Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ • SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 D 17 Skapandi skart eftir Tinnu Gunnarsdóttur. Skapandi skart við Hamarinn FRÆÐSLUFRETTIR ■ I FERÐA- SKÓLA Flug- leiða er geta þeir sem hafa stúd- entspróf eða sam- bærilega menntun og mjög góða enskukunnáttu stundað hagnýtt sextán vikna, 514 kennslustunda nám í ferða- þjónustu, sem samkvæmt frétta- tilkynningu frá Flugleiðum veitir alþjóðlega viðurkenningu. Ferðaskólinn starfar frá miðj- um október til loka mars. Kennt er frá kl. 13-17 virka daga. Markmið skólans er að gefa ein- staklingum kost á faglegri þjálfun í ýmsu því sem tengist ferðamál- um, s.s. innlendri og erlendri ferða- landafræði, fargjaldaútreikningi, farþegabókunarkefi, sölutækni, markaðsmálum og ferðaþjónustu á íslandi. Kénnsla fer fram með fyrirlestr- um og verkefnum og eru tekin próf eftir hverja grein. Ætlast er til að nemendur sæki alla tíma. Nokkuð er um heimavinnu og heimsóknir til staða sem tengjast ferðamálum heima og erlendis. Hver nemandi fer í 25 stunda starf- skynningu á söluskrifstofur í lok námsins. Námið veitir möguleika á að taka svonefnt IATA-UFTAA- próf og fá alþjóðlegt prófskír- teini í ferðamálum. Það kostar 190 þúsund krónur og eru öll námsgögn innifalin, svo og útskriftarferð til útlanda. Námið er lánshæft hjá íslands- banka í Lækjargötu, segir í frétt frá Flugleiðum. ■ í SJÓMANNASKÓLANUM í Reykjavík verður í vetur haldið námskeið til 30 rúmlesta réttinda- prófs skipstjórnarmanna. Að sögn Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar, skólastjóra, verða einnig haldin alþjóðleg réttindanám varðandi fjarskipti, s.s. um tölvuratsjá og GPS. Ætlunin er að halda tölvu- námskeið fyrir starfandi sjómenn — fiskimenn og farmenn og einnig að gangast fyrir fræðslu um sjúkrahjálp, mat á ástandi slasaðra og samskipti við þyrlu. FRÆÐSLURÁÐ HÓTEL- 0G VEITINGAGREINA í LISTASKÓLANUM við Hamarinn verður í vetur hægt að læra gerð skartgripa úr leir og postulíni og ennfremur gerð götudjásna eða skapandi skarts, sem kallast „Street jewelry" á ensku. Tinna Gunnarsdóttir list- hönnuður kennir gerð götu- djásnanna á einu nýstárlegasta námskeiði skólans í vetur. I fréttatilkynningu segir að götudjásn séu fijálslegir, ódýrir skartgripir út óhefðbundnum efnum þar sem hugmyndaflugið ræður ríkjum. Gripirnir eru yfirleitt stórir og litríkir, eins konar skúlptúrar með mikilli hreyfingu. Þeir eru sjaldnast gerðir úr gulli, silfri eða dýrumsteinum á perlubandi heldur ýínsu því sem fólk getur fundið í um- hverfi sínu. Það er hluti af nám- skeiðinu að læra að viða að sér efni en þó fá þátttakendur margs konar efni að prófa sig áfram með. Meðal annarra nýrra nám- skeiða sem kennd verða í Lista- skólanum við Hamarinn í vetur er pappírsgerðarnámskeið að hætti Grænu smiðjunnar, skart- gripagerð úr leir og postulíni og föndurnámskeið fyrir börn. Listaskólinn við Hamarinn var stofnaður í janúar sl. af fjór- um myndlistarmönnum með til- styrk Hafnarfjarðarbæjar. Skólinn starfar að Strandgötu 50 og hefur lagt áherslu á löng og vönduð námskeið í hinum ýmsu greinum myndlistar, þar á meðal myndasögugerð. I fréttatilkynningu segir að flest námskeiðin séu metin til eininga í framhaldsskólakerfinu en það sé sérstaða skólans að bjóða nám á framhaldsskólastigi sem allur almenningur geti jafn- hliða sótt. Auk þess eru í boði námskeið fyrir börn og unglinga í Lista- skólanum við Hamarinn. Námskeiðaáætlunjyrir haustönn 1995: Uppruni