Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 25
r MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 D 25 2.500 björgunarsveitarmenn sóttu Björgunarskóla Landsbjargar og SVFI í iyrra Ráðgert að kenna almenn- ingi ferðamennsku í vetur BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og SVFÍ stefnir að því að halda í vetur nokkur námskeið fyrir almenn- ing, svo sem í ferðamennsku, notkun korta, áttavita og staðsetningartækja, auk um 200 námskeiða víðs vegar um landið fyrir björgunarsveitarmenn. Björgunarskólinn var stofnaður í fyrra og tók þá við umsjón með því fræðslu- og þjálfunarstarfi sem áður hafði verið sinnt innan Landsbjargar og Slysa- varnafélagsins. Meginverkefni skólans, að sögn Mark- úsar Einarssonar skólastjóra, er að sinna þjálfun björg- unarsveitarmanna með námskeiðahaldi fyrir almenna björgunarsveitarmenn og leiðbeinendur. Á fyrsta starfsárinu sóttu um 2.500 manns 180 námskeið sem skólinn hélt á 80 stöðum á landinu. Á öðru starfsárinu, sem hefst 2. september, er stefnt að því að íjölga enn námskeiðunum fyrir björgunar- menn og leggja aukna áherslu á námskeið fyrir almenn- ing um ýmislegt það sem lýtur að ferðamennsku og björgun. „Við lítum á námskeið fyrir almenning sem mikil- vægt forvamastarf,“ sagði Markús og sagði að mark- viss fræðsla um búnað og viðbrögð til þess fólks sem notar tómstundir sínar til ferðalaga utan alfaraleiða geti dregið úr líkum á því að til kasta björgunarsveit- anna þurfi að koma. í fyrra var fyrsta skrefið stigið með sjö námskeiðum sem haldin voru á vegum skólans í samvinnu við Lands- samband íslenskra vélsleðamanna og voru ætluð fé- lagsmönnum. Að sögn Markúsar sóttu aht að 100 vélsleðamenn hvert námskeið ög sýndu og sönnuðu þannig að mikil þörf á fræðslu af þessu tagi er fyrir hendi. Markús sagði að enn væri ekki ljóst hvernig staðið yrði að námskeiðum fyrir almenning í vetur. Nám- skeið fyrir björgunarsveitarmenn verða hins vegar um 200 talsins, allt frá kvöldfyrirlestrum til 11 daga nám- skeiða. Vetrarstarfið hefst á Þórshöfn og Ólafsfírði 2. sept- ember en þar verða haldin náinskeið um meðferð björg- unarbáta. Annars gefst björgunarsveitarmönnum kostur á að auka í vetur þekkingu sína á sérhvetju sérsviði björgun- arstarfa. Námskeiðin 200 taka m.a. til ferðamennsku, notkunar áttavita og korta, mats á snjóflóðahættu og leitar eftir snjóflóð, og alls sem lýtur að sjóbjörgun og kafarastörfum. Með því að sækja þrjú námskeið í skólanum geta björgunarsveitarmenn fengið réttindi leitarkafara. Björgunarsveitarmenn greiddu í fyrra 500 krónur fyrir hvern kvöldfyrirlestur sem þeir sóttu og um 2.200 krónur fyrir helgamámskeið á vegum Björgunarskól- ans. fræðslufréttir ■ Pennaklúb- /jur-International Pen Friends veit- ir pennavinaþjón- ustu og útvegar þeim sem þess óska 14 pennavini frá ýmsum lönd- um. Samskipti félaga í International Pen Friends, sem í eru um 300.000 meðlimir í 210 löndum, fara eink- um fram á ensku. Einnig er hægt að koma fólki í samband við penna- vinu sem skrifa á þýsku, frönsku, spænsku, portúgölsku og jafnvel á dönsku. Höfuðstöðvar I.P.F. eru á ír- landi og þaðan berst áhugasömum listi með nöfnum 14 pennavina á svipuðum aldri 2-3 vikum eftir að umsóknareyðublað er sent og stað- festingargjald greitt. Umboðsmaður I.P.F. hér á landi er Pétur Þorleifsson, pósthólf 4276, 124 Rvík. í kynningarbréfi hans segir að auk þess að þjálfa tjáningu í rituðu máli efli það bræðralag manna að skrifast per- sónulega á við fólk af ýmsu þjóð- emi. Með það í huga hafi I.P.F. verið stofnað árið 1967. ■ Á VEGUM Heilsuvemdar- stöðvar Reykjavíkur er boðið upp á þrenns konar námskeið: Eitt fyr- ir verðandi foreldra, annað um fræðslu fyrir foreldra ungra barna og hið þriðja er reykingavarna- námskeið. UfUfkótim uið Hafnarfirði • Strandgötu 50 • si'mi 555 2440 Kennsla í barna-, unglinga- og fullorðinsdeildum hefst 18. september. innritun og upplýsingar veittar dagana 9.