Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginmaður minn og faðir okkar, HARALDUR SAMSONARSON, Framnesvegi 23, lést 31. júlí. Margrét Jóhannsdóttir, Vilhelmína Haraldsdóttir og Björn Haraldsson. t Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN SIGTRYGGSDÓTTIR, Keilusíðu 10b, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 30. júlí. Ágústa Jónasdóttir, Ólöf Helga Pálmadóttir, Theódór S. Halldórsson, Margrét H. Pálmadóttir, Páll Jóhannesson, Sigríður Guðný Theódórsdóttir, Pálmi Ólafur Theódórsson, Dagbjört Elín Pálsdóttir, Sólmundur Karl Pálsson, Sædís Ólöf Pálsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN Á. EDVARDSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 41, verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Jóhanna M. Guðnadóttir, Þorgeir P. Runólfsson, Edvard G. Guðnason, Kristín G. Guðmundsdóttir, Sigurlaug Þ. Guðnadóttir, Óskar Hrafnkelsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN EINARSDÓTTIR, áðurtil heimilis i Yrsufelli 13, er lést 28. júlí sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. ágúst kl. 15.00. Einar Guðbjartsson, Bára Guðmundsdóttir, Ása Þorkelsdóttir, Jóhann Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, HÉÐINN SVEINSSON vélsmíðameistari, Engihlið 14, sem lést í Borgarspítalanum 26. júlí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavfk fimmtudaginn. 3. ágúst kl. 13.30. Ólína Daníelsdóttir, Þórunn Héðinsdóttir, Örn Hólmjárn, Ólína Ágústsdóttir, Charles Pogozelski, Margrét Ágústsdóttir, Símon Gissurarson, Vilborg Hólmjárn, Héðinn Hólmjárn, og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna veikinda og andláts elsku dóttur okkar, móður, systur og mágkonu, ÖNNU LILJU EINARSDÓTTUR BELLO, Hicksville, Long Island. Guð blessi ykkur öll. Einara Magnúsdóttir, Einar Asgeirsson, Christofer Einar Bello, Stephen Bello, Ásgeir Ásgeirsson, Tricia Ásgeirsson. HÓLMAR MAGNÚSSON + H61mar Magnússon fæddist á Sauðárkróki 14. október 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 8. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 17. júlí. EINN af traustustu starfsmönnum og félögum í Leikfélagi Reykjavíkur, Hólmar Magnússon, er allur. Andlát hans bar nokkuð skyndilega að. Eg las um útför hans daginn á undan jarðsetningunni, þannig að kveðja til þessa góða vinar er seinna á ferð- inni en ella. Það hagaði svo til að nokkru áður en Hólmar gerðist starfsmaður Leik- félagsins var smíðaverkstæði okkar flutt inn í Súðarvog og þar var það staðsett allan þann tíma sem Hólm- ar vann leikhúsinu vel og dyggilega. Smiðirnir höfðu því minna af öðru starfsfólki leikhússins að segja en þeir kusu. Á þessu varð ekki bót fyrr en við fluttum í Borgarleikhúsið haustið 1989. En með flutningnum í nýja húsið kaus Hólmar að draga sig í hlé. Við annað starfsfólk sökn- um þess því nú að samskipti okkar við hann Hólmar voru minni heldur en við hefðum kosið, því Hólmar var félagslyndur maður og naut þess að vera innan um fólk. Hann sýndi það líka í verki því hann var einstaklega traustur félagsmaður eftir að hann gekk í Leikfélag Reykjavíkur. í minningunni finnst mér að Hólmar hafi ekki vantað á einn einasta fund í félaginu í gegnum árin. Mest kynntist ég Hólmari þegar ég átti mín erindi inn í Súðarvog sem leik- stjóri í gegnum tíðina. Ljúfari og þægilegri samstarfsmann er ekki hægt að hugsa sér. Það vill loða við okkur leikstjóra og leikmyndateiknara að við erum sífellt að koma með hugmyndir sem eru ekki framkvæmanlegar, virðast við fyrstu sýn vera vond hugsana- villa eða einber draumsýn, ósk- hyggja og barnaskapur. Stundum eru hugmyndirnar líka allt þetta, því það er árátta hjá okkur að vilja helst koma með eitthvað nýtt