Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 27 FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli HLUTI mynda sem er að finna í dagbók Symonds. Afhenti Þjóðminjasafninu gamlar ljósmyndir Leið vel á Hornströndum ENGLENDINGURINN Kenneth Symonds þjónaði í breska hernum hér á landi á árunum 1943-44. Rúmum fimmtíu árum síðar sótti hann ísland aftur heim, í þetta skiptið með skemmtiferðaskipinu Explorer. Symonds hafði undir höndum minningabók með ljós- myndum, athugasemdum og þurrkuðum blómum sem hann hafði sett saman meðan á íslands- dvölinni stóð. Hann hafði haft á orði meðan á siglingunni stóð að hann vildi koma bókinni á Þjóðmiiyasafnið eða annað safn ef vilji væri fyrir því. Svo reyndist vera og tók Lilja Árnadóttir, safnsstjóri Þjóðminja- safnsins, við bókinni fyrir hönd . safnsins og þakkaði kærlega fyrir. Vinsamleg samskipti við Islendinga Kenneth vann hátt í tvö ár við ratsjárstöðina í Aðalvík á Horn- ströndum. Hann segir að sér hafi líkað vistin vel. Áður en hingað kom starfaði hann um borð her- skipa sem veittu kaupskipum fylgd yfir Atlantshafið. Blaða- manni lék hugur á að vita hvort kuldinn og einangrunin hafi ekki reynst honum erfið en Symonds sagði ekki svo vera. Starf hans um borð herskipa var um margt verra. í Aðalvík var a.m.k. ekki hættunni fyrir að fara. Stemmn- ingin var góðjmeðal hermannanna og það skipti miklu máli_Einnig segir hann að samskipti sín við ísiendinga hafi verið mjög vinsam- leg en í Aðalvík var vísir að þorpi fram undir miðja öldina. Þeir fé- lagar lærðu sitt hvað í íslensku þótt ekki silji mikið eftir. Symonds segir því að minningin um Island KENNETH Symonds, fyrr- verandi hermaður á Islandi, og Lilja Árnadóttir, safnvörð- ur Þjóðminjasafnsins, glugga í dagbókina sem Symonds setti saman af mikilli natni. hafi ætíð verið sér ljúf. Þegar heim kom gerðist hann verkamað- ur í Jagúar-bílaverksmiðjunum en er nú komin á eftirlaun og nýtur lífsins eins og fjárhagnrinn leyfir. Margt hefur breyst á hálfri öld Tijáleysið er honum ofarlega í minni, sérstaklega frá höfuðborg- inni, og þótti honum mikið hafa breyst til betri vegar bæði hvað gróður og götur varðar. Þá þótti honum mikið til um hve Reykjavík hafði vaxið á þeim fimmtíu árum sem liðin eru frá því hann dvaldi hér. Hann sagðist hafa siglt í kringum landið, allt frá Höfn, norður fyrir landið og svo suður til Reykjavíkur. Skipstjórinn hafði meira að segja siglt inn í Aðalvík honum til heiðurs. Hann hefur notið ferðarinnar í hvívetna og segist vera fegin því að dagbókin, sem skipti hann svo miklu máli, sé nú í góðum höndum. Brautryðjendastarf í garðrækt fyrir hálfri öld Sjónarhorn í Garðyrkjnritinu sem gefið var út árið 1945 er að finna athyglisverðan fróðleik um garð- rækt í landinu á árunum um og eftir seinni heimsstyijöld. Margrét Þorvaldsdóttir flettir blöðum þessa tímamótarits, fólk er vakið til umhugsunar um fegrun umhverfisins. í GARÐYRKJURITINU fyrir 50 árum segir að mikill mjólkurskort- ur sé í bæjum og kauptúnum hér á landi. Ástandið er svo slæmt að læknir í einu kauptúni vestur á fjörðum ráðleggur foreldrum að gefa börnum spínat til að bæta þeim upp skortinn. Foreldrar hafa Íeitað aðstoðar garðyrkjufræðings og hann hvetur fólk til að auka ræktun græn- metis, til auka velsæld almenn- ings. I landinu er að rísa upp stétt garðyrkjumanna sem er að vinna brauðryðjenda- starf, þeir eru að koma upp garð- yrkjustöðvum sem vænst er til að auka muni garðyrkjumenn- ingu Íslendinga. En hún þykir hálf bágborin. Ingólfur Dav- íðsson segir að ræktun í gróður- húsum og ylrækt sé vaxandi at- vinnugrein. Helstu matjurtirnar eru tómatar, gúrkur og gulrætur, sem ræktaðar eru í ylreitum. Einn- ig er ræktað salat, steinselja, selju- rót, hreðkur, næpur, vínber, púrrur og melónur - og mikið af blóm- um... Stærsta „gróðurhúsastöð" landsins