Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 6
6 D SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Enginn er taktlaus „TAKTLEYSI er hugtak sem er ekki tíl í mínum huga,“ segir Jón Pétu'r Úlfljótsson, danskennari og annar tveggja eigenda Dansskóla Jóns Pét- urs og Köru. „Það þarf að kenna fólki takt, kenna því hvað það á að hlusta á og einfalda lagið." Jón Pétur segist hafa kennt fjöl- mörgum, sem talið hafi sig taktlausa að finna rétta taktinn. Einn hafi þurft' tíl þess 8 tíma en aðrir hafi verið mun fljótari að átta sig á leyndarmálinu. Hagnýt kunnátta eftir mánuð Hann segir að þau Kara Arngríms- dóttír leggi áherslu á að sníða kennsl- una að getu og þörfum hvers nem- anda. Markmiðið sé að nemendur getí nýtt sér dansnámið jafnvel þótt þeir láti sér nægja að læra í háifan vetur. „Eftir mánaðartíma áttu að geta verið farin að nota þér það sem við kennum þér,“ segir Jón Pétur Úlfljótsson. Nemendur læra fyrst einfalt tjútt ogjive, og geta nýttþá kunnáttu vel á almennum böllum og síðan eru kennd grunnspor í chacha og samba. Meginá- herslan er sem sé í upphafi á suður- ameríska dansa en enskur vais og quickstep eru einnig kennd lítillega á fyrsta misseri dansnámsins. Fullorðið fólk sækir í dansnám í vaxandi mæli að sögn Jóns Péturs Úlfljótssonar og nú er mun algengasta en fyrir nokkrum árum að fólk á þrít- ugsaldri vilji læra að dansa en var fyrir nokkrum árum þegar hinn dæmi- gerði fullorðni nemandi var á fimm- tugsaldri. Þorri nemendanna er þó börn. Dans- skóli Jóns Péturs og Köru býður sérnám fyrir 4 og 5 ára börn, þar sem Iögð er áhersla á samhæfingu hreyf- inga og barnadansa, en við 6 ára ald- urinn er farið að kenna börnunum samkvæmisdansa. Flestir, bæði börn og fullorðnir, dansa einu sinni í viku, börnin í 40-50 mínútur í senn en fullorðnir í 90 min- útur. Fram að áramótum kostar slík kennsla 19.800 fyrir fullorðið par. Fyrir barn kosta 14 50 mínútna kennslustundir fram að áramótum 7.900 krónur. Auk þess eru nemendur hvattír tíl að notafæra sér ókeypis aðgang að æfingasal skólans utan kennslustunda. Mun fleiri selpur Yfirleitt sækja mun fleiri stúlkur en piltar í dansskólana og lætur nærri að þtjár stúlkur séu um hvern dreng. Jón Pétur segir að áhugi strákanna fari vaxandi og það sé fagnaðarefni enda sé fátt betur til þess fallið að bijóta upp kynjamismuninn og stuðla að óþvinguðum samskiptum en dans- inn. Nokkur hluti nemendanna fer út í að æfa dans með keppni í huga og er þá ekki óalgengt að æft sé 3-5 sinnum í viku. Jón Pétur og Kara eru marg- faldir íslandsmeistarar í samkvæmisd- önsum atvinnumanna og nemendur þeirra hafa notið velgengni á dan- skeppnum hér á landi og erlendis. Vetrarstarf Dansskóla Jóns Péturs og Köru hefst 10. september. 6. sept- ember verður opið hús í dansskólanum í Bolholti 6 þar sem vetrarstarfið verð- ur kynnt. Morgunblaðið/Sverrir KARA Arngrímsdóttir og Jón Pétur Úlfljótsson eru íslandsmeistarar í sam- kvæmisdönsum atvinnumanna og reka saman Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Heiðar Ástvaldsson við kennslu í dansskóla sínum. Andleg íþrótt sprott- in af innri þörf „DANSINN þjálfar ekki aðeins líkamsburði og jafnvægisskyn heldur er hann líka mikil andleg íþrótt og er sprottinn af innri þörf allra manna,“ segir Heiðar Ástvaldsson, forseti Dansráðs ís- lands, sem í 39 ár hefur rekið