Morgunblaðið - 16.09.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 16.09.1995, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsetar Alþingis og formenn þingflokka ræða gagnrýni á laun og kostnað Gagna aflað um launaþróun fyr- ir nýjan fund Morgunblaðið/Þorkell ÞINGFLOKKSFORMENN og forsetar Alþingis sátu á fundi í gaermorgun og ræddu meðal annars gagnrýni sem komið hefur fram á launagreiðslur til þingmanna. FORSÆTISNEFND Alþingis ákvað í gær að afla gagna um launaþróun á síðustu misserum í kjöl- far mikiilar gagnrýni á úrskurð Kjara- dóms um þingfararkaup og ráðherra- laun og reglna forsætisnefndar um þingfararkostnað þingmanna. Áform- að er að nefndin komi saman í næstu viku og ræði málið frekar þegar umrædd gögn liggja fyrir. „Við unum því ekki að það sé ráð- ist svona að þingmönnum og Alþingi og teljum að það sé ekki gert með hlutlausum hætti. Þess vegna viljum við afla gagna um það hvað menn hafa verið að semja um á almennum vinnumarkaði á þessu ári, ekki síst vegna kröfu útifundarins [á fimmtu- dag] að allir sætti sig við 2.700 krón- ur, þingmenn einnig. Eins viljum við fá upplýsingar um hvað Kjaradómur hefur verið að úr- skurða, jafnvel allt frá 1989. Þetta þarf að fá fram, ekki endilega til að rökstyðja þær gerðir sem þegar hafa verið gerðar, heldur vegna þeirra árása sem við höfum orðið fyrir,“ sagði Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis. Eðlilegt að taka sér tíma Benedikt Davíðsson, forseti Al- þýðusambands íslands, sagðist telja eðlilegt að forsætisnefndin tæki sér tíma til að skoða málið og verkalýðs- hreyfíngin myndi væntanlega biða átekta á meðan en hún hefur krafíst þess að hækkanir til þingmanna og ráðherra gangi til baka. „Við gerum okkur grein fyrir því að það sem þama var gert er byggt á lögum sem Alþingi setti. Að því er launabreytingar Kjaradóms varðar þarf auðvitað að skoða það mjög vandlega og ég er ekki hissa á því að menn vilji vanda þetta betur en dómurinn og gera einhveijar saman- burðarathuganir," sagði Benedikt. í Morgunblaðinu í gær kom fram að þingfararkaup hefur ekki hækkað umfram launavísitölu síðan 1989, þrátt fyrir síðustu hækkun kjara- dóms, en ráðherralaun hafa hækkað um 11,3% umfram launavísitölu. Um þetta sagði Benedikt að eðli- legt væri að skoða þessa hluti og hann treysti því að menn kæmust að heiðarlegri og nákvæmri niðurstöðu í málinu og breyttu í samræmi við það. Ómakleg gagnrýni Hörð gagnrýni hefur komið á þær launahækkanir sem Kjaradómur hef- ur úrskurðað þingmönnum og ráð- herrum. Einnig hafa þingmenn verið harðlega gagnrýndir fyrir að setja ákvæði í lög um þingfararkaup og þingfararkostnað um skattfrelsi fastra kostnaðargreiðslna og forsæt- isnefnd hefur einkum verið gagnrýnd fyrir að ákveða 40 þúsund króna mánaðargreiðslu til þingmanna vegna starfskostnaðar. Þegar Ólafur G. Einarsson var spurður hvort honum þætti þessi gagn- týni ómakleg svaraði hann játandi, og bætti við að sumar ásakanimar á hendur þingmönnum væru ósvífnar. „Við kunnum því illa að liggja undir því að við séum þátttakendur í einhverri þjófasamkundu og teljum það nánast vera tilræði við þingræðið í landinu að skrifa á þennan hátt og hafa áhrif á skoðanamótun almenn- ings,“ sagði Ólafur. Hann var með því að vísa til leið- ara DV sl. þriðjudag sem Jónas Krist- jánsson ritstjóri