Morgunblaðið - 16.09.1995, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 19
ÚRVERINU
Sj á var útvegsr áðuneytið krefst 155 millimetra möskva við veiðar okkar í Smugunni
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA
hefur undirritað reglugerð þar sem
þess er krafizt að ekki sé smærri
en 155 millimetra möskvi í átta
öftustu metrunum í trolli íslenzkra
skipa við veiðar í Smugunni. Það
eru sömu reglur og gijda um
þorskveið'ar hér við land. Islenzku
skipin hafa hins vegar notað mun
smærri möskva til þessa.
„Það kom okkur á óvart að skip-
stjórarnir skyldu nota 135 milli-
metra möskva við þorskveiðar á
þessu hafssvæði,“ segir Þorsteinn
Pálsson, sjávarútvegsráðherra, í *
Noregur
Dregið úr
styrkjum
NIÐURFELLING flutningsstyrkja
frá stjórvöldum í Noregi, ógnar nú
framtíð bátaflotans í Vestur-Noregi.
Jafnframt veltur framtíð um 25 lí-
tilla fiskvinnslustöðva á styrkjunum.
Flutninfsstyrkir hafa viðgengizt í
norskum sjávarútveg um árabil.
Bæði styrkir ti! að flytja fiskinn milli
staða innan lands og einnig til vegna
útflutnings á ferskum og ísuðum
físki.
Mikill þrýstingur er á stjórnvöld
að hætta þessum styrkveitingum frá
og með næstu áramótum, meðal
annars vegna aðildar að Evrópska
efnahagssvæðinu. Ennfremur telur
norska fjámálaráðuneytið óeðlilegt
að greiða styrki til atvinnuvegar,
veiða og vinnslu, sem skilar hagnaði.
Formaður Fisksölusamtaka Vest-
ur-Noregs, segir að styrkirnir séu
undirstaða vinnslu í héruðunum
Hörðalandi, Sogni og Fjörðum og
framtíð 500 til 600 sjómanna velti á
þeim. Þá sé fiskvinnslunni einnig
stefnt í voða. Fisksölusamtökin höfði
fullnýtt opinbera flutningsstyrki sína
í lok júlí í ár og nú skipta vinnslan
og útgerðin kostnaðinum á milli sín
og greiðir hvor aðili fyrir sig um
3.50 krónur á hvert kíló af fiski, sem
flytja þarf. Sölusamtökin höfðu úr
að spila styrkjum upp á um 25 millj-
ónir króan og hefur bróðurparturinn
af því farið í flutninga á lifandi ufsa.
Verði styrkveitingum hætt, getur
það haft áhrif á lágmarksverðið, sem
í gildi er i Noregi. Lágmarksverð á
ufsa er um 21 króna á kíló. Leggi
sjómenn til 3,50 í flutningskostnað,
er hlutur þeirra kominn niður í 17,50
og það telja sjómenn alls ekki nægi-
legt. Á hinn bóginn á vinnslan svo
erfitt með að bæta öllum flutnings-
kostnaði á sig. Hérlendis eru engir
styrkir af þessu tagi og kaupandi
físks á fiskmörkuðum eða í beinum
viðskiptum borgar allan flutnings-
kostnað.
-----♦ ♦ ♦----
Smábátar
seldir til
Færeyja
FÆREYINGAR hafa keypt nokkuð
af notuðum smábátum héðan frá
íslandi að undanförnu. Vaxandi
framboð er á notuðum bátum hér,
en í Færeyjum hafa útgerðarmenn
og sjómenn verið að missa frá sér
stærri báta og notað tækifærið þejg-
ar ódýrir notaðir bátar fást frá Is-
landi, að því er framkemur í fær-
eyska FF-blaðinu. Þar kemur fram
að minnsta kosti 8 bátar 22 til 34
feta langir hafi verið keyptir héðan
til Færeyja. Þótt Færeyingar telji
bátana ódýra þykir þeim þeir þurfa
að leggja of mikinn kostnað í örygg-
isbúnað og tryggingar á þessum
bátum. í grein í blaðinu talið nauð-
synlegt að lækka þennan kostnað
með einhveijum hætti og er þar
helzt horft til stjórnvalda. Skýringin
á „lágu“ verði á smábátunum er
sú, að eigendur þeirra hérlendis
hafa fengið úreldingarstyrk gegn
því að bátarnir verði seldir úr landi,
eða fái ekki leyfi til veiða við ísland.
Smáfiskarist eða „gluggi“
á trollin kemur til greina
samtali við Morgunblaðið. „Við
höfum lagt ríka áherzlu á að það
ætti að nota sömu gerð af veiðar-
færum við þorskveiðar á þessu
svæði og á heimamiðum okkar.
Þótt þessar mælingar, sem
gerðar voru. hafi staðizt norskar
viðmiðanir, stóðust þær ekki viðm-
iðanir okkar og þess vegna þótti
mér einsýnt að gefa þegar í stað
út reglugerð sem gerði kröfu um
155 millimetra möskva. Við við
erum auk þess að athuga hvort
ástæða er til að grípa til frekari
aðgerða varðandi notkun flottrolls
í Smugunni, svo sem að áskilja
sérstakan glugga eða sérstaka
smáfiskarist. það eru ákvæði, sem
þarfnast frekari skoðuna ráður en
hægt er að taka endanlegar ákvað-
arnir um það.
Við getum ekki verið þekktir
fyrir neitt annað en ganga um
auðlindina í Smugunni af fullko-
minni ábyrgð, eins og við kreíj-
umst af okkar á eigin miðum. Slæm
umgengi um auðlindina, hvort
heldur er á heimamiðum eða ann-
ars staðar, skaðar málstað okkar.
Við erum í stöðugri baráttu til að
veija réttindi okkar í fiskveiðum
og til að tryggja afurðum okkar
hámarksverð á mörkuðum. Það er
þáttur í réttindabarátunni og
marksðsetninginunni að sýna
fyllstu ábyrgð í umgengninni um
auðlindina,“ segir Þorsteinn Páls-
son.
FLASA/HÁRLOS?
Við eigum ráð.
ÞUMALÍNA
Pósthússtræti 13 - S. 551 2136