Morgunblaðið - 16.09.1995, Side 32
32 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ELÍN
EIRÍKSDÓTTIR
+ Elín Eiríksdóttir
var fædd á
Löngumýri í Skeiða-
hreppi í Ámessýslu
29. október 1917.
Hún lést á heimili
sínu, Votumýri
Skeiðahreppi
september síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Ragnheiður
Ágústsdóttir hús-
freyja og Eiríkur
Þorsteinsson bóndi á
Löngumýri í Skeiða-
hreppi. Ragnheiður
var fædd 9. mars
1889 í Gelti í Grímsneshreppi í
Árnessýslu, d. 26. feb. 1967, dótt-
ir hjónanna Magnúsar Ágústs
Helgasonar bónda og alþingis-
manns í Birtingarholti og Móeið-
ar Skúladóttur Thorarensen
húsfreyju á sama stað. Eiríkur
var fæddur 6. október 1886 á
Reykjum Skeiðahreppi, d. 25.
júlí 1979, sonur hjónanna Þor-
steins Þorsteinssonar bónda og
smiðs á Reykjum og Ingigerðar
Eiríksdóttur húsfreyju á sama
stað. Elín var næstelst sex systk-
ina, en þau eru Ágúst, f. 7. októ-
ber 1916, Þorsteinn, f. 13. apríl
1920, d. 1. okt. 1978, Páll, f. 16.
júlí 1921, Sigurður, f. 16. júní
1926, d. 24. nóv. 1981, og Ingi-
gerður, f. 14. febrúar 1928. Auk
þess eiga systkinin einn fóstur-
bróður, Baldvin Árnason, f. 17.
júní 1939.
Elín giftist 30. maí 1946 eft-
irlifandi eiginmanni sínum Ei-
ríki Guðnasyni, f. 14. desember
1915, bónda og smið á'Votu-
mýri, syni hjónanna Guðna Ei-
> ríkssonar bónda á Votumýri, f.
24. desember 1888, d. 30. okt.
1977, og Guðbjargar Kolbeins-
dóttur húsfreyju og kennara, f.
26. okt. 1889, d. 27. júlí 1966.
Elín og Eiríkur byggðu nýbýlið
Votumýri 2 árið 1946 og hafa
búið þar æ síðan. Þau eignuðust
þijú börn. Þau eru:
1) Hallbera, f. 12.
júní 1947, gift Búa
Steini Jóhannssyni,
f. 14. okt. 1945.
Börn þeirra eru
Hlynur Ingi, f. 16.
júní 1973, d. 16.
september 1988,
Elín Hrund, f. 22.
júní 1976, og Eirík-
ur Steinn, f. 30. nóv-
ember 1980. 2)
Guðni, f. 10. október
1948, _ kvæntur
Helgu Ásgeirsdótt-
ur, f. 25. júní 1951.
Dætur þeirra eru Ásgerður, f.
19. des. 1969, gift Jóhanni Hall-
dóri Sveinssyni, f. 28.1. 1967,
þeirra sonur er Hilmar, f. 21.
mars 1995; Ruth, f. 19. júní 1972;
Elín, f . 6. mars 1976, sonur henn-
ar og Orvars Más Haraldssonar,
f. 18. mars 1974, er Guðni, f. 27.
janúar 1993; Bergþóra, f. 20.
janúar 1980; og Dröfn, f. 2. des-
ember 1981. 3) Tryggvi Karl; f.
10. október 1948, kvæntur Ag-
ústu Tómasdóttur, f. 15. mars
1956. Börn þeirra eru Erla Berg-
ljnd, f. 2. apríl 1985, Ragnþildur
Ýr, f. 13. júlí 1986, og Ástþór
Hugi, f. 3. júlí 1987.
Elín gekk í barnaskólann á
Húsatóftum í Skeiðahreppi og
síðar í Húsmæðraskólann á
Laugarvatni. Hún starfaði við
almenn sveitastörf meðan hún
dvaldi í föðurhúsum á Löngu-
mýri, auk þess sem hún gegndi
ráðskonustörfum, m.a. í barna-
skólanum í Brautarholti og einn-
ig í Reykjavík og í Keflavík.
Elín var í Kvenfélagi Skeiða-
hrepps og í stjóm þess um tíma.
Hún starfaði einnig um áratuga
skeið í kór Ólafsvallakirkju á
Skeiðum.
Útför Elínar fer fram frá
Ólafsvallakirkju í dag, laugar-
daginn 16. september, og hefst
athöfnin klukkan 14.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína.
Því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll bömin þín, svo blundi rótt.
(Matth. Jochumsson)
9 Okkur langar að minnast elsku-
legrar móður, tengdamóður og
ömmu, Elínar Eiríksdóttur. Það er
með miklum söknuði og trega sem
við kveðjum mömmu en þó einnig
með þakklæti fyrir þá umhyggju
o g ástúð sem hún sýndi okkur alltaf.
