Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 26
J 26 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMIÐ FYRIR FRAMTÍÐINA ÞAÐ ER mikið fagnaðarefni að samningar skuli hafa tekizt í gærmorgun með íslenzka álfélaginu og verkalýðsfélög- unum í álverinu í Straumsvík. Á elleftu stundu sýndu samn- ingsaðilarnir þá ábyrgð, sem ætlazt var til af þeim. Hljóti samningurinn samþykki, hefur hættu á stöðvun framleiðslu í verinu og því tekjutapi, sem af henni hefði hlotizt, verið afstýrt. Enn er of snemmt að segja til um hvort verkfallið í álver- inu hefur skaðað möguleika á stækkun Straumsvíkurverk- smiðjunnar. Þó vekur yfirlýsing starfsmanna álversins, um samræmda atkvæðagreiðslu um sameiginlegan kjarasamning næstu fjögur árin, vonir um að tekizt hafi að skapa traustari grundvöll fyrir hina nýju fjárfestingu. Þannig segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, í Morgunblaðinu í dag að þetta sé eitt þeirra atriða, sem eigi að geta greitt fyrir uppbygg- ingu og frekara samstarfi við erlenda fjárfesta. í sama streng tekur Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra, sem segir að viðræð- urnar um stækkun álversins fari nú aftur af stað af fullum krafti. Yfirlýsing verkalýðsfélaganna er aukinheldur fordæmis- skapandi til framtíðar. Ljóst er að væntingar um stöðugleika á vinnumarkaði og ejnfaldara form samskipta við stéttarfélög eru mikilvægur þáttur í ákvörðunum erlendra fjárfesta um að setja upp starfsemi hér á landi. Með nýjum vinnubrögðum geta verkalýðsfélögin því stuðlað að nýjum fjárfestingum, sem skapa ný störf og eru félagsmönnum þeirra beint og óbeint til hagsbóta. Aukinn sveigjanleiki verkalýðshreyfingarinnar að þessu leyti er forsenda þess að átak til að auka útlenda fjárfestingu takist. Ummæli Gylfa Ingvarssonar, aðaltrúnaðarmanns starfs- manna álversins, eru uppörvandi: „Við höfum lagt á það áherzlu að tekið verði upp annað samskiptamynstur en verið hefur, sem leiði til bættra samskipta, og ekki stendur á okk- ur hvað það varðar.“ BEZTILEIKUR MAJORS SEGJA má að John Major, forsætisráðherra Bretlands, hafi með ákvörðun sinni um afsögn sem leiðtogi íhalds- flokksins og nýtt leiðtogakjör sýnt á sér þær tvær hliðar, sem stjórnvitringurinn Niccoló Machiavelli taldi góðum stjórnmála- ínanni nauðsyn að hafa; slægð refsins og hugrekki ljónsins. Sótt hefur verið að Major undanfarið, einkum frá hægri væng íhaldsflokksins þar sem mikil andstaða hefur verið við stefnu ríkisstjórnar-hans í Evrópumálum. Enginn forsætisráð- herra hefur verið óvinsælli með þjóðinni frá því byijað var að gera skoðanakannanir og Verkamannaflokkurinn nýtur nú yfirgnæfandi fylgis, samkvæmt könnunum. Innan íhalds- flokksins hækkaði stöðugt hvískrið um mótframboð gegn Major að hausti. í ljósi andstreymisins ber það vott um hug- rekki, að Major skuli nú sækjast eftir endurnýjuðu umboði þingflokks íhaldsmanna til að leiða flokkinn. Aftur á móti ber það vott um kænsku, að hann skuli velja þessa tímasetningu. Andstæðingar hans hafa ekki komið sér saman um mótframbjóðanda og ná nú trauðla vopnum sínum. Líkur Majors á endurkjöri eru því töluverðar og telja má víst að hann hafi nú leikið þann leik, sem var beztur í erfiðri stöðu. Með afsögn Douglasar Hurd úr embætti utanríkisráðherra hefur Major rýmri stöðu gagnvart efasemdamönnunum í flokknum og getur það orðið honum til hjálpar. Það er raunar afrek hjá John Major að hafa haldið forsætis- ráðherraembættinu í hartnær fimm ár. I brezkum stjórnmálum er engan veginn sjálfgefið að menn sitji jafnlengi í því emb- ætti. Major hefur þurft að kljást við erfiðan klofning innan íhaldsflokksins og sívaxandi þreytu og hugmyndafæð meðal flokksmanna vegna langrar stjórnarsetu. Raunar hefur Major tekizt bærilega að halda flokknum saman, þrátt fyrir allt. Hann hefur tekið á móti gagnrýni með hógværð og ekki egnt menn til meiri átaka með því að svara ævinlega fullum hálsi. Enginn þeirra, sem orðaðir hafa verið við leiðtogaembættið, er líklegri en Major til þess að tryggja einingu innan íhaldsflokksins. Sigri John Major í leiðtogakjörinu, sem framundan er, kann hann að styrkja stöðu stjórnar sinnar og hafa skýrara umboð til stefnumótunar. Vandi íhaldsflokksins yrði þó engan veginn leystur. Áfram yrði deilt um Evrópumálin — þær deilur ganga þvert á báða stóru flokkana í Bretlandi — og framundan éru stórar ákvarðanir í Evrópumálunum, til dæmis á ríkjaráð- stefnu Evrópusambandsins á næsta ári og um þátttöku Bret- lands