Morgunblaðið - 16.07.1995, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 16.07.1995, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 B 15 ATVINNII Hársnyrtistofa Hársnyrtir óskast á hársnyrtistofu strax. Upplýsingar með nafni og síma leggist inn af afgreiðslu Mbl. merktar: „H - 450“. Skrifstofustarf Óskum að ráða duglega manneskju til al- mennra skrifstofustarfa. Góð ensku-, bók- halds- og tölvukunnátta æskileg. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl., merktar: „I - 860“. Tannlæknastofa -til leigu Tannlæknastofa Heilsugæslustöðvarinnar í Búðardal býðst nú til leigu. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á stof- unni í síma 434 1445 og hjá Haraldi Árnasyni í síma 434 1400. Heilsugæslan í Búðardal. Kennarar Vegna forfalla vantar kennara við Grunnskól- ann í Sandgerði. Kennslugreinar: Almenn kennsla yngri barna '/z staða, enska 2A staða, íslenska í efri bekkjum V2 staða, tónmennt V2 staða. Þá vantar afleysingakennara frá 1. október '95 til 31. mars '96. Upplýsingar veitir Guðjón Þ. Kristjánsson, skólastjóri, í símum 423-7439 og 423-7436. IIIUI!(I(I efilliIEMUI l!l iIIKÍIIinni [iiimEEiii Ueiiiiiii Frá Háskóla Islands Laust er til umsóknar starf löglærðs kennslu- stjóra við lagadeild Háskóla íslands. Kennslustjóri verður aðstoðarmaður deildar- forseta og kennara deildarinnar. Hann mun m.a. hafa umsjón með prófum í lagadeild í samráði við prófstjóra, annast útgáfu náms- vísis og deildarfrétta, vinna að fjárlagagerð og sjá um skýrslugerðir. Kennslustjóri mun hafa umsjón með alþjóð- legum samskiptum lagadeildar, þ.m.t. stúd- enta- og kennaraskiptum, og hafa umsjón með námsvist laganema, framkvæmd raun- hæfra verkefna og æfingaskylduverkefna, starfa að málefnum bókasafns deildarinnar og annast tölvumálefni deildarinnar. Gert er ráð fyrir að kennslustjóri veiti nemendum leiðbeiningu um nám. Jafnframt er gert ráð fyrir að kennslustjóri hafi með höndum ein- hverja stundakennslu, eftir því sem þörf kref- ur hverju sinni. Ráðið verður í starf kennslu- stjóra til þriggja ára. Hann nýtur launa sem deildarstjóri skv. kjarasamningi viðeigandi kjarafélags. Framhaldsnám í lögfræði við erlendan há- skóla, góð kunnátta í ensku og einu Norður- landamáli er æskileg. Ráðgert er að ráðið verði í starfið frá og með 1. september 1995. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 1995 og skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suður- götu, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfið veitir forseti lagadeildar, Þorgeir Örlygsson, í síma 525 4373 eða í síma 553 9825. B0RGARSP1TALIMN St. Jósefsspítali Landakot Barnadeild - lausar stöður hjúkrunarfræðinga Þann 19. júlí nk. fiytur starfsemi barnadeildar Landakots á Borgarspítalann. Deildin verður staðsett í endurnýjuðu húsnæði á B-5. Vegna aukningar á starfsemi deildarinnar verða lausar stöður hjúkrunarfræðinga nú þegar eða eftir samkomulagi. Hjúkrunarfræðingar sem hafa áhuga á að taka þátt í uppbyggingu hjúkr- unar á deildinni eða fá frekari upplýsingar eru hvattir til að hafa samband við Auði Ragnars- dóttur, deildarstjóra, í síma 560 4326 eða Margréti Björnsdóttur, hjúkrunarfram- kvæmdastjóra í síma 569 6354. Tæknival Tœknival hf er 12 ára gamalt framsækið tölvu- fyrirtœki með u.þ.b. 100 starfsmenn og veltan á siðasta ári var yfir milljarð isL króna. Fyrirtœkið býður viðskiptaviuum sinum heildarlausnir i iðnaði, sjávarútvegi og verslunarrekstrL Vegna enn aukinna umsvifa óskar Tœknival hf. eftir að ráða starfsmann til viðbótar i þjónustudeild fyrirtœkisins. TÆKNIMAÐURI ÞJÓNUSTUDEILD ENN AUKIJM VH> UMSVIFIN OG LEITUM ÞVÍ AÐ duglegum og framsýnum einstaklingi sem hefur áhuga á netstýrikerfum og er tifbúinn að leggja sig fram í kröfiihörðu ^og líflegu starfs- mnhverfi. