þremur áföngum á árunum 1955- 1960 af Páli Sæmundssyni, en hönn- uður þess var Hannes Kr. Davíðsson arkitekt. Verðhugmynd fyrir allt húsið er 95 millj. kr., en ekkert hvíl- ir á því. í húsinu er rekin leikfangaverslun á jarðhæð og annarri hæð, en heild- verzlun á þriðju hæðinni. Skúrbygg- ing er á suðurhlið hússins, þar sem hægt er að taka inn vörur, m.a. upp á þriðju hæðina, en þar eru hleðslu- dyr með talíu. Skrifstofur hafa verið á fjórðu og fimmtu hæð, en þessar hæðir eru báðar tvískiptar, en geta verið þrískiptar. Mjög stórar svalir eru á fjórðu hæðinni eða 164 ferm. en 51 ferm. svalir fylgja fimmtu hæðinni. Húsið er í eigu fyrirtækis sem heitir Ingólfshvoll hf. og hefur svo verið frá upphafi. Danfosskerfi er í öllu húsinu, tvö- falt gler í flestum gluggum og lyfta í sameign. Að sögn Guðlaugs Arnar Þorsteinssonar, sölumanns hjá Hóli, er húsið í góðu ástandi. Þannig var þakið endurnýjað í fyrra. Önnur og þriðja hæðin eru lausar nú þegar, en aðrir hlutar háðir samkomulagi. Verðhugmýnd fyrir allt húsið er 95 millj. króna, sem að framan segir og er þá miðað við að 30% séu greidd á árinu en hitt á 7 árum með 7% vöxtum. Á eigninni er ekkert áhví- landi. Brunabótamat er tæplega 159 millj. kr. en fasteignamat húss og lóðar 60,5 millj. kr. — Þetta hús er gullið tækifæri fyrir fjárfesta eða þá sem vilja koma upp verzlunarstarfsemi eða annarri starfsemi á einum bezta stað í borg- inni, sagði Guðlaugur Örn Þorsteins- son að lokum. Húsbréfaviðskipti Hjá okkur nýtur þú ávallt hagstæðs verðs og góðrar ráðgjafar í húsbréfaviðskiptum. Vettvangur húsbréfaviðskipta. L Landsbanki íslands Sartd afti tandnanm LANDSBREFHF. Löggift verðbréfafyrirtæki. AOIIi að Verdbrófaþingi íslands. Vandað tveggja íbúda hús við Silungakvísl Til sölu er hjá fasteignasölunni Laufasi tveggja íbúða hús við Sil- ungakvísl á Ártúnsholti. Að sögn Magnúsar Axelssonar í Laufási er um að ræða glæsilegt hús sem stendur á brekkubrún með stórfenglegu utsýni yfir höfuðborgina og nágrenni. „Þetta hús er sérstaklega vandað með sérsmíðuðum innréttingum í eld- húsi og sérpöntuðum tækjum í bað- herbergjum. Minni íbúðin er 120 ferm. með sérinngangi. Stærri íbúðin er með tómstundarými og öllu um 260 ferm. Alls er húsið um 400 ferm. með bílskúrum" sagði Magnús. „Hús þetta er teiknað af Sigurþór Aðalsteinssyni arkitekt og reist 1991," sagði Magnús ennfremur. „Það var nokkuð lengi í byggingu, en innréttingum var ekki lokið fyrr en 1993. Útsýni er úr báðum íbúð- unum. Húsið er með þjófavarnar- kerfi og símstöð, þannig að hægt er að gefa símtöl á milli herbergja. Lóðin er hellulögð, með hitalögnum og grasi gróin. Trjágróður er lítill til að hindra ekki útsýni. Að sögn Magnúsar er mjög vel vandað til beggja íbúðanna og sér þvotthús í þeim báðum. Á húsið eru settar 34 millj. kr. og kvað Magnús það vera mjög hagstætt verð, en byggingarkostnaður við slíkt hús væri eflaust langtum meiri. Fasteignasalan Laufás er nýlega flutt í nýtt húsnæði, að Suðurlands- braut 12, götuhæð. „Við bjóðum nú upp á gluggaútstillingar," sagði Magnús. Þegar talið barst að fast- eignamarkaðinum sagði Magnús: „Breytingin á fasteignamarkaðnum er varanleg og hann er sífellt að líkj- ast meira og meira fasteignamarkaði í nágrannalöndum okkar. Markaður- inn einkennist af framboði umfram eftirspurn, en það gerir allt verðmat og verðlagningu miklu vandasamari en áður. Það getur dæmt eign til að vera á söluskrá í mörg ár, ef hún er verð- lögð 10% of hátt. Sumir seljendur hafa það á tilfinningunni að það sé lítið að gerast á markaðinum, en það helgast af þessu framboði umfram eftirspurn en ekki af því að viðskipti eigi sér ekki stað. Það eru gefin út húsbréf fyrir 12 til 15 milljarða á ári sem bendir til að viðskipti með fasteignir séu á bilinu 20 til 30 millj- arðar króna. En það má* segja að markaðurinn sé eins og hillurnar í stórmarkaði. Það er verslað ogverslað en alltaf nóg í hillunum. Ég hef orðið yar við aukningu í fyrirspurnum og hef trú á því að framundan sé aukin sala," sagði Magnús Axelsson að lokum. Fasteignasölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson Berg Borgareign Borgir Eignamiðlun Eignasalan Fasteignamark. Fasteignamiðiun Ft)ld Framtíðin Gimli Hóll Hraunhamar Húsakaup Húsvangur 4 bls. 7 ws. 5-8 Mt. 19 Ws. 15 22 10-11 u>. 