Mamma fæddist á Löngumýri á
Skeiðum og ólst þar upp til fullorð-
insaldurs. Systkinahópurinn var
stór og því margir í heimili. Sagði
mamma okkur oft frá æsku sinni
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
KATRÍN MAGNÚSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Neskirkju mánu-
daginn 18. september kl. 15.00.
María Blöndal, Björn Blöndal,
Guðrún Helgadóttir,
Jónína K. Helgadóttir, Sigurður Hafst. Björnsson,
Magnús Helgason, Hildur Johnson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
séra JÓN EINARSSON
prófastur,
Saurbæ
á Hvalfjarðarströnd,
andaðist að morgni 14. september.
Hugrún Guðjónsdóttir,
Sigríður Munda Jónsdóttir,
Guðjón Ólafur Jónsson, Kristín Huld Haraldsóttir,
Jóney Jónsdóttir, Gunnlaugur Aðalbjarnarson,
Einar Kristján Jónsson, Dagný Jónsdóttir,
Hrafnkell Oddi Guðjónsson,
Erla Gunnlaugsdóttir.
og uppvaxtarárum og lýsti því hve
oft var glatt á hjalla á Löngumýri.
Þessi ár voru mömmu mjög dýrmæt
í minningunni.
Eftir dvölina á Löngumýri lá leið-
in í vist bæði í Keflavík og í Reykja-
vík. Sömuleiðis sótti mamma á þess-
um árum nám í hússtjórnarfræðum
á Laugarvatni. Einnig var hún um
skeið ráðskona í bamaskólanum í
Brautarholti.
Mamma var því vel undir búskap-
inn búinn þegar hún giftist pabba
árið 1946. Gengu þau bæði að fullu
í bústörfin en oft mæddi þó mikið
á mömmu þegar pabbi var við smíð-
ar í sveitinni og víðar. Gat þá vinnu-
-dagurinn oft orðið langur.
Okkur krökkunum þótti þetta
skemmtilegur tími í sveitinni. Þrátt
fyrir annríkið gaf mamma sér alltaf
tíma fyrir okkur systkinin og dekr-
aði við okkur á alla lund. í þá daga
er ég ekki frá því að okkur hafi
þótt skemmtilegast þegar hún var
að lesa fyrir okkur. Hvöttum við
hana oft óspart við lesturinn, enda
söng hún og lék þar sem við átti
og alltaf skemmtum við okkur jafn-
vel.
Þegar áhyggjuleysi æskuáranna
var að baki og við systkinin flutt
að heiman var alltaf gott að koma
í heimsókn í sveitina til pabba og
mömmu. Man ég sérstaklega hvað
við bræðumir sóttum í að koma
heim á menntaskólaárum okkar.
Neyttum við allra bragða til að
koma sem oftast og urðum þó
stundum að klípa af upplestrar-
fríum til að njóta þessara samvem-
stunda, sem við mátum svo mikils.
Umhyggja mömmu var alltaf
mikil fyrir okkur systkinunum og
ekki minnkaði hún þegar makar og
barnabömin bættust í hópinn.
Dvöldust barnabörnin um lengri og
skemmri tíma í sveitinni hjá afa og
ömmu, sum oft sumarlangt.
Amma kenndi barnabörnunum
bænimar sínar og mörg ljóð og lög
sem hún söng með þeim. Einnig
kenndi hún þeim að spila á spil og
þá var gjarnan setið við eldhúsborð-
ið og horft yfir Skeiðin. Hún vissi
þá upp á hár hvenær og hve oft
átti að tapa. Hjá sumum þurfti oft
að tapa en þeir voru því fljótari að
læra leikinn. Stundum var mikið
hlegið því amma tapaði oft.
Börnin okkar voru mjög hænd
að ömmu sinni og sóttu í sveitina
til ömmu og afa. Beið amma oft í
eldhúsglugganum þegar von var á
okkur í sveitina. Alltaf hafði hún
ótakmarkaða þolinmæði þrátt fyrir
mörg uppátæki og leiki barnanna.
Gat hún samt verið ákveðin þegar
við átti og lá þá ekki á skoðunum
sínum.
Heimilið og fjölskyldan var alla
tíð aðaláhugamál ömmu og má
segja að hún hafí verið mjög heima-
kær. Þrátt fyrir það var hún alltaf
tilbúin að skreppa til Reykjavíkur
til að heimsækja nánustu ættingja.
