Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 7 FRÉTTIR Ný reglugerð um þátttöku Tryggingastofnunar í lyfjakostnaði Sjúklingar greiða mismiminn Þátttaka Trygginga- _ stofnunar í lyfjaverði ® sé um samheitalyf að ræða Engin þátttaka Lífeyrisþegi greiðir lyfið, t.d. magnyl, að fullu. Sjúklingur greiðir lyfið, t.d. magnyl, að fullu. Stjömu- lyf Þessi lyf voru áður endurgjalds- laus en nú greiðir lífeyrisþegi muninn á verði lyfsins og viðmiðunarverðsins*, sé hið fyrrnefnda hærra. Þessi lyf voru áður endurgjalds- laus en nú greiðir sjúklingur muninn á verði lyfsins og viðmiðunarverðsins, sé hið fyrrnefnda hærra. B-lyf Lifeyrisþegi greiðir kr. 150 og 5% af verði lyfsins umfram krónurnar150, en þóað hámarki kr. 400. Að auki greiöir hann muninn á verði lyfsins og viðmiðunarverðsins, sé hið fyrrnefnda hærra. Sjúklingur greiðir kr. 500 og 12,5% af verði lyfsins umfram 500 kr., en þó að hámarki kr. 1.500. Að auki greiðir hann muninn á verði lyfsins og viðmiðunarverðsins, sé hið fyrrnefnda hærra. E-lyf Lífeyrisþegi greiðir kr. 150 og 10% af verði lyfsins umfram krónurnar 150, en þó að hámarki kr. 800. Að auki greiðir hann muninn á verði lyfsins og viðmiðunarverðsins, sé hið fyrrnefnda hærra. Sjúklingur greiðir kr. 500 og 25% af verði lyfsins umfram 500 kr., en þó að hámarki kr. 3.000. Að auki greiðir hann muninn á verði lyfsins og viðmiðunarverðsins, sé hið fyrmefnda hærra. * Viðmiðunarverð lyfs er lægsta verð samheitalyfs að viðbættum 5% af verði lyfsins. Ný reglugerð um ávísun lyfja miðar að því að lækka lyfjakostnað ríkisins og gera ein- staklingum kleift að gera slíkt hið sama. María Hrönn Gunn- arsdóttir kynnti sér nýju reglurnar og komst að því að munur á verði samheitalyfja getur ver- ið umtalsverður. NÝ reglugerð um ávísun lyfja tók gildi í gær og gefur hún sjúklingum kost á að spara með því að velja ódýr samheitalyf. Lylja- fræðingum er samkvæmt reglu- gerðinni skylt að kynna sjúklingum þann möguleika að velja ódýr sam- heitalyf í stað þess sem læknir hef- ur ávísað á, sé það fyrir hendi og ef verðmunur þess sem ávísað er og ódýrustu samsvarandi pakkn- ingu af samheitalyfi er meiri en 5%. Sjúklingurinn á þá völina sjálfur og ef hann velur dýrara lyfið verður hann að greiða mismuninn sjálfur. Samheitalyf eru lyf sem eru al- gerlega sambærileg. Þau innihalda sama virka efni, í sama magni, formi og pakkningu en eru frá mis- munandi framleiðendum og þar með mismunandi dýr. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið mun gefa út lista yfir samheitalyf á þriggja mánaða fresti og á honum verða lyf sem engin áhöld eru um að eru að öllu leyti eins. í listanum verður gefið upp svokallað viðmiðunarverð sem er smásöluverð ódýrasta sam- heitalyfsins að viðbættum 5%. Greiðsluhlutfall TR mismunandi Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í að greiða lyf upp að viðmiðun- arverðinu. Ef lyfið sem sjúklingur- inn velur er hins vegar dýrara verð- ur hann að greiða mismuninn á verði lyfsins og viðmiðunarverðinu úr eigin vasa en hann getur í sum- um tilfellum orðið töluverður. Greiðsluhlutfall Tryggingastofn- unar er mismunandi eftir því hvaða lyf á í hlut. Í fyrsta lagi eru lyf sem sjúklingur greiðir að fullu. Dæmi um slík lyf eru verkjalyf svo sem magnyl. I öðru lagi eru lyf sem sjúklingur fær endurgjaldslaust. í þriðja lagi eru lyf sem kallast B- merkt lyf. Sjúklingur greiðir fyrstu 500 kr. af smásöluverðinu, 12,5% af verði lyfsins umfram 500 krón- urnar en aldrei meira en 1.500 kr. Lífeyrisþegar greiða 150 kr. af smásöluverðinu, 5% af því sem er umfram það, að hámarki 400 kr. Loks eru það algengustu lyfin, svo- kölluð E-merkt lyf. Sjúklingur greiðir fyrstu 500 kr., 25% af verði lyfsins