Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ SKÁK IDAG Karpov dregnr á Kasparov SKAK Nýr skákstigalisti FIDE GILDIR FRÁ 1. JÚLÍ 1995 íslenski listinn ísiendingar á lista FIDE eru eft- irtaldir. P’jöldi reiknaðra skáka frá 1. des. 1994—31. maí 1995 eru í sviga fyrir aftan nýju stigin: ANATÓLI Karpov, FIDE heims- meistari, hefur saxað mikið á forskot Gary Kasparovs, heimsmeistara at- vinnumannasambandsins PCA. Ka- sparov hefur nú 2.795 stig, en Karpov hefur 2.775 stig. Kasparov lækkar vegna slakrar frammistöðu sinnar á Ólympíuskákmótinu í Moskvu, en Karpov hækkar vegna öruggs sigurs á Hvít-Rússanum Gelf- and í undanúrslitum FIDE-heims- meistarakeppninnar. Úkraínumaðurinn Va- sílí ívantsjúk er í þriðja sæti og munar mestu um sigur á stórmótinu í Linares. Þeir Kasparov og Anand munu tefla heimsmeistaraeinvígi PCA í Köln í haust, en allt er enn í óvissu um einvígi þeirra Karpovs og Kamskys um FIDE titilinn. Fyrirhugað er síðan að halda svonefnt sameiningareinvígi samtakanna tveggja á næsta ári og það er því ekki ljóst hvort Kamsky yrði viðurkenndur FIDE-heimsmeistari, 1.7.95 1.1.95 1. Jóhann Hjartarson 2.570 (37) 2.590 2. MargeirPétursson 2.565 (29) 2.535 3. JónL.Ámason 2.545 (9) 2.530 4. HannesH.Stefánss. 2.520 (36) 2.530 5. Karl Þorsteins 2.500 (0) 2.500 6. HelgiÓlafsson 2.470 (40) 2.520 7. FriðrikÓlafsson 2.465 (0) 2.465 8. Helgi Áss Grétarss. 2.440 (21) 2.450 9. Þröstur Þórhallsson 2.420 (30) 2.420 10 Héðinn Steingrimss. 2.410 (0) 2.410 ll.Björgvin Jónsson 2.390 (7) 2.395 12. IngvarÁsmundsson 2.365 (0) 2.365 13. JónG. Viðarsson 2.335 KARPOV er aðeins 20 stigum frá Ka- sparov. sá 14. í röðinni, þótt honum tækist að sigra Karpov. Alþjóðlegi listinn: 1.7.95 1.1.95 1. Kasparov.Rússl. 2.795 2.805 2. Karpov,Rússl. 2.775 2.765 3. ívantsjúk, Úkraínu 2.740 2.700 4. Kamsky, Bandar. 2.735 2.710 5. Kramnik, Rússl. 2.730 2.715 6. Anand, Indlandi 2.725 2.715 7. Shirov, Lettlandi 2.695 2.710 8. Gelfand, Hv-Rússl. 2.685 2.700 9. Salov.Rússl. 2.685 2.715 10. Júsupov, Þýskal. 2.680 2.660 11. Drejev, Rússl.. 2.670 2.650 12. Adams, Englandi 2.660 2.655 13. Tivjakov, Rússl. 2.655 2.625 14. Khalifman, Rússl. 2.655 2.635 15. Beljavskí, Úkraínu 2.650 2.650 16. Barejev, Rússl. 2.650 2.675 17. Short, Englandi 2.645 2.655 18. Lautier, Frakkl. 2.645 2.655 19. Vaganjan, Armeníu 2.645 2.640 20. Nikolic, Bosníu 2.645 2.645 21. Topalov, Búlgaríu 2.640 2.630 22. Episín, Rússl. 2.640 2.635 23. Kortsnoj, Sviss 2.635 2.635 24. Svidler, Rússl. 2.635 2.585 25. Hracek, Tékklandi 2.635 2.595 26. Júdit Polgar, Ung. 2.635 2.630 27. Hansen, Danmörku 2.635 2.630 28. Almasi, Ungvl. 2.630 2.590 29. I. Sokolov, Bosníu 2.630 2.645 30. Smirin, Israel 2.630 2.630 31. Júdasín, ísrael 2.630 2.615 32. Ehlvest, Eistlandi 2.630 2.615 33. Hubner, Þýskal. 2.630 2.620 ,34. 011, Eistlandi 2.630 2.610 '35. Morosevitsj, Rúss. 2.630 2.605 36. Andersson, Svíþj. 