Morgunblaðið - 02.06.1995, Síða 12
12 D FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
NOTENDUR
aðgangur með mótaldi eða fastri
tengingu
Hönnun
Framleiösla
Rannsóknir
og þróun
Aörir gagnagrunnar Undirverktakar
Byggingarframkvæmdir
Söluaðilar
Flutningsaðilar
SKÝRINGARMYNd af öflugum gagnabanka, sem komið hefur verið upp í Finnlandi fyrir byggingariðnaðinn þar í landi. Þessi gagna-
banki veitir byggingariðnaðinum þar nyög mikilvægan stuðning.
J
Byggingarlínan opnar
íslenzkum byggingariðn-
aði dyr út um allan heim
Víða um lönd hefur verið komið upp
öflugum gagnabönkum á byggingasviðinu
og nú er verið að tengja þá saman. Magnús
Sigurðsson ræðir hér við Gest
Ölafssonarkitekt.
VÍ er gjaman haldið fram,
að íslenzkir byggingar-
aðilar og byggingavöru-
framleiðendur standist fyllilega
samanburð við erlenda aðila, en
kunni ekki að sama skapi að vekja
athygli á sér og framleiðslu sinni.
Þetta hafi komið mörgum í koll
í vaxandi samkeppni erlendis frá.
Útlendar byggingavörur og til-
búnir, innfluttir byggingarhlutar
eins og verksmiðjuframleiddir
gluggar hafa flætt inn á íslenzka
markaðinn á undanfömum árum.
Þetta hefur átt sér stað samtímis
því, sem íslenzki byggingamark-
aðurinn hefur verið að dragast
saman vegna minni nýbygginga.
Þá vaknar sú spurning, hvort
íslenzkir byggingarmenn geti
ekki snúið vörn í sókn með því
að leita í meira mæli að verkefn-
um erlendis og hvemig bygginga-
vöruframleiðendur hér á landi
geti aflað markaða þar. Fyrir
svömm verður Gestur Ólafsson
arkitekt og framkvæmdastjóri
Byggingaþjónustunnar hf., en
hún er aðili að alþjóðasamtökum
byggingarmiðstöðva, Union of
Building Centres og fær frá þeim
margskonar upplýsingar og
stuðning.
— Byggingastarfsemin í
heiminum er stöðugt að verða
alþjóðlegri og á næstu árum má
búast við, að erlendir aðilar muni
í enn meira mæli Ieita inn á ís-
lenzka markaðinn, en orðið er,
segir Gestur. — Víða um lönd
hefur verið unnið að því að koma
upp öflugum gagnabönkum á
byggingasviðinu á undanförnum
árum og nú er í sífellt meira
mæli verið að tengja þessa gagna-
banka saman. Aðgangur að upp-
lýsingum um íslenzka bygginga-
markaðinn verður því sífellt greið-
ari.
— Við íslendingar stöndum
frammi fyrir þeirri áleitnu spurn-
ingu, hvort við viljum taka þátt
í þessari þróun eða gefast upp
gagnvart henni, heldur Gestur
áfram. — Við getum látið okkur
nægja að sinna helzt viðhaldi á
þeim byggingunm, sem við erum
búnir að koma upp. Við getum
líka tekið hinn kostinn, sem er
ólíkt vænlegri og felst í því að
safna saman á einn stað þeirri
þekkingu, sem til er á mörgum
sviðum í íslenzkri byggingarstarf-
semi, í því skyni að markaðssetja
hana erlendis.
Mörg tækifæri
Að mati Gests eru tækifærin
ótal mörg, ekki bara í nálægum
löndum heldur alls staðar i heim-
inum en það þurfi að bera sig
eftir þeim. — Til þessa höfum við
sofið á verðinum, segir hann. —
Þörf fyrir verkefni erlendis var
auðvitað lítil eða engin, á meðan
eftirspurn var meiri en framboð
í nýbyggingum hér. Nú eru
ástand og horfur í þessari grein
allt önnur og verri en var og brýn
þörf á auknum verkefnum.
— íslenzkir byggingarmenn
eru harðduglegt fólk, heldur Gest-
ur áfram. — Þetta þykist ég geta
fullyrt, eftir að hafa starfað með
þeim í áratugi og þeir hafa kunn-
áttu og þjálfun í að starfa við
mjög erfið skilyrði. íslenzk bygg-
inga- og verktakafyrirtæki búa
líka yfir margvíslegri sérkunn-
áttu. Það eru t. d. ekki mörg fyrir-
tæki erlendis, sem kunna að
leggja malarvegi og undirbýggja
þá við erfið skilyrði.
