Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 13 Fjölskyldudagur í Minjasafni Fjögnr skemmtiferðaskip komu til Akureyrar í gær með tæplega 1.900 farþega Ratleikir á safna- slóðir FJ ÖLSKYLDUDAGUR verður í Minjasafninu á Akureyri á morgun, sunnudaginn 25. júní frá ki. 13-17. Boðið verður upp á tvenns konar ratleiki, annars vegar um Minjasafn- ið þar sem fjölskyldan verður að vinna saman að því að leysa gátur og spurningar sem leiðir hana í gegnum sýningar safnsins og hins vegar ratleik sem hefst við Laxdals- hús eftir kl. 13.30 en þar verður vísbending sem á að leiða þátttak- endur á safnaslóðir í Innbænum og Fjörunni. Laxdalshús verður opnað á morg- un og verður það opið á sunnudögum í sumar, frá kl. 13.00 til 17.00 en þar er ljósmyndasýningin „Akureyri- svipmyndir úr sögu bæjar“ til sýnis. Hún sýnir þróun byggðar á Akur- eyri. Einnig er það sýnt myndbandið „Gamla Akureyri". Fyrsta gönguferð sumarsins verð- ur farin frá Laxdalshúsi á morgun kl. 13.00. Gengið verður um gömlu kaupstaðalóðina, inn eftir Fjörunni og endað við Minjasafnið. Síðasta sýningarhelgi er á verð- launagripum Handverks-reynslu- verkefnis í Minjasafninu. Safnið er opið daglega frá kl. 11.00 til 17.00. ------» ------- Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Messað verður á Fjórðungssjúkra- húsinu á morgun, sunnudag kl. 10.30. f.h. Guðsþjónusta verður í kapellu kirkjunnar á morgun kl. 11.00. Messa á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 16.00. GLERÁRPRESTAKALL: Guðs- þjónusta verður í Lögmannshlíðar- kirkju sunnudaginn 25. júní kl. 21.00. Ef veður leyfir verður fjöl- skylduguðsþjónusta sama dag í Kvenfélagsgarðinum kl. 14.00. Að henni lokinni verða veitingar á veg- um Kvenfélagsins Baldursbrár. Sýning á verkum Hauks Stefánssonar í Listasafninu á Akureyri Tengslin við fortíðina efld SÝNING á verkum Hauks Stef- ánssonar hefur staðið i Lista- safninu á Akureyri, en henni lýk- ur nú um helgina. Aðsókn á sýninguna hefur verið með ágætum, á annað þús- und manns hafa séð hana. Með því að efna til sýninga á verkum þeirra, sem á einn eða annan hátt hafa rutt braut myndlistarinnar á Akureyri, vilja forráðamenn safnsins efla tengsl við fortíðina og gefa fólki kost á að skilja betur þá þróun sem að baki liggur. Þannig hefur Listasafnið á Akureyri talið sér skylt að kynna sérstaklega ár hvert norðlenskan listamann og var ákveðið í samráði við fjöl- skyldu Hauks Stefánssonar að efna til sýningar á málverkum hans að þessu sinni. Jafnframt gaf safnið í samvinnu við fjöl- skyldu listamannsins út bók í tilefni af sýningunni. Ritstjóri bókarinnar sem ber nafn höfund- ar er Haraldur Sigurðsson. Ingvar Haukur Sigurðsson eyddi uppvaxtarárum sínum í Kanada og bjó þar fram á fer- tugsaldur er hann flutti til ís- lands. Hann bjó ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri og var hann einn helsti frumheiji og kennari listmálara og húsamálara í bæn- um um 20 ára skeið en þar vakti hann áhuga stórs hóps manna. Hann var forystumaður frí- stundamálara, leiktjaldamálari og málaði og skreytti kirkjur, skóla og samkomuhús auk fjölda einkaíbúða en hann málaði vegg- myndir á heimilum fólks og eru þrjú þeirra varðveitt enn í dag, gangur í Hafnarstræti 88, nú Hótel Harpa, en það verk þarfn- ast viðgerðar, þá er verk í Odd- eyrargötu 34 þar sem málað er upp stiga og pall í einum litatón og í Strandgötu 2 er málaður gangur. Haukur sá einnig um að mála leiktjöld fyrir Leikfélag Akureyrar. Farþegar settu svip á bæjarlífið AKUREYRARHÖFN skartaði sínu fegursta, fánum og blómum