Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 19 FERÐALÖG .. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson GOMUL hestaverkfæri verða til sýnis við Hótel Flúðir í sumar. Ferðir á Langjökul Borgarfirði — Þjónusta við ferðamenn er vaxandi þáttur í atvinnustarfsemi í Borgarfírði, eins og ann- ars staðar. Fyrir þremur árum var endurvakið fyrir- tækið Langjökull hf og hefur það verið með ferðir og þjónustu við ferðafólk sem vill fara inn á Langjökul. Snjóbílaferðir og snjósleðaleiga er á vegum Lang- jökuls hf, en aðstöðuleysi hefur nokkuð háð starfsem- ini fram að þessu. Mikil bót varð á þessu þegar fest voru kaup á 130 fm húsi á Akranesi síðastliðinn vet- ur. Beðið var færis með að flytja húsið þar til snjóa tók að leysa. Þá var vegurinn mokaður og látinn þorna í nokkrar vikur. Fenginn var dráttarbíll og tengivagn af stærstu gerð hjá E.T. hf í Reykjavík til flutninga á húinu sem flutt var í heilu lagi. Vegalengdin er um 130 km og tók ferðin alls 10 klukkustundir. Gekk flutningur að óskum og er aðstaða öll miklu betri. Strax daginn eftir var tekið á móti fyrstu viðskiptavinum í nýja húsinu. Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson HÚSIÐ var flutt 130 kílómetra leið. Nýjungar á Hótel Flúðum Morgunblaðið-Syðra-Langholti SÍÐASTLIÐINN vetur var breytt nokkuð tilhögun á rekstri og þjón- ustu við ferðamenn á Flúðum. Stofnað var hlutafélag um rekst- urinn og teknar á leigu þær ein- ingar sem hafa þjónað ferðafólki, þar með talin Ferðamiðstöðin og rekstur tjaldsvæðisins. Jón Gauti Jónsson var ráðinn hótelstjóri frá sl. áramótum. Hann sagði í spjalli við frétta- ritara að bryddað yrði upp á nokkrum nýjungum. I Ferðamið- stöðinni eru á boðstólum heitir skyndibitaréttir og þar er líka þvottavél og þurrkari svo ferða- fólk getur þvegið þvott sinn. Þessi þjónusta er einnig fyrir sumarbú- staðaeigendur í Hrunamanna- hreppnum. Þá er verið að merkja þijár gönguleiðir í nágrenni Flúða. Reiðhjólaleiga er fyrir þá sem vilja líta í kringum sig á því farar- tæki. Málverkasýningar verða í allt sumar og að sjálfsögðu minja- gripasala. Það áhugaverðasta, að sögn Jóns Gauta, er að nú er ver- ið að koma fyrir á flötinni við félagsheimilið gömlum hesta- verkfærum, jarð- og heyvinnslu- tækjum sem voru notuð á fyrri- hluta aldarinnar. Allmikil umferð íslendinga hef- ur verið á Flúðum í þessum mán- uði og alltaf vinsælt að halda þar niðjamót. Hvað varðar erlenda ferðamenn á það sama við sem annars staðar að Þjóðverjar og Svíar skila sér ekki nægilega vel í skipulögðum hópferðum til landsins í ár. Burt meb klórin! Klórvatn hefur inargvísleg neikvæö áhrif á háriö. Ultra Swim sjampó og hárnæring eru þróuó til að losa klór og klórlykt úr hári á áhrifaríkan hátt. Ultra Swim nær um helmingi meiri klór úr hári en önnur sjampó. Ultra Swim inniheldur Aloe Vera og Whole Wheat prótein. Þah er einnig ætlab til almennra nota. apótek og sportvöruverslanir um allt land. Dreiflng; Aqua Sport, sími 568 8085. Að nálgast sjálfan sig og Guð Siðfræði náttúrunnar Einsöngur í anda Suzuki Hin vonlausu „keis" unglingar / foreldrar FJOLSKYLDUHATIÐ AÐ LAUGALANDI í HOLTUM helgina 30. júní - 2. júlí Óvenjuleg útihátíð þar sem mjúku gildin verða í hávegum höfð. Fullorðnir geta valið um 22 námskeið og börnin fá 6 smiðjur til að velja úr. Trésmiðja Sund Gjöf dagsins Tónsmiðja Körfubolti Helgistund Föndursmiðja Fótbolti Gönguferðir Leiksmiðja Útileikir Dans Þrautasmiðja Kvöldvaka Söngur Litla leiksmiðjan Varðeldur Hestaleiga o.fl Fáðu bækling og frekari upplýsingar í síma 562 1747. Sólstöðuhópurinn. ...alltfy rir fjölshyU una! HF.OFNASMIÐJAN Háteigsvegi 7 • Sírni 511-1100 Þar sem ferðalagið byrjar SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLÓÐ 7 101 REYKJAVÍK S, 562-1780

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.