Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNIIMGAR
LAU G ARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 31
BRYNJA
PÉTURSDÓTTIR
+ Brynja Péturs-
dóttir fæddist á
Sauðárkróki 26.
maí 1942. Hún lést
af slysförum 13.
júní síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 21. júní.
ÞAÐ ERU orð að
sönnu, að enginn veit
hvenær punkturinn er
settur aftan við ævi-
sögur okkar mann-
anna og lífshlaupinu
er lokið og ég þarf vissulega lengri
tíma en örfáa daga til að átta mig
á því að punkturinn er komin aftan
við söguna hennar Brynju vinkonu
minnar. Ég var orðin því vön að
hún væri sífellt á einhverjum þeyt-
ingi út og suður og heimshornanna
á milli en hún kom alltaf aftur
heim. Nú er hún aftur á móti lögð
upp í langferðina yfir á „Eyjuna
bláu“, eins og hún móðir mín var
vön að kalla landið handan við
móðuna miklu.
Við höfðum verið vinkonur í 35
ár, allt frá árinu 1960 er við unnum
á sömu skrifstofu í kóngsins Kaup-
mannahöfn. Minningarnar hafa
hrannast upp í huga mér þessa síð-
ustu erfiðu daga. Við vorum nokkr-
ar íslenskar stúlkur, sem unnum
hjá sama fyrirtækinu en í sitt-
hvorri deildinni. Við Brynja unnum
saman, sem fyrr segir, en ég leigði
aftur á móti með annarri vinkonu
minni, Guðrúnu Högnadóttur,
Gullý, eins og hún var kölluð. Hún
lést árið 1969 þá aðeins tæplega
28 ára gömul og var fyrst af okkur
til að hverfa úr þessu lífí. Við Gullý
höfðum fengið inni á City-hótel,
sem leigt var út til einstaklinga að
hluta, til lengri eða skemmri tíma
og í kjölfarið fylgdu svo Brynja og
Erla Matthíasdóttir vinkona hennar
í annað herbergi. Þar sem við
Brynja unnum saman alla daga og
varð vel til vina fór ekki hjá því
að hún yrði fljótlega eitt homið af
þríhyrningnum eins og við kölluð-
um okkur stundum, Brynja, Gullý
og ég og mikið var þá gaman að
vera'til. Við vorum ungar, lífsglað-
ar, kærulausar og fullar af orku.
Ævintýrin biðu okkar á hvetju
göthorni og þó buddan væri oftast
tóm, úrin og þeir fáu skartgripir
sem við áttum yfírleitt í panti hjá
„Onkel pantelaaner“ og við sárs-
vangar nema á útborgunardögum
þá skipti það engu máli. Við höfð-
um svo mikið að gera, okkur vant-
aði helst meiri tíma, meiri tíma,
eingöngu til þess að lifa.
Leiðir okkar lágu svo einsog
gengur hverrar í sína áttina en
aldrei rofnaði sambandið alveg.
Brynja fór heim um haustið og
gerðist flugfreyja hjá Flugfélagi
Islands og giftist síðan Guðmundi
Ólafssyni árið 1963 en hann var
þá að ljúka flugnámi og er nú flug-
stjóri hjá Flugleiðum. Þau bjuggu
sér fallegt heimili og í mars 1964
fæddust þeim svo tvíburarnir Ólaf-
ía og Pétur. Ég var þá komin heim,
var gift en barnlaus og vildi nú
heldur en ekki fá að taka þátt í
uppeldi þessara undrabarna, fóstr-
an sjálf með alla mína menntun!
Brynja hlustaði og samþykkti allt
sem ég sagði, tók öllum ráðlegging-
um vel en fór svo sínar eigin leið-
ir, móðurhjartað vissi best og auð-
vitað var það hárrétt. Oft hlógum
við dátt af rökræðum okkar um
uppeldismál og síðan framkvæmd
Brynju á hinum sömu lögmálum.
