Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þriðjungnr smábáta með 60% kvótans 350-400 smábátar á aflamark FRESTUR fyrir smábátaeigendur til að velja á milli þorskaflahámarks og sóknar- og banndagakerfis rann út í gær. Ekki liggur fyrir hvernig skiptingin er milli kerfa en í gær var útlit fyrir að 350-400 smábátar færu á þorskaflahámark en afgang- urinn, væntanlega um 700 bátar, á bann- og sóknardagakerfið. Áætlað er að aflamarksbátamir taki með sér um 60% þorskkvóta smábáta- flotans. Endanlegar tölur um það hvernig smábátarnir skiptast milli kerfanna, svo og skiptingu kvótans milli þeirra, liggja líklega ekki fyrir fyrr en í lok vikunnar eða í bytjun næstu viku, samkvæmt upplýsingum Gests Geirssonar hjá Fiskistofu. í gær höfðu borist um 730 umsóknir til Fiskistofu en 1.085 bréf voru send smábátaeigendum þegar vaiið var kynnt. Gengið hafði verið frá 601 umsókn og af því höfðu 290 smá- bátaeigendur valið þorskafla- hámarkið. Afgangurinn fer á bann- og sóknardagakerfið og sömuleiðis þeir sem ekki senda inn umsókn. Hringja, spá og spyija Þeir bátar sem velja þorskaflahá- markið taka það hlutfall af þeim 21.500 tonnum, sem Alþingi úthlut- aði smábátum, sem þeir voru með í aflahlutdeild 1994. Sagði Gestur að það liti út fyrir að þessir bátar tækju með sér um 60% af aflanum en bann- og sóknardagakerfið fengi þá af- ganginn. Samkvæmt því mega 350-400 aflamarksbátar veiða sam- tals um 13 þúsund tonn eða nálægt 35 tonnum að meðaltali, en um 700 krókaleyfisbátar mættu veiða um 8.500 tonn samtals eða um um 12 tonn hver bátur að meðaltali. Gestur sáþjði að margar umsóknir hefðu borist í gær og reyndar hafi verið mikið að gera undanfarna daga. Margir smábátaeigendur hringdu og væru að spá og spyija hvort að eitthvað væri búið að breyta reglugerðinni eftir að hún kom út. Reglugerðinni hefur ekki verið breytt. Vongóður um breytingar Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda, segir að margir smábátaeigendur hringi til að fá upplýsingar. Hann segir að menn séu mjög ósáttir við þessi lög því að menn séu skikkaðir til að velja um framtíðarfyrirkomulag fyr- ir bátana sem raunverulega liggi ekki fyrir hvemig verður. Að sögn Arthúrs hefur hann feng- ið viðbrögð frá aðstoðarmönnum bæði forsætisráðherra og sjávarút- vegsráðherra eftir fundinn með for- sætisráðherra á dögunum. Hann segist alls ekki vonlaus um að ná einhveijum breytingum á reglugerð- inni en þorir ekki að segja um í hvaða átt þær verða. Hann segir vilja til að tengja hugmyndir smá- bátaeigenda, því að það þurfi að setja upp eftirlitskerfi sem yrði þá að vera klárt fyrir 1. febrúar, þann- ig að góður tími væri til að vinna úr því. „Við hefðum viljað fá þessi svör áður en menn völdu en það er útséð með að það verður ekki, þannig að næsta skref er að ná fram einhveij- um breytingum áður eií að kerfið tekur gildi 1. febrúar. Það eru tvö megin atriði sem að við förum fram á. Annars vegar skilgreiningin á því hvað er róðrardagur og hins vegar svokallaður viðsnúningstími sem við teljum mjög nauðsynlegt að komist inn,“ segir Arthur. Engidalur í Skutuisfirði Vegurinn opnaður eftir þrjárvikur AÐ UNDANFÖRNU hefur verktakinn við hinn nýja veg fyrir Engidal í Skutulsfirði unnið að lokafrágangi á báðum endum vegarins, en þó nokkrar breytingar verða á þeim, sérstaklega þeim sem nær eru Kirkjubólshlíð. Ráðgert er að bundið slitlag verði lagt á veginn um miðjan þennan mánuð og hann síðan opnaður umferð upp úr 20. þessa mánaðar. „Framkvæmdir eru samkvæmt áætlun. Það verður lögð klæðning á veginn um miðjan þennan mánuð og strax á eftir verð- ur almennri umferð hleypt um veginn. Þegar því verki er lokið mun verktakinn leggja slitlag á vegina þijá að gangamunn- unum i Tungudal, Breiðadal og Botnsdal og stefnt er að að því verði lokið fyrir mánaðamót," sagði Bjöm A. Harðarson, hjá Vegagerð ríkisins. Bjöm sagði að þó nokkur breyting yrði á veginum. Sérstaklega við Kirkjubólshlíð, þar sem nánast yrði um nýjan veg að ræða. Það er ístak hf. sem sér um lokafrágang vegarins, en Klæðning hf. í Garðabæ mun sjá um slitlagsklæðninguna. ÍSTAK hf. er nú að leggja lokahönd á hinn nýja veg fyrir Engidal í Skutulsfirði, en áætlað er að hann verði opnaður almennri umferð um 20. þessa mánaðar. Mat Ríkisendurskoðunar á afkomu ríkissjóðs á árinu 1995 