Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 13 Mikil uppsveifla í rekstri Hampiðjunnar hf. Stefnir í 100 milljóna króna hagnað á árinu MIKIL uppsveifla varð hjá Hamp- iðjunni hf. á fyrri helmingi ársins og fóru bæði tekjur og hagnaður langt fram úr áætlunum. Þannig nam hagnaðurinn um 80 milljón- um samanborið við 51 milljón á sama tíma í fyrra og gerir endur- skoðuð rekstraráætlun ráð fyrir að hreinn hagnaður leiki á bilinu 100-110 milljóna hagnað á árinu í heild. Rekstrartekjur Hampiðjunnar námu alls 706 milljónum sem er um 43% aukning frá sama tíma í fyrra. í ávarpi sínu í fréttabréfí hluthafa segir Gunnar Svavarsson, forstjóri, að gert hafi verið ráð fyrir nokkurri söluaukningu á fyrri helmingi ársins en samdrætti á þeim síðari og á árinu í heild. Sú varfærna spá eigi ekki lengur við. Gera megi ráð fyrir að heildarvelt- an í ár geti numið 1.150- 1.200 milljónum sem yrði 15-20% aukn- ing frá árinu áður. Söluaukninguna má nær alla rekja til aukins útflutnings á full- búnum veiðarfærum, aðallega stórum flottrollum. Er þar um að ræða sölu til erlendra útgerða sem veiða úthafskarfa á Reykjanes- hrygg, útgerða í eigu íslendinga sem stunda veiðar utan landhelgi og skráðar eru erlendis. Sala á fjarlægum mörkuðum hefur einnig farið vaxandi. Veiðar- færin hafa hlotið góðar viðtökur á vesturströnd Bandaríkjanna, sunnanverðri Afríku, Suður- Ameríku og á Nýja Sjálandi. Hlut- fall útflutning var 45% fyrstu sex mánuðina en 24% á sama tíma sl. ár. Gunnar sagði í samtali við Morgunblaðið að unnið væri að því að styrkja stöðu fyrirtækisins á fjarlægari mörkuðum. Þar væri um að ræða sölu á viðameiri og flóknari veiðarfærum sem hefðu verið þróuð hér á landi. Þetta væri byijað að skila sér. Fyrirtæk- ið þyrfti að treysta sig í sessi á fjarlægari mörkuðum vegna þess að hætta væri á mjög miklum sveiflum á flottrollamarkaðnum kringum ísland. Sterkarí samkeppnisstaða Sala Hampiðjunnar á garni og köðlum hefur aukist nokkuð en sala neta staðið í stað. Verð á netum og köðlum hefur ekki hækkað frá því í júlí 1993 þrátt fyrir 100% hækkun á verði helstu hráefna í fyrra. Þess í stað hefur svigrúmið sem aukin velta gefur verið notað til að bæta samkeppn- isstöðu fyrirtækisins. Hefur verð á trollneti og tógi frá Hampiðjunni þannig lækkað hiutfallslega til útgerða hér á landi undanfarin misseri. Gengi á hlutabréfum í Hampiðj- unni var 2,35 um mitt árið og hafði hækkað úr um 1,80 frá ára- mótum. Það hefur enn hækkað að undanförnu og í gær fór það í 2,65 þegar viðskipti fóru fram með bréf að söluvirði 2 milljónir. mest seldu fólks- biTategundirnar Brfrá i jan.- julí 1995 fyrraárí Fjöldi % % 1. Tovota 882 21,2 -1,1 2. Nissan 599 14,4 +11,8 3. Volkswaqen 480 11,6 +41,6 4. Hvundai 369 8,9 +13,2 5. Opel 220 5,3 +292,8 6. Subaru 203 4,9 +782,6 7. Mitsubishi 193 4,6 -29,8 8. Renault 181 4,4 +44,8 9. Volvo 143 3,4 +25,4 10. Suzuki 134 3,2 +100,0 Aðrar teg. 750 18,1 +15,0 Samtals 4.154 100,0 +22,0 Bifreiðainnflutningur r m r >■■ ■ / ■/ i januar til juli 1994 og 1995 3.4D5 FÓLKSBÍLAR, nýir VORU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir 392 327 1995 1994 1995 1994 Mikil söluaukning á Subaru Nokkuð hægði á söluaukningu nýrra fólksbíla í júlí þar sem salan jókst aðeins um um rúm 8% í þeim mánuði samanborið við 25% aukningu fyrstu sex mánuði ársins. Subaru-bílar bera höfuð og herðar yfir aðrar tegundir fyrstu sjö mánuðina þar sem sala þeirra hefur tæplega nífaldast frá því í fyrra. Það einkennir síðan þróunina á þessu tímabili að evrópskar bílategundir hafa aukið hlut sinn verulega. Þannig er sala Opel nær fjórfalt meiri en í fyrra og sala Volkswagen og Renault hefur aukist um meira en 40%. Toyota-umboðið selur svipaðan fjölda bíla en nær þriðjungs samdráttur er orðinn í sölu Mitsubishi-bíla. Hverá hvern? Eigendur helstu sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum og ár yfirtöku: ónvarpsstöð TEigandi Capital Cities/ABC Walt Disney Co. 1995 CBS Westinghouse Beðiö eftir tilboði NBC General Electric 1986 Fox The News Corp. 1985 (Rupert Murdock) Disney-samning- ur vekur uppnám Los Angeles. Reuter. FYRIRHUGUÐ sameining Walt Disney-fyrirtækisins og Capital Cities/ABC hefur vakið uppnám í Hollywood, þar sem önnur kvik- myndaver