Brynja var mikil og góð móðir og
voru börnin henni ávallt eitt og
allt, en seinna eignaðist hún svo
Ingunni og Ólaf Örn með rétt árs
millibili. Börn Brynju og Guðmund-
ar eru öll glæsilegt fólk og hafa
gengið eða eru að ganga mennta-
veginn. Brynja var afar stolt af
þeim og mátti líka vera það, og
hún vildi líka allt fyrir
þau gera, sem í hennar
valdi stóð. Brynja vildi
yfirleitt allt fyrir alla
gera og hjálpfúsari
manneskju hefi ég
ekki þekkt. Hún var
alltaf reiðubúin til að
leggja sig alla fram til
hjálpar þeim, sem um
sárt áttu að binda og
bóngóð var hún um-
fram aðra menn. Það
kom fyrir að henni sást
ekki fyrir í hjálpsemi
sinni við aðra og
gleymdi því stundum að hún sjálf
þurfti á eigin hjálp að halda.
Brynja var mikil mannkosta-
manneskja. Hún talaði frekar um
málefni en menn og lagði ekki illt
orð til annarra, öfundarlaus með
öllu og gladdist af alhug yfir vel-
gengni annarra. Hún var fagurkeri
mikill og afar listræn, og það lék
allt í höndunum á henni. Oft horfði
ég á hana vinna og fékk aldrei
skilið hvemig þurrkaður epla- og
appelsínubörkur, laufblöð, hnetur
og annað smávegis gat orðið að
listilega gerðu veggskrauti, það
hangir eitt slíkt hér á veggnum á
móti mér.
Brynja var sístarfandi og aldrei
ánægðari en ef nógu mikið var að
gera og hún valdi til allra hluta
aðeins það besta. Ég sagði oft við
hana að hún væri haldin fullkomn-
unaráráttu og það var aðeins í örfá
skipti, sem ég gat fengið hana til
að viðurkenna að eitthvað væri vel
gert sem hún hafði skapað og þá
sagði hún yfirleitt af hógværð að
trúlega hefði henni bara tekist vel
til í það skiptið.
Brynja mín var stórbrotin í öllu
sem hún gerði miðlungsmanneskja
var hún aldrei: Hún var skapmikil
en blíð og trygg sem tröll þeim sem
áttu vináttu hennar og er ég afar
þakklát fyrir að hafa átt því láni
að fagna að vera ein af þeim. Af
samskiptum okkar og vináttu hin
síðari ár, ber dvöl okkar Jóns hjá
henni og Guðmundi í Danmörku
árið 1989 hæst en þau dvöldu þar
þá í eitt ár. Brynja hafði tekið upp
þráðinn að nýju í sínum gamla
skóla, þar sem húil lærði gluggaút-
stillingar árið 1960 en tók nú fyrir
auglýsingar og skiltagerð. Þetta
var yndislegur tími, Brynja
blómstraði og minnti mig á ungu
stúlkuna frá því í gamla daga.
Ánægjulegast fyrir mig var þó,
hvað hún og Jón maðurinn minn,
náðu vel saman, en þau urðu al-
gert „spyrðuband“. Það er því mik-
il sorg í hugum okkar beggja þegar
við nú kveðjum vinkonu okkar, en
góðar minningar munu lifa með
okkur um ókomin ár. Guðmundi,
börnunum og öðrum ástvinum vott-
um við okkar dýpstu samúð.
Ragnheiður Haraldsdótt-
ir, Rúrí.
Fyrstu æviárin okkar áttum við
heima í sama húsinu. Þetta hús hét
því fallega nafni Blómsturvellir og
stendur við eina aðalgötuna á Sauð-
árkróki. Foreldrar hennar, Pétur
og Ólafía, bjuggu á hæðinni en
foreldrar mínir í risinu. Við vorum
ekki háar í loftinu þegar við fórum
að klifra upp og niður tröppurnar
til þess að leika okkur saman. Á
þessum árum myndaðist það band
tryggðar og vináttu sem batt okkur
saman æ síðan. Bernskuárin á
Króknum voru okkur gott vega-
nesti og oft rifjuðum við upp þessi
ár, þegar sólin skein frá morgni til
kvölds öll sumur og snjórinn á vetr-
um var einungis til að auka okkur
tilbreytni og skemmtun. Á þessum
sólríku sumardögum fengum við,
oft með eftirgangsmunum, að vaða
berfættar í Sauðánni, sem þá rann
í gegnum bæinn, eða við tíndum
sóleyjar á flæðunum. Við fórum í
leiðangra upp á Nafír eða suður í
Grænuklauf. Aðaltilgangur slíkra
ferðalaga var yfirleitt að borða
nestið sem við fengum hjá mæðrum
okkar ásamt áminningum um að
fara gætilega og vera ekki of lengi
í burtu. Þótt Brynja væri ári yngri
en ég var hún oftar en ekki sú sem
hafði forystuna. Það var hún sem
fékk allar skemmtilegu hugmynd-
irnar og það var hún sem hafði
áræði til að gera þær að veruleika.