íslendingar kunna líka öðrum
þjóðum betur að slá upp fyrir
staðsteypu. Sú kunnátta er naum-
ast fyrir hendi hjá mörgum þjóð-
um. Hér er líka til staðar sérþekk-
ing í að hlaða veggi úr torfi og
grjóti. Þó að ekki væru hér nema
tvö fyrirtæki, sem sérhæfðu sig
á því sviði og myndu markaðs-
setja sig vel, þá gæti þar skapazt
umtalsverð vinna fyrir marga.
íslendingar hafa líka getið sér
gott orð erlendis, þar sem þeir
hafa látið til sín taka t. d. við
virkjunarframkvæmdir og þá sér-
staklega við virkjun jarðhita.
Héðan hafa farið sérfræðingar og
iðnaðarmenn til slíkra starfa í
Ungveijalandi og Kamtsjaka
austast í Rússlandi og hlotið þar
góðan orðstír.
Hér væri einnig hægt að bjóða
upp á ýmsar byggingarannsóknir.
Vegna lofslagsins er hægt að
gera hér margvíslegar prófanir í
mjög hörðu veðri til þess að fá
raunhæfa reynslu á byggingar-
efni og byggingarhluta, sem ekki
eru tök á annars staðar. En hér
er líka þörf á greiðum aðgangi
að upplýsingum um rannsóknir í
öðmm löndum, sem gætu komið
sér vel hér á landi.
Við höfum líka það forskot, að
arkitektar, verkfræðingar og aðr-
ir tæknimenntaðir menn hér á
landi eru margir hveijir menntað-
ir í mismunandi löndum. Þeir hafa
einnig gjarnan viss sambönd og
þekkingu á staðháttum þar, sem
getur verið mikils virði. Islenzkur
arkitekt, menntaður í Bandaríkj-
unum, ætti t. d. að hafa forskot
þar í landi fram yfir danskan arki-
tekt, sem menntaður eru í heima-
landi sínu og íslenzkur verkfræð-
ingur, menntaður í Þýzkalandi,
ætti að hafa forskot þar fram
yfir sænskan verkfræðing, sem
menntaður er í Svíþjóð.
Undanfarin ár hefur átt sér
stað héðan stórfelldur útflutning-
ur á vikri, sem notaður er sem
byggingarefni erlendis. Tækifær-
in á því sviði kunna að vera fleiri,
þar á meðal í framleiðslu á þilplöt-
um eða fullunnum byggingarhlut-
um í stað þess að flytja efnið út
sem hráefni.
Gestur kveðst álíta það óþarfa
minnimáttarkennd, þegar því er
haldið fram, að íslenzk bygg-
ingarfyrirtæki geti ekki haslað
sér völl erlendis og segir: — Fyrir-
tækið Ger hf., sem er í eigu ís-
taks og Ármannsfells, hefur t. d.
þegar hafið íbúðarbyggingar með
árangri í Þýzkalandi. Þar hafa
m. a. verið notaðar íslenzkar eld-
húsinnréttingar. Menn frá
Byggðaverki hafa verið að störf-
um í Flórída og svo mætti lengi
telja. Þegar íslenzk fyrirtæki geta
náð fótfestu í þessum löndum, þá
ættu þau ekki síður að geta náð
fótfestu í norðlægum löndum eins
og Grænlandi, Kanada og Rúss-
landi. Þar gæti reynsla íslenzkra
byggingarmanna kannski komið
að mestu gagni.
Tenging við internetið
En til þess að geta markaðs-
sett þessa kunnáttu og náð í verk-
efni, sem tengjast henni, þurfa
að vera fyrir hendi handhægar
upplýsingar um hana og það þarf
að vera hægt að koma þeim á
framfæri á ódýran hátt. Þetta
hefur ekki verið hægt til þessa.
Hjá Byggingaþjónustunni hef-
ur verið komið upp gagnabanka
yfir íslenzk byggingarfyrirtæki
og nú hefur hann verið tengdur
internetinu svonefnda og þar með
sams konar gagnabönkum í öðr-
um löndum. Þessi lína hefur feng-
ið heitið Byggingarlínan. Undir-
búningur hefur staðið í nokkur
ár og þessi viðleitni fengið mikinn
hljómgrunn hér. Þannig veitti
Húsnæðisstofnun ríkisins Bygg-
ingarþjónustunni myndarlegan
styrk í þessu skyni fyrir skömmu.