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu með tæknimenntun og/eða haldbæra reynslu af þjónustu við PC-tölvur og Novell nctkerfi. Ahersla er lögð á fagleg og skipulögð vinnubrögð, þægilega framkomu auk dugnaðar og eljusemi í staifi. í BOÐI ER áhugavert starf hjá öflugu og framsæknu fyrirtæki með góðan hðsanda. Starfsmaður mun eiga kost á því að taka CNE-próf að loknu ári í starfi. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum varðandi ofangreint starf verður eingöngu svarað hjá STRÁ Starfsráðningum hf. Umsóknum skal sldlað eigi síðar en 21. júlí. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi skrifstofunni sem opin er frá kl. 10-16, en viðtalstímar eru frá kl.10-13. .1 ST Starfsráðningar hf Suðurlandsbraut 30 ■ 5. hceð ■ 108 Reykjavik , Simi: S88 3031 Fax: S88 3010 RA Guíný Harbardóttir Kjöt- og fiskborð Góðan starfskraft vantar strax til sumarafleys- inga. Starfið felst í að sjá um kjöt- og fiskborð í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki. Viðkomandi þarf að hafa reynslu á þessu sviði. Um er að ræða ca. 5 vikur. Við höfum húsnæði. Upplýsingar gefur Ómar Bragi Stefánsson verslunarstjóri á mánudag í síma 455 4532. Sölumaður Fjölmiðlafyrirtæki í borginni óskar að ráða sölumann til starfa tímabundið við auglýs- ingasölu. Leitað er að duglegum og skipulögðum ein- staklingi með reynslu af sölustörfum. Við- komandi er sjálfstætt starfandi og hefur pró- sentur af auglýsingasölu. í boði eru góðar tekjur fyrir duglegan ein- stakling og jafnframt möguleikar á framtíð- arstarfi síðar meir. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 21. júlí nk. Guðní Tónsson RÁDCIÖF & KÁDNINCARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA AUSTURLANDI Atvinna í boði á Egilsstöðum Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austur- landi auglýsir lausa stöðu við endurhæfingu og atvinnumál fatlaðra á Egilsstöðum frá 1. september nk. Við leitum að fólki með menntun, þekkingu og/eða reynslu í mannlegum samskiptum; fólki sem er tilbúið til að takast á við ný og spennandi verkefni. Skriflegar umsóknir óskast sendar fyrir 15. ágúst nk. til Svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra á Austurlandi, pósthólf 124, 700 Egils- staðir. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 471-1833. FJORÐUNGSSJUKRAHUSIÐ A ISAFIRÐI Yfirmaður mötuneytis Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði óskar að ráða yfirmann mötuneytis. Lögð er áhersla á að viðkomandi sé fagmenntaður á sviði matar- gerða, hafi reynslu af stjórnunarstörfum, sé lipur í samskiptum og áhugasamur. Umsóknarfrestur er til 25. júlí nk. og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í september. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Á. Gíslason, yfirmaður mötuneytis í vinnusíma 456 4500 og heima 456 4632. Sjúkraþjálfarar Sjúkraþjálfara bráðvantar á endurhæfingar- deild FSÍ, bæði til afleysinga í eitt ár og einn- ig til lengri tíma. í boði er ákjósanleg vinnuað- staða og prýðilegt samstarfsfólk. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, Hörður Högnason, í vinnusíma 456 4500 og heima 456 4228. FSÍ er nýtt, vel búið sjúkrahús sem þjónar norðanverðum Vestfjörðum. Við veitum skjólstæðingum okkar alla almenna þjónustu á sviði skurð- og lyflækninga, öldrunarlækninga, fæðingarhjálpar, slysa- og áfallahjálp- ar og endurhæfingar. Starfsemin hefur verið í stöðugri sókn á undan- förnum árum. Er það fyrst og fremst að þakka metnaðarfullu starfs- fólki, nýjum og góðum tækjabúnaði, fyrirmyndar vinnuaðstöðu og ánægðum viðskiptavinum. Starfsmenn FSÍ eru tæplega 100 talsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.