umfram þær og aldrei meira en 3.000 kr. Lífeyrisþegar greiða fyrstu 150 kr., 10% af því sem er umfram en aldrei meira en 800 kr. Stundum skiptir munurinn þúsundum Ef lyfið kostar meira en sem svarar til viðmiðunarverðs verður sjúklingurinn að greiða mismuninn alveg óháð því hvert greiðsluhlut- fall Tryggingastofnunar er. Ef sjúklingur hefur t.d. fengið eitt- hvert lyf endurgjaldslaust, sam- kvæmt reglugerðinni sem féll úr gildi í fyrradag, á hann ekki rétt á því lengur ef verð lyfsins er hærra en viðmiðunarverðið og verður hann að greiða mismuninn sjálfur. Ef verð lyfs er innan viðmiðunarverðs verður engin breyting á þátttöku Tryggingastofnunar í lyfjakostnaði miðað við þær reglur sem voru í gildi þar til í gær. Best er að sýna þetta með dæm- um. Viðmiðunarverð ákveðins hjartalyfs er 8.169 kr. Dýrasta sam- heitalyfið kostar 12.020 kr. en það ódýrasta 7.780 kr. Lyfið er B-merkt og sjúklingurinn sem fær það er orðinn 67 ára gamall. Ef hann vel- ur ódýrara lyfið þarf hann að greiða 400 krónur fyrir 100 töflur. Ef hann hins vegar vill heldur fá dýr- ara lyfið þarf hann að greiða 400 kr. auk 3851 kr. sem er mismunur- inn á dýra samheitalyfinu og viðm- iðunarverðinu eða samtals 4.251 kr. fyrir jafnmargar töflur. Ef sjúklingurinn er ekki lífeyris- þegi þyrfti hann að greiða 1410 kr. fyrir ódýrara lyfið en 5261 kr. ef hann kysi það dýrara. Ef læknir vill ekki að sjúklingur fái upplýsingar um ódýrara sam- heitalyf en hann hefur ávísað á rit- ar hann R með hring utan um fyr- ir aftan heiti lyfsins á lyfseðlinum. Ef sjúklingur er með R merktan lyfseðil sem gefinn var út fyrir 1. júlí 1995 getur hann óskað eftir því að lyfjafræðingur hringi í lækn- inn sem gaf seðilinn út og fengið leyfi til að breyta honum þannig að sjúklingurinn eigi kost á að velja ódýrara lyf en ávísað er á. Ný lyfjaverðskrá mánaðarlega Ný lyfjaverðskrá er gefin út af yfirvöldum lyfjamála um hver mán- aðamót. Samkvæmt upplýsingum Einars Magnússonar, lyfjamála- stjóra í Heilbrigðisráðuneytinu, eru lækkanir á lyfjaverði teknar inn í verðskrána mánaðarlega til að þær taki gildi sem fyrst en hækkanir ekki nema á þriggja mánaða fresti enda þurfi þær eðli málsins sam- kvæmt meiri skoðunar við en verð- lækkanir. Viðmiðunarskráin verður einnig gefin út á þriggja mánaða fresti þannig að þó að ódýrasta samheitalyfið lækki innan þess tíma lækkar viðmiðunarverðið ekki. Ákvörðun lyfjaverðs Þegar sótt er um skráningu á nýju lyfi er einnig sótt um leyfi fyrir verðlagningu þess. Lyfjaeftir- litið metur umsóknina um verðið en Lyfjanefnd skoðar skráninga- rumsóknina. Eftirlitið skoðar verð- lagningu sama lyfs í hinum nor- rænu löndunum og mælir með því við Heilbrigðisráðuneytið að um- sóknin verði samþykkt ef verðið þykir hæfilegt en hafnar henni ella. Umsóknir um verðbreytingar þarf einnig að senda til eftirlitsins þar sem rökstuðningur heildsalanna fyrir brejdingunum er metinn. Hug- myndir eru um að flytja þetta um- sagnarhlutverk Lyfjaeftiriitsins til Tryggingastofnunar og gera eftirlit með verði lyfja virkara en nú er. „Eðlilegt þykir að Tryggingastofn- un hafí meira um verðlagningu lyfja að segja en nú þar sem hún greiðir stærstan hluta í verði þeirra,“ segir Einar. Þá segir hann að verðlækkanir á lyfjum erlendis skili sér hægt og illa hingað til lands. Verðlækkanir hafi aftur á móti verið knúnar fram hingað til með samkeppni og nú einnig með viðmiðunarverði. Fjöldi lyfja sé hins vegar ekki á viðmiðun- arverðskránni og með því að auka eftirlitið megi hugsanleg einnig hafa áhrif á verðlagningu þeirra og lækka þannig lyfjakostnað ríkisins. MEYRARA .h vass. ..sna rk... nammmmm ULEGA Ijúffengt á grillið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.