við hveija sýningu sem við vinnum að. Það hefur því oft reynt á þolinmæðina hjá þeim sem eiga svo að fram- kvæma hugmyndirnar. Við höfum verið svo heppnir hjá Leikfélaginu að þar hafa starfað á verkstæðinu einstaklega færir menn sem hafa oft á tíðum leyst það sem við fyrstu sýn hefur virst óhugsandi að fram- kvæma. En það réð oft úrslitum við lausn málanna hin jákvæða lund Hólmars sem alltaf var með lifandi áhuga á að líta á hvað vitleysu strák- urinn var núna að tala um. Ég þyk- ist viss um að Hólmar hefur haft sitt skap eins og við öll, en við sem kýnntumst honum í erfiðu starfi við leikmyndagerð hjá Leikfélagi Reykjavíkur getum ekki annað en dáðst að þeirri geðprýði og því jafn- aðargeði sem hann sýndi, sama hvað gekk á. Hólmar var góður starfsmaður og sannur vinur og félagi. Við leik- félagsfólk minnumst hans með sökn- uði. Ég vil votta Oddnýju, Ragnari og Sverri og þeirra fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Kjartan Ragnarsson, formað- ur Leikfélags Reykjavíkur. Sérlræðingar í hlóniaskroyiinguni við »11 la‘kila,'ri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími19090 Hinn 8. júlí sl. lést vinur minn og vinnufélagi til margra ára Hólmar Magnússon. Mér er minn- isstætt þegar Hólmar kom fyrst til vinnu á verkstæði Leikfélags Reykjavíkur. Við félagarnir Ragn- ar sonur Hólmars, Jón Þóris og undirritaður vorum að vinna við smíði leikmyndar Steinþórs Sig- urðssonar að verki Jökuls Jakobs- sonar Sumarið ’37. í þessari leik- mynd, sem var öll mjög léttbyggð og veggir gagnsæir, var stigi einn mikill sem eitthvað vafðist fyrir okkur. Ragnar kom þá að máli við Steinþór og tjáði honum að faðir sinn, sem væri trésmiður, væri á lausu þá stundina. Hann hafði orð- ið fyrir því óláni að öklabrjóta sig á báðum fótum við vinnu í hús- byggingu nokkrum mánuðum fyrr, en hefði sem betur fer náð sér það vel að hann væri tilbúinn til starfa á ný. Það varð að ráði að fá Hólm- ar til liðs við okkur og reyndist hann Leikfélaginu mikill happa- fengur. Mér varð starsýnt á þennan svipmikla og veðurbarða mann, með sigggrónar hendur hins vinn- usama verkamanns, sem hefur þurft að kljást við íslenska storma og vetrarhörkur til lands og sjáv- ar. Það kom nefnilega fljótt í ljós að Hólmar var ekki aðeins húsa- smiður að mennt, heldur einnig stýrimaður frá Stýrimannaskólan- um í Reykjavík og hafði hann starf- að sem slíkur í mörg ár. Hólmar var glaðvær og jákvæður maður og átti hann eftir að reynast mér vel í mínu starfi sem leikmuna- smiðs. Það var ósjaldan sem ég leitaði til hans um verklag og útlit ýmissa hluta er vörðuðu þau leik- rit sem sprottin voru úr sagnaflóru íslenskrar alþýðu fyrr og nú. Og aldrei minnist ég þess að hafa komið að tómum kofunum hjá + Jón Kristinn Gunnarsson fæddist í Hafnarfirði 12. maí 1972. Hann lést af slysför- um 8. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigs- kirkju 14. júlí. ÞESSAR línur hefðu átt að birtast fyrir tveimur vikum, en þá var und- irrituð ekki í standi til að skrifa neitt, því hann Nonni minn er dá- inn. Þessi fallegi brosmildi ungi maður sem kom inn í líf mitt fyrir fimm eða sex árum. Hann sonur minn hrífst af hraða, bílum, mótorhjólum og öðru sem e.t.v. gera mömmur áhyggjufullar. Hann gerðist meðlimur í Sniglunum og mamman varð hrædd. I Sniglun- um kynntist hann ungu fólki og þetta unga fólk var, ja, í raun ansi merkilegt. Það fór ekki allt troðnar slóðir. Fallegt ungt fólk með sínar þrár og sína drauma í raun allt öðruvísi fólk en mamman hafði ímyndað sér. Þetta var og er fólk sem við megum alveg dást að. Fljót- lega var farið að tala um hann Nonna fyrrverandi sem var svo góður ökumaður, sem var svo skemmtilegur, sem allar ungu