Morgunblaðið - 16.09.1995, Side 4
4 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Cessna Skyhawk - flugvél brotlenti í hlíðum Tröllafjalls
Þrír menn fórust
í brotlendinguimi
ÞRÍR menn fórust þégar eins hreyf-
ils flugvélin TF-ELS, af gerðinni
Cessna Skyhawk 172, brotlenti í
Tröllafjalli, upp af Glerárdal og
austan við Bægisáijökul, á fímmtu-
dagskvöld. Mennirnir voru á leið frá
Akureyri til Reykjavíkur og hófst
leit þegar vélin kom ekki fram á
áætluðum tíma í Reykjavík. Á annað
þúsund manns tóku þátt í leitinni á
jörðu niðri, auk nærri 30 flugvéla.
Flugvélin var í eigu flugskólans
Flugtaks. Hún hóf sig á loft frá
Akureyri kl. 17.30 á fímmtudags-
kvöld. Skömmu eftir flugtak hafði
flugmaðurinn samband við flug-
tuminn á Akureyri og var þá allt í
lagi. Áætlaður lendingartími í
Reykjavík var kl. 19.15, en vélin
hafði flugþol til kl. 22.
Viðamikil leit
Þegar vélin kom ekki fram á
áætluðum tíma, eða um kl. 19.45,
var hafín eftirgrennslan og fór flug-
vél Flugmálastjómar í loftið og
flaug yfír ætlaða flugleið TF-ELS.
Um kl. 23 lögðu björgunarsveitir
af stað til leitar og var leitinni að
mestu beint á hálendið.
Allsheijarleit hófst í birtingu og
að sögn Hallgríms N. Sigurðssonar,
leitarstjóra í björgunarmiðstöð
Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykja-
vík, var hún gríðarlega viðamikil.
„Leitin náði þvert yfir landið,“ sagði
Hallgrímur. „Það er ógjömingur að
tíunda hve margir tóku þátt í henni,
en það vom áreiðanlega á annað
þúsund manns við leit á jörðu niðri,
göngusveitir og sveitir á vélsleðum,
auk nærri 30 flugvéla með 2-3
menn um borð hver.“
Eldur kom upp við
brotlendinguna
Leitarsveit frá Akureyri fann flak
flugvélarinnar í hlíðum Tröllaljalls,
austan við Bægisárjökul, um kl.
8.35 í gærmorgun, í aðeins um 10
mínútna flugleið frá Akureyri. Af
verksummerkjum var ljóst að flug-
vélin hafði flogið á fjallið og kvikn-
að í henni við brotlendinguna.
Læknir, sem fór á slysstað með
TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunn-
ar, úrskurðaði mennina þijá látna.
Engin merki heyrðust frá neyð-
arsendi vélarinnar og að sögn Hall-
gríms hefur sendirinn að öllum lík-
indum eyðilagst við slysið. Það hafí
gert leitarmönnum erfitt fyrir, þar
sem engin leið hafi verið að áætla
hvar á leiðinni vélin fórst.
Fulltrúar úr flugslysanefnd fóru
á slysstað í gærmorgun, en ekki var
búist við að vísbendingar fengjust
um orsök slyssins við frumrann-
sókn. Flak vélarinnar verður flutt
af slysstað, en samkvæmt upplýs-
ingum Loftferðaeftirlitsins í gær
hefur ekki verið ákveðið hvert það
verður flutt eða hvenær það verður
gert.
Flugmálastjórn vilHcoma á fram-
færi þakklæti til þelrra Ijölmörgu
aðila, sem þátt tóku í þessari viða-
miklu leit.
KORTIÐ sýnir flugleið vélar-
innar frá flugvellinum á Ak-
ureyri í fyrstu norður á við
en síðan er beygt til suðurs
inn Glerárdal.
Morgunblaðið/Ómar Þ. Ragnarsson
FLUGVÉLIN virðist hafa verið í beygju þegar hún skall á fjallinu. Þyrlan TF-LÍF er við flakið.
Ferða-
kostnaður
lækkar
RISNU- og ferðakostnaður
Reykjavíkurborgar hefur lækk-
að verulega fyrstu sex mánuði
ársins miðað við sama tímabil
árið 1994.
í frétt frá skrifstofu borgar-
stjóra kemur fram að útgjöld
borgarsjóðs vegna ferðalaga
hafi minnkað milli áranna 1994
og 1995 og gæti sparnaðurinn
numið allt að 30% í lok ársins.
Árið 1994 var ferðakostnað-
ur rúmar 28,1 millj. og risna
rúmar 28,8 millj., þar af 17,4
millj. fyrstu sex mánuðina.