Lágmarkskostnaður við að
vera skráður hjá Byggingarlín-
unni er nú um 1.000 kr. á mán-
uði. — Að mínu mati er þetta
ekki dýrt miðað við ávinninginn,
sem getur verið ómetanlegur,
segir Gestur. — Með því er fyrir-
tækið komið inn í alþjóðlegan
gagnabanka, þar sem hægt er að
fá upplýsingar um alla starfsemi
þess, bæði í síma og á internet-
inu. Um leið fær fyrirtækið að-
gang að alls konar upplýsingum
út um allan heim. Markmiðið með
Byggingarlínuninni er því ekki
bara að koma íslenzkum fyrir-
tækjum á framfæri erlendis', held-
ur einnig að gera þeim kleift að
finna verkefna þar.
Fyrirspurnir eru þegar farnar
að berast og það jafnvel frá fjar-
lægum löndum eins og Araba-
löndunum um fyrirtæki hér, sem
geti tekið að sér viss verkefni þar.
Þarf að svara strax
— En slíkum fyrirspurnum
verður að vera hægt að svara
strax, segir Gestur. — Það þýðir
ekki að segja, að þessar upplýs-
ingar sé hægt að senda eftir viku
eða hálfan mánuð. Upplýsingarn-
ar verða að vera fyrir hendi, þeg-
ar á að nota þær og þær verða
að vera réttar. Ef fyrirspurn kem-
ur um arkitekt, sem er sérhæfður
í að hanna frystihús, þá þarf að
vera hægt að svara henni þegar
í stað.
Svíum hefur orðið mjög vel
ágengt á alþjóðlegum bygginga-
markaði og m. a. tekizt vel að
hasla sér völl í Bandaríkjunum. —
Svíar hafa komið sér upp öflugum
gagnagrunni á þessu sviði, segir
Gestur. — Hann nær yfir sænskar
byggingarvörur og sænsk bygg-
ingarfyrirtæki, ekki bara heima
fyrir heldur hvar sem er í heimin-
um. Svíar hafa verið mjög fram-
sæknir og m. a. keypt upp miðl-
ungsstór byggingafyrirtæki í öðr-
um löndum til þess að styrkja þar
stöðu sína. Svipuðu máli gegnir
um hin Norðurlöndin.
Árangurinn hefur líka ekki lát-
ið á sér standa. Þannig var það
dótturfyrirtæki sænska bygg-
ingafyrirtækisins Skanska, sem
fékk það verk að gera við stór-
bygginguna World Trade Center
í New York, eftir að hún skemmd-
ist mikið í sprengingu fyrir nokkr-
um árum.
Tyrkir hafa hafið mikla sókn á
þessu sviði og leitað að bygginga-
verkefnum um alla Evrópu, bæði
í austri og vestri og orðið mjög
vel ágengt. Þegar Jeltsin Rúss-
landsforseti leitaði eftir aðilum til
þess að gera við Hvíta húsið í
Moskvu eftir árásina á það, var
það tyrkneskt fyrirtæki, sem fékk
verkefnið, en ekki rússneskt,
finnskt eða þýzkt fyrirtæki.
Gestur kveðst álíta, að nú sé
kominn tími til, að íslenzkir bygg-
ingaraðilar, stórir og smáir, leiti
fyrir sér erlendis í miklu meira
en verið hefur. Með Byggingarlín-
unni sé komin til sögunnar sú
tækni, sem gerir litlum bygginga-
raðilum kleift, hvar sem er á land-
inu, að leita að verkefnum ogjafn-
framt koma sjálfum sér á fram-
færi á mjög ódýran hátt. Þessi
tækni opni ótal möguleika, sem
hafa ekki áður staðið til boða.
Tenging við Útboðsbanka
Evrópu
— Byggingalínan er þegar
komin í samband við útboðsbanka
Evrópu um öll verk, sem þar eru
í gangi, segir Gestur. — Þeir aðil-
ar, sem áhuga hafa á að bjóða í
verk þar, geta átt mjög greiðan
aðgang að þessum útboðum fyrir
tilstilli Byggingarlínunnar og
geta einnig fengið að vita, hvaða
tilboð berast í verkin.
Kostir Byggingarlínunnar fyrir
rannsóknarvinnu eru líka augljós-