2.630 2.630 (10) 2.345 _ Aðrir Islendingar á listanum eru Andri Áss Grétarsson 2.330, Gylfi Þórhallsson 2.330, Ró- bert Harðarson 2.325, Ágúst S. Karlsson 2.315, Halldór G. Ein- arsson 2.315, Guð- mundur Gíslason 2.305, Bragi Kristjánsson 2.305, Benedikt Jón- asson 2.300, Þorsteinn Þorsteinsson 2.300, Haukur Angantýsson 2.295, Sævar Bjama- son 2.295, Þröstur Árnason 2.295, Lárus Jóhannesson 2.290, Guðmundur Halldórs- son 2.285, Rúnar Sigurpálsson 2.285, Davíð Ólafsson 2.275, Snorri Bergsson 2.275, Tómas Bjömsson 2.275 Amþór Einarsson 2.265, Bragi Halldórsson 2.265, Þráinn Vigfússon 2.260, Júlíus Friðjónsson 2.255, Sig- urður Daði Sigfússon 2.255, Amar Þorsteinsson 2.250, Ólafur Kristjáns- son 2.245, Áskell Öm Kárason 2.235, Magnús Öm Úlfarsson 2.230, ■Dan Hansson 2.230, Hrafn Loftsson 2.230, Bjöm Freyr Bjömsson 2.225, Arinbjöm Gunnarsson 2.220, Krist- ján Eðvarðsson 2.210, Sigurbjöm Bjömsson 2.210, Ægir Páll Frið- bertsson 2.200, Bragi Þorfínnsson 2.185, Magnús Pálmi Ömólfsson 2.180, Stefán Briem 2.180, Ámi Á. Ámason 2.165, Ólafur B. Þórsson 2.160, Torfí Leósson 2.160, Matthías Kjeld 2.155, Jón Viktor Gunnarsson 2.145, Amar E. Gunnarsson 2.135, Stefán Þór Siguijónsson 2.125, Páll Agnar Þórarinsson 2.065, Bjöm Þorfínnsson 2.060, Magnús Sól- mundarson 2.035. 59 Islendingar eru nú á listanum en vom 64 síðast. Sumaratskákmót Hellis Fyrsta sumaratskákmót Taflfé- lagsins Hellis hefst þriðnudaginn 27. júní kl. 20. Mótinu verður fram hald- ið fímmtudaginn 29. júní kl. 20. Tefldar verða 25 mínútna skákir, 6 umferðir og fer mótið fram í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi í Breið- holti. Hellir hefur undanfarin ár hald- ið voratskákmót sem notið hafa vin- sælda og þykir því rétt að brydda upp á þessari nýjung í starfseminni. Mótið er öllum opið. Margeir Pétursson. Innilegar þakkir til allra, sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á 85 ára afmœlinu mínu 15. júní sl. Guð blessi ykkur öll. Guðjón Gunnar Jóhannsson frá Skjaldfönn. - kjarni málsins! VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Sér og sig PÉTUR Pétursson, þulur, hringdi í Velvakanda. Hann sagði leitt til þess að vita að fjölmenntaðar konur, eins og Jóhanna Vilhjálms- dóttir og Kolfmna Bald- vinsdóttir, ruglist á merk- ingu orðanna að „halda sig“ og „halda sér“, eins og sýnilegt sé af svargrein þeirra til Helga Halfdanar- sonar í Morgunblaðinu sl. þriðjudag. Konur halda sér til, en haida sig fjarri ef því er skipta. Fyrirspurn til Boga Agústssonar BJÖRN BJARNASON hringdi og vildi koma þess- ari fyrirspum til Boga Ág- ústssonar á Sjónvarpinu til skila: í vikunni sagði G. Pétur Matthíasson fréttamaður frá „harmlausum þörung- um“ í Breiðafirði í sjón- varpsfréttunum. Hvað þýð- ir þetta og á hvaða tungu- máli er þetta? Björn Bjarnason, skrifstofumaður. eftirlætissjali og gömlum skoskum regnhatti, hvort tveggja tapað. Nú treysti ég á skilvísan finnanda og fundarlaun eru vís. Þegar ég ætlaði að taka sjalið mitt á síðustu sýn- ingu íslensku óperunnar, greip ég í tómt - það var ekki á sínum stað. Þetta sjal nota ég aðeins í leik- húsum, óperum_ - einstaka samkvæmum. Ég er búin að spyija eins og óviti í öll- um konserthúsum, árang- urslaust. Sjalið sem ég keypti í Júgóslavíu fyrir mörgum árum er ferkantað, nokkuð stórt og þunnt ullarsjal, ijómahvítt að lit með skær- rósóttum blómabekk á allar hliðar og silkikögri. Hatturinn er kominn til ára sinna og nokkuð lúinn. Hann er köfióttur, það sem Skotar nefna Black/Watch (græn/svartur) dálitið líkur karlmannshatti, fóðraður. Hvorki hattur né sjal voru merkt, því miður. Vertu nú svo góður, kæri finnandi að hringja til mín í síma 553-5081 eða til Birgis í