Var jafnan mikil tilhlökkun hjá
börnum okkar þegar von var á
ömmu í bæinn hvort sem var í af-
mæli eða af öðru tilefni. Hafði
amma þá gjarnan eitthvað meðferð-
is til að gleðja krakkana. Það var
blítt og einlægt bros sem mætti
ömmu þegar hún kom inn úr dyrun-
um í Hjálmholtinu.
En nú er harmur kveðinn að fjöl-
skyldunni og ömmu sárt saknað.
Minningar um góða og örláta móð-
ir og ömmu hrannast upp. Sárastur
er þó missir afa í sveitinni, sem
mat ömmu heilshugar. Amma var
hans besti félagi og stoð og stytta
alla tíð.
Guð blessi minningu ömmu í
sveitinni.
Tryggvi, Ágústa og börn.
Elsku tengdamamma.
Ekki datt mér í hug að það yrði
svona stutt á milli ykkar pabba, en
svona er lífið. Það eru tuttugu ár
eða rúmlega það síðan ég kynntist
ykkur Eissa. Það var þegar Guðni
bauð mér og stelpunum mínum
austur fyrir fjall til að hitta mömmu
sína og pabba. Var okkur tekið
opnum örmum og stelpurnar byij-
uðu þá strax að kalla ykkur ömmu
og afa. Síðar fæddust hinar þijár
og eiga þær allar miklar og góðar
minningar um ömmu sína sem
kenndi þeim að spila og söng fyrir
þær vögguljóð og hafði alltaf tíma
til að sinna þeim. Ella mín, þær eru
margar stundirnar sem við áttum
saman og voru þær allar yndislegar.
Eiríkur minn, ég veit að þetta
er erfitt en eitt veit ég og það er
að Ella er í góðum höndum þar sem
hún er núna.
Megi Guð styrkja þig í sorg þinni.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með guði,
guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Megir þú hvíla í friði, elsku
tengdamamma mín.
Helga.
Elsku besta Elín amma.
Manstu þú þegar þú sendir afa
fram í stofu til þess að ég gæti
sofið hjá þér og svo söngst þú fyrir
mig áður en ég sofnaði? Það var
nú meira fjörið, amma mín.
Og manst þú þegar þú bjóst sér-
staklega til handa mér kakósúpu.
Og svo þegar ég kom til þín þá
gafst þú mér alltaf pening, en í
eitt skiptið gafstu mér 342 krónur
og þá fannst mér nóg komið en þú
vildir éndilega að ég tæki við þeim.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt
að mennirnir elska, missa, gráta’ og sakna.
(Jóhann Siguijónsson)
Vertu blessuð, elsku besta amma
í heimi.
Þín
Berglind.
Elsku amma okkar.
Nú ertu horfín á braut úr þessu
jarðríki. Trúðu okkur, söknuðurinn
verður gífurlegur. Minningar okkar
um þig eru óteljandi og bera þar
af minningarnar úr sveitinni ykkar
afa, Votumýri.
Alltaf tókstu jafnvel á móti okkur
með nýju bakkelsi og brosi á vör.
Það virtist vera alveg sama hvaða
prakkarastrik við gerðum þú um-
barst okkur alltaf.
Og þó múgur og margmenni
kæmu saman heilu helgamar þá
vantaði ekki hlýjuna og brosið hjá
þér. Hvað þá á réttardaginn þegar
heilu rútumar komu í kaffí og rétt-
arsúpu, alltaf varst þú eins, bros-
andi og góð.
Einnig minnumst við þess að þú
kenndir okkur öllum að spila á spil
og eyddir miklum tíma í að spila
við okkur og var eldhúsið einn uppá-
haldsstaðurinn fyrir það. Þá má
ekki gleyma öllum lögunum sem
þú söngst fyrir okkur.
Við munum líka þegar þú og afí
vomð ennþá með búskap og hey-
skapurinn stóð sem hæst, þá var
gott að koma heim til ömmu og fá
kvöldkaffíð sem vom ógleymanleg-
ar stundir.
Það er mjög sárt að geta ekki
lengur farið austur fyrir Pjall og
heimsækja þig. Mikið verður þín
saknað, elsku amma. En eitt eigum
við þó og það eru minningarnar um
þig og munt þú vera eilíf í okkar
huga gegnum þær.
Elsku afí, pabbi, -frænka, frændi
og frændsystkini, megi guð styrkja
ykkur í sorg ykkar.
Megir þú hvíla í friði elsku amma.
Að lokum viljum við tileinka þér
þessi erindi sem þú söngst svo oft
fyrir okkur:
Nú biánar yfir beijamó,
og börnin smá í mosató
og lautum leika sér.
Þau koma, koma kát og létt,
og kvikum fótum taka sprett
að tína, tína ber.
Ein situr amma ein,
að ami hvílir lúin bein,
og leikur bros á brá,
er koma þau með körfu inn
og kyssa ömmu á vangann sinn
og hlæja beijablá.
