Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 D 23 Oheföbundin atvinnuleit FRÆÐSLUFRÉTTIR ■ Ferðamála- skóli íslands hóf starfsemi árið 1987 og hefur skólinn frá þeim tíma sinnt menntun sem nýtist í flestum greinum ferðaþjónustu og hefur íjölbreytni námsins aukist ár frá ári. Skólinn er skipulagður á þann hátt að nemendur sækja sjálfstæða áfanga þar sem farið er yfir afmark- aða hluta ferðamálafræðinnar eða taka tvær heildstæðar annir. Með þessu móti geta nemendur sjálfir ráð- ið þeim ijölda áfanga sem þeir vilja sækja hjá skólanum og jafnframt hversu hratt námið sækist. Nemendur þurfa að uppfylla inn- tökuskilyrði framhaldsskóla og hafa náð 20 ára aldri. Nauðsynlegt er að nemendur hafi nokkurt vald á enskri tungu. Allir áfangar skólans eru metnir til eininga ljúki nemendur prófí og nái lágmarkseinkunn. Eining- amar eru metnar í framhaldsskóla hérlendis og/eða í háskólum erlendis. Markmið Ferðamálaskóla íslands er að útskrifa ferðamálaráðgjafa sem færir er um að stunda störf í flestum greinum ferðaþjónustu á Islandi. Ferðamálaráðgjafar eiga að veita fyr- irtækjum í greininni ráðgjöf sem nýt- ist þeim til að þjóna þörfurrí viðskipta- vina sem best. Áfangarnir hafa verið sóttir af fólki sem þegar vinnur við ferðaþjónustu og vill kynnast fleiri þáttum hennar, s.s. uppbyggingu ferðaþjónustu, markaðsmálum, rekstri og fræðilegri hlið ferðaþjón- ustunnar. Einnig hafa áfangamir ver- ið sóttir af fólki utan ferðaþjónustunn- ar sem hefur hug á að vinna ferða- þjónustustörf í framtíðinni eða skipu- leggja og bjóða fram einhvers konar þjónustu við ferðamenn í sinni heima- byggð. Fólk sem hyggur á nám í ferðaþjónustu erlendis hefur einnig sótt nám við Ferðamálaskóla íslands. í ljósi breyttra aðstæðna á alþjóða- vettvangi hefur Ferðamálaskóli Is- lands aukið til muna samstarf við erlenda háskóla. Jafnframt sér skól- inn um menntunarþátt í samstarfs- samningi á sviði ferðaþjónustu við Grænland og Færeyjar sem undirrit- aður var af samgöngumálaráðherrum landanna. Á námsánnu 1995-96 mun Ferða- málaskóli Islands gangast fyrir 19 áföngum. Við upphaf hvers áfanga fá nemendur afhenta námsáætlun þar sem tilhögun er skýrð. Skólinn leggur áherslu á að til kennslu veljist aðilar sem hafa víðtæka reynslu af ferða- málum eða hafi sérmenntun á því sviði. Öllum áföngum lýkur með því að nemendum gefst tækif æri á að þreyta próf úr námsefninu. Standist nemendur próf hljóta þeiri sérstök prófskírteini frá skólanum. Kennt er frá 17.30-21.55 alla virka daga. Verð á fullu námi á haustönn er 42.000 krónur með afslætti. Verð á fullu námi á vorönn er 66.900 krón- ur án valáfanga. Gjald fyrir einstaka áfanga er frá 8.400 krónum. Skráningu nemenda lýkur 1. sept- ember. Kennsla hefst 11. september. FANNÝ Jónmundsdóttir heldur í vetur nokkur námskeið fyrir fólk í atvinnuleit. „Ég kenni óhefðbundn- ar leiðir í atvinnuleit, aðrar en þær að senda inn umsóknir," segir Fanný. Námskeiðin byggjast að hennar sögn mikið á sjálfsstyrkingu og innri uppbyggingu og því að laða fram hjá fólki skýra tilfinningu fyrir því að hveiju það vilji stefna. Fanný Jónmundsdóttir, sem er umboðsaðili Brian Tracy Internat- ional á íslandi og stendur. fyrir ýmsum fleiri námskeiðum, segist skipta fólki sem sé án atvinnu niður í þijá hópa og segist leggja áherslu á að tala ekki um þá sem sækja námskeiðin hjá henni sem atvinnu- lausa. „Þeir sem tala um sig sem atvinnulausa gefa til kynna að það sé varanlegt ástand," segir hún. Hópamir þrír era í fyrsta lagi þeir sem kjósa eða vilja atvinnu- leysi, hafa verið atvinnulausir lengi og hafa gefist upp eða sætt sig við það ástand; í öðru lagi fólk sem hefur verið tímabundið án atvinnu og er áð leita fyrir sér. Fanný seg- ir að þessi hópur geti átt á hættu að gefast upp og verða „atvinnu- leysingjar“. Þriðji hópurinn sé svo fólk sem ákveður að breyta til, segja starfi sínu lausu og leita fyrir sér á nýjum vettvangi. Fanný Jónmundsdóttir, segir að margir falli í síðasttalda flokkinn enda gefi kannanir til kynna að um 60% fólks séu óánægð í núverandi starfi. Þess vegna segir hún að nám- skeiðið miði m.a. að