Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 6
[I 6 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stefnir í 8,5 millj- arða halla á árinu Afkoma ríkissjóðs á fyrri árshelmingi betri en áætlað var Okumaður dráttarbíls klipptur út úr bílnum ÖKUMAÐUR dráttarbíls, með flutningavagn hlaðinn túnþökum í eftirdragi, slapp lítið meiddur þegar hann missti sljórn á bílnum á Kársnesbraut í Kópavogi rétt fyrir klukkan sjö í gærmorgun. Krani á bílnum, sem ekki hafði verið rétt gengið frá, rakst á vestari brúna yfir Kársnesbraut- ina á Hafnarfjarðarvegi. Bíllinn þrýstist niður að framan og hent- ist til hliðar, yfir á öfuga akrein og hafnaði á steinsteyptri súlu undir brúnni. Farþegi sem var í bílnum fékk hnykk á hálsinn en slapp að öðru leyti ómeiddur. Bílstjóriim festist hins vegar i bílnum og þurfti að kalla til tækjabíl frá slökkviliðinu í Reykjavík og tók klukkustund að ná manninum út. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild Borgarspítalans. Hann slapp óbrotinn en var marinn og aumur og átti að vera á spítalan- um í nótt. HALLI af rekstri A-hluta ríkissjóðs á greiðslugrunni nam 5,3 milljörð- um kr. á fyrstu sex mánuðum árs- ins 1995 og er það 1,1 milljarði kr. betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á sama tíma nam heildarl- ánsfjárþörf ríkissjóðs 28,6 milljörð- um sem er svipuð fjárþörf og á sama tíma í fyrra en áætlanir gerðu hins vegar ráð fyrir að heildarlánslj- árþörfin á fyrri helmingi þessa árs yrði 26,5 milljarðar eða 2,1 millj- arði kr. minni en raun varð á. Þetta kemur fram i nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um fram- kvæmd fjárlaga á fyrri árshelmingi 1995. Að mati Ríkisendurskoðunar stefnir rekstrarhalli A-hluta ríkis- sjóðs í árslok aftur á móti í að verða um 8,5 milljarðar kr. eða rúmlega einum milljarði kr. meiri en fjárlög ársins gera ráð fyrir. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkis- sjóðs aukist um 2-2,5 milljarða frá fjárlögum en útgjöld hækki um 3-3,5 milljarða. Má að mati Ríkis- endurskoðunar einkum rekja við- bótarútgjöldin til aukinna launaút- gjalda og tengdra gjalda eða um 1,2 milljarða. Þá koma til viðbótar- útgjöld lífeyris- og sjúkratrygginga sem metin eru á 750 millj. kr. og fjárvöntun í sjúkrahúskerfinu sem er áætluð um 500 millj. Einnig er talið að Vegagerð ríkisins þurfi á 450 millj. kr. að halda til viðbótar framlögum fjárlaga. 7 milljarða meiri lánsfjárþörf en áætlað var í fjárlögum Ríkisendurskoðun telur ennfrem- ur að lánsfjárþörf ríkissjóðs stefni í að verða um 28,9 milljarðar á árinu öllu og er það sjö milljörðum kr. meiri fjárþörf en gert var ráð fyrir í fjárlögum 1995. Aukin láns- ljárþörf skýrist fyrist og fremst af sex milljarða kr. lánveitingu ríkis- sjóðs til Byggingasjóðs ríkisins og Byggingasjóðs verkamanna sem ekki var gert ráð fyrir ásamt aukn- um rekstrarhalla. Auknar erlendar lántökur Á fyrri helmingi ársins námu lán- tökur ríkissjóðs 23,3 milljörðum kr. Innlendar lántökur urðu þremur milljörðum kr. lægri en gert var ráð fyrir en því var mætt með erlendum lántökum sem námu 16,6 milljörð- um kr. og voru þær 4,8 milljörðum kr. meiri en ráðgert var í áætlun fyrir fyrri helming ársins. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs var tveimur milljörðum kr. lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur ríkissjóðs á fyrstu sex mánuðum ársins voru einum millj- arði kr. yfir áætlun og voru beinir skattar 710 millj. kr. hærri en gert hafði verið ráð fyrir. Útgjöld námu 61,6 milljörðum og urðu 40 millj- kr. minni en greiðsluáætlun fyrir fyrri hluta ársins gerði ráð fyrir. Áð raungildi hafa útgjöld ríkissjóðs hins vegar aukist um 1,6 milljarða eða 2,6% miðað við sama tímabil á seinasta ári og stafar það af aukn- um vaxtagjöldum upp á 1,3 millj- arða, auknum rekstrarútgjöldum upp á 821 millj. og auknum tilfærsl- um er námu 275 millj. kr. miðað við janúar til júní árið 1994. Þá urðu útgjöld almannatrygginga 94 millj. kr. meiri á fyrstu sex mánuð- um ársins en á sama tímabil í fyrra. Morgunblaðið/Golli DRÁTTARBÍLLINN kastaðist til hliðar og lenti á vinstri hlið hússins á steinsteyptri súlu. Óhappið varð þegar kraninn á bílnum, sem var of hátt uppi, rakst í brúna. Rekstrarútgjöld sjúkrahúsa Sljórnvöld ákveði gæði þjónustunnar „EKKI verður lengur fram hjá því íitið að breyta þarf aðferðum við niðurskurð ef ná á fram sparnaði í rekstri