(Guðmundur Guðmundss.)
Ásgerður, Ruth, Elín,
Bergþóra og Dröfn
Guðnadætur.
Síðan ég frétti lát Elínar Eiríks-
dóttur á Votumýri hefur sú hugsun
stöðugt leitað á mig að mér bæri
að minnast hennar svo gott sem
ég á henni að gjalda.
Elín var borin og barnfædd
Skeiðakona og bar í fasi og háttum
sterk einkenni ættar sinnar,
Reykjaættarinnar, sem er rómuð
mannkostaætt. Elín ól allan sinn
aldur á Skeiðum, fyrst í föðurgarði
á Löngumýri þar til hún hafði mýra-
skipti eins og við göntuðumst ein-
hvern tímann með og fluttist að
Votumýri er hún giftist Eiríki
Guðnasyni og þau reistu þar nýbýl-
ið Votumýri II fyrir um hálfri öld.
Bjuggu þau þar síðan á tvískiptri
jörð, fyrst í sambýli við hjónin
Guðna Eiríksson frá Votumýri og
Guðbjörgu Kolbeinsdóttur frá Stóru
Mástungu í Eystri-hreppi, foreldra
Eiríks, og síðustu tvo áratugina í
sambýli við frænda Eiríks Benedikt
Kolbeinsson og konu hans Sigurlínu
Grímsdóttur. Sambýlið entist öllum
vel enda samheldnin í fyrirrúmi.
Sakir djúprar og einlægrar vin-
áttu föður míns, Sigurðar Isólfsson-
ar við Votumýrarfólkið fór ekki hjá
því að móðir mín Rósa og við bræð-
urnir ísólfur og Halldór tengdumst
því traustum vináttuböndum og allt
frá því ég man eftir mér hefí ég
litið á Votumýrarfólkið sem hluta
af fjölskyldunni, þótt þar sé ekki
skyldleiki að baki.
Við bræðurnir vorum ekki háir í
loftinu þegar við fengum að njóta
sumarvista á Votumýri og var
þannig með okkur farið að segja
má að vistin vari enn, þótt öðruvísi
sé en áður. Ég varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að kynnast Elínu vel og
kom það ekki síst til af því að ég
gat snemma leitað til hennar sem
trúnaðarvinar. Mér var þannig farið
í æsku að ég átti erfitt með að sjá
af móður minni þannig að það var
átak að fara í sveit jafnvel þótt
ekki ættu í hlut vandalausir. Kom
sér þá vel að eiga aðra móður í
sveitinni sem hægt var að leita til
og því hlutverki gegndi Elín af slíkri
alúð og nærgætni að ég sætti mig
fljótlega við vistina. Fyrir vikið skip-
ar Elín sérstakan sess í huga mínum
og hefur ætíð verið mér einkar
hjartfólgin.
Eins og af framangreindu' má
greina var Elín gæðakona og ein-
stök var hún til orðs og æðis. Hóg-
vær var hún svo af bar, lítillát og
jafnlynd og mælti hvorki styggðar-
yrði til né um nokkurn mann. Skoð-
anir sínar setti hún fram af festu
þess sem veit hvað hann er að segja
og fjölyrti ekki um hlutina. Það sem
einkenndi Elínu þó öðru fremur var
æðruleysi en á því hefur Votumýr-
arfólkið þurft að halda því á það
hafa verið lagðar næsta ofurmann-
legar byrðar. Ætíð stóð Elín sem
klettur og æðraðist ekki.
Ég minnist þess aðeins einu sinni
að hafa séð Elínu brugðið og tengd-
ist það deilum á Skeiðum um notk-
un á skólahúsinu á Brautarholti sem
urðu háværar og frétust víða. Þá
leið Elínu illa enda tengdist hún
forsvarsmönnum beggja deiluaðila.
Engan þátt tók Elín í þessum deil-
um en seinna sagði hún mér að þá
hefðu verið erfiðir tímar. Meira vildi
hún ekki til málanna leggja er ég
bar undir hana nokkrar spurningar
löngu seinna um málið en ég hafði
þá kynnt mér málavexti.
Það er gæfa sérhvers manns að
kynnast konu eins og Elínu og nú
þegar hún er hafín á vit feðra sinna
er mér efst í huga þakklæti fyrir
að hafa átt þess kost að vera í sam-
vistum við hana og svo fyrir þátt
hennar í uppeldi mínu. Hafí mér
tekist að læra og halda lífsreglurn-
ar með guðs hjálp og góðra manna
er víst að Elín fór framarlega í
hópi þeirra góðu manna er þar
komu við sögu.
Ég vil fyrir hönd fjölskyldu
minnar, móður, bræðra og fjöl-
skyldna þeirra votta vinum okkar