í efnahags- og myntbandalagi Evrópuríkja. Deilurnar, sem munu rísa vegna þessara ákvarðana, myndu reynast hvaða forsætisráðherra sem er óþægur ljár í þúfu. SKOÐUINl BANDARISKAR LANVEITINGAR OG STEFNUBREYTING VINSTRISTJÓRNARINNAR í VARNARMÁLUM ÁRIÐ1956 Að sjálfsögðu hefðu framsóknarmenn og Al- þýðuflokksmenn kosið að halda her- og lána- málum aðskildum, en þeir gátu það ekki. Valur Ingimundarson svarar athugasemd- um Gylfa Þ. Gíslasonar frá 8. júní sl. ttÁDUNCYH Henttiuu» i ft* nimntth FLumftntl Ey*l*úu» Jitiime* ttmrnum JÁB***on r«r*rt*ríuul ug f«rMti. mmáur I. Omémmmémmm, QyWí P. GWbuww, LMtik jóammtt. VAJRNARMAL OG LANSFJAR- ÖFLUN Á ÁRUM RÍKISSTJÓRNAR HERMANNS JÓNASSONAR1956-5$ ÞAD <er io*g!ttrfai. aA yrydr i* sagn- fnHknjfar *k«h f> »MIwj áram haía i oukn- ... jikM ««i ftlöunli aiðusuj & Ísiandi. nrírjrd.iji íkUAíhi }>*A v«.'wi»YtTk k»9«r csmsR 4 frv'kart urnnrOu. E *'A*>Ux heíti 1 imarkwrvj StOfJw «r rifevrrt rftir Va! Ktra t)írm»g*4 i stidnuiirsytingi; iTwtn í vanunit&ium irtð J 956. Aðifcffif m^>rdarijir.sr tx sð iviUtM víA «ð týiut fnau í brm'. sam- brmifi Kifti ranur- r* UjunAiw.nx. Vw nMÍati sjjðttA ámujc'fit) vw rtnzhxgtiiisitxM i> UiajKti arM óri-Vsutdi. VrHkipííhaham vu hMtuiem nuioll (.imgili var tan^t tktíA. I \*4t btvyu un> tStifni: tvyná »fjfim iWvmwmt VXtJMZ *&)JjAÍkJifi mtÁ tifilhk- vítk pat vkkt gwigíó if) cwia *\xjí*í* KfUxm, cfchí ncviia í lví» njr hilft it. SiwnriarftJ mfr.sði dnmitt rt-jpa uiti vt*fn- <ma i i siðaata hefti Urnariuiiis Sðgu er ntgerð eft- ir Val Ingimundarsun; Áhrif bandarfeks Qár- liiagns á stcfnu vinstri sljðniarinnar f vamar- málum árið 1956. Gylfl 1*. Gíslason ssm sat. f ríitiiintjiirnmnjgaiiar um ritgerðina. u Þaí filriði rr&rttr V$h. Htn «***» ftcíur vwid ujj, f fjiImiN- um. *r frMfýn btn* *! JMflflitb)**, n lAíUiðsjmuujrfúttádftfrrfi a»r>(iirikjiJ>r>», JUrbm H>wtr. kafi Vio jilmi 1*» i tumUii, *<ti> tnrr. trtr rw»: \*»tn i Wa«hif^>n 25. OWfthw I mmnkUfiÁuu >rt ftMutarJM fiQrtmvftiri Jt'jAui/iífi fcí«j*k v>5M f rttuJMgvnwiliuti atcfi ftv: wmja **«ií!jhí« wm íWoGogy tA ■ij'pbtvrt S núDjí-nir d<it»n> otr i>«« tu&i, Vfifrto vwmfynmr.jrtjtiftn. í fcM m.*. vSrturkjmmng & þvf, art fj:W«riinr*r rr.iJWað '4 ixU-íniff. W firt tih'í fið afi yfimVruntiUgi ttn, -amvRtn^. Uftfi rtrtur rri vAnAntn u»; vwjf. sfim.4ln(h>:í: Uók!. V*k» )nus»K<a<i*flK>n li~ur jxrtta tni»n*sUfid«ófimr«)iik);.y fi^wali viii ■•tligfíiti íán*Ji:U*r.l:fi. NflU tkUaéMáí hafj ftin» vrjcar 5c*t- id J þígnargixil Hwmi rtí-Xwr tfir* >f fut>-V.ftmð«fitttn Kisjns<Ma>ii. og AiþýrtuftovJr*, <«>n-. í*nfriH kfið rnw>. uflk KyaUin KuftJ Jfmawn CiAmiM t. (ftkVr.ufld«u-fi. t»«f haft hin* vrgur ntirinr'. fi OfáJifjrrk g*. í-e *A minnafcUrt fiUrvi vg UryxAi «M«ri & þart rr.iu3iL Bs *4 tpímjn vakru’ aaAvitaft. hrcrt þart gcti IfiUrt vúwiun fvrír mrtli vamfirmáUnnfi »g tíuivMtinga *h*n.n\ hu T*>ð þarr rifirthmftnjfir. *«n Avatt haffi wrirt b“mar fnm *f tcf>'tt»nk^ifiuni FrHm*rtknv. A<þýA4fV>kk«jn«. i *rt frwjJufi A frarv Ivst'tnr) ák.ærta «J<<rnv»lUii:tlii>v vui nuTUtKtiAi liaC U-rsjjíl lirryttri a/A* ftftnt»mAl» f k}6ltu HtbiriV aniji f Umrmjaiiuirti virt Sws,- dcurrt ftauaúrt )>5rt. í (**>•;< JftmLwvt vwrtur »9 v*hj* *é«ir*k4 Mhyjff; k )nri, irfl-c.sw <mm- U< Vílhjilns tVw <v Hoov.t* i W**h- tr«u>r fór 'r*m. W var 25. ->)aót»r Ya «n«Ktt ilagiftn Artur, þa* 1S. uhtóbrf. srsrtiíftt i liitfw-ijniiind: fifhurKr, mo vriktu (wixsfitfty^; <>g nrifta uppfmf þcjntr þnSnnor, '««•. úrtaa Attí «ir *Lv> i> ftknrnraam tífiva U. <k(ÁU-r iýrti *v6rr.mAI*rirt Ufijr- w-rjsJajuU yfsr r'tt: r(ki*i«* J;J J*-<a firt rírtfi yffift ». «*,>. rm-wr sajf-'i forwaxjaa'Artiwrm Usnr* v<-rjiiífi>iÆ<. Nuj'y. Juxjírt úr Vwxjir- ixu >ftaiv«inu <>« art wmrt-r-.i 4. nrtvnm- tw rÁrtusi JK-nr ikfir’kr'kjwifiu ínn f UfljfWfjfiJand. AlJfi dagv Uand»t utHyjfft IÚ3» frjiiva Ukm» art þv-,. is<>* þarr.a v*» nrt frvru!. Þsrt. Wx>f *«rtv>tárt firt tniii hrem tttra, i>rt miiniiiW irtfrt )v»*ri-«. írA Yiiftjkktl ÞOf: iwiUt Hr'rminftí <<g eiflfirt rni flefri. Kr. nm þfitt* kvú JfiriuriiW. jvilivgii mauna fiéi. «>:> ov; «»> ftíUfl Ufen. aö því. wtr. w .-2 gxmA i UsyinjuÍAftrii jJó rtkýrittA. >«m a»«t <k4»«r ftrtat > hug Á Jnrí. art jv>tu tniflfiiíftiart vivrrt fikki umrfi'Vyc.ún, nr «0, ).