Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 15 Löng bamamessa á Melstað Hvammstanga - MIKIÐ var um að vera á Melstað í Miðfirði nýlega. Um 50 böm dvöldu þar við leik og störf fram eftir degi og luku þar með stopulu barnastarfi vetr- arins í kirkjunni. Með þessum hætti var lokið barnastarfi í sóknum Melstaða- prestakalls, sem ná yfir Miðfjörð, Línakradal og Víðidal. Sóknar- presturinn sr. Guðni Ólafsson leiddi samveruna, með aðstoð barnafræðara, sem starfa í kirkj- unum. Samveran hófst kl. 10 ár- degis á bænastund, þá var næst unnið að verkefnum og um hádeg- ið grillað og farið í leiki. Eftir hádegi vom sungnir söngvar, lesnar sögur og lokið við verkefn- in. Að lokum var guðsþjónusta fyrir börain og um kl. 16 var hald- ið heim. Að sögn sóknarprestsins, sr. Guðna Þórs Ólafssonar gerði blíð- skaparveður þessa samveru nijög skemmtilega. Þar sem erfið Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson BARNAHÓPURINN ásamt presti og leiðbeinendum. vetrartíð hamlaði hefðbundnum slitum barnastarfsins var þessi nýbreytni tekin upp og var á börn- unum að heyra að þau væm vel sátt við þessa nýbreytni. Sr. Guðni sagði mikilvægt að börn í dreifbýlinu fengju að njóta barnastarfs í kirkjunum, ekki síð- ur en börn í þéttbýli. Þátttaka í þessari samveru væri um 70 af hundraði barna á þessum aldri í sóknum Melstaðarprestakalls. Til gamans má geta hér, að börn úr Prestbakkaprestakalli luku sínu vetrarstarfi í júníbyijun, með heimsókn í Breiðabólstaðar- kirkju og Barnaskóla Þverár- hrepps. Vom þau þar í fylgd sinna leiðbeinenda, hjónanna frú Guð- rúnar og sr. Ágústs Sigurðssonar. Póstur og sími minnist 100 ára af- mælis Seyð- isfjarðar- kaupstaðar Seyðisfírði - Póstur og sími ætlar að gleðja Seyðfirðinga í tengslum við 100 ára afmælishátíð þeirra sem verður eftir rúmlega viku. Fyrir- tækið hefur látið gera og leyft notk- un á fjórum mismunandi sérstimpl- um sem verða notaðir meðan af- mælishátíðin stendur yfir. Nýtt safn, Tækniminjasafn Aust- urlands, verður opnað á Seyðisfirði 29. júní. Þar verður rekið pósthús með gömlu sniði þá daga sem af- mælishátíð Seyðisfjarðarkaupstað- ar stendur yfir og verða sérstimpl- arnir notaðir þar, einn fyrir hvern dag, frá 29. júní til 2. júlí 1995. Á hveijum stimpli er mynd af einu merkishúsi bæjarins. Fyrst kemur gamla símstöðin frá 1894, sem var íbúðarhús Ottó Wathnes og fyrsta símstöð landsins og pósthús, en hýsir nú bæjarskrifstofur kaupstað- arins og Tækniminjasafn Austur- lands. Þá kemur mynd af Seyðis- fjarðarskóla frá 1905, síðan mynd af Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar frá 1898 og að lokum mynd af Seyðis- fjarðarkirkju, sem var endurbyggð á núverandi stað eftir flutning af Vestdalseyri árið 1923. Þess má líka geta að Póst- og símamálastofnun gaf út fyrr á árinu Seyðisfjarðarfrímerki með mynd af verki Kristjáns Guðmundssonar, Útlínur, sem verður sett upp á mið- bæjartorginu nýja á næstunni. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Pijónaðir Bárð- dælingar Laxamýri - Goðafossmarkaður er tekinn til starfa. Handverkskonur milli hciða reka þessa starfsemi sem einkum er ætluð ferðamönn- um. Mjög margt er á boðstólum, s.s. mikið af lopapeysum af öllum gerðum, skartgripir, glerlista- verk, nytjamunir ýmsir svo og smávörur úr beinum og hornum. Fleira mætti nefna, svo sem pijón- aða „Bárðdælinga", bændur, bændakonur, ýmsar brúður og sveina. Nokkuð er mismunandi hve mikið er að gera, en á góðviðris- dögum er jafnan mikil sala. komduí Ihíirscm cr -hvcnærscm crl KRINGMN sjá Kringlukastsblad sem fylgdi Morgunblaðinu í vikunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.