fal- legu stúlkurnar dáðust að. Af hverju er hann kallaður Nonni fyrr- verandi? spurði ég. Jú, sjáðu til, hann er fyrrverandi kærasti stelp- unnar sem hann var einu sinni með. Svona var hann Nonni minn, ef þú hafðir einu sinni kynnst hon- um þá átti hann alltaf stað í hjarta þínu. Margir atburðir koma fram í huga minn. Einu sinni voru þeir vinirnir Nonni og sonur minn að fara að keppa í Mílunni og Nonni kom til Hólmari. Annars vegar var að hann hafði frá unga aldri unnið þau störf sem málið snerist um og með þeim áhöldum sem nauðsynleg voru, og hins vegar að hann var vel lesinn um verklag og vinnubrögð þess fólks sem á undan var gengið. Hólmar var mikill söng- og gleði- maður, enda maðurinn fæddur og alinn upp í Skagafirðinum. Ef heyrðist sungið í útvarpinu „Skín við sólu Skagafjörður" hýrnaði heldur betur yfír Hólmari, enda dvaldi hugur hans oft þar, og það fannst honum aumt sumar ef hon- um tókst ekki að komast norður í nokkra daga. Ég hef verið með hross í Mos- fellsbæ í allmörg ár og við hjónin riðum oft um Skammadalinn og var þá gjarnan áð hjá þeim, Hólm- ari og Oddnýju, í sumarparadísinni þeirra. Það var alltaf vel á móti okkur tekið og forvitnaðist Hólmar þá gjarnan um hvaðan hrossin væru ættuð og þegar ég gat rakið ættir þeirra í Skagafjörðinn var Hólmar ánægður, því „þar eru að sjálfsögðu bestu hrossin“. í mörg ár hringdi Hólmar í mig seinnipart sumars, ósköp afsakandi, hann hafði verið að slá hjá sér grasblett- inn uppi í Skammadal og ekki kunnað við að henda grasinu, svo hann þurrkaði það og setti í sæti. Hann var ekki alltaf ánægður með hvernig til hefði tekist, hvort hann hefði slegið of seint eða nokkrir regndropar fallið í það, en hélt þó að hrossin yrðu ánægð ef ég vildi láta svo lítið að hirða það. Og þær eru ófáár bílkerrurnar af ilmandi töðunni sem hafa komið í hlöðuna hjá mér frá Hólmari. Þegar við hittum fólk á lífsleið- inni, er það nú svo að við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hvort og þá hversu mikið mann- eskjan eigi eftir að hafa áhrif á líf okkar. Hólmar Magnússon hafði mikil áhrif á mig og ég mun ávallt minnast þessa ljúfa vinar míns og vinnufélaga með hlýhug og virð- ingu. Þorleikur Karlsson. að þeir gætu orðið samferða. Hann var nýklipptur í snjáðu leðurfötun- um sínum og brosandi út að eyrum eins og alltaf. Ég stóðst ekki mátið og sagði það s_em mömmur eiga ekki að segja. Ég sagði sem sagt mikið ertu fallegur, Nonni minn, og þá var svarið að sjálfsögðu. Svona segir hún mamma mín Iíka. Einu sinni átti að fara út að skemmta sér og við Nonni sátum og spjölluðum. Svo kom að því að sonur minn vildi fara að drífa sig af stað en Nonni sagði bíddu að- eins, mig langar til að spjalla svolít- ið meira við hana mömmu þína. Þetta er ekki mjög algengt svar frá ungum manni. Einhverra hluta vegna treysti ég honum Nonna allt- af fyrir strákunum mínum. Þeir voru á ferðalagi um landið á mótor- hjólum, uppi á fjöllum, að keppa í Mílunni eða að skemmta sér. Ég svaf rólega ef þeir voru saman. Annað dæmi um mannelsku og sér- kenni Nonna er það að þegar sonur minn var nýbúinn að fá kraftmikið mótorhjól og ekki orðinn vanur því sjálfur. Nonni bað um að fá hjólið að láni til að keppa á því og var það auðsótt. Nonni og hjólið urðu Islandsmeistarar, en verðlaunin komu og eru til heima hjá syni mínum, því hann átti hjólið. Hann Nonni minn er því miður orðinn fyrrverandi, ég vildi óska að svo væri ekki og verður skarð það sem hann skildi eftir vandfyllt. Það verður aldrei fyllt. Litlu fallegu dóttur hans, móður og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Nonna. Helga, mamma hans Bjössa. JÓN KRISTINN G UNNARSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.