Hallinn milljarði króna meiri en í fjárlögum REKSTRARHALLI ríkissjóðs stefnir í að verða um 8,5 milljarðar króna á yfirstandandi ári eða rúmlega ein- um milljarði króna meiri en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar á afkomu ríkis- sjóðs sem fram kemur í skýrslu stofnunarinnar um framkvæmd fjár- laga á fyrri helmingi ársins. Betri afkoma á fyrri helmingi ársins en áætlað var Gerir Ríkisendurskoðun ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs aukist um 2-2,5 milljarða og útgjöld um 3-3,5 millj- arða kr. Er þá gengið út frá þeim forsendum að ríkisstjómin taki eng- ar nýjar ákvarðanir í ríkisfjármálum og að verðlags- og launaþróun hald- ist innan viðmiðunarmarka. Fram kemur í skýrslu Ríkisend- urskoðunar að halli af rekstri A- hluta ríkissjóðs nam 5,3 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins og er það 1,1 milljarði kr. betri afkoma en áætlanir fyrir tímabilið gerðu ráð fyrir. Voru tekjur ríkissjóðs um ein- um milljarði kr. yfir áætlun á tíma- bilinu. Heildarlánsfjárþörf ríkissjóðs var hins vegar 2,1 milljarði kr. meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og Ríkis- endurskoðun telur að að öllu óbreyttu stefni lánsfjárþörf rík- issjóðs í að verða 28,9 milljarðar kr. á árinu öllu eða um sjö milljörðum kr. meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Umframgreiðslur A-hluta stofn- ana og viðfangsefna á fyrstu sex mánuðum ársins námu 2,5 milljörð- um kr. og liggja frávikin í ár eins og á undanförnum árum einkum í rekstri almannatryggingakerfisins, að mati Ríkisendurskoðunar. Spamaðaráform í rekstri sjúkrahúsa brugðust Framlag til atvinnuleysisbóta nam 1,8 milljörðum kr. fyrstu sex mán- uði ársins og er það 8,5% hækkun frá sama tímabili í fyrra. Áætlun almannatrygginga til ársloka gerir ráð fyrir að fjárvöntun geti orðið allt að 1,2 milljarðar kr. en þar af eru verðlagsbreytingar 400 millj. kr. umfram forsendur fjárlaga. Þá sýnir mat á afkomu sjúkrahúsa á fjárlög;- um fjárvöntun að fjárhæð 650 millj. kr. á þessu ári miðað við útgjöld seinasta árs. Ríkisendurskoðun telur að sparn- aðaráform stjómvalda í rekstri sjúkrahúsa hafi brugðist síðustu árin og ekkert bendi til annars en að áformin muni einnig bregðast í ár. I skýrslu stofnunarinnar segir að nú sé komið að þeim tímapunkti að stjórnvöld þurfí að taka ákvarðanir um þjónustustig og gæði þeirrar þjónustu sem sjúkrahúsunum er ætlað að veita. Framkvæmd fjárlaga/6 STUTT Dagsljós og fréttir RÚV breytast Dagsljós fyrir og- eftir fréttir DAGSLJÓS og kvöldfrétta- tími ríkissjónvarpsins verða með nýju sniði í vetur. Dags- ljós, fréttadeild, íþróttadeild og jafnvel innkaupa- og mark- aðsdeild Sjónvarpsins munu hafa samvinnu að fréttum og fréttatengdum þætti sem var- ir samtals í áttatíu mínútur, frá klukkan 19.30 til 20.50, fimm kvöld í viku. Dagsljós verður bæði fyrir og eftir fréttir. Fréttimar verða sem fyrr sjálfstæður þáttur þar sem auglýsingar koma hvergi nærri. Frétta- stofan mun hins vegar bera ábyrgð á tveimur sófavið- tölum í viku en_það hefur hún ekki gert fyrr. Astæðan er sú, að sögn Sigurðar Valgeirs- sonar, ritstjóra Dagsljóss, að ýmislegt af því efni sem hefur verið í Dagsljósþættinum, s.s sófaviðtölin, á frekar heima að fréttatímanum loknum. Veðurfréttimar verða flutt- ar innan Dagsljóssþáttarins. Atvinnuleysis- bætur 300 milljóna kr. fjárvönt- un fyrirsjá- anleg FRAMLAG ríkisins til at- vinnuleysisbóta nam 1,8 millj- örðum kr. fyrstu sex mánuði þessa árs og er það 8,5% hækkun frá sama tímabili á seinasta ári. í skýrslu Ríkisendur- skoðunar um framkvæmd fjárlaga á tímabilinu janúar til júní 1995 kemur fram að framlag til átaksverkefna nam 135 millj. kr. á fyrri helmingi þessa árs samanbor- ið við 75 millj. á sama tíma- bili 1994. Áætlun gerir ráð fyrir að fjárvöntun geti orðið um 300 millj. kr. á árinu öllu, sem er um 100 millj. kr. meira en fjárlög gerðu ráð fyrir. Borgarráð Nefnd um byggingu skóla og leikskóla BORGARRÁÐ ákvað í gær að setja á laggimar nefnd sem á að hafa yfirumsjón með for- gangsröðun á byggingu skóla og leikskóla. Er hlutverk nefndarinnar að ákveða hvar framkvæmdir verða hafnar og í hvaða röð. Þrír fulltrúar voru skipaðir í nefndina þau Sigrún Magnúsdóttir, Arni Þór Sigurðsson og Árni Sig- fússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.