#ð ftaíi Urinhaifi Unjkknsrt J \k';ki burrtsmtu ( L'agvwjsJftjKÍí. t*g: bðfrt* sfrtar ( fV wwrt jrtr *tíf»uJu«yttfl«v tt'KaMtjnrnMrinnaf W fiMf?i rrúg Ui þr*í nrt vrkj* wlr/?ti A þvi. urt YaJur Itnrimundfir- »-•>: kkur J«rt vkfrt vy tkiinerkikíJ* fnur,. nrt VíJftjáúrar Þ<S: ft*fi f ódsim rirtíwísni ofttum «m iiaamil virt vtjAmvúid BatttUHVjiifitt*. »Wiw mÍMttt i vantanaik «»4* ft*í« ft*fl* am þ«ó ftiýr fynrmtii tri tixnv <4j6míc.r4, Þ»rt kmiu nnnig frwn | (rtifign Y*Ja *t vJrtncrtnm Emjte Ji®iJtK«Ktt v» UttKtarWfl rtrtairwiuj am íicrmiLð f neptcmk'i 1954. art ft*fic h»fi ekk) rniflfltt 1 liwuv.il. ra Kf «kíjí» trÁ ým>* mmrii i rtt- jr»«rt Vfiift li.j.'íttvtnlarw’-iar þaani^ *ð GoVwjndur í. Gurt3umíttc.-fl h*J5 ailó ttrt wirt *bdvfgvr kkvaróurn ttjófruraáUmiiafi* uui rarjuumifjji, r*r3 tg ftrt tfik* *kfti íram og kfiOt* i þfirt iix'friu, ttíU'in: fikwhw <*r rrfi*'. ú^Anunrtar }. G.<rtmuit<h«»n v*r ifl-ðg vfiMartar *jmv>tkiwfi«- *» tt>á(Kir Pogzt fnV/»:<il<>gr* vunð I hcífljínam % ftftrt* *j<fct* in- tflgfiirirw. flattsi fvflttrvnir: it Afþjrtu- ffcÁkiíwit uudjr hf)ttu fifljflf&r (<artnxK«iv.«Kiat hvfirt <-Jtr *w>»rt t»Þ kírifir wn. »rt tknkUfir, v*»i wrttrt art mvckifiíknrtíi tMVmdfimMfli^j- •rin frá J951 og m^jv Kr&svfkuf vamfln^rtaw iip?- tft-gw umkotnj- ixg m orikrt utti voMin^a'vitxiaiíg h'fi?>rn«Vkna.r- <M AJþgrttiftnkVafxa vvrirt (9Í.6, var fifUjjan k:kfl tigniM í irtftnríkisn&iajurind. FuikriUr f-Yattt«-» jwrrtukkvi nv Jur vorv Hcr- íiiawi iótmuKK: uj' uörwnjflj fíiynj- ófffiflwv. c* ég fnfkrúi Aiþýrtafk-kká' m*. Við ftrwUum tirrtjiivjri titlögvmn ar, þSJt ort&Ufni hi-nnjfi híftiwr úbflytt. kifl i hjjini Uvylíij fnynd ftttlvj ttVflgftK i þvi, ai öx'faa fs- *rt tryg®* nttfiMflW «g órjf$ :áwi*»s «g *ð Jiðfa ruJi.jiÁA-j u, <nj-gg>«niJ virt nigr*A*aþ}<Wkr, m flamttarfi : Ai;nntskafttW.:< u«*inu. (tartttKirxiur i. Gurtmut>rtft»n: ÍTvMrt) þfswi tfKtfU fllkviWji fitfl ag alkr aðrir {áammcnn AJþýrtu fl*kkttas og vaí þrf Mjaþjkkuj. # tiín yrrtí fiícfn* nýrrur «kkvjyómw V.ir þykir ekfa óvecntkgt, ort Hoovv hafl ftafl Jýnjpwtttt ujy.viif tiUSpuiM) *r £ hu«fl. híflii f rajnfltflWflrt >r«, fltrai flAfifl afhfifltí Viijttm W 25. OktíÚtet, tvkur fr*m, jú* }»Wfi<J injrar riyrtji miBurt Y«*turt*»4a. Þ»ð vnr ( ftjflu ftttwrannt riO ch utjjigannar. *rt nrtnriftu to-nj tns. virt Bvfldíjfldn. <*g rikiknk ftrt Crart fctmdur 1. GurtflwtnhMon Uitti t* tyúi þtsm. Kn alkfif miifiuttúigvi t»j« v»r jifnin ( »nrar*rttt «irt *fr ttikigunirar Vcgna nAiraifi kyn*a vfevtíJjj okk*r Gikfettnttjyfftfi f GWrt muw).-wmwr tri rttf mér híiw wgfl ■>ft*itt ftrt »tíj(5a, art haflft lafi v*rk vá *f þsnjfnvJflínuo AJþýrtaflokltrfiiW! flffn trrgftMur v*r tt) fytgw rA þ wf»<i, «m oÍMv i Yiurt Eri Jmuii ínunfyigdi h*«c.f uoir, uUnrikHrsfrt flvrw, fraftjsrt Ul Alþjrto- og Irfim sók c.nrfktti Vnr.ftft uriíe cfnhuga u« art J.rftjri* hvftfii IV Á.**tir Áxgfiimt* kftfTJt ca|Ár> *( okifC.i fcí myixikr. «j4n»r fkrnxtrirv Jnnsflvonsfi nrnu þ*u. vrar. luiu v stírftjm h*r« «vm focscts. V*J AJ þydtift'-kkíenv á riðJturruni fi>r fnut i irsMýxr fJckkvinft. Páð var .vJ kflftftft, vrt Jsttrts VtriO i:tr swkkm ftokkívhoxtt f Afþýrtufk'kkn :>at *rt rsftrt*. Vifrt fíurtnuiftdur J. tiurt rr:u>xJ*v;-» «ru-n hw f »új«m hój«> ujii iJtnwi flfikkftirw. l'w þart vari þceíJKÍi uttukflnniijflp. fynA fyrir *tJx>ina (larafú*r I 'cuudvM-uar, »rt m»*ft ár bvViii tuipuruni yrrtu rJrtJxvrar K*grtrff*>:: tjftRH rl.gift *í*k:)Xf * jwf cr.M. Þsrt htrfrtt t-kki mxirýnu: SUfirtfi hftR* *W» furH'JU. Og A-V’:: ÁísrifííKtfl v*r vitjuii r.urtur vmj *rt (uttifl jrrrrti rir c*kí grtfo tyii híútvraki »cnu. IMORGUNBLAÐINU 8. júní fjallar Gylfi Þ. Gíslason, fyrr- verandi ráðherra, um gréin mfna „Áhrif bandarísks fjár- magns á stefnubreytingu vinstri stjórnarinnar í varnarmálum árið 1956“, sem birtist í tímaritinu Sögu. Ég er sammála Gylfa um, að umfjöll- un sagnfræðinga um atburði síðustu áratuga sé „vandaverk og kalli á frek- ari umræðu", og met það, að hann skuli hafa gert ritgerð mína að um- talsefni. Það eru hins vegar nokkur atriði í grein Gylfa, sem ég vil gera athugasemdir við, auk þess sem ég hyggst gera betur grein fyrir rök- semdarfærslu minni í Sögugreininni. Stefna stjórnarinnar Eftir að vinstri stjórn Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags, settist að völdum í lok júlí 1956, boðaði hún miklar breytingar í ut- anríkis- og efnahags- málum. Tvennt bar þar hæst: annars vegar að framfylgja ályktun Al- þingis frá 28. mars 1956 um brottför Bandaríkja- hers frá íslandi og hins vegar að afla Iánsfjár til að fjánnagna fram- haldsvirkjun Sogsins, togarakaup og ýmsar aðrar stórframkvæmdir í landbúnaði, sjávarút- vegi