og þróun matargerðar á íslandi 52 kennslustundir Smurbrauðsnámskeið 26 kennslustundir HStraumar og stefnur í matargerð 26 kennsiustundir Innkaup og birgðastýring 26 kennslustundir Námskeið um kampavín og styrkt vín 26 kennsiustundir Heilsu- og sérfæði 26 kennsiustundir Arstíðabundið eldhús 26 kennslustundir t HFramreiðsla sjávarafurða 26 kennslustundir HNámskeið fyrir leiðbeinendur 16 kennslustundir Hóteiið sem vinnustaður 40 kennslustundir Allar nánari upplýsingarjast á skrifstofujrœðsluráðsins {Þarabakka 3, 109 Reykjavík, símar 587 5860 og 5872175. Opið: Mánudaga, þriðjudaga ogjimmtudagajrá 09-12. Tölvutæknileg námskeið. Rafiðnaðarskólinn býður upp á námskeið í eftirtaiin námskeið : PC - Net, vélbúnaður/hugbúnaður. Uppsetning á tölvukerfum. Modemtækni 1 , gagnasendítæknl - skrárarflutnlngur. Modemtækni 2, gagnasendltæknl-gagnanet. Áhrif truflana á tölvukerfi.^ Forritun. RAFIÐNAÐARSKÓLINN /ggsssss //oQaoaoQ ouq\ Aó nema... ber ávöxt Námudebetkort, ekkert árgjald í 3 • Skipulagsbók NÁMU-reikningslán NÁMU-styrkir • Einkaklúbburinn: Ókeypis aðild Internettenging: Ekkert stofngjald og afsláttur af mótaldi frá EJS Gjaldeyriskaup án þóknunar • Fjármálaráðgjöf • LÍN-þjónusta NÁMAN Námsmannaþjónusta Landsbanka íslands ar í haust og vetur gefst gott tækifæri til að breyta áhyggjum í uppbyggjandi orku og fá um leið þjálfun í samskiptum! Markviss málflutningur og áhrifarík fundarstjórn! ITC stendur fyrir námskeiðum fyrir fólk á öllum aldri í fundarsköpum, fundarstjórn og ræðumennsku. Setjum saman námskeið fyrir mismundandi hópa og einstaklinga, allt eftir óskum hverju sinni. Allar upplýsingar gefur fræðslustjóri ITC, Sigríður Jóhannsdóttír, í símum 568 2780 og 568 1743. Drengjakór Laugarneskirkj u auglýsir eftir áhugasömum drengjum á aldrinum 8-13 ára í kórinn. Framundan eru mörg spennandi verkefni auk söngferðar til Norðurlanda í vor. Æfingar verða á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:15-19. Innritun og prófun fer fram fimmtudaginn 31. ágúst í Laugames- kirkju milli kl. 17 og 19. Frekari upplýsingar eru veittar í símum 553 6389 (Jóhanna) og 568 7733 (Emma). Tónlistamám fyrir alla!) Viltu komast í vandaö tónlistarnám og læra a& spila þá tónlist sem þú hefur áhuga á, hvort sem þab er rokk, blús e&a dægurlagatónlist? Þá er Nýi Músíkskólinn svariö. Við leggjum metnað okkar í öfluga undirbúningskennslu í hljó&færaleik og söng, hvort sem er fyrir spilamennsku e&a frekara tónlistarnám og allir kennarar eru í fremstu röð á sín hljóðfæri. Kennt er á öllum stigum, byrjendum sem lengra komnum og öllum aldurshópum. Kennt er í einkatímum, allir nemendur fá tón- og hljómfræðikennslu og geta valið um að vera í nemendahljómsveitum. Nýi Músíkskólinn hefur nú tekið í notkun fullkomið 24ra ráða hljóðver þar sem nemendahljómsveitirnar hljóðrita lög sem æfð hafa verið og hver nemandi fær upptöku til eignar. Skólanum lýkur með stórtónleikum nemendahljómsveita. Kennslugreinar: * Gítar og rafgítar * Rafbassi * Trommur * Hljómborb * Söngur * Saxófónn * Tónfræði * Hljómfræ&i og flauta MeAal kennara eru: Stefán S. Stefánsson, Björn Thoroddsen, Jón E. Hafsteinsson, Hilmar jensson, Cunnar Hrafnsson, Ásgeir Óskarsson, Einar V. Scheving, |ónas Þórir, Pálmi Sigurhjartarson o.fl. Innritun stendur nú yfir á haustönn. Allar upplýsingar hjá starfsmanni í síma 5621661 (símsvari utan skrifstofutíma). 1 NYIlffl II MUSIKSKILINN Laugavegi 163, sfmi 562 1661. M9508

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.