Þetta finnst mér að hafi einkennt
samband okkar alla tíð.
Þótt frjálsræðið væri mikið hjá
börnum sem voru að alast upp á
Króknum á þessum árum var vissu-
lega vakað yfir okkur og þess
gætt að við færum okkur ekki að
voða. Það starf höfðu systur okkar
með höndum og þar voru yfirburð-
ir Brynju óumdeildir. Hún átti
nefnilega 10 systur og einn bróður
og það var meira en jafnaldrar
okkar á Króknum gátu státað af.
Brynja var þrettánda barn for-
eldra sinna. Fyrst fæddist þeim
Ólafíu Sigurðardóttur og Pétri
Jónssyni sonur en síðan komu 12
dætur. Eina þeirra misstu þau í
frumbernsku, en öll hin börnin náðu
fullorðinsaldri og er Brynja fyrst
til að kveðja þessa jarðvist. Ékki
veit ég hvort Pétri pabba hennar
var farið að þykja nóg um allan
stelpuskarann þegar sú tólfta kom
í heiminn, en eitt er víst að hann
kallaði Brynju yfirleitt Binna sinn
og á milli þeirra var ákaflega sterkt
og sérstakt samband. Brynja var
aðeins níu ára þegar pabbi hennar
dó og það varð henni mikið áfall.
Hún var ákaflega dul og átti erfitt
með að gefa öðrum hlutdeild í sín-
um innstu tilfinningum og líklega
hefur föðurmissirinn og þær breyt-
ingar sem þá urðu áJiögum hennar
orðið henni sú reynsla sem hún bar
ætíð með sér síðan.
Brynja bjó með móður sinni fram
á unglingsár og aftur síðar, eða
þangað til hún stofnaði sitt eigið
heimili og alla tíð, þar til Ólafía
dó háöldruð, voru þær mæðgur
nálægar hvor annarri.
Brynja eignaðist fjögurbörn með
manni sínum Guðmundi Ólafssyni.
Hún var ákaflega stolt af börnun-
um sínum og tengdabörnum og
ekki síður barnabömunum tveimur.
Mér fannst alltaf svo fallegt og
skemmtilegt að verða vitni að því
hversu sterkt og sérstakt samband
hvert og eitt þeirra átti við hana.
Hún gerði sér svo sannarlega grein
fyrir því að það dýrmætasta í lífínu
væru börnin hennar og dró aldrei
neina dul á þá skoðun sína. Elsku
Ollí, Pétur, Ingunn og Óli, þá að-
eins verður missir ástvinar sár og
erfiður að maður hafði átt mikið
og hafði mikils að sakna.
En það voru fleiri en börnin
hennar sem fengu að njóta_ hjálp-
semi hennar og hæfileika. í mörg
ár hefur hún verið „skreytinga-
meistarinn“ minn. Hún var sú
bónbesta manneskja sem ég hef
nokkrum tímann kynnst. Ef ég ýj-
aði að því að nú langaði til að gera
eitthvað heima hjá mér, mála, fá
mér ný gluggatjöld eða hvað sem
var. Álltaf var viðkvæðið: „En
Svanka mín, það er nú minnsta
mál. Við drífum í þessu.“ Og síðan
var farið að spá og spekúlera í lit-
um, efnum og sniðum, eða veislu-
föngum, þegar eitthvað slíkt stóð
til. Alltaf gat ég treyst óbrigðulli
smekkvísi hennar og útsjónarsemi.