sjúkrahúsanna. Reynslan sýnir að þó svó að sparnaður hafi náðst fram á tilteknum sviðum eða hjá einstökum sjúkrahúsum hefur það ekki dugað til að mæta út- gjaldaaukningu í kerfinu í heild. Telja verður að nú sé komið að þeim tímapunkti að stjórnvöld þurfi að taka ákvarðanir um þjón- ustustig og gæði þeirrar þjónustu sem sjúkrahúsunum er ætlað að veita,“ segir í skýrslu Ríkisendur- skoðunar. Þurfa aukalega 6-700 milljónir til að mæta rekstrarútgjöldum Ríkisendurskoðun telur að spamaðaráform stjórnvalda í rekstri sjúkrahúsa síðustu árin hafi brugðist og að ekkert bendi til annars en að áformin muni einn- ig bregðast í ár. „Sjúkrahúsin þurfa aukalega á 600-700 milljón- um króna að halda til að mæta rekstrarútgjöldum. Til viðbótar þessu var peningaleg staða sjúkra- húsanna neikvæð um tæpar 800 milljónir króna í árslok 1984,“ seg- ir í skýrslu stofnunarinnar. Að mati Ríkisendurskoðunar vantar 651 millj. kr. á að framlög til sjúkrastofnana sem eru á föst- um fjárlögum séu jöfn rekstrar- kostnaði sjúkrahúsa á seinasta ári. Ástæður þess eru annars vegar þær að framlög á fjárlögum þessa árs eru um 350 millj. kr. lægri en á seinasta ári vegna fyrirhugaðs niðurskurðar og hins vegar er 300 millj. kr. rekstrarhalli sjúkrahúsa frá seinasta ári ekki bættur í fram- lögum ársins 1995. fc » l » I » l l » ; Útgjöld heilbrigðis- ogtryggingaráðuneytis janúar-júní 1,2 milljarðar um- fram fjárheimild RÍKISENDURSKOÐUN telur að útgjöld almannatrygginga verði tæplega 1,2 milljörðum kr. meiri á þessu ári en ijárlög ársins heimila en þetta er svipuð fjárvöntun og á seinasta ári. Útgjöld almanna- trygginga á fyrri hluta ársins hækkuðu um 2,2% að raungildi frá sama tímabili í fyrra og námu 13,3 milljörðum kr. Greiðslur lífeyristrygginga juk- ust á fyrstu sex mánuðum ársins um 201 millj. kr. á föstu verðlagi en þar var fyrst og fremst um hækkun lífeyrisgreiðslna að ræða vegna fjölgunar bótaþega. Útgjöld sjúkratrygginga jukust um 95 millj. kr. en útgjöld slysatrygginga lækkuðu á tímabilinu um 12 millj. kr. í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga á fyrri helmingi ársins kemur fram að heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið fór fram úr fjárheimild allan fyrri helming ársins. í lok júní höfðu 1,2 milljarðar kr. verið greiddir umfram heimild fjárlaga en á móti voru svokölluð óhafin framlög að fjárhæð 181 millj. kr. Jukust útgjöld ráðuneytisins um 1,1 milljarð í samanburði við sein- asta ár eða um 4,8%. Nokkur ráðuneyti innan heimilda allt tímabilið Forsætisráðuneytið, mennta- málaráðuneytið, sjávarútvegsráðu- neytið og fjármálaráðuneytið voru innan fjárheimilda fyrstu sex mán- uði ársins. Utanríkisráðuneytið fór yfír heimild fjárlaga í mars og maí en þar var einkum um framlög til alþjóðastofnana að ræða. Land- búnaðarráðuneytið fór fram úr heimild í janúar og skýrist það einkum af beingreiðslum til bænda. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið fór fram úr heimildinni fyrstu þijá mánuði ársins en þar var aðallega um að ræða greiðslur vegna Lög- reglustjórans í Reykjavík og hús- næðis og búnaðar dómstóla. Samgönguráðuneytið fór fram úr fjárheimild í mars en þá urðu greiðslur vegna vita- og hafnamála urðu meiri en áætlun gerði ráð fyrir. Iðnaðarráðuneytið fór fram úr heimild í janúar og mars og viðskiptaráðuneytið fór fram úr Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið: Uppsafnað frávik umfram heimildir fjárlaga, janúar-júní 1995 1.200 ------------------------------- 1.000 milljónir kr. - 800 600 400 200 I I I I o-f ■ ■ . -200 jan. feb. mars apríl mai .Sjúkrahús Reykjavíkur Lífeyris- og sjúkra- tryggingar jum Annað - Framlög sem koma til frádráttar greiðsluheimild allt tímabilið nema í janúar og áttu greiðslur umfram heimild sér einkum stað hjá aðal- skrifstofu ráðuneytisins og Lög- gildingarstofunni. Umhverfísráðu- neytið fór fram úr fjárheimild alla mánuðina fyrri hluta ársins að jan- úar undanskildum og hafa aðal- skrifstofa ráðuneytisins og Nátt- úrufræðistofnunar farið fram úr heimild. I mars, apríl og júrtímánuði fóru greiðslur félagsmálaráðuneytisins fram úr heimild fjárlaga. í júnílok höfðu verið greiddar 432 millj. kr. umfram heimild en á móti voru óhafin framlög að fjárhæð 219 millj. kr. Eru það einkum Atvinnu- . leysistryggingasjóður og Fram- kvæmdasjóður fatlaðra sem fóru l fram úr heimildum. M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.