Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 9 FRÉTTIR Lögfræði- o g stjórnsýslu- svið í mennta- málaráðu- neytinu •MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að stofna lögfræði- og stjórnsýslusvið í menntamála- ráðuneytinu og hefur Þórunn J. Hafstein, deild- arstjóri í lista- og safnadeild ráðuneytisins, verið ráðin skrifstofustjóri sviðsins frá 1. október 1995. Þórunn út- skrifaðist úr MR árið 1976 og sem Cand. juris úr Háskóla íslands árið 1982. Þá brautskráðist hún með meist- aragráðu í lögum frá University of Pennsylvania í Bandaríkjunum árið 1984. Hún hóf störf í mennta- málaráðuneytinu sem stjórnar- ráðsfulltrúi árið 1984, en hefur verið deildarstjóri í háskóla- og menningarmálaskrifstofu ráðu- neytisins frá 1985. Deildarstjórastaðan, sem Þór- unn hefur gegnt, verður auglýst laus til umsóknar. ------------- Þrír sóttu um embætti hæstaréttar- dómara ÞRJÁR umsóknir um embætti hæstaréttardómara hafa borist dómsmálaráðuneytinu en umsókn- arfrestur rann út á mánudag. Hjördís B. Hákonardóttir hér- aðsdómari og tveir prófessorar við lagadeild Háskóla Islands, Arnljót- ur Björnsson og Björn Þ. Guð- mundsson sóttu um að þessu sinni. Eitt þeirra tekur sæti Þórs Vil- hjálmssonar, dómara við EFTA- dómstólinn og fv. hæstaréttar- dómara sem fékk lausn frá störf- um við Hæstarétt frá 1. júlí. Hæstiréttur fjaliar um umsókn- irnar og sendir umsögn sína til dómsmálaráðherra. Forseti ís- lands skipar loks dómara við Hæstarétt að tillögu ráðherra. Efnt til fjársöfnunar vegna nýrnaígræðslu Þrjár viðamikl- ar aðgerðir á rúmum áratug NÝLEGA var grætt í annað skipti nýra í 13 ára gamla stúlku, Ástu Kristínu Árnadótt- ur, og tókst aðgerðin vel. Hún liggur nú á Bamasjúkrahúsinu í Boston, þar sem aðgerðin var framkvæmd. Þetta er þriðja nýrnaígræðsl- an í fjölskyldu Ástu Kristínar því í systur hennar, Brynju Árnadóttur, var einnig grætt nýra árið 1987. Foreldrar stúlknanna eru Vilborg Bene- diktsdóttir og Guðmundur Árni Hjaltason og eiga þau fjögur börn, Ástu Krístínu, tvíburana Brynju og Örnu 9 ára og Benedikt Andrés 5 ára. dýrar og kostnaðurinn í kringum þær, s.s. ferðir, uppihald og fleira, tekur sinn toll. Einnig tapa foreldrarnir niður tekju- möguleikum þann tíma sem þau veija ytra. Guðmundur Árni er húsamáiari að atvinnu og hefur hann misst af helsta afkomutíma sumarsins vegna dvalarinnar í Boston. Fjársöfnun stendur yfir Nú stendur yfir fjársöfnun á vegum Félags Árneshreppsbúa Báðir foreldrar og amma hafa gefið nýra Báðir foreldrar stúlknanna hafa gef- ið annað nýra sitt til dætra sinna. Móðu- ramma Ástu Kristín- ar, Ásta Steinsdóttir, gaf nú nöfnu sinni annað nýra sitt þeg- ar stúlkan þurfti í annað skipti á nýra að halda. Væg höfn- unareinkenni komu upp fyrir um átta árum en fyrir um ári var ljóst að ekki var ÁSTA Kristín Árnadóttir. lengur hægt að bíða með að- gerðina. Slík veikindi eru sex manna fjölskyldu ákaflega þung í skauti, bæði andlega, líkamlega og ekki síst fjárhagslega. Þau hjón áttu íbúð í Reykjavík sem þau seldu til þess að hafa upp í kostnað þegar ljóst var að Brynja litla þurfti að fara í sams konar aðgerð og systir hennar. Tryggingastofnun tekur að hluta þátt í kostnaðinum við aðgerðir sem þessar en þær eru til styrktar þessari fjölskyldu sem stendur frammi fyrir mikl- um fjárhagsörðugleikum vegna veikinda barna sinna. Vilborg er ættuð úr Árneshreppi og von- ast sveitungar hennar til að við- brögð landsmanna verði jákvæð. Þeir sem vilja styrkja fjölskyld- una á þessum erfíðu tímum er bent á reikning 1124-26-50 í sparisjóði Árneshrepps, Norður- firði. Hægt er að greiða inn á reikninginn í öllum bönkum og sparisjóðum landsins. Morgunblaðið/Halldór Átök við bára og bretti FÁIR kætast eins mikið þegar hvöss norðanátt ríkir á höfuð- borgarsvæðinu eins og segl- brettamenn, enda eru þá að- stæður kjörnar til iðkunnar á íþróttinni. Böðvar Þórisson og Áron Reynisson seglbretta- kappar með meiru, mættu til leiks nú á dögunum út á Selljarnarnes. Á myndinni sést seglbrettastökk og fall Arons Reynissonar á öldum Faxaflóa í norðangarranum á dögunum. ^MaxMara marina rinaldl^ ÚTSALA! Mari Hverfisgötu 52 -101 Reykjavík - Sími 652 2862 Teg. 201 Sportskór m/riflás Stærðir 35-47 betur Býður Verð: Kr. 989.- Opiðkl. 12-18.30 Laugard. kl. 10-16 Simi 581 1290. Auk þess 30 aðrar tegundir af sportskóm á Sendum l’OllPIl) alla fjölskylduna ípóstkröfu. BORGARKRINGLUNNI á frábæru verði. Ríkisvíxlar! Fjármálastjórar - sjóðir - stofnanir - fyrirtæki • Ríkisvíxlar hafa fjölmarga kosti við fjárstýringu. • Ríkisvíxlar eru örugg skammtímaverðbréf með tryggri ávöxtun. Þau eru skráð á Verðbréfaþingi íslands sem tryggir greið viðskipti við kaup og sölu. Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumidstöðvar ríkisverðbréfa um tilboð á vexti á ríkisvíxlum. Sími 562 6040. Útboð fer fram í dag kl. 14:00. í boði eru 3ja, 6 og 12 mánaða víxlar. Getum útvegað ríkisvíxla með styttri lánstíma. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.