reyna að átta sig á því hvaða áhrif sameiningin muni hafa á starfsemi þeirra. Samningurinn, sem skýrt var frá eftir átta daga leyniviðræður, olli því að hlutabréf í Capital Cities hækkuðu um rúmlega 17% í verði á einum sólarhring, þar sem fjár- festar reyna að hagnast á samein- ingu vinsælasta sjónvarpskerfís Bandaríkjanna og eins stærsta kvikmyndavers Hollywood. Tíðindin kunna hins vegar að koma sér illa fyrir önnur kvik- myndaver, sem höfðu búizt við að Disney reyndi að komast yfir CBS- sjónvarpsnetið og urðu þvi furðu lostin þegar þau heyrðu fréttina. Forráðamenn Dreamworks — hins nýja kvikmyndavers Jeffreys Katzenbergs, sem áður starfaði hjá Disney, Stevens Spielbergs og Davids Geffens — reyna að gera sér grein fyrir hvaða áhrif samvinna Disneys og Capital Cities muni hafa á 100 milljóna dollara sjónvarps- samning við ABC. „ABC hefur ekki sömu þörf fyrir okkur og áður,“ sagði Katzenberg i samtali við Reuter. Samkvæmt samningnum átti Dreamworks að útvega verulegan hluta efnis ABC á laugardögum. Katzenberg sagði að samstarf Disneys og ABC kynni fljótlega að breytast. „Kannski þurfum við ekki að gegna eins stóru hlutverki," sagði hann. Versnandi afkoma hjá Sfldarvinnslunni hf. Hagnaður nam um 75milljónum SILDARVINNSLAN hf. í Nes- kaupstað skilaði alls um 75 millj- óna króna hagnaði fyrstu sex mán- uði ársins. Rekstrarafkoman varð mun lakari en á sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn nam 130 millj- ónum króna. Skýrist það einkum af versnandi afkomu í landfrystingu og því tapi sem hlaust af sjómannaverkfallinu. Þá rýrði það afkomuna að eitt skipa félagsins, Beitir NK 123, hefur ekki verið í rekstri undan- farna fjóra mánuði vegna endur- bóta sem fram hafa farið á skipinu í Póllandi. Heildarveltan á fyrri helmingi ársins nam alls um 1.490 milljón- um sem er um 5% aukning frá árinu áður. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnsl- unnar, segir að veltauaukninguna megi rekja til aukinna tekna af rækjuskipinu Blængi, en einnig hafí velta aukist í loðnuverksmiðju félagsins. Lakari afkoma varð í botnfisk- vinnslunni á fyrri hluta ársins vegna gengislækkunar dollars, en stærstur hluti þorskafurða Síldar- vinnslunar er seldur á Bandaríkja- markað. Þá varð loðnuvertíðin óhagstæðari vegna verðlækkunar á loðnuafurðum. Á móti þessu vó óvæntur búhnykkur vegna veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum en hann skilaði sér þó ekki sem skyldi vegna sjómannaverkfallsins. Fyrirtækið bauð út nýtt hlutafé í maí sl. að nafnvirði 56 milljónir króna og voru bréfin seld miðað við gengið 2,57 eða fyrir alls um 144 milljónir. Á þeim tíma var gert ráð fyrir að hagnaður yrði 73 milljónir á þessu ári eða töluvert minni en á síðasta ári þegar hagn- aður nam alls 119 milljónum. Að sögn Finnboga hefur ekki þótt ástæða til að endurskoða rekstrar- áætlun fyrirtækisins en samkvæmt henni verður afkoman í járnum á síðari helmingi ársins. Gengi hlutabréfanna hefur farið hækkandi á markaði í sumar og voru síðast seld bréf í byijun síð- ustu viku fyrir 3,5 milljónir miðað við gengið 3,05. Hafa bréfín því hækkað um tæplega 19% frá því í maí. Bókfært eigið fé var í lok júní 818 milljónir og eiginfjárhlutfall var 27%. Þakskrúfur *s. Að sögn sérfræðinga verða Disn- ey og Capital Cities stærsta fyrir- tæki í skemmtanaiðnaði heimsins eftir sameininguna og bent er á að það muni ná algerum yfirburðum í dreifingu skemmtiefnis. Að ABC-sjónvarpsnetinu standa 225 stöðvar, sem ná til 99% heim- ila í Bandaríkjunum. Auðvelt verður að dreifa kvikmyndum, myndbands- efni og öðrum afurðum Disneys og erfiðara verður fyrir önnur kvik- myndaver að fá aðgang að ABC. Fyrirtæki eins og Viacom og Time Warner verða að finna aðra dreif- ingarmöguleika. Time Warner og Viacom hafa reynt að byggja upp eigin kerfi og nú munu þau eiga í höggi við and- stæðing, sem styðst við Disney og hefur fest djúpar rætur. Sameiningin bætir einnig að- stöðu CapCities. Disney útvegar ABC nú þegar ótal vinsæla þætti á við Home Improvement, Ellen og Roseanne. isell Hobbs Stálsleoini ■ • «£?• neimms tæki Ármúli 17 108 Rvk. S: 533 1234 GRÆNT NÚMER: 800 6123 bbs Russell Hobbs Russdl^Hobbs R i ; HUSASMIÐJAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.