Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 20
20 D SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Farskólar með starfsmenntunar- og tómstundanámskeið NEMENDATÓNLEIKAR eru fastur viðburður í skólastarfi Tónskóla Sigursveins. Allt frá trompeti til tölvutónlistar FARSKÓLAR eru starfræktir í öll- um landsfjórðungum í tengslum við framhaldsskólana, annast tóm- stundanám og halda ýmis konar starfstengd námskeið. Farskóli Suðurlands hefur aðset- ur Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Skólinn annast og skipu- leggur starfsmennta- og tóm- stundanámskeið af ýmsum toga fyrir fólk á Suðurlandi. Námskeiðin eru bæði skipulögð af skólanum sjálfum eða farið er eftir óskum og tillögum fólks og ræður eftirspum hvort og hvar námskeið verða haldin. Skólinn sér um skráningu á námskeið, aðstoðar við val á námsefni og útvegar það og leggur til kennara og húsnæði. Veitt er vottorð fyrir námið að því loknu. Markmið skólans eru að efla hagnýta menntun á Suðurlandi og að styrkja og efla fmmkvæði ein- staklinga í landshlutanum. Einnig vill skólinn gefa fólki kost á að auðga tómstundir sínar. Farskólinn mun m.a. bjóða upp á valgreinanámskeið fyrir starfs- fólk á Leikskólum og heilbrigðis- stofnunum, nýbúafræðslu, íslensku fyrir útlendinga, tölvunám, jólab- útasaum, stofnun og rekstur lítilla fyrirtækja, fjármál heimilanna, Njálunámskeið og hraðlestur. í öldungadeild Fjölbrautaskóla Suðurlands er boðið upp á nám í flestum bóklegum námsbrautum framhaldsskóla. Kennsla fer fram á kvöldin og er aldurstakmark tutt- ugu ár. 30 námskeið árlega í Farskóla Vestfjarða í tengslum við Framhaldsskóla Vestfjarða hefur síðustu árin verið rekinn Farskóli Vestfjarða og hafa farið fram um þrjátíu námskeið árlega, 12-14 kennslustundir hvert. Á vegum farskólans fara nú fram kvöld- og helgarnámskeið, sem veita yfirleitt ekki einingar til stúd- ents- eða iðnprófs. Námskeiðin eru á sviði endurmenntunar, viðbótar- menntunar og nýmenntunar og sum þeirra tengjast tómstunda- starfi. Mörg námskeiðanna eru haldin utan ísafjarðar, allt eftir þátttöku. í Framhaldsskóla Vestfjarða hefur verið tekin að nýju upp skip- stjórnarbraut eftir langt hlé en skipstjórnun var síðast kennd á ísafirði á árunum 1987-88. Það má segja að vagga skipstjórnunar- kennslu sé á ísafirði því þar kenndi Torfi Halldórsson skipstjómun fjTst á íslandi á árunum 1852-56. Skipstjórnunarbrautin gefur rétt- indi á 200 rúmlesta skip í innan- landssiglingum og er meðalnáms- tími tvær annir. Fullkomið tölvuver á Sauðárkróki Við Fjölbrautaskólann á Sauðár- króki er einnig starfræktur far- skóli sem þjónar Norðurlandskjör- dæmi vestra og rekinn er af MFA, Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra, héraðsnefndum á svæðinu og Fjölbrautarskólanum á Sauðár- króki. Ýmist er kennt á Blönduósi, Hvammstanga, Siglufirði, Skaga- strönd eða Sauðárkróki og víðar um kjördæmið ef hentar. Einkum eru í boði ýmis konar tómstunda- námskeið, svo sem í handmennt, fluguhnýtingum, garðyrkju, saumaskap en einnig kennsla í tungumálum og fleiru. Nýtt og fullkomið tölvuver hefur verið tekið í notkun við skólann sem gerir kleift að bjóða upp á vand- aðri tölvunámskeið í vetur en áður. Að auki annast skólinn kjarnanám- skeið fyrir ófaglært verkafólk í samráði við verkalýðsfélög og veit- ir sjúkraliðum samningsbundið framhaldsnám. Námskeið farskólans eru mis- jafnlega löng. Sum standa yfir í eitt kvöld, önnur í allt að 30 kennslustundir. Kostnaður er tengdur námstíma og er verð á námskeiðum frá 3.000-10.000 krónur. Handflökun og Egilssaga í farskóla Vesturlands Farskóli Vesturlands er hluti af Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þar er boðið upp á lengri eða skemmri námskeið allt