20-21 bis 3 Oðal Sef Séreign Skeifan Stakfell Valhöll Þingholt Húsið stendur við Silungakvísl á Artúnsholti. Heildarverð er 34 millj. kr., en söluaðili er fasteignasalan Laufás. Reglulegt viðhald íbúðarhúsnæðis MARKAÐURINIM Húsakostur hér á landi er með því yngsta, sem þekkist, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrar- stjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Búast má við, að þörfin fyrir viðhald og endurbætur aukist verulega á næstu árum. Landsbréf hf. eru viöskiptavaki húsbréfa skv. sérstökum samningi við Húsnæðisstofnun ríkisins. Það á við um íbúðarhúsnæði eins og flest annað, að reglulegt viðhald eykur endingartíma og stuðlar að lægri endurbótakostnaði. Umræður um viðhald, endurbætur og endunvýjun á eldra íbúðarhús- næði hafa aukist að undanförnu. í því sambandi má nefna sérstaklega þá kynningu sem byggingaverktak- ar, efnissalar og fleiri, sem starfa í byggingariðnaði, efndu til nýlega, til kynningar á því hvers byggingar- iðnaðurinn er megnugur á húsbygg- ingarmarkaðnum. Þar kom ekki síst vel fram sá þáttur sem snýr að við- haldi, endunrýjun og endurbótum á íbúðarhúsnæði. Jafnframt má benda á athyglisverða nýjung, sem nefnd hefur verið „íbúð á efti hæð", á vegum Þróunarfélags Reykjavíkur. Þar er um tilraunaverkefni að ræða, sem felur í sér að breyta auðu og illa nýttu húsnæði í miðborg Reykja- víkur í íbúðir. Hugmyndin að baki þessu verkefni er fengin frá Eng- landi, en þar hefur vel tekist til við sambærilegt. Líklegt er að viðhald og endurbætur á eldra íbúðarhús- næði verði stærri þáttur i starfsemi byggingariðnaðarins á næstunni en verið hefur. Minni nýbyggingaþörf Eflaust eru auknar umræður um viðhald og endurbætur á íbúðarhús- næði eðlileg afleiðing af minnkandi þörf fyrir nýbyggingar. Það hefur dregið verulega úr byggingu nýrra íbúða hér á landi að undanförnu og það er ekkert sem bendir til þess að á næstunni verði aukning þar á svo nokkru nemi. Húsakostur hér á landi er með því yngsta sem þekkist, en af u.þ.b. 100 þúsund íbúðum hafa um tvær af hverjum þremur verið byggðar á síðastliðnum 40 árum. Með hliðsjón af þessu má búast við að þörfin fyrir viðhald og endurbæt- ur muni aukast verulega á næstu árum. Lánamöguleikar Möguleikar íbúðareigenda á lánsfjármagni vegna viðhalds og endurbóta á íbúðarhúsnæði hafa aukist að undanförnu, því banka- stofnanir hafa verið að taka upp sérstök lán til allt að 12 til 15 ára sem sérstaklega eru ætluð til þess- ara framkvæmda. Þeir íbúðareig- endur sem þurfa að fara út í meiri háttar endurbætur og endurnýjun á íbúðarhúsnæði sínu geta hins vegar átt kost á húsbréfalánum vegna framkvæmdanna. Þau lán eru hag- stæðari en bankalán, en eru ein- göngu ætluð til meiri háttar end- urbóta og endurnýjunar á íbúðar- húsnæði. Það sést m.a. af því, að eitt af skilyrðunum fyrir afgreiðslu er að kostnaður við framkvæmdirn- ar sé yfír einni milljón króna. Miðað er við, að ef kostnaður er lægri sé ekki ástæða til láns til eins langs tíma og húsbréfalánin eru, þ.e. til 25 ára. Umsókn um húsbréfalán Það er grundvallaratriði varðandi afgreiðslu húsbréfalána vegna meiri háttar endurbóta og endurnýjunar á notuðu íbúðarhúsnæði, að sækja þarf um áður en framkvæmdir eru hafn- ar. Þessu grundvallaratriði flaska of margir á og lenda oft í greiðsluvand- ræðum í kjölfarið. Slíkt er óþarfi. Hafi Mðareigandi í hyggju að sækja um húsbréfalán vegna meiri háttar endurbóta og endunrýjunar á notuðu íbúðarhúsnæði þarf fyrst að sækja um greiðslumat hjá fjármálastofnun. Þar er metið hvað íbúðareigandinn er talinn geta ráðist í dýrar fram- kvæmdir. Því næst þarf að reikna út áætlaðan kostnað framkvæmd- anna, en með umsókn um húsbréfa- lán verður að fylgja sundurliðuð kostnaðaráætlun á sérstöku eyðu- blaði, þar sem fram kemur hvernig kostnaður skiptist á einstaka verk- þætti svo sem á vinnu og efni. Að þessu búnu er unnt að leggja fram umsókn um húsbréfalán hjá Hús- æðisstofnun ríkisins. Að fengnu skriflegu samþykki frá stofnuninni getur umsækjandinn hafið fram- kvæmdir. Þegar 80% af endurbótum er lokið getur umsækjandinn fengið húsbréfalán afgreitt. Húsbréfalán getur numið allt að 65% af sam- þykktum endurbótakostnaði, en þó aldrei hærri fjárhæð en um 3,2 millj- ónum króna. Lífaldur íbúðarhúsnæðis er oft talinn í öldum. Reglulegt viðhald eykur líkurnar á að svo verði í raun. Þrátt fyrir reglulegt viðhald kemur engu að síður að því í flestum ef ekki öllum íbúðum, að nauðsynlegt verður að fara út í meiri hátta end- urbætur og endunryjun. Þá skiptir miklu máli að standa rétt að hlutun- um, bæði hvað varðar framkvæmd- irnar sjálfar sem og undibúning þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.