á þessum árum er á Syðri Reykjum í Biskupstungum, 5.200 fermetrar. Árið 1943 var uppskeran af tóm- ötum 120 tonn og gúrkum 12 tonn. Til samanburðar voru á síðasta ári, 1994, framleidd hér 600 tonn af tómötum og 450 tonn af gúrk- um, samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarsambandi Suðurlands. Einnig var umtalsvert magn af þessum grænmetistegundum flutt inn. Nýjar grænmetistegundir eins og paprika og sveppir hafa náð föstum sessi hér á markaði. Árið 1970 var framleitt 1 tonn af papr- iku en árið 1994 var framleiðslan 400 tonn. Árið 1960 voru framleidd hér 3 tonn af sveppum, árið 1994 var framíeiðslan um 300-400 tonn. Hitinn er á við hálfa gjöf, segir ritstjórinn Ingólfur Davíðsson, og lítið háð veðurfari. Útirækt var misjöfn 1944. Kartöfluuppskeran var góð á sunnanverðu landinu, í meðallagi um vestanvert landið en næturfrost í júlí ollu uppskeru- bresti á Norðausturlandi. Kartöflu- uppskeran var of lítil, um 80 þús- und tunnur, hún náði ekki tunnu á mann, sem var talið lámark. Árið 1994 var kartöfluframleiðslan um 12 þúsund tonn, sem var tals- vert umfram þörf. Ein áhugaverðasta garðyrkju- stöðin í bænum árið 1945 er Birki- hlíð í Fossvogi (við Birkigrund). Athygli vekur gróskan og snyrti- mennskan þrátt fyrir hijóstrugan jarðveg og umhverfi. Jóhann Schröder er fremstur í röð garð- yrkjumanna, hann ræktar fjölærar plöntur, tómata og annað græn- meti. Hann segir í viðtali að skrúð- garðaeigendur í Reykjavík þurfi sjálfir að vera virkir þátttakendur við garðyrkjustörfm... og einnig að hér vanti tilfinnanlega jurtakyn- bótastöð til að þróa plöntustofna sem henti íslenskum ræktunarskil- yrðum. Kálmaðkurinn barst til landsins um 1930 og er talið að hann hafi borist hingað með rófum. Árið 1945 er kálmaðkurinn útbreiddur í görðum á Suðvesturlandi norður í Borgarfjörð og að Mýrdalssandi að sunnan. Maðkurinn hefur borist með kálplöntum frá Reykjavík. Frá Akureyri hefur hann borist um nærsveitir og Suður-Þingeyjar- sýslu. Norðvesturland og Austfírð- ir hafa sloppið. Fólk er sagt hafa fengið kálmaðkinn með því að flytja káljurtir til gróðursetningar frá sýktum svæðum. Helstu varn- arefnin gegn kálmaðkinum á þess- um tíma eru súblimatblanda og tjöruolíublanda. Athyglisverður kafli er úr bréfí frá Vesturheimi þar sem greint er frá síðustu nýjungum í vörnum gegn jurtakvillum í gróðurhúsum. Þar segir m.a. að tvær síðustu uppgötvanir í eyðingu skordýra og plöntusjúkdóma í gróðurhúsum geti gerbreytt afstöðu garðyrkju- manna til þessara verstu óvina þeirra. Önnur aðferðin er Aerosol- úðunaraðferð, sem leysir duftið af hólmi og hefur Freon-gasvökvi reynst best við úðunina. Ýmsir skordýravökvar eru notaðir í úðann og er DDT nýjasta efnið. Mörg þessara vamarefna, sem lengi voru talin skaðlaus, væru þau rétt not- uð, voru síðar sett á bannlista þegar annað kom í ljós. Mikill áhugi er á að klæða landið skógi fyrir 50 árum, en fram- leiðsla trjáplantna annar ekki eftir- spurn. Sveppa- sýkingar og reyn- iátan herja á reynitré í Reykja- vík í nokkur ár og nær eyðir þeim á stórum svæðum í bænum. Orsakir eru taldar vera jarðvegur og veðráttan. Fólki er ráðlagt að rækta birki, þar sem það hefur í gegnum aldirnar sannað yfirburði fram yfir annan trjágróður hér á landi. Tijátegundir eins og álmur og hlynur hafa einnig náð miklum þroska í bænum. Hirðuleysið stingur í augun. Illgresið kemur víða að. Á stríðsár- unum kom fyrir að njólafræ og baldursbrá var með í grasfræinu sem selt var hér á landi. Illgresi var víða að finna í „miður vel hirt- um görðum" á þessum árum. Einn greinarhöfundur segir að skaðsemi af völdum kartöflumyglu, kálflugu og æxlaveiki sé smávægileg miðað við það tjón sem illgresið veldur nytjagróðri í görðum landsmanna. Fátt er ömurlegra og menningar- snauðara, segir hann, en matjurta- garðar þar sem