Morgunblaðið - 16.09.1995, Side 2

Morgunblaðið - 16.09.1995, Side 2
2 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fulltrúar Vöku gengu af fundi FULLTRÚAR Vöku í Stúdentaráði gengu af fundi Stúdentaráðs í fyrra- kvöld eftir að meirihluti ráðsins hafði samþykkt samning við Háskólaráð þar sem kveðið er á um að Háskólinn greiði Stúdentaráði ákveðinn hluta af innritunargjöldum sínum. Fulltrúar Vöku telja að með samningnum sé vegið að sjálfstæði Stúdentaráðs og að það muni ekki geta gegnt því hlutverki sínu að gæta hagsmuna stúdenta með sama hætti og fyrr, að sögn Gísla Marteins Baldurssonar, oddvita Vökumanna í Stúdenta- ráði. Hann sagði jafnframt að tildrög málsins væru meðal annars þau að umboðsmaður Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að Stúdenta- ráð væri frjáls félagasamtök og Stúdentaráði væri ekki heimilt að inn- heimta gjöld af stúdentum nema samkvæmt vilja þeirra sjálfra. Hæstirétt- ur hafnar lögbanni áÓðal HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað lög- bannskröfu Kaffi Reykjavíkur hf. á rekstur veitingahússins Óðals við Austurvöll. Hæstiréttur segir að ekki hafi verið sýnt nægilega fram á að slík tengsl standi milli Vals Magnússonar, fyrrverandi veitinga- manns á Kaffis Reykjavík, og veit- ingahússins Óðals hf. að ákvæði í kaupsamningi vegna Kaffis Reykja- víkur veiti því veitingahúsi rétt til kröfu um lögbann. Eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá fóru núverandi eigendur Kaffís Reykjavíkur fram á lögbann- ið. Þeir festu kaup á Kaffí Reykja- vík af Penson hf., en stjórn þess félags var skipuð Magnúsi Frey Valssyni, en varamaður hans í stjórn var faðir hans, Valur Magn- ússon. í kaupsamningi frá 17. mars sl. er ákvæði, þar sem segir að Valur Magnússon skuldbindi sig til að heíj'a ekki starfsemi kaffihúss eða rekstur með svipuðu sniði og Kaffi Reykjavík næstu þijú ár frá undirritun samningsins. Ekki sýnt fram á tengsl Hæstiréttur segir að ekki hafi verið sýnt nægilega fram á að slík tengsl standi milli Óðals og Vals Magnússonar að samningsákvæðið, sem bindi eingöngu Val, nái einnig til Óðals. Veitingahúsið Óðal hf. sé stofnað af Magnúsi Frey Valssyni einum, hann sé einn hluthafi og stjómarmaður. Þá sé ekki hægt að byggja kröfu um lögbann á hendur Óðali á óskráðri reglu um bann við samkeppni. Málið dæmdu hæstaréttardómar- amir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörns- son. Því væri leitað ieiða til að skjóta lagastoðum undir gjaldtökuna og Háskólinn leitaði nú eftir lagastoð fyrir því að láta Stúdentaráði í té allt að 2.500 krónur fyrir hvern nemanda, en samanlagt væri um 13-14 milljónir króna að ræða. „Við teljum að með samningnum sé vegið að grundvallarhugsjónum Stúdentaráðs sem ganga út á það að Stúdentaráð sé fijálst hags- munafélag stúdenta, sem eigi að ganga erinda stúdenta og má aldrei undir nokkrum kringumstæðum vera háð hagsmunum einhverra annarra aðila og allra síst þeim sem skarast við hagsmuni stúdenta," sagði Gísli. Hann benti á að þó hagsmunir stúdenta og Háskólans fæm saman í mörgu sköruðust þeir einnig að mörgu leyti. Um leið og Stúdenta- ráð yrði háð háskólaráði um fjár- veitingar væri kippt fótunum undan sjálfstæði þess. ÁHORFENDUR risu úr sætum og hylltu aðstandendur kvik- myndarinnar Tár úr steini að lokinni frumsýningu í Stjörnu- bíói í gærkvöldi. Húsfyllir var á sýningunni og ætlaði lófa- takinu seint að linna. Tár úr steini er skáldverk byggt á atvikum úr ævi ís- lenska tónskáldsins Jóns Leifs sem nýtur nú vaxandi vin- sælda á vesturlöndum — ríf- lega aldarfjórðungi eftir dauða sinn. Leikstjóri myndarinnar er Tárúr steini frumsýnd Hilmar Oddsson og tónlistar- stjóri Hjálmar Helgi Ragnars- son en þeir eiga jafnframt heiðurinn af handritinu ásamt Sveinbirni I. Baldvinssyni. ------/------- Morgunblaðið/Ásdís Framleiðandi er Jóna Finns- dóttir og kvikmyndatöku ann- aðist Sigurður Sverrir Páls- son. í helstu hlutverkum eru Þröstur Leó Gunnarsson, sem leikur Jón Leifs og Ruth Ólafs- dóttir sem leikur fyrstu eigin- konu hans, Annie. Myndin ger- ist að mestu í Þýskalandi á tímum nasista. Á meðfylgjandi mynd tekur stoltur leikstjórinn, Hilmar Oddsson, við árnaðaróskum áhorfenda. Hannes Hlífar sigraði HANNES Hlífar Stefánsson sigr- aði á Friðriksmótinu í skák sem lauk í gær og hlaut 8 vinninga af 11 mögulegum. Margeir Péturs- son varð í öðru sæti með 7,5 vinn- inga og Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson urðu í 3.