og iðnaði. Fyrir kosningar árið 1956 hafði Konrad Adenauer, kanslari Vestur-Þýska- lands, boðið Ólafi Thors, formanni Sjálfstæðis- flokksins og þáverandi forsætisráð- herra, upp á mjög hagstætt lán til langs tíma, en dró það til baka eftir myndun vinstri stjórnarinnar. Stjórn- in leitaði fyrir sér um lán í Vestur- Evrópu í ágúst og september 1956, en sökum stefnunnar í hermálinu báru þessar umleitanir engan árang- ur. í framhaldinu ákváðu framsóknar- menn og Alþýðuflokksmenn að freista gæfunnar í Bandaríkjunum, m.a. vegna þess, að þeir vildu ekki, að ísland yrði of háð Sovétríkjunum í efnahagsmálum. Viðskiptin við aust- antjaldslöndin höfðu vaxið hröðum skrefum frá því, að Bretar settu hafn- bann á íslenskan fisk árið 1952 og námu um 30% af heildarviðskiptum Islendinga árið 1956. Til samanburð- ar má geta þess, að viðskipti annarra NATO-ríkja við Sovétríkin og fylgiríki þeirra jafngiltu að jafnaði um 3-4%. Það var samt ljóst, að róðurinn yrði enn þyngri í Bandaríkjunum, enda var ekki við því að búast, að Banda- ríkjamenn kæmu þeirri stjóm til að- stoðar, sem hefði það á stefnuskrá sinni að láta herinn hverfa úr landi. En eftir að Bandaríkjastjórn hafði sannfærst um að íslensk stjórnvöld vildu komast að málamiðlun í hermál- inu, sem báðir aðiljar gætu sætt sig við, breyttist viðhorf hennar. Til að greiða fyrir viðræðunum um varnar- málin buðu Bandaríkjamenn síðan stjórninni lán, með því skilyrði, að herinn yrði áfram á íslandi. Eftir inn- rás Sovétmanna í Ungveijaland og hernaðaraðgerðir Breta, Frakka og ísraela við Súez-skurð hætti stjórnin formlega við brottför hersins og komst síðan að samkomulagi við Bandaríkjamenn um óbreytt ástand í varnarmálum. Skömmu síðar veittu Bandaríkjamenn stjórninni þau lán, sem þeir höfðu lofað henni. Fundirnir í Wasliington Ég tel mig hafa sýnt fram á það með mörgum dæmum í ritgerð minni, að varnar- og lánamálin hafi verið nátengd árið 1956. Hins vegar virðist Gylfi draga í efa, að samhengi hafi verið þar á milli. Það voru ekki mín orð, að Vilhjálmur Þór, landsbanka- stjóri, hefði „aldrei" minnst á varnar- málin í tengslum við lánaumleitanir vinstri stjórnarinnar með bandarísk- um embættismönnum um haustið 1956. Gylfi hefur senni- lega í huga skeyti sem Vilhjálmur Þór sendi Hermanni Jónassyni, for- sætisráðherra, en ég birti það nánast í heild í grein- inni. Þar segist Vilhjálm- ur ekki hafa fjallað um herverndarmál í Wash- ington vegna þess, að hann hefði ekkert umboð til þess, en „hlustað mjög hvað sagt hefur verið um þau“. Staðreyndin er sú, að Vilhjálmur Þór hafði frumkvæði að því oftar en einu sinni að ræða hermálið. Auk þess var Vilhjálmur Þór fulltrúi Framsóknarflokksins í undirbúningsviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um varnarmálin í Washington í okt- óberbyijun árið 1956 og spurði þar út í lánstilboð Bandaríkjamanna. Það er enn fremur rangt, að ég hafi sagt í grein minni, að lánamálin hafi ekki borið á góma í þessum undirbúnings- viðræðum. Það kemur skýrt fram, að Emil Jónsson ræddi þar þessi mál, en hann gegndi embætti utanríkisráð- herra í veikindaforföllum Guðmundar í. Guðmundssonar. Ég hafði reyndar ætlað að gera þessum viðræðum Emils mun meiri skil í ritgerðinni, en varð að stytta frasögnina rúmsins vegna. Framsóknarmenn og alþýðuflokks- menn vildu augljóslega reyna að forð- ast það í lengstu lög að tengja vam- ar- og lánamálin um haustið 1956, enda hefði það getað stefnt stjórnar- samstarfínu við Alþýðubandalagið í hættu og orðið vatn á myllu stjórnar- andstöðunnar, Sjálfstæðisflokksins. En þeir gerðu sér grein fyrir því, að það var vonlaust að»halda þessum tveimur málaflokkum aðskildum, þegar á reyndi. Það var í raun Emil Jónsson, sem blandaði,þessum málum saman á fundi sínum um varnamálin með John Foster Dulles, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, 1. október 1956, með því1 að fara fram á, að Vilhjálmur Þór fengi að ræða um efnahagsvanda íslendinga við banda- ríska embættismenn. Tók Emil það sérstaklega fram, að hann kysi, að þessar viðræður færu fram áður en seinni fundur sinn með bandarískum ráðamönnum yrði haldinn um varnar- málin tveimur dögum síðar. Á fundin- um með Vilhjálmi Þór 2. október sögðust bandarísku embættismenn- irnir vera reiðubúnir til að veita ís- lendingum lán að upphæð fimm millj- ónir dollara til að fjármagna virkjun Efra Sogs. Skilyrðin yrðu þau, að orkustrengur frá virkjuninni yrði lagður til Keflavíkurstöðvarinnar. Þannig