skrifaði undir fyrir- sögninni Þjófar á þingi en þar segir Jónas að þingmenn hafí ákveðið að hækka laun sín langt umfram aðra og stela mestum hluta hækkunarinn- ar undan skatti. Þegar Ólafur var spurður hvort hann teldi óeðlilegt að það kallaði á hörð viðbrögð þegar krónutöluhækk- anir á launum og kostnaðargreiðslum til þingmanna og ráðherra væru mun meiri en almenningur fékk með kjara- samningum sagðist hann telja við- brögðin óeðlilega hörð miðað við hvað aðrir hefðu fengið sem væru háðir ákvörðun Kjaradóms. Þar væru þing- menn ávallt lægstir. „Varðandi starfskjörin hefur verið látið að því liggja að tekin hafí verið einhver heljarstökk. Það er rangt. Þessar starfstengdu greiðslur hafa áður verið skattfijálsar samkvæmt úrskurði ríkisskattanefndar. Með lagasetningunni [í vor] var verið að taka af öll tvímæli um breytta að- ferð. Við vorum að hreinsa burtu ýmsar greiðslur, sem hafa verið til ójafnaðar milli þingmanna eftir því hvaðan þeir koma, og fella þær undir þennan starfskostnað. Það er rétt að greiðslumar hafa hækkað, um 20 þúsund krónur til þeirra sem mest fengu áður og heldur meira til þeirra sem ekkert fengu áður. En þetta var allt gert gagnsætt með ákvæði í lög- unum,“ sagði Ólafur. Væntanlega rætt á Alþingi Á fundi Ólafs og Ragnars Amalds fyrsta varaforseta Alþingis með for- mönnum þingflokka í gærmorgun voru launa- og starfskjaramálin einn- ig rædd. Ólafur benti á að þetta mál gæti aldrei verið allt í valdi forsætis- nefndar. Nefndin myndi að sjálfsögðu hafa samráð við ríkisstjómina og þingflokksformenn um viðbrögð. Valgerður Sverrisdóttir, þing- flokksformaður Framsóknarflokks, sagði að samstaða væri um að skoða málið betur og fá ýmsar upplýsingar þannig að fljótlega gæti legið fyrir hvaða stefna yrði tekin. Ekki væri hægt að útiloka að Alþingi tæki mál- ið upp þegar það kemur saman í okt- óberbyijun. VEIÐIFÉLAGAR kljást við lax í Netjahyl í Vesturdalsá í Vopnafirði. Beðið eftir bændum MENN bíða nú átekta og sjá hvað verður með hugsanlegt útboð á Norðurá, en nýjustu tíðindi eru þau að Veiðifélag Norðurár hefur gefíð stjórn þess umboð til þess að vinna áfram í málinu og er þá spuming hvort gengið verður beint til samn- inga við einhvem þeirra aðila sem áhuga hafa lýst á samstarfí, eða hvort óskað verði eftir tilboðum frá þeim. Þeir aðilar sem lýst hafa áhuga á því að leigja ána eru Stangaveiði- félag Reykjavíkur, sem hefur haft ána á leigu í 49 ár samfleytt, Pét- ur Pétursson verslunarmaður og Árni Baldursson sem rekur veiði- þjónustufyrirtækið Lax-á. Stórir sjóbirtingar 10 punda sjóbirtingur veiddist á svæði 9 í Eystri Rangá. Það er vænn fískur, en væri ef til vill ekki í frásögur -færandi, og þó, nema vegna þess að þetta er fjórði 10-pundarinn sem veiðist í ánni í sumar, en hinir þrír veiddust allir neðar í ánni. Fiskurinn í fyrradag veiddist rétt fyrir ofan svokallaðan Móbakka, sem er raunar á svæði 8, á hrogn. Þeir sem þá voru að veiðum fengu einnig fjórar stórar bleikjur. Um 450 laxar hafa veiðst í ánni, flestir á svæði 4,140 stykki, en næstflestir á svæði 9, eða 100 laxar. Þokkaleg útkoma í Hafralónsá Um miðja vikuna vora komnir 200 laxar úr Hafralónsá og var þá hópur á heimleið með 20 laxa. „Það var víða talsvert af laxi, en sums staðar erfítt að komast í tæri við hann. Við voram sáttir við okkar hlut, enda