skólaár- ið. Kennt er hvar sem er á Vestur- landi, allt eftir því hvar nemendur búa. M.a. verður boðið upp á röð námskeiða um sígild bókmennta- verk, m.a. Snorra Eddu og Egils- sögu, hraðlestrarnámskeið, Word ritvinnslunámskeið, tréskurð- arnámskeið, skipstjórnarnám, nám fyrir uppeldis- og meðferðarfull- trúa, handflökun og ýmislegt fleira sem verður skipulagt eftir áhuga. Vinnufélagar, vinahópar og sauma- klúbbar geta sett fram hugmyndir og fengið mótaðar tillögur til baka. PHOENIX námskeiðinu leiðin til árangurs * Mannræktamámskeið * Fagmennska í framkomu og sjálf- styrking fyrir konur í atvinnulífinu. * Ný sölusálfræði. * Viðskiptaviðmót. * I atvinnuleit. Upplýsingar í síma 5671703, Fanný Jónmundsdóttir. TÓNSKÓLI Sigursveins D. Kristinssonar hefur verið starf- andi frá 30. mars 1964. Fyrstu tuttugu árin hafði Sigursveinn sjálfur forstöðu skólans með hendi en nú er þar þriggja manna aðalstjórn. Hann er rek- inn sem sjálfseignarstofnun af styrktarfélagi, en í því eru aðal- lega foreldrar nemenda. Styrkt- arfélagar eru nú um 300 tals- ins. Skólaárið 1994-5 voru nem- endur 631 en kennarar 59 í um það bil 33 stöðugildum. Kennsla í hljóðfæragreinum fer fram I einkatímum, klukku- stund á viku, sem oftast er skipt í tvennt, 30 mínútur í senn. Einnig er hægt að stunda hluta- nám, 30 mínútur á viku. í tón- fræðigreinum og forskóla fer kennsla fram í hópum. Kennt er á 18 hljóðfæri auk söngs. Hefbundin kennsla á hljóðfæri er viðamesti hluti starfseminn- ar en ýmsar aðrar deildir eru einnig í skólanum. Kennara- deild hefur verið starfrækt í rúm tíu ár þar sem eru mennt- aðir kennarar í píanó- og gítar- leik. Námið tekur fjögur ár og fyrstu nemendurnir útskrifuð- ust vorið 1988. Fyrir börn er bæði fornámsskóli og suzuki- deild þar sem kennt er eftir svonefndri móðurmálsaðferð. Sérstaklega er hugað að sam- leik og eru starfandi þrjár hjjómsveitir, blásarasveit, tvær blokkflautusveitir, kór, léttsveit og tvær þverflautusveitir. Nem- endum er einnig boðið upp á sérstakar valgreinar og má þar nefna hljóðfærafræði og útsetn- ingar, spuna á píanó, kennslu- fræði, kórsöng, slagverk og tölvutónlist. Nemendur í skólanum þurfa yfirleitt að sjá sér fyrir hljóð- færum en skólinn á töluvert af strengja- og málmblásturhljóð- færum í undirstærðum sem nemendur geta leigt. Tónskólinn eignaðist fyrst eigið húsnæði árið 1971 þegar húsið við Hellusund 7 var keypt. Árið 1983 hófst bygging á nýju skólahúsi við Hraunberg 2. Kennsla hófst þar haustið 1984. Einnig er kennt í Árbæjar- og Ártúnsskóla og í kennslustofum í Kvennaskólanum og í húsnæði á Bergstaðastræti 48. Á þijátíu ára afmælinu 1994 var keypt nýtt hús við Engjateig 1 og þar verður aðsetur skólans í fram- tíðinni. Áætlað er að flytja starf- semina þangað haustið 1997. ; B 1 Breytingarskeiðið — bætt hei^^þetri Ifðan Fyrirlestur í Gerðubergi Reykjavík 6. september kl. 20. Dr. Farida Sharan mdma nd mh er sérfræðingur í málefnum se m tengjast heilsu kvenna. Hún notar náttúrulegar lækningciaðferðir; bætt mataræði, grös og lithimnulestur (iridology). Dr. Sharan hefur skrifað bækur um heilsufar kvenna, kennir og heldur námskeið og fyrirlestra um allan heim. Takmark Dr. Sharon er að gefa konum kraft, styrk og |x>r til að takast á við eigið heilsufar og hjálpa þeim til að öðlast dýpri skilning á hug- lægum, líkamlegum og andlegum þörfum sínum. Námskeiðið er sériega mikiivægt fyrir þær sem viija læra að heila sjálfa sig, þróa meðvitund sína og skiija eigin líkama, tilflnningar, huga og sál. Hægt verður að panta einkatíma hjá Dr. Sharan; í greiningu, iithimnulestri (Iridology)og ráðgjöf í Heilsuhúsinu. Nánari upplýsingar veitir Fanný Jónmundsdóttir í síma: 552 7755.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.