vildu Bandaríkjamenn tryggja áframhaldandi dvöl hersins, enda hefði það engum tilgangi þjónað að kaupa raforku frá Sogsvirkjun, ef þeir hefðu þurft að hverfa með her- afla sinn á brott frá íslandi. Herbert Hoover, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, gerði síðan frekari grein fyrir þessum lánsmögu- ieikum á seinni fundinum með Emil 3. október og ítrekaði, að bandarísk stjórnvöld væru tilbúin til að fjár- magna að hluta framhaldsvirkjun Sogsins, með því skilyrði að sam- komulag næðist um sölu á raforku til herstöðvarinnar. Einnig kvað Hoo- ver bandaríkjastjórn vera að kanna, hvort unnt væri að veita Íslendingum svokallað PL-480 landbúnaðarlán. Emil þakkaði Hoover sérstaklega fyr- ir yfirlýsinguna og spurði síðar, hvort skilyrðin fyrir lánveitingunni væru þau, að samningaviðræðunum um varnarmáiin væri lokið áður. Hoover svaraði því til, að gengið yrði frá raforkukaupunum í viðræðum ís- lenskra stjórnvalda og varnarliðsins. Þessar viðræður sýna svo að ekki verður um villst, að það var sam- hengi milli varnar- og lánamálanna. Þótt Emil hafi ekki verið viðstaddur viðræður Vilhjálms 2. október, þá var lánstilboð Bandaríkjamanna rætt á fundinum 3. október. Bandaríkja- stjórn bauð þessa efnahagsaðstoð vegna þess, að hún taldi, að vinstri stjórnin vildi ná sáttum, sem hvorar tveggja gætu sætt sig við. það hefði ekki komið til greina, að Bandaríkja- menn „verðlaunuðu“ stjórnina með stórláni til virkjunar Sogsins, ef þeir hefðu talið, að hún ætlaði að standa fast við stefnuna í hermálinu. Það var síðan 25. október 1956, sem Hoover lét Vilhjálmi Þór í té minnisblað, milliríkjanótu (Aide- Memoire), þar sem lánstilboð Banda- ríkjamanna er sett fram með formleg- um hætti. Haft var samband við Thor Thors, sendiherra í Washington, til að taka á móti þessu minnisblaði. En þegar Thor Thors frétti, að Vilhjálm- ur Þór ætti að vera viðstaddur fund- inn sagðist hann ekkert vilja blanda sér í málið, sennilega vegna þess, að honum hefur mislíkað að hafa verið haldið fyrir utan viðræðurnar. Auk þess var samband hans og Vilhjálms Þórs mjög stirt á þessum tíma. Það varð því úr, að Vilhjálmur Þór tók einn við minnisblaðinu, en bandaríska sendiherranum á Islandi, John J. Muccio, var einnig gert að koma efni þess til skila við íslenska utanríkis- ráðuneytið. Tengsl her- og lánamálanna Gylfi virðist bera brigður á, að minnisblaðið frá 25. október sanni bein tengsl milli varnarmálanna og lánveitinga. En minnisblaðið var í raun skrifleg staðfesting á þeim láns- möguleikum, sem Hoover kynnti Vil- hjálmi Þór og Emii um fjármögnun Sogsins og þátttöku íslands í PL-480 áætluninni í októberbyijun í Washing- ton. Það, sem var nýtt í minnisblað- inu, var, að Bandaríkjamenn buðust til að veita íslendingum skyndilán að upphæð 3 milljónir dollara að ósk Vilhjálms Þórs. í báðum tilvikum var það gert að skilyrði, að orkustrengur yrði lagður frá Sogsvirkjun til her- stöðvarinnar. í minnisblaðinu er ein- mitt vísað til fundarins með Emil: Eins og íslensku sendinefndinni var tilkynnt 3. október eru banda- rísk stjórnvöld reiðubúin til að standa straum af kostnaði við er- lend efniskaup við virkjun Efra Sogs... Skilyrðið er að sam- komulag náist milli íslenskra stjórnvalda og vamarliðsins um kaup á raforku til herstöðvarinn- ar. Vamarliðið er tilbúið til að ræða þau samningsatriði, sem varða kaup á raforku frá Soginu til herstöðvarinnar. íslenskum stjórnvöldum verður þó að vera . ljóst, að það er ekki mögulegt að ljúka þessari samningsgerð nema framtíð herstöðvarinnar sé tryggð. Gylfi bendir réttilega á, að Banda- ríkjamenn hafi verið reiðubúnir til að veita 3 milljóna dollara lánið áður en viðræðunum um varnarsamninginn lyki. Það breytir hins vegar engu um þá staðreynd, að skilyrðin fyrir þess- ari lánveitingu og hinum tveimur voru þau, að „framtíð herstöðvarinnar [yrði] tryggð". Eins og ég legg áherslu á í greininni fengu íslensk stjómvöld þessi þrjú lán á grundvelli minnisblaðsins. Bandaríkjamenn veittu skyndilánið í desember 1956, en Sogslánið og PL-480 lánið um vorið 1957. Reynt að ná málamiðlun Gylfí telur, að minnisblaðið afsanni ekki þær staðhæfingar forystumanna Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, að stefnubreyting vinstri stjórnarinn- ar tengdist breyttri stöðu heimsmála eftir innrás Sovétmanna í Ungveija- land og hernaðaraðgerðir Breta, Frakka og ísraela við Súez-skurð. Ég dró aldrei í efa, að þessir atburð- ir hefðu haft áhrif