Árið 1995 er ferðakostnaður
fyrstu 8 mánuðina tæpar 14
millj. og risna fyrstu sex mán-
uðina rúmar 6,4 millj. en 9
millj. fyrstu 8 mánuðina.
Ekið um með
sírenuvæli
LÖGREGLUNNI var í gær til-
kynnt um mann, sem gerði sér
að leik að aka um og hrella
fólk með því að skella skyndi-
lega á háværu sírenuvæli.
Tilkynningin barst lögregl-
unni kl. 15.35 og hafði þá síð-
ast heyrst til mannsins á
Höfðabakkabrú. Hann var far-
inn þegar lögreglan kom, en
vitað er hver þama var að
verki.
Á miðvikudagskvöld tók lög-
reglan sírenu af öðrum manni,
sem oili ónæði í miðbænum.
150 milljón
króna lán
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
að heimila Bílastæðasjóði að
taka 150 milljón kr. lán méð
sjálfsskuldarábyrgð borgar-
sjóðs.
í erindi til borgarráðs kemur
fram að á fjárhagsáætlun yfir-
standandi árs sé óbrúað bil að
upphæð 151 millj. Lánstími er
10 til 12 ár og miðað er við
kjörvexti.
Atvinnulausum í landinu fjölgaði um 8,2% í
ágústmánuði og voru 4,3% af mannaflanum
Fólk vantar til
fiskvinnslu
ATVINNULAUSIR voru 4,3% af
áætluðum mannafla á vinnumark-
aði í ágúst síðastliðnum og hafði
fjölgað um 8,2% í mánuðinum en
um 21,5% miðað við sama mánuð
í fyrra.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra segir að á átján stöðum á
landinu vanti fólk til fiskvinnslu.
Um síðustu mánaðamót vantaði
um 290 manns og er þegar búið
að ráða 110 en um miðjan mánuð-
inn voru laus störf á bilinu 240
til 290 manns.
íslendingar fyrst
í lok ágústmánaðar voru at-
vinnuleysisdagar 5.880 og sagði
ráðherra ástandið óviðunandi.
Reynt hafi verið að stuðla að því
að stytta skrána. Meðal aðgerða
sem félagsmálaráðuneytið hafi
staðið að á undanförnum vikum
sé aðhald í útgáfu nýrra atvinnu-
Ieyfa til útlendinga. „Við höfum
ekki neitað en höfum frestað af-
greiðslu leyfanna," sagði Páll.
„Það er ekki meiningin að stoppa
framleiðsluna í landinu en við vilj-
um ganga úr skugga um að Islend-
ingum séu boðin störf fyrst áður
en farið er ,að ráða fólk í stórum
stíl annarsstaðar að en frá evr-
ópska efnahagssvæðinu.“ Sagði
hann að í næstu viku yrði farið
að afgreiða atvinnuleyfí til útlend-
inga en að það yrði ekki gert nema
með samþykki viðkomandi verka-
lýðsfélags.
Virkari vinnumiðlanir
Ráðherra sagði að kannað yrði
hvort íslendingar væri tiltækur í
laus störf. Haldnir hefðu verið
fundir með atvinnurekendum og
vinnumiðlunum og að hans mati
væru vinnumiðlanirnar virkári en
áður. Benti hann á að ráðning 100
LANDS-
BYGGÐIN
Atvinnuleysi í júní, júlí og ágúst 1995
Hlutfall atvinnulausra
aí heildarvinnuafli
Á höfuðborgarevæðinu standa
3,891 atvinnulausir á bak
við töluna 4,9% í ágúst og
fjölgað um 285 frá
þvííjúlí. Allsvoru
5.880 atvinnúlausir
á landinu öllu í ágúst
og hafðl fjölgað
um 454 frá
NORÐUR-
LAND
EYSTRA
X
NORÐUR-\
LAND \
VESTRA |
AUSTUR-
LAND
LANDIÐ
ALLT
SUÐURLAND
manna létti á atvinnuleysistrygg-
ingasjóði um 5,3 millj. á mánuði.
Þeir átján staðir þar sem vantar
fólk til fiskvinnslu eru: Hvamms-
tangi, Hrísey, Kópasker, Djúpi-
vogur, Breiðdalsvík, Neskaupstað-
ur, Grundarfjörður, Stykkishólm-
ur, Hellissandur, Ólafsvík og Rif
í Snæfellsbæ, Bolungarvík, Flat-
eyri, Ísafírði-Hnífsdal, Suðureyri,
Tálknafjörður, Bijánslækur-Vest-
urbyggð og Þingeyri.