Morgunblaðið - 02.08.1995, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.08.1995, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Siguijón. REKSTRARAÐILAR matsöl- unnar eru hjónin Fjalar Gunn- arsson og Kay D. Gunnarsson. Fyrsta mat- salan opnuð Súðavík - Fyrsta matsalan sem opnuð hefur verið í Súðavík, ef frá er talið mötuneyti Frosta hf. sem rekið var fyrir nokkrum árum, tók til starfa í síðustu viku. Ráðgert er að hin nýja matsala, sem hefur ekki enn verið gefíð nafn, muni þjóna þeim verktökum og starfsmönnum sem koma til með að vinna við upp- byggingu nýrrar Súðavíkur, auk þess sem gestum og gangandi verður boð- ið upp á heimiiislegan mat, kaffi og meðlæti, daglega frá kl. 9.30-21.30. Hin nýja matsala er í nýbyggðu sumarhúsi sem staðsett er við grunn- skóla staðarins. Eigendur eru þeir Áki Sigurðsson rafvirkjameistari, Valgeir Scott pípulagningameistari, Garðar Sigurgeirsson húsasmíða- meistari og Fjalar Gunnarsson starfsmaður hjá Garði. Hjónin Fjalar Gunnarsson og Kay D. Gunnarsson sjá um daglegan rekstur matsölunnar sem er í 60 fm húsnæði. Að sögn Fjalars átti Áki Sigurðs- son hugmyndina að stofnun matsöl- unnar og kom hún til vegna þess að út spurðist að tilvonandi verktakar ætluðu að kaupa alla sína matar- bakka frá ísafírði. „Það er ekkert ákveðið hvað við tekur þegar bygg- ingu nýja hverfisins er lokið, en það má alveg gera ráð fyrir því að mat- salan verði opin áfram. Við munum spila þetta allt eftir hendinni," sagði Fjalar. GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR KR. 4.750 MÖRKINNI 3 • SlMI 588 0640 LAIMDIÐ Fjölmenni í afmæli Skeggj astaðakirkju Bakkafjörður - Haldið var upp á 150 ára afmæli Skeggjastaða- kirkju sunnudaginn 30. júlí í blíðskaparveðri, 20° hita. Gest- ir voru á fimmta hundrað og margar konur klæddust ís- lenskum búningi. Dagskráin hófst með morg- untíðum kl. 10 og lauk 12 stundum síðar kl. 22 með kvöldtíðum. Hátíðarmessa var kl. 14 og messaði séra Gunnar Siguijónsson sóknarprestur. Aðstoðarprestar voru séra Davíð Baldursson, Eskifirði, sem las guðspjall, séra Þor- grímur Daníelsson, Norðfirði og séra Vigfús Ingvar Ingvars- son, Egilsstöðum, sem lásu ritn- ingalestur. Séra Sigmar I. Torfason, fyrrverandi sóknar- prestur á Skeggjastöðum og prófastur, aðstoðaði við altaris- göngu. Kirkjukór Þórshafnar og Skeggjastaða sáu um söng. Orgnisti var Krislján Davíðs- son frá Vopnafirði. Kaffi var í boði sóknarnefnd- ar að hætti þess tíma er kirkjan var smíðuð. Meðlæti með kaff- inu var meðal annars lummur, kleinur, rúgbrauð og kandís í skálum. Gestir gerðu kaffinu og meðlætinu góð skil. í erindi séra Sigmars I. Torfasonar um sögu Skeggjastaða kom m.a. fram að kirkjan var reist af séra Hósíasi Arnasyni árið 1945 og borgaði hann alla kirkjusmíðina úr eigin vasa. Leitaði hann aðstoðar bæði hjá heimamönnum og biskupi en var synjað. Séra Guttormur Þorsteinsson, prófastur á Hofi í Vopnafirði sem átti Skoru- víkurfjörð á Langanesi, gaf rekatréð í alla kirkjuna. Farið var í leiki og dansað við harmonikkuundirleik til kl. 22 en þá lauk afmælishátíðinni með kvöldtíðum og mættu um hundrað manns. í lokin kvaddi sr. Gunnar Siguijónsson söfn- uð sinn, en hann hverfur til starfa í Digranesprestakalli. Kirkjunni bárust veglegar peningagjafir og árnaðaróskir. Að sögn gesta fannst þeim afmælisbarnið bera aldurinn vel og jafnvel hafa yngst. Há- tíðin þótti takast mjög vel þar sem gott skipulag, veður og létt lund gesta var í farar- broddi. Morgunblaðið/Áki. FJÖLDMENNT var í Skeggjastaðakirkju á 150 ára afmælinu. MARGAR konur klæddust íslenskum búningi. Eyrarbakki - Senn lýkur um- fangsmiklum viðgerðum á „Hús- inu“ á Eyrarbakka og hefur það nú fengið útlit sem næst því er var í upphafi. Samkvæmt því sem segir um Húsið í Sögu Eyrarbakka sem Vigfús Guðmundsson skrifaði og út kom árið 1949, lét Jens Lassen kaupmaður byggja þetta hús árið 1765. Fyrir þrem árum keypti Þjóð- minjasafnið Húsið af Auðbjörgu Guðmundsdóttur, en hún hefur búið þar um margra ára skeið. Það sam- komulag var gert um eignina, að Þjóðminjasafnið sæi um viðgerðir á Húsinu, svo sem fullnægjandi gæti talist, en síðan tækju sveitarfélög í Árnesþingi við því til rekstrar og varðveislu. Eyrarbakkahreppur átti að sjá um lóð og lóðarframkvæmdir. Síðan þetta samkomulag var gert hefur verið unnið að viðgerðunum, með nokkrum hléum þó. Yfirsmiður hefur verið Jón Karl Ragnarsson húsasmíðameistari á Eyrarbakka. Hann hefur sérhæft sig nokkuð í viðhaldi gamalla húsa en með hon- um hafa starfað bræðurnir Guð- mundur og Gísli Ragnar Kristjáns- synir húsasmiðir á Eyrarbakka. Um málningarvinnu hefur séð Öm Lár- usson málarameistari. í síðustu viku hófu starfsmenn Eyrarbakkahrepps vinnu við lóðina og var byijað á því að lækka hæð jarðvegs umhverfis húsið. Komu þá í ljós hleðslur og hellulögn framan við aðalbygginguna. Inngangur .í húsið var upþhaflega fyrir miðju húsi, en veturinn 1864-65 var inn- gangurinn færður til þess horfs sem „Húsið“ á Eyrarbakka Morgunblaðið/Óskar Magnússon. „HÚSIГ ásamt „Assistenta- húsinu“ (frá suðri). nú er, en stéttin hefur þó verið lát- in vera. Umhverfis Húsið er voldugur gijótgarður, einkum að sunnan og vestan. Sá garður var hlaðinn eftir svokallað Bátsendaflóð sem varð 1799 og stendur enn sem nýr væri. Ákveðið er að opna Byggða- og minjasafn Árnesinga í Húsinu þriðja ágúst næstkomandi og gefst þá almenningi kostur á að skoða þetta merka hús og þær sýningar sem uppi verða hveiju sinni. JÓN Karl Ragnarsson (nær) og Gísli Ragnar Kristjánsson. Víkingaiottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Víkíngalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Vikmgalotto • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó Verður fyrsti vinningurinn í Víkingalottóinu 7 Freistaðu gæfunnar - kannski er röðin komin að þér! • Víkingaiottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingaiotto • Víkingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó * Víkingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó i ! \ I > ) í i [ i I \ I I I t I I í l » \ » I-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.