á stefnubreyting- una. Þvert á móti tel ég, að þeir hafi átt, þátt í því, að framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn ákváðu að gera engar breytingar á varnarsamningn- um. En í ritgerðinni færi ég rök fyrir því, að stjórnin hafi ætlað að freista þess að komast að málamiðlun við Bandaríkjamenn áður en til vopna- valds Sovétmanna kom í Ungveija- landi. Emil Jónsson segir frá því í ævisögu sinni, að hann hafí á fundum sínum með bandariskum embættis- mönnum í Washington í október 1956 ætlað að reyna að fínna einhvers konar „modus vivendi" sem fullnægði okkur báðum“. Samkvæmt íslensku fundargerðinni sagði Emil á fundi sínum með Duljes 1. október, að þessi lausn yrði að rúmast innan þings- ályktunartillögunnar frá 28. mars. Hann gaf hins vegar í skyn, að hún væri teygjanleg og lagði áherslu, á að hvorir tveggja yrðu að slaka á kröfum sínum. I bandarísku fundar- gerðinni segir t.d. þetta: „[Emil] Jóns- son, ráðherra,. . . lýsti því yfír, að næðist ekki málamiðlun, sem báðir aðilar gætu sætt sig við, væri hugsan- legt, að íslensku samningamennirnir héldu fast við ályktun Alþingis og bandarísku samningamennirnir héldu til streitu túlkun Norður-Atlantshafs- ráðsins frá því í júlí 1956“. Banda- ríkjamenn túlkuðu afstöðu íslenskra stjórnvalda svo: Á fundinum á mánudag gáfu ís- lendingarnir í skyn, að það væri hvorki raunhæft né æskilegt að Valur Ingimundarson halda ályktun Alþingis til streitu, en samkvæmt henni hyrfí allt varnarliðið á brott. Þannig lögðu þeir til, að vandinn yrði leystur með því að mætast nokkum veg- inn á miðri leið: Hvorki yrði tekið fullt tillit til [þings] ályktunarinn- ar né ráðlegginga Átlantshafs- bandalagsins frá því 3. ágúst, en samkvæmt þeim „væri enn þörf fyrir herlið á íslandi og nauðsyn- legt að aðstaða og viðbúnaður sé þar fyrir hendi“. Bandaríska sendiráðið á íslandi hafði það eftir Hermanni Jónassyni og nokkrum öðrum forystumönnum Framsóknarflokks og Álþýðuflokks, að þeir vildu leggja fram málamiðlun- artillögu um varnarmálin. Samkvæmt henni mundu óbreyttir bandarískir og íslenskir tæknimenn reka herstöðina, en flugher og floti Atlántshafsbanda- lagsins fengju að hafa viðdvöl á ís- landi með reglubundnu millibili. Þessi tillaga hefði ekki rúmast innan þing- sályktunartillögunnar, enda var ekki rætt þar um að bandarískir tækni- menn yrðu hér eftir. Sú spurning vaknar einnig hve lengi erlendir her- menn fengju að dveljast á landinu í senn? Ef framsóknarmenn og Alþýðu- flokksmenn hafa gert ráð fyrir, að hersveitir Atlantshafsbandalagsins dveldust lengur en nokkrar vikur eða mánuði í hvert skipti, þá hefði brott- hvarf hersins skipt mun minna máli en ella. -- Guðmundur í. Guðmundsson hitti síðan bandaríska sendiherrann, Muccio, að máli 25. október og sagð- ist vera að vinna með Emil Jónssyni að tillögum, sem lagðar yrðu fram í viðræðunum við Bandaríkjamenn um varnarmálin. Gerði hann ráð fyrir aukasamningum og sagðist ætla að reyna að haga því svo, að auk hans sjálfs og Emils Jónssonar yrði aðeins Vilhjálmur Þór í nefndinni í viðræð- unum. Þessi ummæli styðja það frek- ar, að Alþýðuflokksmenn hafí ætlað að fínna málamiðlun, og eru ekki síð- ur merkileg fyrir þá sök, að framsókn- armaðurinn Vilhjálmur Þór var yfir- lýstur stuðningsmaður bandarísks varnarliðs á íslandi. Síðar var ákveð- ið að nefndin yrði skipuð þeim Guð- mundi og Emil fyrir hönd Alþýðu- flokks og Tómasi Árnasyni af hálfu Framsóknarflokks. Sennilega hefur framsóknarmönnum þótt óráðlegt að skipa Vilhjálm Þór í nefndina sökum þess, að það kynni að gera tengsl varnar- og lánamanna of augljós. En hvaða málamiðlun hefði getað orðið ofan á? Eina lausnin, sem kom til greina var að fækkað yrði í herliði Bandaríkjamanna og þátttaka íslend- inga aukin í rekstrar- og tæknistörf- um á Keflavíkurflugvelli. Bandaríkja- menn hefðu aldrei sætt sig við brott- för alls hersins nema íslensk stjórn- völd krefðust þess. Þeir höfðu þegar eytt um 150 milljónum dollara í her- stöðina frá því árið 1951 og töldu, að Bandaríkin og önnur NATO-ríki yrðu fyrir miklum stjórnmála- og hemaðarskaða, ef íslensk stjórnvöld gerðu alvöru úr hótun sinni. Frá þeirra bæjardyrum séð þjónaði það engum tilgangi að hafa tæknimenn á íslandi til að reka herstöðina, þar sem hún yrði óvarin. Hins vegar voru þeir reiðubúnir til að fækka talsvert í hern- um, ef íslendingar færu fram á það. Bandaríkjastjórn vildi með minnis- blaði sínu frá 25. október greiða fyr- ir samningaviðræðum við