dansskóla í eig- in nafni í Reykjavík. í Dansskóla Heiðars, eins og öðrum dansskól- um í borginni, er í boði danskennsla fyrir börn og fullorðna, byrjendur og lengra komna, hvort sem fólk vill iðka dansinn sér til ánægju og heilsubótar eða með keppni í huga. Algengast er að kennt sé einu sinni í viku ef ekki er æft með keppni í huga. Einnig hefur um árabil verið starfandi í Dansskóla Heiðars hópur sem hittist á mánudagskvöldum og dans- ar sér til ánægju en Heiðar segir að þjálfaðir dansarar eigi ekki gott með að iðka list sína á yfirfullum dansgólfum almennra skemmtistaða. Heiðar Ástvaldsson segir að dansnám geti m.a. stuðlað að eðlilegum félagsþroska barna. Dansinn stuðli að því börn læri að umgangast annað fólk, ekki síst gagnstæða kynið, á eðlileg- an, óþvingaðan og vinsamlegan hátt. Fólki sé sífellt að verða þetta betur ljóst. Almenningur sé mun jákvæðari í garð dansins en fyrr á árum og yfirvöld séu að verða jákvæð- ari fyrir hugmyndum um að gera dansnám að hluta af almennu skólanámi barna. Ólympíugrein árið 2000? Frá því í lok síðasta áratugar hefur dans rutt sér til rúms hér á landi sem keppnisíþrótt og að sögn Heiðars eru dansarar í þann veginn að fá inngöngu í ÍSÍ og miklar líkur eru á að keppt verði í samkvæmisdönsum á Ólympíuleik- unum árið 2000. Heiðar Ástvaldsson segir að á skömmum tíma hafi þeir sem stunda dans með keppni í huga á íslandi náð aðdáunarverðum árangri með því að leggja hart að sér og æfa af krafti og dugnaði. Hundruð para mæta til danskeppna hér á landi og áhorfendur skipta oft þúsundum. „En ég vil leggja höfuðáherslu á að gera dansinn að almenningseign. Mér er ekkert kappsmál að íslendingar eignist heimsmeistara í dansi eða hveiju sem er. Mér finnst skipta meira máli að þjóðin sem heild stundi dansinn sér til gagns og gleði.“ „Það er ódýrt að vera í dansi fyrir aðra en keppnisfólkið," segir Heiðar Ástvaldsson. „En börnin geta lært að dansa alveg jafnvel þótt þau séu ekki í 120 þúsund króna kjólum. Fjölskyldu- sportíð DANSINN er sameiginlegt aðal- áhugamál hjónanna Sigrúnar Kjartansdóttur og Eggerts Claess- ens og barnanna þeirra, Önnu og Stefáns. „Félagsskapurinn er góð- ur og dansinn er skemmtileg íþrótt,“ segir Sigrún. „Þetta er gott samfélag." Sigrún og Eggert voru nánast algjörir byijendur þegar þau hófu nám í Dansskóla Jóns Péturs og Köru fyrir þremur árum. Tvenn vinahjón sem byijuðu á sama tíma heltust fljótt úr lestinni en Sigrún og Eggert tóku bakteríuna og æfa nú tvisvar til þrisvar í viku. í vor kepptu þau í fyrsta skipti á íslandsmótinu í samkvæmis- dönsum í flokki 35-49 ára. „ís- landsmótið er nokkurs konar upp- skeruhátíð eftir veturinn. Við fór- um þangað til að athuga hvar við stæðum,“ segir Sigrún. Hún segir að dansinn sé fyrirtaks líkamsrækt og 90 mínútna æfíng í dansskólan- um sé „á við góðan eróbikk-tíma.“ Auk þess að dansa sjálf fylga hjónin börnum sínum til skiptis á dansæfingar en Anna og Stefán Claessen æfa þrisvar til fimm sinn- um í viku í dansskólanum. Bæði hafa verið í fremstu röð í sínum aldursflokkum í danskeppni, Stef- án í flokki sjö ára og yngri ásamt dömunni sinni, Ernu Halldórsdótt- ur, og Anna og Gunnar Jónsson í flokki átta til níu ára. Morgunblaðið/Sverrir SIGRÚN Kjartansdóttir og Eggert Claessen ásamt börnum sínum og dansfélögum þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.