síma 552-9333. Anna S. Snorradóttir. Tapað/fundið Taska tapaðist í Hafnarfirði LJÓSBRÚN leðurtaska (poki) tapaðist við Reykja- víkurveg í Hafnarfirði sl. miðvikudag. Uppl. í síma 565-6388. Gasgrill hvarf úr Fossvogi GASGRILL og kútur hurfu aðfaranótt fimmtudags úr garði í Huldulandi 24 í Fossvogi. Ef einhver hefur orðið var við mannaferðir og bílaumferð þessa nótt, eða veit eitthvað um grillið, vinsamlegast hafið sam- band í síma 553-2090. ast hafíð samband við Selmu Sif í síma 568-9074. Kisa mín er týnd SVÖRT kisa með hvítar loppur, hvíta bringu og hvítan blett á nefínu týnd- ist 17. júní frá Lundar- brekku í Kópavogi. Hún er innikisa þannig að hún þekkir sig ekkert í um- hverfinu. Ef einhyer hefur séð kisu vinsamlegast hringið í síma 564-4396. Kettlingur gefins FALLEGUR og fjörugur ljósgrár kettlingur, læða, óskar eftir góðu heimili. Uppl. í síma 552-9286. Dimrnalimm er týnd HÚN Dimmalimm hvarf frá heimili sínu á Holtinu í Hafnarfirði fímmtudag- inn 15. júní. Hún er svört með hvítar loppur, bringu og trýni, smávaxin með fjólubláa hálsól setta skrautsteinum. Hún er eyrnamerkt með G4037. Hennar er sárt saknað. Hafi einhveijir séð hana sl. viku þá vinsamlegast hringið í síma 565-2383. Páfagaukur í óskilum GRÁR dísarpáfagaukur fannst í Súðarvogi sl. þriðjudag. Uppl. í síma- boða 846-1818. Hálsmen tapaðist HÁLSMEN týndist ein- hvers staðar í kringum Tjörnina 17. júní. Hálsmen- ið er úr gulli með einni perlu. Finnandi vinsamlega hringi í síma 567-9234. Tapað sjal og hattur EKKI er það gott. Búin að leita út um allt að mínu Gæludýr Týndur páfagaukur GULUR og grænn páfa- gaukur slapp út um glugga í Álfheimum 40 sl. miðvikudag. Ef einhver hefur séð hann vinsamleg- BRIDS llmsjón Guómundur l’áll Arnarson „ÞEIR eiga 600“ „Og hundrað. Það eru 13, nei 12 IMPar. Við eigum...“ „Bíddu, bíddu! Hvað var spilað?" „Ha, þijú grönd,“ „Og töpuðust þau!?“ „Ja, ég fór vitlaust í spilið." Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁG3 f K74 ♦ DG105 ♦ K95 Vestur Austur ♦ K876 ♦ D1052 V D65 Hll V G983 ♦ 8762 111111 ♦ Á3 ♦ 87 ♦ D106 Suður ♦ 94 f Á102 ♦ K94 ♦ ÁG432 Vestur Norður Austur Suður 1 lauf Pass 1 tígull Pass 1 grand Pass 3 grönd Allir pass Útspil: spaðsexa. Suður hafði greinilega meiri áhuga á að tala um eitthvað annað en hrakfarir sínar í þessu spili, en auðvit- að komst hann ekki upp með neinn moðreyk. Sveitarfélag- ar hans vildu ólmir fá að vita hvemig hægt var að tapa svo gráupplögðu spili. Það gerðist þannig: Austur fékk fyrsta slaginn á spaðatíu og spilaði drottn- ingunni um hæl. Sterkur og úthugsaður leikur. Sagnhfí dúkkaði, en fékk næsta slag á spaðaás. Fór síðan í tígul- inn. Austur tók strax á ásinn og spilaði síðan hjartaníu!! Okkar maður þóttist nú viss um að spaðinn lægi 5-3. Þar með var óhætt að gefa austri slag á lauf. Hann tók því á hjartaás, spilaði laufi að blindum og lét níuna duga þegar vestur fylgdi með smá- spili. Austur átti slaginn og dró nú fram vel varðveittan spaða. „Það er engin skömm að falla flatur fyrir vöm af þessu tagi,“ sögðu félagamir hughreystandi. Víkverji skrifar... SÍÐUSTU misserin hefur þjóð- kirkjan átt undir högg að sækja. Ástæðan er tvíþætt að mati Víkverja dagsins. í fyrsta lagi hafa átök innan kirkjunnar veikt stöðu hennar. í annan stað hefur hún ekki samlagað