að veiða þarna í fyrsta sinn og því alls ókunnir staðháttur," sagði Eiríkur Eiríks- son sem var að veiðum í ánni í vikunni. Megnið af afla sumarsins er smálax, en stórir innan um. Þrír af tuttugu í holli Eiríks vora 10 til 16 pund, hinir 4 til 6 pund og sagði Eiríkur það dæmigerða samsetningu afla í sumar. „Sumir laxarnir sem við fengum voru ný- legir, meira að segja einn og einn með lús. Það var því eitthvað af fiski að ganga,“ bætti Eiríkur við. Kverká, þverá Hafralónsár, hafði gefið 30 laxa. Ýmsar tölur og fréttir Veiðimaður einn, sem var ný- lega í Geirlandsá á Síðu, var ekki klár á heildartölu sumarsins, en hann veiddi vel, fékk nokkra væna sjóbirtinga og sagði talsvert af físki víða um ána. Fékk hann m.a. sex birtinga í beit síðasta morgun- inn í Ármótunum. Grímsá endaði ekki vel. Nokkur holl vora þar óvenjulega dauf, eitt fékk aðeins 2 laxa á 2 dögum, annað var litlu líflegra með 4 laxa á þurra. Grímsá hefur gefið ná- lægt 1.100 iöxum, en seinni hluta sumars hefur verið rólegt á bökk- um árinnar. Svartá er komin í nærri 440 laxa sem er afburðagott. Blanda hefur gefið mjög áþekka veiði. Húsnæðisstofnun dró í eitt o g hálft ár að kæra grun um fjárdrátt Vonaðist eftir endurgreiðslu SIGURÐUR E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðis- stofnunar ríkisins, segir að ástæð- an fyrir því að stofnunin dró í eitt og hálft ár að kæra fyrrverandi lögfræðing stofnunarinnar fyrir fjárdrátt sé sú að hann hafi von- ast eftir að lögfræðingurinn stæði við loforð sem hann gaf um að endurgreiða þá fjármuni sem hann dró sér. Upp komst um fjárdráttinn í árs- byijun 1994, en kæra var ekki lögð fram fyrr en 13. september sl. Upp- haflega var álitið að lögfræðingur- inn hefði dregið sér 405 þúsund krónur, en síðar kom í ljós að um mun umfangsmeira mál var að ræða. Eftir rannsókn lögfræðideild- ar Húsnæðisstofnunar kom í ljós að maðurinn hafði í ellefu tilvikum dregið sér 6,4 milljónir króna. Sigurður sagðist hafa lagt höfuðáherslu á að leita leiða til að endurheimta þá fjármuni sem maðurinn dró sér. Maðurinn hefði sýnt vilja til að gera það, en ekki staðið við loforðið þegar á reyndi. Hann greiddi í upphafi 350 þús- und til baka og óskaði eftir fresti til að gera upp það sem eftir var. Vegna óska hans og annarra hefði verið fallist á það. Maðurinn hefði hins vegar ekki staðið við loforð um greiðslur. Síðasti fresturinn hefði runnið út 1. júlí sl. Sigurður sagði að endingu ekki hafa verið um annað að ræða en að kæra manninn fyrir fjárdrátt. Aðspurður neitaði Sigurður því að lögfræðingurinn hefði verið kærður vegna þrýstings frá fé- lagsmálaráðuneytinu. Stöðugleikanum ógnað STJÓRN Samtaka iðnaðarins hef- ur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna ný- legra atburða í kjaramálum. Þeir kunni að ógna stöðugleikanum og tefla árangri efnahagsstefnunnar í tvísýnu. í þessu sambandi er vísað til verkfalls í kjölfar kjarasamninga, verðhækkana og nú síðast kjara- dóms og ákvarðana, Alþingis um kjör alþingismanna, ráðherra og embættismanna. Stjórnin lýsir í ályktuninni yfir andstöðu.við hvers konar sjálftöku, hvort sem hún birtist í skattalegum fríðindum eða að afmarkaðir hópar launþega með sérstöðu knýji fram launahækkanir umfram það sem gerist á almennum markaði. i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.