Islendinga um varnarmálin. Gylfi kveðst aldrei hafa heyrt um þetta minnisblað og telur sennilegt, að það hafí beinlínis „dmkknað í þeim ólgusjó sem heltók hugi manna vegna atburðanna í Ung- veijalandi, og höfðu síðar í för með sér stefnubreytingu ríkisstjórnarinn- ar“. Eins og áður sagði var efni minn- isblaðsins reist á þeim hugmyndum, sem Bandaríkjamenn reifuðu við Emil Jónsson 3. október eftir að hafa rætt við Vilhjálm Þór um efnahags- vanda Islendinga. Það hefur örUgg- lega ekki „drukknað", því að Eysteinn Jónsson bað Bandaríkjamenn um að hækka upphæð skyndilánsins úr þremur í fjórar milljónir 'dollara eftir að samkomulagið hafði verið gert við Bandaríkjamenn um óbreytt ástand í varnarmálum í lok nóvember. Þeir urðu við þeirri ósk og veittu lánið í lok desember 1956 úr sérstökum „for- setasjóði", en þessum sjóði var ætlað að standa straum af kostnaði við sér- stakar ráðstafanir, sem taldar voru mikilvægar fyrir öryggi Bandaríkj- anna. I samræmi við minnisblaðið sóttu íslensk stjórnvöld síðan um lán til framhaldsvirkjunar Sogsins og PL-480 lán. í skýrslu til Johns Fost- ers Dulles dagsettri 8. febrúar 1957, hefur einn bandarískur embættismað- ur þessi orð um tengsl varnarmálanna og Soglánsins: (Vilhjálmi) Þór, fulltrúa íslensku rík- isstjórnarinnar, var afhent minnis- blað dagsett 25. október 1956, þar sem bandarísk stjórnvöld hétu því með nokkrum skilyrðum, að þau mundu sýna því áhuga að standa undir erlendum kostn- aði... í tengslum við framhalds- virkjun Sogsins. Samkvæmt minnisblaðinu var rætt um að Export-Import bankinn gæti hugsanlega veitt þetta lán og var íslenskum stjómvöldum bent á að sækja um lánið hjá honum. í milli- tíðinni sóttu íslensk stjómvöld um lán hjá Export-Import bankanum til að fjármagna að hluta til virkj- un Efra Sogs og var það í tengsl- um við viðræðurnar um varnar- samninginn frá 1951. Í Alþingisumræðum um varnar- samkomulagið 6. desember 1956 neit- uðu þeir Hermann Jónasson, forsætis- ráðherra, og Guðmundur í. Guð- mundsson, utanríksiráðherra, því, að samhengi væri milli vamar- og lána- málanna. í ritgerð minni held ég fram hinu gagnstæða. Þessu til stuðnings má vitna í enn eina skýrslu, en banda- rískur sendifulltrúi á Íslandi hafði eftirfarandi að segja um yfírlýsingar ráðherranna á Alþingi: Þótt stjómin hefði neitað því, að rætt hefði verið um bandarískt lán í tengslum við varnarliðið, gerði hún það engu að síður. í raun var vonin um lán eitt af því mikilvæg- asta í þessu máli. Ástæðan til þess, að stjórnin neitaði að ræða þetta atriði [lánið] var augljóslega sú, að hún vildi ekki láta líta svo út, að sú ásökun sjálfstæðismanna ætti við rök að styðjast, að hún hefði samþykkt áframhaldandi dvöi hersins í skiptum fyrir lán. Enginn botn fékkst í málið [á Alþingi]. En staðreyndin er sú, að íslensku stjórninni var gefíð fyrirheit um lán upp á 4 milljónir dollara meðan á samningsviðræð- unum [um vamarmálin] stóð. Lánveitingar Bandaríkjamanna Vilhjálmur Þór hélt strax um miðj- an desember 1956 til Bandaríkjanna til að hefja viðræður við Bandaríkja- stjórn um lánin þtjú. í minnisblaðinu frá 25. október höfðu Bandaríkja- menn einnig lýst yfir því, að þeir mundu taka til athugunar aðrar lána- óskir Íslendinga, en afgreiða þær ein- göngu á efnahagsforsendum. Vil- hjálmur Þór setti markið hátt og fór fram á stórlán að upphæð 40 milljón- ir dollara til alls kyns framkvæmda á íslandi. Bandaríkjastjóm- vildi hins vegar ekki ræða frekari lánsumsóknir fyrr en gengið hafði verið frá þeim lánum, sem hún hafði skuldbundið sig til að veita. Þegar allt stefndi í óefni kvöddu þeir Hermanfi Jónasson, Guð- mundur í. Guðmundsson og Eysteinn Jónsson bandaríska sendiherrann á sinn fund í febrúar 1957 til að kvarta yfir því, hve Vilhjálmi Þór gengi erfið- lega að fá lán til Sogsvirkjunar. Ástæðan var sú, að Vilhjálmur vildi fá 20 milljóna dollara lán, en Banda- ríkjamenn höfðu aðeins lýst sig reiðu- búna til að veita 5 milljónir í október 1956. Á þessum fundi sagði Eysteinn að lánstilboð Bandaríkjamanna nægði ekki til að standa straum af kostnaði við erlend efniskaup í tengslum við Sogsvirkjun. Eysteinn vitnaði í þau ummæli James Douglas, aðstoðarflug- hersráðherra og eins samningamanns Bandaríkjastjórnar í viðræðunum um vamarsamninginn, sem hann hefði viðhaft á íslandi í nóvember 1956, að Bandaríkjamenn hygðust afgreiða Sogsframkvæmdina með hraði og vin- semd. Það hefði vart verið í verka- hring aðstoðarflughersráðherra