-17. september í síma 555 2440. Mörg ný námskeið í bodi. Germaníu hefjast 11. september Kynningarfundir verða miðvikudaginn 6. og fimmtudaginn 7. september kl. 20.30 í stofu 102 í Lögbergi. Nánar auglýst síðar. Upplýsingar í síma 551 0705 frá kl. 11.30-12.30. MALASKÓLINN MÍMIR A ***Oft*¥B &MÍM! M 0*þýska SSbnska 2, s 3J £ I H | fegagjgMwl ...blabib - kjarni málsins! ~SP*NSKA IfFSANSKA HAGSTÆTT VERÐ !!! Kennsla hefst 19. september • Innritun þegar hafin MALASKÓLINN MÍMIR • síiili: 588 2299 fRAc oWLm LEIÐTOGINN í ÞÉR Foiystuaðferðir 20. aldarinnar Tveggja daga námskeið frá Dale Carnegie Tækifærisræður Námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á því að flytja stuttar ræður í afmælum, brúðkaupi eða við önnur tækifæri. Stjórnunarnámskeið fyrir stjórnendur fyrirtækja sem vilja standa upp úr í samkeppninni, bjóða upp á gæði og frábæra þjónustu. Upplýsingar í síma 581 2411 I Stjórnunarskólinn 0 0 FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐÁRMÚLA Framhaldsnám sjúkraliða á vorönn 1996 Að þessu sinni verður fjallað um aðhlynningu á lyflæknisdeildum. Kennarar verða Nína Rafnsdóttir hjúkrunarfræðingur, Svava horkeisdóttir hjúkrunar- fræðingur, Elín Vilhelmsdóttir sálfræðikennari, hórunn Óskarsdóttir tölvukennari auk ýmissa gestafyrirlesara. Hámarksfjöldi þátttakenda er 25. Umsóknarfrestur er til I. október og skal sklla umsókn á skrlfstofu skólans. þar sem veittar eru allar nánarl upplýslngar, sími 581 4022, bréfasími 568 0335. Námskeið í september og október fyrir starfandi siúkraliða Tölvufræðl I. 40 stundir. Kennari: hórunn Óskarsdóttir tölvukennari. Tími: 16. október til 2. nóvember, mánud., miðvikud. og fimmtud. kl. 17-20.15. ABhlynnjnR Reðslúkra. 20 stundir. Kennari: Marfa Einlsdóttir hjúkrunar- fræðingur. Tími: 26., 27., 30. og 31. október kl. 17.00. HellbrlgölsfræO) á ofnæmlsðld. 20 stundir. Kennari: Svava horkelsdóttir hjúkrunarfræðingur. Tími: 19., 20., 23. og 24. október kl. (7.00. VIBtal.stæknl og skýrslugerð, 40 stundlr. Kennarar: Una Steinþórsdóttir og Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir íslenskukennarar. Tími: 27., 28. og 29. septem- ber, 3. og 4. október, 10., 11. og 12. október, og 16. og 17. október; kennsla hefet aiia daga ki. 17.00. LvfhrifafræOI I. 20 kennslustundir. Kennari: Eggert Eggertsson lyfjafræðin- gur. Tfml: 18., 19., 20., 23., 24. október kl. 17-20.00. Lyfhrifafræðl II verður kennd í nóvember. Innritað verður á öll þessl námskelð á skrifstofu skólans 28. og 29. ágúst kl. 8-12 báða dagana, sími 581 4022, bréfasfm! 568 0335. Námskeið fyrir starfandi sjúkraiiða, iyfiatækna, iæknaritara og nuddara mnslustundir. Kennari: Eva Hallvarðs- dóttir MA. Námskeiðið hefet 18. september og kennt á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 17-18 og 18.15-19.15 dagana 18., 21., 25. og 29. september, og 2., 5., 9., 12., 16., 19., 23., 24. og 26. október. Markmið námskeiðsins er að auðvelda þátttakendum að lesa um heilbrigðismál á ensku. Megináhersla er lögð á skilning á rituðu máli, og er því ekki stefht að því að nemendur tjái sig á ensku. [ upphafi verða lesnir aðgengilegir textar um sjúkrahús og skylt efni. Síðan munu þátttakendur velja sér hæfiiega þunga texta eftir áhugasviði og getu, vinna hver um sig eða fleiri saman með hjálp orðabóka og kennara og gera loks munnlega eða skriflega grein fyrir innihaldi textanna á íslensku. Innritun er í skrlfstofu skólans 28.-30. ágúst kl. 8-12 alla dagana, sími 581 4022, bréfaslml 568 0335. Skólamelstarí. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarnl málsins! Vinnuvernd er ekki bara tannhjól og tappar í eyrun! Vinnueftirlitið heldur reglulega námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn, öryggisverði og stjórn- endur á vinnustöðum. Þar er fjallað um allt mögulegt í starfsumhverfi, svo sem: ■ Markmið vinnuverndar ■ Lög og reglur - innra eftirlit ■ Inniloft og líðan fólks ■ Varasöm efni ■ Tæknilegt vinnuumhverfi ■ Líkamsbeitingu við vinnu - einhæf störf ■ Sálræna og félagslega þætti í starfs- umhverfinu og margt fleira. Þátttakendur eru virkir mótendur dagskrár hvers námskeiðs, sem stendur í tvo daga. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Kára og Guðbjörg Lindu, fræðsludeild. Vinnueftirlit ríkisins Bíldshöfða 16-112 Reykjavfk - Sfmi 567 2500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.