Á heimili minu blasa handarverkin
hennar við hvarvetna. Gluggatjöld
sem hún saumaði, púðar og teppi,
auk margs annars sem hún bjó til.
Oft vorum við heima hjá mér við
saumaskapinn og alltaf kom hún
með gamla nálapúðann hennar Ól-
afíu mömmu með sér. Hún var viss
um að Ólafía fylgdist með saum-
skapnum enda hafði hún verið
annáluð hannyrðakona. Ef við vor-
um að fram á nótt, eins og stundum
vildi brenna við, og saumaskapur-
inn fór að verða skrykkjóttur, var
haft á orði að nú þætti Ólafíu nóg
komið og nú væri mál að hvíla sig
til næsta dags.
Alltaf var allt gert með ljúfu
geði og látið eins og ég væri. að
gera henni greiða með öllu þessu
veseni. Það var ekki nóg með að
hún tæki þátt í öllu þessu bram-
bolti mínu af áhuga og gleði, held-
ur þótti henni sjálfsagt að sýna
dætrum mínum sömu hjálpsemi og
tryggð.
Elsku vinkona. Þakka þér fyrir
alla þína tryggð, vináttu og hjálp-
semi í meira en hálfa öld. Þakka
þér fyrir alla hvatninguna og allar
skemmtilegu stundirnar okkar.
Mikið verður lífið litlausara án
þín og erfítt að sætta sig við að
fá aldrei að taka upp símann og
spjalla við þig um það sem mér
liggur á hjarta, eða hitta þig til
þess að ræða málin. Það verður
erfítt.
Svanhildur Skaftadóttir.
Það var mikil áfall fyrir okkur
að heyra að mamma hans Óla vin-
ar okkar væri dáin. Það er ótrúlegt
til þess að hugsa að jafn yndislega
góð og skemmtileg kona skuli deyja
svo skyndilega, langt fyrir aldur
fram.
Alla tíð reyndist Brynja okkur
einstaklega vel. Hún var skemmti-
legur félagi í okkar hópi og alltaf
var gott að koma á heimili hennar
þar sem hún tók á móti okkur opn-
um örmum, þrátt fyrir að um-
gengni okkar og fyrirferð væri
ekki alltaf til fyrirmyndar. Það var
sama hvenær árs eða sólarhrings
við sóttum að heimilinu, alltaf var
Brynja kát og brosmild, svo óend-
anlega skilningsrík og þolinmóð.
Fyrir það fengum við því miður
aldrei fullþakkað.
Við í Spilafélaginu Mána söknum
Brynju og vonum innilega að henni
líði vel þar sem hún er núna. Minn-
ingin um þessa góðu konu, vinkonu
okkar, mun lifa í hugum okkar og
hjörtum um ókomna framtíð.
Elsku Óli, Ingunn, Ollý, Pétur
og Guðmundur. Megi Guð og góðar
hugsanir styðja ykkur og styrkja í
sorginni. Okkar hugur er hjá ykkur.
Ykkar vinir,
Gísli Marteinn, Pétur Haf-
liði, Rúnar Freyr, Sigurð-
ur Kári og Viðar Þór.
Elsku Brynja okkar!
Nú þegar við setjumst hér niður
til að skrifa nokkur kveðjuorð til
þín, þá rifjast upp allar skemmti-
legu minningamar, sem við eigum
frá Kaupmannahöfn veturinn
1989-90. Þar lágu leiðir okkar fyrst
saman er við vorum allar að hefja
nám í Dupont-skolen (Danmarks
dekorator skole). Allar vorum við —
sjálfsagt jafn spenntar og um leið
feimnar, sumar okkar að hefja nám
eftir langt hlé frá skóla, nú aðrar
eftir styttra hlé, en þú ein af þeim
fyrmefndu og dáðumst við oft að
dugnaði þínum, að drífa þig á
skólabekk eftir öll þessi ár. En
áhugi þinn á greininni hafði lengi
verið til staðar, því einu sinni hafð-
ir þú unnið hjá Bmgsen í Dan-
mörku (kaupfélagið) og þar sóttir
þú námskeið í útstillingum. Og eins
og svo oft vill verða þegar íslend-
ingar eiga samleið á erlendri
gmndu þá koma vinirnir manni í
fjölskyldustað og þannig var það
svo sannarlega í okkar tilfelli. Það
kom fljótt í ljós þegar kynnin urðu
nánari hver var móðirin í hópnum
og hentir þú oft gaman að. Ekki
má nú gleyma að minnast á gest-
risni þína, sem var umtöluð í bekkn-
um- Þig munaði nú lítið um að bjóða
okkur íslensku stelpunum í saltkjöt
og baunir með litlum fyrirvara, eða
öllum bekknum, 35 manneskjum,
í rosa grillveislu.