skreytt í blíðskaparveðri í gær- dag þegar fjögur skemmtiferða- skip lögðu þangað leið sína. Svo mörg skemmtiferðaskip hafa ekki komið í einu til Akureyrar áður. Farþegarnir sem eru á bil- inu 1.800 til 1.900 talsins settu svip sinn á bæjarlífið. Skipin sem voru á Akureyri í gær eru Kazakhstan, með um 500 farþega, Berlin, með um 400 farþega, Southern Cross, með tæplega 400 farþega og Arkona, með tæplega 600 farþega. Vel skipulagt Tvö þau fyrst nefndu eru á vegum Samvinnuferða-Landsýn- ar og sagði Hildur Jónsdóttir hjá innanlandsdeild að farþegar hefðu farið í skoðunarferðir, m.a. að Mývatni, að Laufási og Goðafossi og þá var boðið upp á flugferð til Grímseyjar. Akur- eyri er lokaviðkomustaður beggja skipanna, en héðan fara þau til Grænlands og Noregs. „Koma þessara skipa hefur verið nyög vel skipulögð á Akureyri, hingað hafa komið rútur víða af á landinu til að anna öllum þeim ferðum sem boðið er upp á fyrir þennan fjölda. Það er gaman að sjá hversu vel hefur verið staðið að verki,“ sagði Hildur. Böðvar Valgeirsson hjá Atl- antic sem sér um Southern Cross og Arkona sagði að flestir far- þeganna hefðu farið í skoðunar- ferð að Laufási og Goðafossi. „Við erum mjög ánægðir fyrir hönd hafnarinnar," sagði Gunn- ar Arason hjá Akureyrarhöfn. Hálfblautur Vaglaskóg- ur opnaður VAGLASKÓGUR var opnaður fyrir almennri umferð í gær, föstu- dag, sem er nokkru seinna en vant er, en þar er bæði um að kenna miklum snjóalögum á liðn- um vetri og geysimiklum flóðum þar nú nýlega. Sigurður Skúlason skógarvörð- ur sagði að skógurinn væri enn hálfblautur og ekki yrði hægt að hleypa fólki á neðri tjaldstæðin strax. „Þar er allt enn rennblautt eftir flóðin,“ sagði hann. Hluti hjólhýsasvæðisins syðst í skógin- um er einnig mjög blautur. „Það er enn óskaplega blautt hér og dúar allt undir manni.“ Þröng á þingi „Það stefnir allt í að verði mjög margt fólk hér um helgina,“ sagði Sigurður. „Það má búast við að þröng verði á þingi,einkanlega þar sem öll tjaldsvæðin hafa ekki ver- ið opnuð enn vegna bleytunnar.“ Að sögn Sigurðar er enn tölu- verður snjór í Þórðarstaðaskógi í Fnjóskadal. „Þar er allt á kafi ennþá og virðist þiðna afar hægt.“ Gera má ráð fyrir nokkrum vandræðum vegfarenda fyrst í stað í kjölfar þess að brúin yfir í skóginn féll í F'njóská í flóðunum fyrir skömmu og verða menn af þeim sökum að aka gamla veginn um Hálsmelana. „Við byijuðum að moka snjó af þeim vegi daginn sem brúin hrundi og hann hefur verið eitt drullusvað þar til nú,“ sagði Sigurður en fyrirhugað er að setja á hann burðarlag í næstu viku. Ekki gerði skógarvörður ráð fyrir að brúin kæmist í gagnið að nýju fyrr en í lok sumars eða seinnihluta ágústmánaðar. Morgunblaðið/Rúnar Þór ÁSTRÍÐUR Jósefsdóttir, ekkja Hauks Stefánssonar, og tvö eftirlifandi barna þeirra, Snorri og, Anna við sjálfsmynd af listamanninum við opnun sýningarinnar. ÞEIR lögðu hönd á plóginn við útgáfu bókarinnar um Hauk Stefánsson, Haraldur Ingi Haraldsson forstöðumaður safnsins, Haraldur Sigurðsson ritstjóri bókarinnar og Haraldur Bessa- son sem sá um enska þýðingu. Morgunblaðið/Rúnar Þór HALLDÓR Blöndal sam- gönguráðherra var ánægður í gærdag þegar hann virti fyrir sér skemmtiferðaskipin fjögur sem komu til Akur- eyrar, en farþegarnir settu mikinn svip á bæjarlífið. „Það er mjög gaman að sjá ár- angurinn af því markaðsstarfi sem við höfum verið að vinna að og ekki spillir fyrir þetta fína veður sem fólkið færi meðan það dvelur hér.“ Skipin létu úr höfn eitt af öðru í gærkvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.