sig nægilega þeim breytingum sem orðið hafa í þjóðfé- laginu. Pétur Pétursson, doktor í félags- fræðum og prófessor í guðfræði, segir í viðtali við „Sæmund á seln- um“, tímarit Háskóla íslands: „Sú gagnrýni hefur komið fram að þjóðkirkjan hafi staðnað og ekki brugðizt rétt við þjóðfélagsbreyt- ingum undanfarinna áratuga. Þess vegna hafi kirkjusókn minnkað og fólk leitað annarra leiða til að fá útrás fyrir trúarþörf sína... Kirkjan er orðin of einskorðuð við vitræna tjáningu trúarinnar. Dulúðin hefur orðið útundan. Tákn- mál kirkjunnar er í raun ríkt af dulúð en fólk áttar sig ekki á því - og kirkjunnar menn hafa ekki verið nógu duglegir að benda á það ... Það þarf að laða fólk að nýju að drama og dulúð guðsþjónustunn- ar.“ xxx TVENNS konar nýtrúarhreyf- ingar hafa tyllt tám á trúarak- ur þjóðarinnar, ef Víkveiji skilur mál prófessorsins rétt. í fyrsta lagi nýkarismatískar hreyfíngar. Dæmi um slíkar eru Vegurinn og Krossinn. Vegurinn klofnaði út úr þjóðkirkjunni árið 1982. Fyrirmynd hans var hreyfing- in New Testament Church í Banda- ríkjunum, sem leitast við að endur- vekja þann anda sem ríkti í frum- kristninni. Krossinn mun ávöxtur af akri hvítasunnumanna. Báðir þessir söfnuðir leggja áherzlu á skírn í heilögum anda og lækninga- mátt bænarinnar. Að mati Víkveija eiga þeir og þjóðkirkjan að geta starfað saman í kristilegri sátt. í annan stað er Nýöldin, sem prófessorinn segir eiga rætur að hluta í hippamenningunni. Að hluta í spíritisma og guðspeki. Að hluta í austrænum hugmyndum búdd- isma og hindúisma, samanber kenn- inguna um endurholdgun, sem gengur þvert á kenningar kristninn- ar. „Nýaldarmenn stunda bæði „hjátrú“ og „hjálækningar", segir prófessorinn, „sem ekki eru í sam- ræmi við opinberar leiðir..." xxx PÉTUR Pétursson segir í viðtal- inu við tímarit Háskólans að þjóðkirkjunni sé ekki ógnað af ný- trúarhreyfingum. „Þær hafi þegar náð hámarksútbreiðslu sinni. Hins vegar séu þær aðvörunarmerki til forystumanna kirkjunnar." „Pétur bendir á,“ segir í tilvitn- uðu riti, „að þjóðkirkjan þurfi að tileinka sér vissa þætti í starfi ný- trúarhreyfinganna, einkum þá sem snerta dulúð trúarinnar. Það þarf að laða fólk að nýju að dulúð guðs- þjónustunnar." Víkveiji telur ábendingar guð- fræðiprófessorsins í meira lagi at- hyglisverðar. Kirkjan getur eflaust orðið sterkari segull á fólk en hún er, ef kirkjunnar menn laga sig að samtímanum, án þess að hvika frá grunnkenningum kristninnar. xxx HUGLEIÐUM tvo möguleika, sem kirkjan getur nýtt til að ná til fólks með kenningar kristn- innar. Víkveiji staldrar fyrst við æva- forna en síunga leið, kirkjulist; list orða, mynda og tóna. Trúlega kemst maðurinn aldrei nær Guði sínum en í ægifegurð kirkjutónlist- ar. í henni á og kirkjan kraftmikinn segul, sem dregur til sín milljónir manna um heim allan. í annan stað hlýtur kirkjan- í næstu framtíð að nýta betur sam- skiptatækni nútímans, prentmiðla, sjónvarp og útvarp. Skammt fram- undan er þúsund ára afmæli kristni- töku Islendinga, merkasta löggjörn- ings í gjörvallri íslandssögunni. Hvernig nýtir kirkjan það gullna tækifæri til að ná eyrum alþjóðar - og fylgd hennar inn í nýja öld? Því tækifæri mega kirkjunnar menn ekki mæta girtir sundrungu og þröngsýni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.