Bandaríkjanna að tjá sig um lán til Sogsvirkjunar, ef varnar- og lánamálin hefðu verið aðskilin. Síðar í samninga- viðræðunum vísaði Vilhjálmur auk þess beint í einn lið minnisblaðsins frá 25. október, þar sem Bandaríkjamenn lýstu yfír því, að þeir vildu leita leiða til að koma íslenskum stjómvöldum til aðstoðar, svo að þau yrðu ekki of háð Sovétríkjunum í efnahagsmálum. Um vorið 1957 náði síðan Vilhjálmur samkomulagi við Bandaríkjamenn um 5 milljóna dollara lán til Sogsvirkjunar LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 27 og tæplega 2,8 milljóna dollara PL-480 lán. Þannig töldu Bandaríkjamenn sig hafa staðið við þær skuldbindingar, sem þeir gáfu í minnisblaðinu frá 25. október. Afstaða utanríkisráðherra í Sögugreininni dreg ég í efa, að Guðmundur í. Guðmundsson hafi ætlað að halda fast við stefnu stjórn- arinnar í hermálinu, enda leitaðist hann við að reyna að ná sáttum við Bandaríkjamenn. Gylfi segir í grein sinni, að sú skoðun sé röng. Reyndar tekur Gylfi það fram, að Guðmundur hafí verið sá þingmaður Alþýðu- flokksins, sem tregastur var til fylgis við stefnu stjórnarinnar í hermálinu, en bætir því við, að hann hafi fram- fylgt henni sem utanríkisráðherra þangað til Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur urðu einhuga um að breyta henni. Túlkun mín var ekki aðeins reist á skjalaheimildum, heldur einnig á ummælum Guðmundar í. Guðmundssonar sjálfs. Þorleifur Frið- riksson, sagnfræðingur, hefur það beint eftir Guðmundi í bók sinni Und- irheimar íslenskra stjórnmála, að hann hafí verið „alfarið andvígur" ályktun Alþingis um varnarmálin og verið viss um að honum hefði tekist að „koma í veg fyrir samþykktina ef... [hann] hefði verið á landinu". . Um myndun vinstri stjórnarinnar seg- ir Guðmundur í. Guðmundsson: „Stuðningsmenn mínir hvöttu mig þá eindregið til að taka við emb- ætti utanríkisráðherra í þeirri von, að ég gæti beitt áhrifum mínum gegn þessari fyrirætlan [brottför hersins]. Ég stóð þá frammi fyrir tveimur kostum og hvorugum góðum. Annaðhvort að ganga út úr stjórnmálum í eitt skipti fyrir öll eða spila með. Ég valdi síðari kostinn." í sama viðtali segir Guðmundur, að Hermann Jónasson hafi reynt að telja sig ofan af því að verða utanrík- isráðherra, og fengið til liðs við sig Benedikt Gröndal úr Alþýðuflokkn- um, sem þá var ritstjóri Samvinnun- ar. Guðmundur segist hafa hafnað þessari málaleitan, en þá hafí Emil Jónsson komið að máli við sig og lagt til að þeir gegndu embætti utanríkis- ráðherra til skiptis. Um það var Guð- mundur ekki í vafa, að „allar þessar sérkennilegu málaleitanir" væru „runnar undan rifjum framsóknar- manna sem óttuðust að ... [hann] kæmi í veg fyrir uppsögn varnar- samningsins“. Þegar Guðmundur var spurður, hvort af brottför hersins hefði orðið í tíð hans sem utanríkis- ráðherra svaraði hann: „Nei, en inn- rás Rússa í Ungveijaland bjargaði málunum“. Af þessari frásögn að dæma var Guðmundur í. Guðmundsson á móti brottför hersins og inn á því að beita áhrifum sínum gegn fyrirætlunum stjórnarinnar í hermálinu. Það virðist heldur ekki hafa verið sjálfgefíð, að Guðmundur tæki við stöðu utanríkis- ráðherra í vinstri stjórninni, enda gefur hann í skyn, að þrýstingur stuðningsmanna sinna hafi átt Jþátt í því. Gylfi heldur þvi fram, að Ásgeir Ásgeirsson, forseti, hafí ekki haft afskipti af myndun stjórnar Her- manns Jónassonar nema þau sem lutu að störfum hans sem forseta. Í samtali við bandaríska sendiherrann á íslandi í ágúst 1956, kvaðst Ásgeir hafa átt mestan þátt í því að Guð- mundur í. Guðmundsson hefði orðið utanríkisráðherra. Það má vel vera, að Ásgeir Ásgeirsson hafí gert of mikið úr hlut sínum, að mínum dómi er ástæða til að taka þessa heimild alvarlega. Efnahagsstefnan í húfi Telja má ólíklegt, að vinstri stjórn- in hefði haldið lífí án efnahagsaðstoð- ar Bandaríkjamanna á árunum 1956-57, enda vildu framsóknar- menn og Alþýðuflokksmenn komast hjá því að leita til Sovétmanna um lán. En samningamenn íslenskra stjórnvalda vissu þegar í október 1956, að Bandaríkjamenn mundu ekki veita stórián með hagstæðum • kjörum nema komist yrði að mála- miðlun í hermálinu sem hentaði þeim. Að sjálfsögðu hefðu framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn helst kosið að halda her- og lánamálunum aðskild- um, en þeir gátu það ekki. Um efna- hagsstefnu stjórnarinnar var að tefla, - og þar með lífdaga hennar. Höfundur er sagnfræðingvr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.