illgresið er ríkjandi gróður en matjurtir á stangli eins og nokkurskonar illgresi! Hvatt er til meiri snyrti- mennsku. Þrátt.fyrir að geysimikl- ar framfarir hafi orðið í allri um- hirðu garða á undanförnum árum, eru þeir aðilar til sem gjarnan mættu taka hvatninguna til sín, nú hálfri öld síðar. Morgunblaðið/Sverrir Skilafrestur framlengdur í ritgerða- samkeppni NORRÆNNI ritgerðasamkeppni fyrir börn og unglinga, til tvítugs, var hrundið af stað 21. mars síð- astliðinn, á vegum stærstu dag- blaða Norðurlanda, Norðurlanda- ráðs og Norrænu ráðherranefnd- arinnar. Samkeppnin er um bestu ritgerðina um kynþáttafordóma, útlendingahræðslu eða hatur vegna mismunandi trúarbragða. Að ritgerðasamkeppninni hér á landi standa Morgunblaðið, Landsnefndin misrétti/mismunun, ÆSÍ (Æskulýðssamband ís- lands), og Norðurlöndin gegn út- lendingahræðslu. Ritgerðin á að byggjast á eigin reynslu vegna kynþáttafordóma, útlendingahræðslu eða haturs vegna mismunandi trúarbragða. Hægt er að nálgast verkefnið á marga vegu, t.d. sem þolandi, ger- andi, áhorfandi eða sem áhug- manneskja um málefnið. Nýbúar eru sérstaklega hvattir til að taka þátt í keppninni. Ritgerðin á að vera að hámarki 140 línur (vélrit- aðar). Ritgerðin á ekki að vera í formi sögu eða frásagnar, heldur skal hún fyrst og fremst vera byggð á umræðum og skoðunum á efninu. Skilafrestur hefur verið lengdur til 1. september í samræmi við skilafrest í Danmörku og skal rit- gerðum skilað til Æskulýðssam- bands íslands, Snorrabraut 60, pósthólf 1426, 121 Reykjavík. V erðlaunaritgerðirnar Hinn 24. október verða vinn- ingsritgerðir í hveiju landi valdar. Þetta mun gerast á sama tíma á öllum Norðurlöndum. Norræna ráðherranefndin mun síðan safna saman verðlaunaritgerðunum, þýða þær á öll Norðurlandamálin og gefa út. 1. verðlaun verða krónur 150.000, 2. verðlaun krónur 100.000 og 3. verðlaun krónur 50.000. Fimm ritgerðir fá þriðju verðlaun og fær hver verðlauna- hafi 50.000 krónur. Umferðar- öryggisnefnd í gang aftur STARFSEMI sambands umferðar- öryggisnefnda á Suðurlandi er nú að fara í gang aftur eftir nokkurt hlé. í tilefni af komandi verslunar- mannahelgi vilja nefndirnar skora á ferðamenn á Suðurlandi að virða þar mann- og dýralíf, stilla öku- hraða í hóf og draga úr ferðinni þegar komið er inn í þéttbýlis- kjarna. Einnig verða ferðamenn að hafa í huga að á Suðurlandi eru mikil landbúnaðarhéruð og því ætíð von á búfénaði meðfram veg- um, þó að reynt sé að halda honurn frá. Eins er mikið af mannfólki á ferðinni, bæði á reiðhjólum sem og fótgangandi sem taka þarf tillit til. Loks er skorað á alla Sunnlend- inga að sýna gestum okkar gott fordæmi í umferðarmálum og sér- staklega er skorað á skepnuhald- ara að halda skepnum sínum frá akvegum. Orlofsuppbót lífeyrisþega LÍFEYRISÞEGAR sem njóta tekjutryggingar fá greidda orlofs- uppbót 1. ágúst, í samræmi við kjarasamninga á almennum vinnu- markaði. Ofan á tekjutryggingu, heimilis- uppbót og sérstaka heimilisuppbót grejðist 20% tekjuauki vegna or- lofsuppbótar í ágúst. Fullan tekju- auka, 7.483 kr. fyrir ellilífeyris- þega og 7.616 kr. fyrir örorkulíf- eyrisþega, fá þeir sem hafa óskerta tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót. Tekjuaukinn skerðist vegna tekna í sama hlutfalli og þessir þrír bótaflokkar hjá lífeyrisþegum. Á greiðsluseðli mun orlofsuppbótin ekki koma fram sérstaklega, held- ur verður hún lögð við upphæðir bótaflokkanna. Lífeyrisþegar sem ekki njóta tekjutrygginga fá ekki orlofsuppbót. Bætur lífeyrisþega með tekju- tryggingu eru heldur lægri nú en í júlí, því þá var greiddur 26% tekjuauki. Tekjuaukinn greiðist á sama hátt í desember, 30% vegna desemberuppbótar og 26% uppbót vegna Iáglaunabóta. Vegna þessa geta bætur almannatrygginga orð- ið misháar milli mánaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.