-4. sæti með 6,5 vinninga. Hannesi nægði jafntefli í síð- ustu umferðinni til þess að tryggja sér sigur og Smyslov bauð honum jafntefli eftir aðeins tíu leiki sem Hannes þáði. Margeir sigraði Sof- iu Polgar, en skák Jóhanns við Þröst Þórhallson og Helga við Larsen lyktaði báðum með jafn- tefli þrátt fyrir ákafar vinningstil- raunir Helga og Jóhanns. Skákum Friðriks og Helga Áss Grétarsson- ar og Gligoric og Jóns L. Árnason- ar lauk með jafntefli. Röð annarra keppenda á mót- inu var með þeim hætti að Sofia Polgar varð í 5. sæti með 6 vinn- inga, í 6.-7. sæti urðu Jón L. Morgunblaðið/Ámi Sæberg BENT Larsen var meðal þeirra skákmeistara sem urðu að lúta í lægra haldi fyrir Hannesi Hlífari Stefánssyni. Árnason og Smyslov með 5,5 vinninga, 8.-10. sæti Friðrik, Larsen og Gligoric með 4,5 vinn- inga og í 11.-12. sæti Þröstur Þórhallsson og Helgi Áss Grétars- son með 3,5 vinninga. Eyjólfur Armannsson hefur safnað um 1.200 skákum Friðriks Olafssonar EYJÓLFUR Ármannsson, þrítugur skák- áhugamaður, hefur safnað átölvu nær öll- um skákum Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara íslendinga, og eru þær nálægt 1.200 talsins. Eyjólfur sagðist í samtali við Morgun- blaðið hafa fengið þá hugmynd að safna saman öllum tiltækum skákum Friðriks Ólafssonar í tilefni af sextugsafmæli hans á þessu ári. Hann sagðist hafa fengið um það bil 500 skákir Friðriks í alþjóðlegum gagnagrunni þar sem safnað hefur verið saman um 420 þús- und skákum. „Svo hafði ég samband við Friðrik og fékk þær skákir sem upp á vantaði og hef alls safnað saman um það bil 1.200 skákum. Það vantar að- eins örfáar skákir sem hafa ekki fund- ist,“ segir Eyjólfur. Elstu skákirnar frá 1950 Elstu skákirnar í safninu eru frá upphafi skákferils Friðriks eða frá ár- Aðeins örfáar skákir vantar Mprgunblaðið/Ásdis inu nítjánhundruð og fimmtíu. Eyjólfur kvaðst ekki tefla mikið sjálfur en sagðist fylgjast vel með skák og því helsta sem gerðist í skáklifi á íslandi. Hef- ur hann starfað á Friðriksmótinu sem lauk í gær og séð um að slá allar skákirnar sem þar eru tefldar inn á tölvu og gefa þær út eftir hverja umferð. Sagðist Eyjólfur að sjálfsögðú nota tækifærið og bæta skákum Friðriks á mótinu í safnið sitt jafnóðum. Fengu ekki að fara í tölvuna Aðspurður hvort skákmeistararnir á Friðriksmótinu hefðu ekki sóst eftir að komast ítölvuna og kynna sér skák- ir Friðriks Ólafssonar sagðist Eyjólfur hafa gert keppendum ljóst að þeir fengju ekki að komast í skáksafnið fyr- ir mótið. Á myndinni skoðar Eyjólfur stöðuna í einni af um 1.200 skákum Friðriks Ólafssonar sem hann hefur safnað og sett á tölvu. Ratvís og Ferðabær missa leyfin TVÆR ferðaskrifstofur, Ratvís og Ferðabær, hafa Vnisst leyfí sín til reksturs ferðaskrifstofu þar sem nauðsynlegar bankatryggingar vant- ar. Að sögn Ragnhildar Hjaltadóttur, skrifstofustjóra í samgönguráðu- neytinu, hefur ráðuneytið nú sent frá sér auglýsingu þessa efnis, þar sem svo virðist sem þessar ferðaskrifstof- ur hafí enn ekki hætt starfsemi sinni. Hún segir það vera mjög alvarlegt mál séu þær að selja ferðir án leyfis og trygginga. ■ Ferðaskrifstofur/16 -----♦ ♦ ♦ Borgarstjóri til Kína INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri heldur í níu daga opinbera heimsókn til Kína 23. september og stendur heimsóknin til 1. október næstkomandi. Áætlaður kostnaður vegna fararinnar er um 2,2 milljónir. Með í ferðinni verður Hjörleifur Sveinbjömsson eiginmaður hennar, Pétur Jónsson fulltrúi Reykjavíkur- listans, Hilmar Guðlaugsson fulltrúi Sjálfstæðisflokks, Stefán Hermanns- son borgarverkfræðingur og Helga Jónsdóttir borgarritari. •----♦-■♦ ♦--- Helg-i Tómasson verðlaunaður AMERICAN Scandinavian Foundati- on hefur ákveðið að veita Helga 1 ómassyni ballettdansara, sænsku óperusöngkonunni Birgit Nilsson og danska hönnuðinum Björn Viinblad viðurkenningu fyrir störf sín að menningannálum. Viðurkenningin verður afhent við hátíðlega athöfn í New York 11. október n.k. Viðstaddur athöfnina verður, meðal annarra, Haraldur Noregskonungur. Samningur háskólaráðs og Stúdentaráðs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.