því að auðvelda fólki að átta sig á þvi hvað það vilji vera og hvað það vilji gera í lífinu. Námskeiðin fara í gang í septem- ber og er námskeiðsgjaldið, að sögn Fannýjar, 16 þúsund krónur. Kennsla á námskeiðum á vegum Brian Tracy International byggist að jafnaði mikið á myndböndum, þýddum á íslensku, verkefnum og hljóðsnældum á íslensku. Reiki- heilunar- og sjálfsstyrkingarnámskeið • Hefur þú áhuga á andlegum málefnum? • Þarftu á sjálfsstyrkingu að halda? • Viltu ná betri tökum á lífi þínu og líðan? • Ertu tilbúinn að gera eitthvað ímálinu? í vetur verða í boði í Reykjavík og úti á landi eftir óskum; - Reiki-, heilunar- og sjálfsstyrkingarnámskeið (ýmist 3 kvöld, helgi eða 2 virkir dagar). - 2 mán. (8 kvöld) sjálfsstyrkingar- og fræðslunámskeið. - Kvöldnámskeið (1 kvöld) þar sem kynnt er og kennt allsnægtarprógram. - Opnir fyrirlestrar um ýmis andleg málefni. - Skemmtilegir fræðslufundir um jákvæða og neikvæða notkun hugarorkunnar og/eða ýmis önnur andleg málefni fyrir lokaða hópa. - Vinnuhópar í „Celestine Prophecy". - Einkatímar í sjálfsstyrkingu. Upplýsingar í síma 587 1334 á morgnana kl. 10-12. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. 1 Að fara í TVÍ (krefst stúdentsprófs) og læra kerfisfræði og forritun í 2 ár (um 50% falla eftir 1. önn). Að fara í tölvunarfræði í H( (krefst stúdentsprófs) og læra kerfisfræði og forritun í 3-4 ár (um 40% falla í lok 1. árs). Að fara á mörg stutt tölvunámskeið hjá tölvuskólum og læra ýmislegt hagnýtt (en þú færð ekki samhengi og yfirsýn). Að fara í námið TÖLVUNOTKUN I FYRIRTÆKJAREKSTRI hjá okkur. Á 23 vikum muntu öðlast heildaryfirsýn og ítarlega þjálfun í notkun þess búnaðar sem algengastur er í dag og um næstu framtíð. Námið okkar er einnig ágætis undirbúningur fyrir frekara nám í tölvufræði! Þegar þú útskrifast getur þú nýtt þér tölvur til að leysa fjölbreytt og spennandi verkefni og veitt öðrum ráðgjöf og aðstoð. Þú verður þá starfskraftur sem flest tölvuvædd fyrirtæki sækjast eftir. Unnt er að stunda námið með vinnu. 569 7640 K Ó L I 569 7645 Kynningarfundur _Dale . Carnegie þjálfun® Þriðjudagskvöld kl. 20.30 að Sogavegi 69. Námskeiðið Konráö Adolphsson D.C. kennari ✓ Eykur hæfni og árangur einstaklingsins. ✓ Byggir upp leiðtogahæfileika. ✓ Bætir minni þitt og einbeitingarkraftinn. ✓ Skapar sjálfstraust og þor. ✓ Árangursríkari tjáning. ✓ Beislar streitu og óþarfa áhyggjur. ✓ Eykur eldmóðinn og gerir þig hæfari. Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt Innritun og upplýsingar í síma: 581 2411 V/SA 0 STJORNUNARSKOUNN Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie® námskeiðin PRÓFANÁM Á HAUSTÖNN Öldungadeild GRUNNSKÓLASTIG (íslenska, stæröfræöi, danska og enska). Grunnnám: Samsvarar 8. og 9. bekk grunnskóla. Ætlaö þeim sem ekki hafa lokiö grunnskólaprófi eöa vilja upprifjun frá grunni. Fornám: Samsvarar 10. bekk grunnskóla. Ætlaö þeim sem ekki hafa náö tilskyldum árangri í 10. bekk. Undirbúningur fvrir nám í framhaldsskólastig. FR AM H ALDSSKÓLASTIG Menntakjarni: Fyrstu þrír áfangar kjarnagreina: íslenska, danska, enska og stæröfræöi. Auk þess félagsfræöi, saga, eölisfræöi, tjáning, þýska, hollenska, ítalska, stæröfræöi 122 og 112, uppeldisfræði 103. Sjúkralibabraut Verslunarbraut NÝJAR NÁMSGREINAR Stæröfræöi 113: Skynjunar- og auglýsingasálfræöi. Efni áfangans er skynjun, skynferli og auglýsingasálfræöi. Auglýsingar veröa teknar fyrir, dæmigerö auglýsingatækni rædd og algengustu auglýsinga- brellur kannaöar. Kennari: Oddur Albertsson. Kvikmyndafræöi 102: Kvikmyndarýni. Efni áfangans er kvikmynd- in, saga hennar, eölisþættir og áhrif. Kennari: Oddur Albertsson. Hollenskar bókmenntir: Góð kunnátta í hollensku nauðsynleg. Kennari: Ida Semey. Kennsla fer fram í Miöbæjarskóla. Skólagjöld miöast viö kennslustundaf jölda og er haldið í lágmarki. INNRITUN fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, dagana 31. ágúst og 1. september 1995 frá kl. 17.00 til 20.00. Kennsla hefst 11. september. STJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS OG NÝHERJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.