Já svona varstu, alltaf tilbúin
að rétta hjálparhönd, lána bílinn
þinn, keyra okkur og annað, alltaf
sama örlætið og umhyggja fyrir
okkur.
Við munum líka vel eftir vel
heppnuðum bekkjarkvöldum í
Dupont þar sem við þurftum gjarn-
an að troða upp með íslensk
skemmtiatriði. Þá lást þú ekki á
liði þínu í þeim efnum jafnan hrók-
ur alls fagnaðar. Við gætum hald-
ið svona áfram lengi enn. En nú
munum við geyma þessar ljúfu
minningar um þig í hugum okkar
allra. Við sendum fjölskyldu þinni
sem nú sér á bak svo góðri konu
innilegar samúðarkveðjur, um leið
þökkum við þér, elsku Brynja, góð
og skemmtileg kynni. Blessuð sé
minning þín.
Margt er það og margt er það
sem minningamar vekur,
þær em það eina
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stefánsson)
Bekkjarsystur úr
Dupont ’89-’90,
Helena Mjöll, Kolbrún,
Bryndís, Guðrún Margrét,
Guðrún Pálína, Þórleif
og Guðríður.
SIGRÍÐUR
MA GNÚSDÓTTIR
+ Sigríður
Magnúsdóttir
fæddist á Flateyri
19. júlí 1911. Hún
andaðist á vist-
heimilinu Sólborg
á Flateyri 20. maí
sl. Foreldrar
hennar voru
Magnús Jónsson
og Bjarney S. Ein-
arsdóttir. Sigríður
var elst af níu
systkinum og eru
þrjú þeirra enn á
lífi. Eiginmaður
Sigríðar var Jó-
hannes ívar Guðmundsson, f.
6. apríl 1908. Hann lést 27.
mars 1988. Þau eignuðust
fimm börn. Þau
eru Bjarney Stein-
unn, f. 1.4. 1932,
maki Guðmundur
Haraldsson, Guð-
finna, f. 1.11.1933,
maki Heiðar Ge-
orgsson, Kári
Ævar, f. 3.5. 1937,
maki Álda Bjarna-
dóttir, Gíslína, f.
26.7. 1939, maki
Guðfinnur Sigur-
vinsson, og Krist-
ján Jón, f. 30.5.
1951, maki Sólveig
Kjartansdóttir.
Sigríður Magnúsdóttir var
jarðsungin frá Flateyjar-
kirkju 27. maí sl.
MIG langar að minnast elskulegrar
ömmu minnar í örfáum orðum. Þeg-
ar komið er að kveðjustund er
margs að minnast. Ferðirnar vestur
á Flateyri, amma og afi mætt á
flugvöllinn á Wolksvagninum,
„bjöllunni“, til að taka á móti okk-
ur. Alltaf var jafn yndislegt að
dvelja hjá þeim, og listakokkurinn
amma sá alltaf til þess að maður
væri ekki svangur. Hún amma mín
hafði ákveðnar skoðanir á mönnum
og málefnum og lét þær óspart í
ljós og gat þá oft gustað af henni.
Hún ólst upp við kröpp kjör eins
og margur íslendingurinn og sagði
hún okkur margar sögur af
bernskuárum sínum. Siðustu ár
hrakaði heilsu hennar og var hún
meira og minna rúmföst undir það
síðasta. Hún lést aðfaranótt 20.
mai á hjúkrunarheimilinu á Flat-
eyri, þar sem hún hafði fengið góða
aðhlynningu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Edda Guðrún Guðfinnsdóttir.